Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. marz 1961 MORCUniBLAÐIÐ 13 CTHH&ndaA Ovfone/wtíA &i€endaA (wkme/tritiA j? i írinn ti sem allir dá ÞEGAR „óði írinn“, leikskáldið víðfræga Brendan Behan, átti að vera viðstaddur sýningu á hinu kunna leikriti sínu, „The Host- age“ (Gislinn), kom hann dauðadrukkinn fram á sviðið. Hann átti að halda ræðu, en úr því varð hálfgerð nektarsýning. Fyrst fleygði hann af sér jakk anum, síðan hneppti hann frá sér skyrtunni. Svo skruppu axlaböndin niður af holdugum öxlunum, buxurnar duttu niðr- um hann.... og hann hóf að dansa fjörugan írskan þjóðdans á sviðinu, meðan áhorfendur ýmist öskruðu af hlátri eða flúðu leikhúsið skelfingu lostn- ir. Behan hefur vaxtarlag róm- versks keisara. Hann getur drukkið meira en sjálfur páf- inn, en hann er líka fullur af hæfileikum. Eiturtungur og hundingjar gefa í skyn, að Be- han sé ekki eins óforsjáll og hann vill vera láta, heldur sé hann að draga fólk að miðasöl- unni með furðulegum uppátækj- um sínum, hann sé m.ö.o. að látast. Þessir menn þekkja hann ekki. Auðvitað er hann hálfgal- inn, en hann er líka hálfur ann- ar snillingur. Ókæfandi þróttur hans og samúð með öllu mennsku er svo yfirþyrmand: að hann er oft á mörku i vit- firringar, og þá finnur hann ekki aðra leið út úr ógöngunum en láta undan vínþorstanum. Þess á milli étur hann antabus og nýtur þá hjálpar konu sinn- ar, listakonunnar Beatrice. Hún er gædd óendanlegri þolinmæði og umburðarlyndi. Þau gengu í hjónaband fyrir þrem árum og eru barnlaus. Tólf ár í fangelsi Ekki alls fyrir löngu var „óði lrinn“ tekinn fastur fyrir óspekt ir á götum úti. Þá lét hann öll- um illum látum og öskraði svo kröftuglega, að honum var sleppt. Hann er án alls efa drukknasti maður sem nokkurn tíma hefur komið fram í brezku sjónvarpi. Þegar rann af honum og hann sá blaðafréttirnar um hneykslið, varð honum að orði: „Auðvitað var ég fullur. Dettur ykkur í hug að hægt sé að koma fram í sjónvarpi ófullur?" í tólf ár hefur þessi frægi en vansæli leikritahöfundur setið í fangelsum eða betrunarhúsum. Hann er 37 ára gamall. Veik- indi hafa nú að nokkru leyti neytt hann til að halda sig frá flöskunni — a.m.k. við og við — og þegar svo stendur á er uppá haldsveig hans tevatn. Þetta er í ættinni ' Þegar Behan var fyrst tekinn fastur var hann 16 ára. Það var sunnudagseftirmiddag á brautarstöðinni í Liverpool. Hann var með ferðatösku sem hann hafði lagt frá sér á bekk algerlega skeytingarlaus — en það kom á daginn að í töskunni var bráðhættulegt sprengiefni. Þegar á þessum árum var hann meðlimur írsku uppreisnarhreyf- ingarinnar. „Ira“ er latneska orðið fyrir reiði. I.R.A. (Irish Republican Army) er hreyfing reiðra Ira sem berjast gegn Bretum. Þessi hreyfing er eitt af eftirlætisyrkisefnum Behans. Þetta er í ættinni. Afi Behans samdi þjóðsöng íra, og ömmu hans var stungið í steininn fyrir að fela vopn í sængurdýnunni. Faðir Behans sá hann fyrst 14 daga gamlan í fangi móður sinn- ar, en fékk ekki að hossa hon- um því hann var bakvið riml- ana í Kilimain-fangelsinu í Dublin, dæmdur fyrir byltingar- starfsemi. Þegar Brendan Behan kom úr fangelsinu eftir fyrstu setuna, sem var 3 ár, skrifaði hann á nokkrum mánuðum hið fræga leikrit „Gislinn“, sem Joan Littlewood setti seinna á svið í Lundúnum við mjög góðan orð- stír. Meðan á æfingum stóð hringdi hún í Behan og kvaðst ekki vera ánægð með niðurlag- ið, spurði hvort hann gæti ekki endurskrifað það. „Þú getur gert það á tveim vikum", sagði hún. „Flyttu þig bara inn í íbúð ina mína og láttu eins og þú sért heima hjá þér“. Tveim vikum síðar var ekki mikið um heil húsgögn í íbúð Joan Littlewoods, og allt það áfengi sem til var á mílu svæði kringum íbúðina var horfið ofan í maga Behans. En Joan Little- wood tók þessu með jafnaðar- geði og skírskotaði til hins góða hjartalags skáldsins. Hann hristi hausinn nokkrum sinnum, fór í steypibað, drakk nokkra lítra af svörtu kaffi og tók síðan til við skriftirnar svo blekið freyddi um eyrun á honum. Á unglingsárunum vann Be- han fyrir sér sem málarasveinn. Honum var falið að lappa upp á útvegginn á veitingahúsi, og þegar hann hafði lokið því gerði hann sér lítið fyrir og málaði yfir þveran vegginn með risa- stöfum: „Þetta er svei mér bezta kráin í bænum!“ Skreytingin er enn á sínum stað. Eftir að Behan varð fræg- ur hefur hún orðið fádæma góð auglýsing fyrir veitingastaðinn. Vitfirring samtíðarinnar Hafi menn fengið þá hug- mynd af því sem að framan segir, að Behan sé dálítið gal- inn, þá er það ekki fjarri lagi. En hann er líka einn af beztu leikritahöfundum samtímans. Mesta vandamál hans er að sjálfsögðu Brendan Behan sjálf- ur, en það er vandamál sem aðrir hafa líka áhuga á, einmitt vegna þess að hann er skáld. Vitfirringin í verkum hans er vitfirring samtíðarinnar. Leikrit hans fjalla um Irland, kynferðis mál, stjórnmál, trúarbrögð og mennskuna í hverjum einstakl- ingi. „Ég skrifa nefnilega aldrei um neitt sem ég veit ekki deili á sjálfur“, segir hann. „Gislinn“ var frumsýnt í Lundúnum fyrir tveimur árum. Leikurinn fer fram í umhverfi drykkjurúta og vændiskvenna. Þetta er allt byltingarfólk, vegna þess að það er orðið dauð þreytt á lífinu og sjálfu sér, og þjóðfélagið virðist ekki ’nafa nein skynsamleg not fyrir það. Leikritið er í senn grínleikur og átakanlegur harmleikur. Plötupúkar og sérvitringar af öllum sortum eru á sífelldri rás fram og aftur á sviðinu. Stund- um dansa þeir villta írska þjóð- dansa eða syngja drykkjuvísur, Þegar Brendan Behan heldur sig frá sterkum drykkjum, er uppáhaldsveig hans tevatn. Hér er Beatrice kona hans að gefa honum tesopa. en í næstu andrá eru þeir djúpt sokknir í alvarleg vandamál manneskjunnar. Málið er lif- andi og safaríkt, gneistandi af skopi og kaldhæðni, en oft átak- anlega tragískt. Meginefni leiksins er á þá leið, að ungur enskur skrif- stofumaður, sem gegnir her- þjónustu, hefur verið tekinn fastur af I.R.A. Það á að taka hann af lífi innan 24 tíma, ef Englendingar taka af lífi I.R.A.- mann sem þeir hafa í haldi. Ungi maðurinn er geymdur í þessu furðulega húsi, verður ástfanginn, síðan örvæntingar- fullur, þá vongóður, og loks grípur hann algert kæruleysi og hann horfist í augu við ör- lög sín, sem verða raunar I leikslok hrein tilviljun. í næstu viku verður þetta fræga verk sett á svið á Allé Scenen í Kaupmannahöfn undir stjórn Erlings Schröders með feðgana Osvald og Fritz Hel- muth í tveimur aðalhlutverkun- um. Er það í fyrsta sinn sem þeir koma fram í sama leikriti. Biily lygari" í London Cambridge Theatre í Lond- ] on hefur að undanförnu < sýnt leikritið „Billy Liar“. | Leikrit þetta er * samið af Keith Waterhouse, eftir sam' nefndri skáldsögu hans, og iWillds Hall hefur einnig lagt j hjálparhönd á verkið. Hann er, bezt þekktur fyrir leikritið: „The| Long and the Short and the Tall“ sýnt í London á sl. ári. Leikur- inn er gamansamur en dálítinn tíma tekur að venjast blótsyrð- unum, sem faðirinn notar í tíma og ótíma. Aðalhlutverkið, Billy Liar, er leikið af nýrri stjörnu, Albert Finney, sem var reistur til þeirr ar frægðar í nýrri kvikmynd, Saturdaynight and Sunday- morning. Verðskulduð frægð fyrir efnilegan leikara. Ég held ég hafi aldrei séð svo hnitmiðaða túlkun hjá svo ung- um manni. Hann er einnig eini leikarinn sem leyft hefur sér að snúa sér við á sviðinu og horfa beint framan í áhorfendurna og segja þeim að þegja, annars fari hann heim! Slíkt hefur ekki kom : ið fyrir hér um áratugi og hefur þetta atvik vakið geysimikið hneyksli. Munu áhorfendur hafa verið órólegir og ef til vill sum ir drukknir, því þolinmæði leik- arans þraut. Á hinn bóginn má segja að þeir hefðu borgað fyrir aðgöngumiðana sína og ættu rétt á að sjá leikinn án truflunar. Billy Liar, getur ekki gert að því að skrökva. Heimur hans er einn lygavefur. Vinstúlkum sín- um segir han.i að faðir hans sé einfættur, amma hans sé mikið veik, það verði að skera af henni fótinn; móðir bezta vinar hans, kona um fimmtugt sé ó- frísk. Móður sinni segir hann að grænmetissalinn hafi framið sjálfsmorð, þótt hann viti að móð ir sín kaupir kartöflur hjá hon- um á hverjum morgni! Billy get- ur ekki að því gert, hann bara lýgur og skrópar í vinnuna. Hann vinnur hjá fyrirtæki, sem sér um jarðarfarir. Borðstofu- skápur heima hjá honum er læst ur. Foreldrar hans og amma vita ekkí hvað er í skápnum. Seinna kemur í ljós ótöl dagalöl og bréfa sem hann hefur verið beðinn um að pósta fyrir firm- að en aldrei átt frímerki fyrir þeim. Billy á í stríði við vin- stúlkurnar, því hann er trúlof- aður þeim öllum, en á bara einn hring og galdurinn er að ná hringnum frá eihni til þess að gefa annarri. Ein þeirra, sem ann honum bezt, reynir að fá hann til þess að flýja með sér. Billy tekst allur á loft, nýtt líf . . . en lestin brunar af stað án hans. Hugrekkið var brotið, hann á að- eins heima í sama umhverfinu, sama lygavefnum, sem honum þykir svo gaman að vefa. Þráðurinn í þessum leik virð- ist ekki markverður, en eðlileg samtöl þessa alþýðufólks og frá bær leikur Alberts, sérstakiega íátbragðsliist hans, gerir þessa sýningu ógleymanlega. — Krf. Afli Akranesbáta AKRANESI, 8. marz: — Átján bátar komu hingað í gær með 138 lestir alls. Aflahæstir voru: Sigurvon með 14,3 lestir, Sveinn Guðmundsson með 13,8 lestir og Sigurður SI með 11,5 lestir. Höfr ungur II landaði 32 lestum af slægðum fiski eftir 4 lagnir. Hann er á útilegu. —Oddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.