Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 Svohq er dstin FLESTIR halda að til að ná árangri sem akrobat, ' þurfi fólk að hafa þjálfað vöðvana til þess frá barnæsku. I>að af- sannar Madame Marco, sem ekki hafði reynt það fyrr en hún kynntist akrobatdansar- anum Monsieur Marco fyrir fjórum árum, en getur nú sveigt og beygt hvernr vöðva í líkamanum, stanzað í nærri hvaða steliingu sem er og haldið jafnvægi þó hún standi sveigð aftur á bak og maður hennar á höndunum á mjöðm- unum á henni. , Marcos-hjónin sýna í Lido á hverju kvöldi nú um þriggja vikna skeið. Þau eru frönsk, bæði frá París. Hann hefur stundað akrobatleik- fimi í fjölda mörg ár, sýndi með þremur öðrum í sirkus, þegar hann kynntist ungri stúlku, sem hafði alls konar skreytingar að atvinnru, þar á meðal búningateikningar. Hann skildi þá við félaga sína og hún yfirgaf staríið. Það tók þau eitt ár að þjálfa hana upp í að verða akrobat og síðan hafa þau ferðast um og sýnt á skemmtistöðum. — Svona er ástin sagði hún er við spjölluðum við hana í Lido um daginrn. Hún trúir okkur þó fyrir því að hún sé ennþá svolítið hrædd, þegar henni er sveiflað fram og aft- ur, ef um nýtt atriði er að ræða. — En sem betur fer er það ekki oft bætir hún við, því við förum nægilega víða til eiga ekki á hættu að hafa sömu áhorfendur, kom- um t. d. frá Frankfurt og för- um héðan til Milano og svo til Spánar. — Gátuð þið þá. hætt að æfa eftir árið? — Nei, við æfum okkur 10—15 mín. fyrir hverja sýn- ingu í eldhúsinru þó við séum með gamalt atriði. Við höfum samt ekki ennþá brotið neina diska, segja þau og hlæja. Og þátturinn þeirra er af- bragðs vel æfður og skemmti- legur, þau eru bæði kattliðug og virðast hafa nægilegt vald yfir hverri stellingu til að halda henni eins lengi og þau kæra sig um. Og frúin getur notað sína fyrri menntun til að sauma fallega búninga. ★ — En svo við snúum okkur að öðru. Hvað drekkið þið — með matnum hér á fslandi, þar sem ekki er rauðvín á borðum. — Mér fannst satt að segja slæmt að hafa ekki vín með matnum, svarar hún. Ég reyni að kreista sítrónu út í vatnið og drekka það, en mað urirrn minn kýs heldur mjólk. — Eruð þið vön því að skemmtistöðum sé lokað kl. 11,30 eins og hér á virkum dögum? — Nei, það hefur hvergi komið fyrir okkur áður að þurfa ekkj að vinna nema til hálf tólf, nema í Sviss, en þar er byrjað fyrr. ITm þessar mundir er annar skemmtikraftur, sem skemmt ir með þeim Morcohjónunum í Lído, enska söngkonan Marica Owen, sem synrgur fjörleg lög með svolítið djörf- um textum, og fær mikið klapp fyrir. Nýloga hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Hjördís Gunn arsdóttir, Hraunteig 7 og örn Haraldsson, rofvélavirki, Hæðar garði 4. í dag, 10. marz eiga gullbrúð- kaup hjónin Rannveig Odds- dóttir og Kristján F. Björnsson, fyrrv. hreppstjóri, Steinum, Staf holtstungum, Borgarfirði. jánsdóttir, Laugaveg 65. Hún er Etödd hjá syni sinum Kristni Sveipssyni, Bogahlíð 12. 50 ára afmæli á í dag, föstud. 10. marz, Agnar Sigurðsson, verzlunarmaður, Bakkatúni 6, Akranesi. 80 ára er í dag Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður. Hann tekur á móti vinum og kunningjum á heimili sínu kl. 4—6 e.h. Söfnin Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud,, fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudnga. Bókasafn *Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Loftleiðir hf.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá London og Glasgow kl. 21.10. Fer til New York kl. 23. Flugfélag íslands hf.: — í dag til Ak ureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð- ar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. A morgun til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Húsavíkur, ísa- fjarðar, Sauðárkróks og Vestmanna- eyja. H.f. Eimskipafélag íslands. — Brúar foss og Gullfoss eru á leið til Rvíkur. Dettifoss og Tröllafoss eru á leið til New York. Fjallfoss er á leið til N.Y. Goðafoss er í Immingham. Lagarfoss er í Keflavík. Reykjafoss og Tungu- foss eru í Rvík. Selfoss er í Hull_ Skipaútgerð ríkisins: Hekla kemur árdegis í dag til Rvíkur. Esja er á Austfjörðum. Herjólfur fer kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja. Þyrill er á Norðurlandshöfnum. Skjaldbreið er á Húnaflóa á vesturleið. Herðubreið er á Vestfjörðum á suðurleið •Töklar hf. — Langjökull er í New York. Vatnajökull er í Amsterdam. Eimskipafélag Reykjavíkur hf. — Katla er á leið til Islands. Askja er á leið til italíu. Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er 1 Aabo. Arnarfell er á Húsavík. Jökul- fell er í Rotterdam. Dísarfell er á Patreksfirði. Litlafell er í Rvík. Helga fell er á Akureyri. Hamrafell kemur til Batumi á morgun. Keflavík Stúlka óskast Til sölu Pedegree barna- til heimilisstarfa hálfan vagn að Hringtoraut 75. — daginn. Uppl. kl. 6—7 á Sími 2i275. Víðimel 25. F!upmálahátíðin 1961 verður að Lido laugardaginn 11. marz og hefst kl. 19. Borðhald — Skemmt.iatriði — Dans. Þátttaka tilkynnist eftirtalinna: SKBIFSTOFU FLUGMALASTJÓRA frú Katrín Arason, sími 17430 FLUGFÉLAGS ISLANDS h.f., Ágústa Árnadóttir LOFTLEIÐA h.f., frá Islaug Aðalsteinsdóttir TÓMSTUNDABUðARINNAR Austurstræti 8, sími 24026. Flugmálafélag Islands Saumur svartur og galvaniseraður H. BENEDIKTSSON HF. Sími 38-300 Nauöungaruppboð á bifreiðinni G-840 sem er I.F.A. Horch-diesel vöru- bifreið fer fram við lögreglustöðina í Hafnarfirði föstudaginn 10. marz n.k. kl. 2 e. h. — Ennfremur verður seld Federal bifreið óökufær. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Hafnarfjörður nágrenni Pökkunarstúlkur óskast strax Hraðfrystihusið Frost h.f. Hafnarfirði — Sími 50165 Dugleg stúika óskast í eldhúsið. — Upplýsingar gefur ráðskon- an í síma 14292. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Kona vön matreiðslustörfum óskast. Einnig stúlka við afgreiðslustörf. Sæla Café Brautarholti 22 Skrifs’. ofustúlka með verzlunarskóla eða hliðstæða menntun óskast nú þegar hálfan daginn. Vinnutími 1—5, nema laug- ardaga 10—12. — Umsóknir ásamt upplýsingum, sendist fyrir 15. þ.m. í Box 1256.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.