Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 24
L I S T Sjá blaðsíSu 13. trpmMaMð* 57. tbl. — Föstudagur 10. marz 1961 íþróttir Sjá bls. 22. Séra Friðrik Friðriksson dr. theol látinn Séra Friðrik Friðriksson. SÉRA Friðrik Friðriksson dr. theol. er látinn. Hann andaðist að heimili sinu Amtmannsstíg 2, þar sem eru höfuðstöðvar Kristi legs félags ungra manna í Reykja vík, kl. 8 í gærkvöldi, nær níutíu og þriggja ára að aldri. Með hon um er til foldar fallinn mesti æskulýðsleiðtogi, sem ísland hef ur alið, fjölhæfur gáfumaður og mannvinur, sem naut almennrar ástsældar og virðingar þjóðar sinnar. Séra Friðrik hafði verið al- gerlega rúmliggjandi í um það bil 3 siðustu vikur. En hann hafði meðvitund öðru hverju fram til s.l. miðvikudags. t t t Hann var fæddur að Hálsi i Svarfaðardal 25. maí árið 1868. Nafnakall á nafnakall ofan Foreldrar hans voru Friðrik Pétursson smiður og skipstjóri og kona hans Guðrún Pálsdótt ir. Lauk hann stúdentsprófi árið 1893 og heimspekiprófi við Kaup mannahafnarháskóla árið 1894. Guðfræðiprófi lauk hann við Prestaskólann í Reykjavík árið 1900. Það ár var hann vígður prestur við Holdsveikraspítal ann í Laugarnesi og gegndi því starfi til ársins 1908. Hann stofnaði Kristilegt félag ungra manna í Reykjavík árið 1899 og gerði þar með kristlega æskulýðsstarfsemi að höfuð lífs- starfi sínu. Hann gegndi prests- störfum á ýmsum stöðum, m.a. í Reykjavík og Akranesi. í Ame- ríku dvaldi hann árin 1913 til 1916. Ferðaðist hann þar um milli íslenzkra safnaða og stund aði kristilega æskulýðsstarfsemi. Á Norðurlöndum ferðaðist hann einnig víða um, og þá fyrst og fremst um Danmörku, þar sem hann dvaldi árum saman, flutti fyrirlestra og hélt samkomur á vegum KFUM. Naut hann þar mikilla vinsælda og virðingar. t t t Jl Séra Friðrik Friðriksson var ekki aðeins mikill og sérstæður prédikari og boðandi orðsins held ur afkastamikill rithöfundur. Hann samdi og þýddi f jölda bóka, sem komið hafa út innanlands og utan. Njóta æviminningar hana mikilla vinsælda. Hann var mála maður mikill og var latínuþekk ingu hans einkum viðbrugðið. Þótti hann og snjall kennari t hinum klassisku fræðum. Séra Friðrik Friðrikssyni var sýndur margvíslegur sómi fyrir hið mikla lífsstarf sitt. Hann var sæmdur fjölda heiðursmerkja, innlendum og erlendum, og Há* skóli Islands sæmdj hann dokt orsnafnbót honoris causa. Séra Friðrik Friðriksson hafði víðtæk áhrif á íslenzka æsku, og þá fyrst og fremst unga fólkið í Reykjavík, þar sem hann starf aði mest. En öll íslenzka þjóðin þakkar líf hans og starf. Hann var mikilmenni, sem mun lifa í hjörtum og sögu þjóðar sinnar fyrir stórbrotið starf í þágu kær leikans og kristinnar menningar. er samkomulagið við Breta var samþykkt á Alþingi Kindum misþyrmt í fjárhúsi á Akureyri VIÐ höfðum frétt að komið væri að lokum afgreiðslu þingsályktunartill. um sam- komulag í fiskveiðideilunni við Breta og brugðum okk- ur því niður í Alþingishús kl. 4.30 í gærdag til þess að vera viðstaddir hinn sögu- lega atburð er þetta mál yrði afgreitt. Lúðvík Jósefsson var að tala, en þingforseti Friðjón Skarphéð- insson sat sem fastast í forseta- stóli og Skúli Guðmundsson við hlið hans. Fátt var þingmanna í salnum en þeir voru ýmist í hliðarher- bergjunum, á göngunum, inni í lestrarherbergi eða niðri í forsal ©g Kringlu. Áhuginn á að hlýða á mál manna, sem nú hefir staðið um þessa einu tillögu í samfleytt 37 Vi klst, var sýnilega farinn að dofna verulega. Hljóðskraf við forseta. Laust eftir að við komum í hlið arherbergið gengu þeir Karl Kristjánsson og Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra hver á eftir öðrum til forseta og áttu við hann hljóðskraf. Okkur flaug í hug hvort ráðherrann hefði nú verið að athuga hvort Karl ætlaði að lengja fundinn. Klukkan 4.40 voru 16 þingmenn af 60, sem í þinghúsinu voru, inni í þingsal. Þar mátti sjá þá Akur- nesingana Jón Árnason og Daníel Ágústinusson rabba saman í bróð erni. Klukkan 4.45 var Hannibal Valdimarsson farinn að geispa. Okkur datt 1 hug hvort hann hefði kannske einhverntíma áður heyrt það sem félagi Lúðvík var að segja. Lesa gamlar ræður Karl Guðjónsson, Halldór Sig- urðsson og Sigurvin Einarsson grúfa sig yfir ræður sínar, sem þeir hafa áður flutt, og lesa þær yfir. Gott að nota tímann til þess því ræðurnar eru langar. Jón Skaftason skrifar í gríð og erg. Kl. 4:50 er slangur af fólki komið á áheyrendabekkina. Ráðherrarn ir Ingólfur Jónsson- og Gunnar Thoroddsen erú komnir í sæti sín og taka hljóðskraf saraan. í hlið- arherbergi sjáum við þá ræðast við Guðmund í. Guðmundsson, utanrikisráðherra og Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóra. Nú er Björn PáLsson kominn í salinn. Hann hefir þó skamma viðdvöl en gengur til Halldórs Sigurðssonar og skrafar við hann en hverfur síðan á braut. Okkur kem,ur til hugar hvort hann ætli að vera fjarstaddur atkvæða- greiðsluna. Við tökum eftir því, að þeir Geir Gunnarsson og Ág- úst Þorvaldsson eru farnir að teikna myndir á þingskjölin sín. Eðvarð Sigurðsson situr sem fast ast og hlýðir af áhuga á félaga Lúðvík. Kl. 5,10 sezt Ólafur Jóhannes- son í sæti sitt, en Einar Olgeirs- son bregður sér til Hermanns Jón assonar. Ræðast þeir fóstbræðra- lega við um stund, mjög alvöru- gefnir. Nú líður að lokaorðum Lúðvíks sem voru eitthvað á þá leið, að þegar þessi ríkisstjórn, sem nú situr, færi frá völdum mundi þessi samningur úr gildi felldur. Það mundi þá myndast þingmeiri hluti, sem gæti riftað samningn- um og vonandi yrði ekki langt að bíða þeirra kosninga. Fundi frestað. Forseti rís nú úr sæti sínu, seg- ir hin langþráðu orð, að fleiri hafi ekki kvatt sér hljóðs og að um- ræðu sé lokið. Gefur hann síðan tíu mínútna fundarhlé. Um, leið og bjallan hringir ganga þeir hlæjandi saman út úr salnum Jó- hann Hafstein og Einar Olgeirs- son. Þingverðir taka til að fjar- lægja vatnsglös og bera nýtt vatn í karöflurnar við ræðustólinn og á borðum ráðherra. Eftir fimm mínútur taka þing menn að ganga í salinn einn og einn. Forseti er seztur í sæti sitt Frh. á bls. 2 AKUREYRI. Síðast liðinn þriðju dag er Guðmundur Jónsson starfsmaður við ullarþvottastöð Gefjunar, hér í bænum, kom í fjárhús sitt, en það er á Glerár eyrum, blasti við honum ömur- leg sjón. Þrjár kindur voru hel særðar og var augljóst að það var af mannavöldum. Við nánari Geimfar LONDON 9. marz. (Reuter) — Tass fréttastofan skýrir frá því, að Rússar hafi í dag skotið á loft geimfari með lifandi hundi innan borðs og náðist hann til jarðar aftur heill á húfi. — Geimfarið vó 4.700 kg. athugun kom í ljós að svo virt ist sem einhverskonar eggjárni hafi verið beitt. Svo voru kind urnar særðar að lóga varð þeim, öllum samstundis. Þetta hefur vakið ugg, einkum meðal fjáreigenda hér í bænum, og ,er það einlæg von allra að sem fyrst komizt upn um þann, eða þá sem þetta níðingsverk unnu á skepnunum. —St.E.Sig. Cisenga úr sessi? LEÖPOLDVILLE, 9. marz. — (Reuter) — Óstaðfestar fregn ir herma, að Victor Lunduia, herráðsforingi stuðningmanna Lumumba í Stanleyville, hafi steypt Antoine Gisenga a £ stóli forsætisráðherra Stanley ville stjórnarinnar. Dayal, fulltrúi Hammar- skjölds í Kongó hefur ekki talið sig geta staðfest þessa fregn, en haft er til merkis um að hún sé rétt, að ýmsir pólitískir fangar, sem Gisenga hafði í haldi, eru nú frjálsir ferða sinna. Liz úr hœttu LONDQN, 9. marz. (Reuter) Læknir kvikmyndastjörnunn ar Elisabeth Taylor sagði í dag að leikkonan væri nú úr allri hættu og mætti væn-ta þess að hún kæmist á fætur eftir um það bil tvær vikur. Læknirinn dr. Carl H. Goldl man, sagði að enn gæti hún J hvorki talað né risið upp við I dogg, en andardráttur hennar | væri að mestu eðlilegur orð-t inn. » 47 farazt TÓKÍÓ, 9. mrz. — (NTB Reuter) — Að minnsta kosti 72 menn lokuðust inni í kolanámu í suðurhluta Japans í dag, er eld úr kom upp í námunni. Unnið heí ur verið að björgun í allan dag, en allar líkur benda til þess að minnsta kosti fjörutíu og sjö , menn hafi látið lífið. Á myndinni sjást aðalforingjar stjórnarandstöðunnar, Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson, ræðast við alvörugefnir, en fyrir framan þá sjást Finnbogi R. Valdimarsson og Karl Krist- jánsson. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.