Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVWBLAÐIÐ Laugardagur 11. marz 1961 mt-y ■■'■'S'xr' -y - wv &<i<í'nizrstfsnirx\ $f i-KAZ ' r ■■»¥ 'v, -v* ' 'w;v« isk. 9 Sorg Framsókna rmanna HÉR FYRIR ofan er mynd af forsíðu Tímans í gær. Sorgleg nr atburður í þjóðarsögunni, segir þar. Væntanlega hefur það ekki farið fram hjá nein um að Framsóknarmenn hafa síðustu daga ætíð talað um flokk sinn sem þjóðina. f því efni eins og fleirum hafa þeir tileinkað sér baráttuaðferðir kommúnista, sem hér fyrrum töluðu stöðugt um þjóðina, þannig að farið var að nefna flokk þeirra ,,þjóðina á Þórs- götu 1“. Með hliðsjón af þeirri túlkun að þjóðin sé sama og Framsóknarflokkurinn, verð- ur fyrirsögnin skiljanleg. Ekkert hefur ömurlegra kom ið fyrir Framsóknarflokkinn en barátta hans gegn hags- munum fslands í landhelgis málinu og hið fullkomna bræðralag við heimskommún- ismann. Er því engin furða þótt sorg ríki I hugum þeirra Skuggasundsmanna meðan meginþorri fslendinga gleðst yfir unnum sigrum. Verndun fiskstofna við strendur íslands Misfellur í bókhaldi og fram- tali Kaupfélags Skagfiröinga Sauðárkróki, 10. marz. FYRIR nokkru var hér í blað- inu drepið Iítillega á útsvars- mál Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Á sí'num tíma IagðS Niður- jöfnunarnefnd Sauðárkróks á K.S. 430.000 kr. útsvar fyrir skattárið 1959. Þetta útsvar töldu forsvarsmenn K. S. langt um of hátt og kærðu til niður- jöfnunarnefndar. Nefndin tók kæru þessa til meðferðar og staðfesti, að lækkun kæmi ekki til greina, en vegna þess að ýms- ir liðir i framtali K. S. þóttu allgrunsamlegir, var fenginn endurskoðandi frá Reykjavík til að athuga bókhaldið. Þessi athugun leiddi í ljós mis fellur í bókhaldinu og framtal- inu. Tók niðurjöfnunarnefnd málið fyrir að nýju og hækkaði Merkjasöludagur Ekkna- sjóðs íslands á morgun EKKNASJÓÐUR ÍSLANDS hef ur, eins og á undanförnum árum merkjasölu 'á morgun, sunnudag, tii ágóða fyrir starfsemi sína. Til gangur sjóðsins er að styrkja ekkj ur og börn og er búið að út faluta nokkrum sinnum úr sjóðn Ökladjúpur snjór á Akureyri AKUREYRI, 9. marz. — Upp úr klukkan 5 í kvöld byrjaði að snjóa hér á Akureyri á marauða jörð. Þegar þetta er skrifað að verða 10, er hætt að snjóa, a. m. k. í bili. Logn var og er jafnfall- inn snjór yfir öllu í sjó fram og er hann orðinn um ökladjúpur. — St. E. Sig. um í þessu skyni. En betur má ef duga skal, því marga ekkju með börn þarf að styrkja. Merkin verða afhent í fyrra málið kl. 9 í litla salnum í Sjálf stæðishúsinu. Sjóðsstjórnin bið ur foreldra að leyfa bömum sínum að koma og selja merki. Reykvíkingar munu taka vel á móti þeim eins og undanfarið. Til ágóða fyrir sjóðinn verður haldin samkoma í Dómkirkjunni annaðkvöld kl. 8,30. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, flytur ræðu, sem hann nefnir: Ekkjurn ar. Frú Þuríður Pálsdóttir syng ur einsöng, dr. Páll ísólfsson leik ur á orgel, frú Rósa Blöndal les upp ljóð, Einar Vigfússon leikur á selló og Dómkórinn syngur nokkur lög. Aðgangur að samkomunni er ókeypis en tekið verður á móti gjöfum þeirra, sem óska að styrkja sjóðinn, við kirkjudyrn ar. útsvarið um 290.800 krónur. Þennan úrskurð kærði K.S. til yfirskattanefndar, sem tók mál- ið til meðferðar fyrir um hálf- um mánuði. HeDur hún setið á fundum siðan, þar til í gær, að hún hafði lokið störfum. Samhljóða niðurstaða nefndar innar var, að fyrra útsvar K.S. skyldi óbreytt standa, en við- bótarútsvarið lækkaði niður í 203.000 krónur. Ekki er vitað, hvort mál þetta verður látið ganga til ríkisskatta nefndar. Þess skal að lokum getið, að Konrásð Þorsteinsson, kaupmað- ur, kærði útsvar sitt til yfir- skattanefndar, en útsvar hans var þar látið óbreytt standa. —- Jón JÓN Árnason flytur í sam-1 einuðu þingi svohljóðandi þingsályktunartillögu um verndun fiskstofna við strendur íslands: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að taka nú þegar til rækilegrar athug- unar í samráði við Fiskifé- lag íslands og fiskideild Atvinnudeildar Háskólans, hvort eigi sé nauðsynlegt til verndar fiskstofnum við strendur landsins að banna ýsuveiðar með herpinót á helztu uppeldisstöð þessa nytjafisks og sömuleiðis smásíldarveiði á grunnmið- um og inni í fjarðarbotnum. Skal undinn bráður bugur að athugun þeirri, sem að framan greinir, svo að eigi þurfi að dragast lengi, að reistar verði skorður viS þeirri hættu, sem allar líkur benda til að stafað geti af þessum veiðiaðferðum“. í greinargerð frv. segir m.a., að öllum fiskveiðiþjóðum sé nú orðið ljóst, að gjalda þurfi var- huga við þeirri tækni, sem nú er í sívaxandi mæli farið að beita á sviði fiskveiðanna, og sérstaklega sé það hér í norð- urhöfum, sem þessi þróun er farin að vekja ugg. „Það er því í alla staði ó» hyggilegt, eins og nú hagar til, að ganga að fiskveiðunum hér við land, eins og sá brunnur verði aldrei tæmdur, hvaða rán- yrkju og bolabrögðum sem beitt er. Slíkur hugsunarháttur er hættulegur. Og að því leyti sem rányrkja af þessu tagi ber skynsamleg og raunhæf viðhorf til málsins ofurliði, verður með opinberum ráðstöfunum að banna slíkan verknað og fylgja því banni svo eftir, að raun- hæft reynist". Þingfundir í gær Lögreglumenn Á fundi neðri deildar fylgdi Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra úr hlaði til 1. umr. frv. um breyting á lögum um lög- reglumenn. Gerir frv. ráð fyrir, að bæjarstjórn skipi lögreglu- þjóna í kaupstöðum eftir tillögu lögreglustjóra, en han geti veitt þeim lausn án samþykkis bæj- arstjórnar. — Er hér ekki um nýmæli að ræða, því að ákvæði sama efnis eru í hinum ýmsu lögum um kaupstaðina, sem nú er verið að fella úr gildi í sam- bandi við setningu nýrra sveit- arstjórnarlaga. Hins vegar þyk- ir ákvæðið ekki eiga heima í Þ jóðmálaráð- stefna Vöku — um aðra helgi Ræða Bjnina Benediktssonar ÞAÐ láðist að geta þess við ræðu Bjarna Benediktssonar, sem birtist hér í blaðinu i gær, „Alþjóðadómstóllinn tryggði grundvöll friðunarinnar 1952“, að hún var flutt á fundi sameinaðs þings aðfaranótt sl. fimmtudags við frh. 2. umræðu um lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Næstu ræðumenn á undan Bjarna höfðu verið þeir Björn Pálsson og Hermann Jónasson, og var ræða Bjarna að verulegu Ieyti andsvör við ræðu Hermanns, hrakti hann m. a. ýmsar staðhæfingar Hermanns og fleiri ræðu- manna um Alþjóðadómstólinn og benti á, að það hefði einmitt verið dómur hans í deilumáli Norðmanna og Breta, sem ruddi brautina fyrir útfærslu fiskveiðilögsögu Islendinga árið 1952. Næsti ræðumaður á eftir Bjama var Páll Metúsalemsson, sem situr á þingi í stað Eysteins Jónssonar, og flutti þama jómfrúræðu sína. — Síðustu ræðumenn þessa nótt voru þeir Helgi Bergs og Geir Gunnarsson. einhvern stjómarmanna félags- ins fyrir 15. marz, en þeir em: VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur ákveðið að efna til ráðstefnu hér í bænrum um aðra helgi, dagana 18. og 19. marz. Verða þar ræddir nokkr- ir þýðingarmestu þættir þjóð- málanna ásamt með málefnum stúdenta og Háskóla islands. — ★ — Dagskrá ráðstefnunnar hefur að mestu leyti verið ákveðin. Við upphaf hennar mun fyrsti formaður Vöku, Jóhannr Haf- stein alþingismaður, flytja á varp, en auk þess verða flutt þar 2 erindi. Prófessor Ólafur Björnsson flytur erindi um „Vel ferðarríkið“, og Eyjólfur Kon- rá.ð Jónsson ritstjóri ræðir um „Hægri stefnu“. Að öðru ieyti fara störf ráðstefnunnar að mestu fram á fundum, þar sem þátttakeirdur ræða þau mál, sem á dagskrá eru og álit nefnda, sem starfa munu á ráð stefnunni til undirbúnings á- lyktunar um þau mál, sem rædd verða. Þeir Vökumenn, sem hafa á. huga á að sækja ráðstefnuna eru beðnir að hafa samband við Hörð Einarsson stud. jur. Benedikt Sveinsson stud. jur., f ýr AiA /Shnúhr | SV 50 tmútor ¥: Snjókomo t Oð/mm \7 Sltúrir K Þrumúr WS& KutíaskH ZS'<Hihskik HAHmt | Gunnar Ragnars stud. oecon., Þórð Guðjohnsen stud. ýur., Sigurð Hafstein stud. jur., Sveinbjörn Hafliðason stud. jur. og Þórð Harðarson stud. med. sveitarstjórnarlögum, en fellur alveg inn í efni laga um lög- reglumenn. Bankamálin Birgir Kjarnan gerði grein fyrir áliti meiri hluta fjárhags- nefndar neðri deildar um frum- vörp til laga um Landsbanka ís- lands og Útvegsbanka íslands, sem mælir með, að frv. verði samþykkt. — Skúli Guðmunds- son mælti gegn báðum frum- vörpunum. Jóhann Hafstetnn fylgdi úr hlaði áliti meiri hluta fjárhags- nefndar neðri deildar um frv. til laga um Framkvæmdabanka fs- lands, er mælir með samþykkt frumvarpsins. Nokkrar umræð- ur urðu um málið, sem þeir tóku þátt í Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, Einar Olgeirs son og Skúli Guðmundsson. Efri deild Á fundi efri deildar í gær voru 19 frv. afgreidd til 3. um- ræðu og 2 til neðri deildar eftir 3. umræðu í efri deild, frv. um Listasafn íslands og frv. um ríkisábyrgðir. Verkstjóranámskeið Magnús Jónsson gerði grein Framh. á bls. 19. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Vestfjarða og miðin: SV stinningskaldi og él í nótt en suðaustlæg átt og dálítil snjókoma á morgun. Norðurland og norðurmið: Vestlæg átt og él í nótt, léttir til með suðlægri átt í fyrra- málið. NA-land, Austfirði og mið- in: Vestan kaldi og léttskýjað í nótt, þykknar upp með aust- an átt á morgun. SA-land og miðin: Vestan stinningskaldi og él vestan til í nótt, þykknar upp með aust- an átt og snjókomu eða rign- ingu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.