Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNQLAÐIÐ Laugardagur 11. marz 1961 Filagur (no.49) eftir Kristin Sigurjónsson. en ljósmyndavélin er notuS til að sýna okkur þetta, og þá get- ur enginn efazt um sannleik- ann. Sú spurning gæti hæglega vaknað, hvort ljósmyndavélin væri þar með ekki að vinna það verk, sem abstrakt málarar hafa hingað til unnið. Ég held, að því sé fljótsvarað, að það sé frekar á hinn veginn. Maðurinn og höndin hans sjálfs verður allt af yfirsterkari vélinni. Vélin er á valdi mannsins, þannig getur sumum hæglega orðið mikil stoð að geta notfært sér Ijósmynda- vélina sem tjáningarmeðal. Og á málverki og ljósmynd verður alltaf regin munur. Allur svipur þessarar sýning- ar er til mikils sóma fyrir þá, er að henni standa. Frágangur er Litii Ijdsmyndaklúbburinn FJÓRIR ungir menn hafa hvatt sér hljóðs á nokkuð óvenjulegan hátt með sýningu á ljósmynd- um, er nú stendur yfir í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Hér er á ferð ung kynslóð ljósmyndara, er tekur listgrein sína allt öðr- um tökum en áður hefur verið gert hérlendis. Þessir ungu menn eiga það sannarlega skil- ið, að verkurn þeirra sé veitt athygli. Sýning þeirra er með því skemmtilegasta er sézt hef- ur í sýningarformi hérlendis og ber allan svip dirfsku og æsku- fjörs, jafnframt því að maður verður enn einu sinni þess full- viss, að unga kynslóðin í þessu landi hefur mikinn lífsþrótt og er á réttri braut. Það er mikill menningarblær yfir þessari sýn ingu fjórmenninganna og þar andar fersku lofti frá hverju verki. Allt, sem sýnt er, verður manni bæði eftirminnilegt og vekur til umhugsunar. Það er ekki alltaf, að maður getur sagt slíkt um þær sýningar, sem haldnar eru í Reykjavík á seinni helming tuttugustu aldar. Aldar tækni og þekkingar. Á okkar tímum er mikið um það rætt, hver hætta mannin- um stafi af allri þeirri tækni, er hann hefur skapað. Jafnvel eru til þeir einfeldingar að álíta manninn vera þegar orðinn fórn ardýr síns eigin hugvits. Þetta er auðvitað fáránleg skoðun, er vitnar um vantraust og skiln- ingsleysi. Þar sem maðurinn hugsar og lætur hugmyndaflug sitt stjórna tækninni, sikapast óneitanlega ný og sterkari kyn- slóð, sem hefur breiðari sjón- deildarhring og finnur verð- mæti, er áður voru ókunn og tjáir nýja fegurð. Tækni er því mikill hlutur, þegar hún er not- uð á réttan hátt. Þessi sýning á því, hvað hægt er að gera með ljósmyndavél er gott dæmi, um þetta. Þegar manninum tekst með hugviti og áræði sínu að beygja véltæknina' undir hugs- un sína og gera vélina að með- ali til áð tjá sitt andlega líf, þá hefur mikið áunnizt. Þar er auð séð á þessum fjórmenningum, að þeir hafa ekki fyrst og fremst verið að ná ytra borði tilverunn ar á filmur sínar, heldur beita þeir ljósmyndavélinni líkt og hver sá skapandi myndlistar- maður, sem sér, hugsar og skap- ar í samræmi við niðurstöður sínar. Á þann hátt verður til góð myndlist, hvort heldur hún er tjáð með pensli, meitli eða ljósmyndavél. Það er nú ein- mitt þetta, er gerir sýning- una í Bogasalnum einstaklega skemmtilega og merkilega. En svo er annað, sem verður að hafa hugfast, er við dáumst að verkum þessara ungu manna, og það er, að sú list, er þeir hafa hér skapað og er óumdeil- anleg staðreynd, hefði ekki ver- ið dregin fram á sjónarsviðið, ef ekki hefðu verið listamenn, sem þegar hafa vísað veginn með innsýni og sköpunargáfum sínum. Hér á ég auðvitað við svokallaða óhlutkennda list, sem að sjálfsögðu er meira og minna tengd sjálfri náttúrunni, en margur hefur átt dálítið erf- itt með að átta sig á. Nú fáum við að sjá ýmislegt, sem er ná- tengt óhlutkenndri málaralist, til fyrirmyndar og uppsetning. Sýningarskrá mjög vönduð og falleg. Auðsjáanlega hefur mjög verið vandað til vals verka á sýninguni og gefur það að sjálf- sögðu góðan heildarblæ. Rafn Hafnfjörð, Guðmundur W. Vilhjálmsson, Óttar Kjart- ansson og Kristinn Sigurjónsson heita þeir ungu menn, er fært hafa okkur þessa sýningu. Hafi þeir alir þakkir fyrir mikið og vel unnið starf, og eitt vil ég segja við þá, en það er, að þeir skuli ekki taka það nærri sér ef almenningur virðist tómlátur um þessa sýningu. Ég veit, að sýningin er mikill listsigur fyr- ir þá alla, og það er miklu meira virði en allt annað og ætti að verða þeim til uppörvunar og stærri átaka. Ég mun bíða þess með eftirvæntingu að sjá aftur sýningu, sem er eins skemmti- leg og þessi. Nú er hver að verða síðastur að sjá sýningu Litla Ijós myndaklúbbsins, henni lýkur nú um helgina. Ef þetta skrif væri um kvikmyndir, mundi ég setja fjórar stjörnur hér í lokin. Valtýr Pétursson Lánas jóður námsmanna — tíl umræðu á þingi í gær FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um lánasjóð íslenzkra námsmanna var til 2. um- ræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. — Hafði menntamálanefnd neðri deild ar haft frv. til meðferðar, og gerði formaður og framsögu- maður nefndarinnar, Bene- dikt Gröndal, grein fyrir áliti nefndarinnar. — ★ — Sagði Benedikt, að frv. gerði ráð fyrir breyttri skipan á lána málum islenzkra námsmanna, þ. e. tveir sjóðir væru sameinaðir í einn. Þá væri aflað aukins láns fjár til þessara mála, og í upp haflega frv. hefði verið gert ráð fyrir, að námsstyrkir væru felld ir niður að mestu leyti, en auk in námslán tekin upp í þess stað. Kvað ræðumaður nefndina hafa leitað bæði álits háskóla ráðs og Stúdentaráðs Háskóla Is lands, og hefðu báðir þessir aðil ar mælt með samþykkt frv. ó- breytts. Hins vegar hefðu nefnd innf einnig borizt erndi frá ýnv> um samtökum íslenzkra náms- manna erlendis, sem hefðu und antekningarlaust verið á þá leið, að styrkir skyldu haldast. Vegna þessara radda hefði menntamálaráðherra tekið málið til endurskoðunar og síðan flutt breytingartillögu þess efnis, að styrkir haldast óbreyttir. Sagði Bendikt, að menntamálanefnd mælti með samþykkt breytingar tillögunnar og frv. svo breytts. Gylfi Þ. Gíslason menntamála ráðherra kvaddi sér hljóðs. Sagð ist hann vilja láta eitt atriði koma fram í framhaldi af breyt- ingartillögu þeirri, er hann hefði flutt. Að baki tillögunni liggi sá sklningur, að lækkað framlag til lánasjóðsins, sem nemur þeirri upphæð, er fer í styrki til náms manna erlendis (1,3 millj. kr.), verði ekki til þess að rýra þá upphæð, sem stúdentar við Há- skóla íslands fá í sinn hlut. ÞaS væri að sjálfsögðu mjög óeðli- legt, að námsmenn erlendig fengju bæði styrki og þar a<S auki óskerta lánsupphæð, sem yrði til þess að rýra hlut stúdenta við háskólann hér. Gísli Jónsson sagði það skoðun sína, að hér hefði að nýju verið hórfið að rangri stefnu, en i trausti þess, að unnið væri aS því í framtíðinni að fella niður námsstyrki en auka lán, kvaðst hann mundu styðja frv. Síðan tóku stuttlega til máls: Þórarinn Þórarinsson, Gisli Guð mundsson og Benedikt Gröndal. Tvenn ný lög : vorn afgreidd í gær frá A1 þingi. Fyrri lögin eru Um breyt ing á 1. 30/1923, um réttindi og skyldur hjóna. Eru lögin i 2 greinum. Fyrri grein þess hljóðar svo: Frá. 1. septem- ber 1961 gilda þau (þ. e. 1. 20/1923) einnig um hjón, sem gengið hafa að eigast fyrir 1. jairúar 1924. — Síðari greinin mælir fyrir um gildistöku Iaganna, en þau öðlast gildi 1. september 1961. Gm hjónabönd, sem stofnuð voru fyrir 1. janúar 1924, hafa gilt 1. 3/1900, «m fjár- mál hjória, en samkvæmt þeim lögum er réttur eigin- konu til umráða yfir félags- búinu og jafnvel verðmætum, sem hún hefur sjálf lagt til, mjög fyrir borð borinn, en hin nýju lög miða að því að afnema það misrétti, sem ríkt hefur í þessum efnum. Önnur lögin, sem samþykkt voru í gær eru heimildarlög fyrir ríkisstjórnina til að selja eyðijörðina Þorsteins- staði í Grýtubakkahreppi. • Þeir, sem grennast Kommúnistablöðin tvö ræða nú mikið um „kossaveiki", sem þau segja, að gangi um Bandaríkin, einkum meðal her manna og skólafólks. Annað blaðið lýsir því átakanlega hve veikin sé hættuleg, geti jafnvel leitt til dauða — og engum sé jafnhætt og ungum stúlkum, einkum þeim, sem eru að reyna að grenna sig: Hitt blaðið gengur jafnvel svo langt að varpa fram spurn ingu: Eiginmaður, hefur kon- an þín kysst einhvern annan? Óttinn leynir sér ekki, enda er það nú svo, að kommar eru alltaf að reyna að fita sig — en grennast samt jafnt og þétt. • „Kúltúr“ og meiri „kúltúr“ Ritstjóri þessa blaðs var um langt skeið aðalbókmennta- gagnrýnandi Þjóðviljans og er því ekki nema eðlilegt, að hann fylli blað sitt af ,kúltúr‘I Kossaveikindafréttin gefur á- gæta hugmynd um „kúltúr" blaðsins og til fróðleiks tökum við hér upp síðari hluta frétt- arinnar. Blaðið ber upp“ .... dálitla spurningu við þá les- endur sína, sem jafnframt eru eiginmenn og hafa ekki fengið hálsbólguna: Spurningin' er þessi: hefur konan þín fengið hálsbólgu? Og ef hún hefur fengið hálsbólgu, geturðu þá ímyndað þér að hún hafi smit- azt eftir kossaleiðinni? Ef þú getur ekki ímyndað þér það, þá er það bending um það að íslendingar smitist öðruvisi af sinni hálsbólgu en Bandaríkja menn. En ef þú getur ímyndað þér það — og hvenær er hægt að fortaka nokkuð í þeim efn- um — hvern gæti hún þá hafa kysst? Hefur sá maður þá fengið hálsbólgu? Við erum vitaskuld ekki að spyrja þess arna til að vekja afbrýðisemi eins né neins; spurningin er borin fram i þágu læknavísindanna. Altso: kveddninn smittaðist konan þín? Hefur hún kannski kysst einhvuddn annan “ • Engar sannanir Bæði blöðin hafa verið sér- lega grönn og rýr að undan- fömu svo að ekki er ólíklegt, að töluvert sé um veikinda- forföll meðal starfsmanna blað anna. Það er því ekki nema eðlilegt, að annað þeirra hringi í borgarlækni og spyrji hann, hvort hálsbólgan, sem hér hef- ur gengið, eigi eitthvað skylt við bandarísku „kossaveik- ina“. En borgarlæknir sagði. „Nei“ svo að fyrirspyrjendur hafa ekki fengið neina sönn- un fyrir því, að konur þeirra kyssi varnarliðsmenn. FERDIIMAIMP • Algild regla Maður kom að máli við blað ið vegna frásagnar Velvak- anda af hjónunum, sem ferð- uðust með hund sinn með ís- lenzkri flugvél, en fengu ekki að hafa hann hjá sér meðan á ferðinni stóð. Var hundurinn settur í kassa og þar dúsaði hann allan tímann. — En þessi maður segir okkur frá því, að þetta sé viðtekin regla meðal erlendra flugfélaga. Hundar gangi aldrei lausir í flugvél- um; þeir geti orðið stórhættu- legir, ef þeir verði flughrædd- ir. Þetta er mjög sennilegt, ef ekki hárrétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.