Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. marz 1961 MORGVNBLÁÐIÐ 17 Til sölu hjá fremstu úraverzl- unum um allan heim. poAMbe Dáð um allan heim. R O A M E R ]iekktasta svissneska úrið. 100% vatnsþétt. Ónæmt fyrir útgufun. Ótrúlega auðseljanlegt. Verndað með fjórum einka leyfum. Segulvarið — högghelt. Nákvæmt. Viðgerðarþjónusta í 137 löndum. Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu sveitarstjóra Njarðvíkurhrepps úr- skurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvörum og öðrum gjöldum til sveitarsjóðs Njarðvíkurhrepps, sem fallinn voru í gjalddaga 1. nóvember 1960, eða eldri, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, verði eigi gerð skil fyrir þann tíma. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 5. nóvember 1960. Björn Sveinbjörnsson, settur --------------------------------------) Fóstbræðrakabarettinn er í Austurbæjarbíói á morgun (sunnudag) kl. 23,15 og mánudag kl. 7 e. h. Meðal skemmtiatriða: Kórsöngur — Kvartettsönguj- — Einsöngur Gamanþáttur: „Manstu gamla daga“, Emelía og Áróra DansParið Edda Scheving og Jón Valgeir Skemmtiþáttur: Jan Moraverk og Gestur Þorgrímsson. Söngvar úr óperettunni „Oklahoma", fluttir af blönduðum kór, einsöngvurum og hljómsveit Hljómsveit undir stjórn Carls Billich Yfir 60 manns koma fram á skemmtuninnl. Aðgöngumiðar í Austurbæjarbíói eftir kl. 2, — Sími 1-13-84 Skemmtið ykkur hjá Fóstbræðrum. Karlakórinn Fóstbræður VfDT/tKJAVINlSltlSTOFA QC VIOTÆKJASALA VIKUR- /efirg/o- plötur Sími 10600. * 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAGA 125. Þegar þelr komu a# Haf fjarðará var Gísli í línklæð um einum og gerðist nú ákaf lega móður. Gísli ætlaði þeg »r út á ána. Grettir snaraði Cftir honum og greip hann. Ralc Grettir hann þá niður nndir sig og mælti: „Ertu Gísli sá, er finna vildi Gretti Ásmundarson?M Gísli svarar: „Ég hefi nú fundið hann, en eigi veit ég, hversu við skiljum. Haf nú það, sem þú hefur fengið, en lát mig fara lausan(<« 126. Grettir mælti: „Ekki mun þér skiljast það, sem ég segi þér, og verð ég nú að gera þér áminning", — rekur síðan skyrtuna fram yfir höf uð honum og lætur ganga limann um bak og háðar síð urnar, en Gísla fýsti jafnan að snúa sér undan. Afhýðir Grettir hann með öllu og lét hann síðan lausan. Hugsaði Gísli það, að fyrr vildi hann ekki læra af Gretti en hafa slíku flenging aðra. 127. En þegar Gísll kom fót- nm undir sig hljóp hann út á hyl einn mikinn og svimaði |»ar yfir ána og kom um nótt ina á þann bæ, er heitir í Hrossholtl. Grettir snerl aftur og tók npp þing hans, sem Gísli hafði niður kastaff, og færði heim tU sín, og fékk Gísll ekki af þeim síðan. Mörgum þótti Þetta maklega geit við Gísla fyrir umfang sitt og raup, er hann hafði af sér gert. Eng um þótti til hans koma upp frá því og er hann úr sög- unni. 128. Er Grettlr hafði verið tvo vetur í Fagraskógafjalli, fór hann suður á Mýrar á þann bæ, er í Lækjarhug heit ir, og hafði þaðan sex geld inga að óvilja þess, er áttt. Þaðan fór hann ofan til Akra og rak á brott tvö naut til sláturg. En er bændur urðu varir við ferð hans, sendu þeir menn um alla byggðina, söfn uðu liði og sóttu að Gretti nær tuttugu saman. Grettir var við þriðja mann og bað fyldarmenn sína að geyma, að þeir gengju eigi að baki honum. Svo lauk þeirra fundi, að Mýramenn urðu frá að hverfa og höfðu þá misst tiu menn. 5. árg. ★ Ritstjórl: Kristján J. Gunnarsson ic 11. marz 1981 Töfrafáninn og óskirnar Þegar kóngssonurinn var fulltíða, dó konungur inn, faðir hans. Þá varð hann að taka við stjórn ríkisins. Hann gifti sig og eignaðist lítinn son, sem nú varð erfðaprins. Langur tími leið án þess, að konungurinn þyrfti að nota nokkra af óskunum. En kvöld nokk- urt heyrðust hávær köll úr barnaherberginu, þar sem kóngssonurinn litli var vanur að leika sér. Varðmaðurinn blés í horn sitt, og allt þjónustufólkið var kallað saman. f barna herberginu stóð drottning in og grét beisklega: — Prinsinn var horfinn! Konungurinn skipaði svo fyrir, að hver, sem vettlingi gæti valdið, skyldi taka þátt í leitinni að prinsinum. Og það var leitað í höllinni, hallar- garðinum og skóginum. Fjárhirðarnir voru spurð- ir, og skógarverðirnir voru spurðir, en enginn hafði séð drenginn. Myrkrið féll á, og kon- ungurinn gekk eirðarlaus fram og aftur um hallar- salina. Þá datt honum allt í einu fáninn í hug. „Færið mér fánann“, hrópaði hann, „ég ætla að fara upp í efsta turn hallarinnar og sveifla hon um þaðan yfir höfði mér. Aldrei mun ég hafa meiri þörf fyrir fánann en nú“. Fáninn var tekinn niður og konungurinn sveiflaði honum yfir höfði sér, þar sem hann stóð uppi í hæsta turni hallarinnar. — Samstundis heyrðist hörpuhljómur, og lítil brú kom í ljós rétt framan við hallarhliðið. Meðan öll hirðin horfði á þetta und- ur, kom litli kóngssonur- inn gangandi eftir brúnni og kvaddi dyra við hallar hliðið. Huldustúlkan hafði fundið hann og leitt hann heim. „Sannarlega er þessi fáni töfrafáni“, sögðu all- ir þeir, sem á horfðu. Sag- an fréttist um allt landið og fólk kom hvaðanæfa að til að sjá fánann. Eftir þetta hékk hann árum saman á sínum stað í höllinni. En dag nokk- urn var ör skotið að hall- arhliðinu. Konungurinn vissi, hvað það þýddi. Fjandmermirnir höfðu um kringt höllina og ætluðu að taka hana með áhlaupi. Konungurinn bjóst til varnar með hermönnum sínum. Daginn eftir gerðu óvin irnir árás. Konungurinn og menn hans börðust von lausri baráttu, þar sem ó- vinirnir voru miklu fjöl- mennari. Um kvöldið voru konungsmenn marg- ir fallnir eða sárir. Þá á- kvað konungurinn að gripa til fánans og annarr ar óskarinnar. Tæplega myndi öðru sinni verða meiri þörf á því en nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.