Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 18
13 MORGVyBLAÐlÐ Laugardagur M. marz 1961 ísland leikur við Danmörk í dag Dönsk blöð spá Dönum auðveldum sigri 1 DAG keppa íslenzku handknatt leiksmennirnir imi 5. sætið við Dani. Leikurinn, sem fer fram í Essen, og hefst kl. 5 eftir ísl. tíma, og má búast við að danska útvarpið láti lýsa leiknum. Ekki er hægt að neita því, að það er skemmtileg tilviljun að ísland og Danmörk skuli lenda aftur sam an, en fyrsti leikur okkar í þess ari heimsmeistarakeppni var einnig við Dani og sigruðu þeir þá með nokkrum yfrburðum 24:13. íslenzku leikmennirnir hafa án efa í huga að hefna fyrir þennan ósigur og sýna betri leik en í þeim fyrri. Danir eru mjög ó- ánægðir með frammistöðu yliðs síns í þessari heimsmeistara- keppni og finnst þeir hafa dreg izt aftur úr mörgum Mið- Evrópuþjóðum. Ekki er gott að spá um úr- slit leiksins, en þó hefir það vissu lega mikil éihrif að íslenzka lið inu hefur gengið vel og allir eru leikmennimir í sjöunda himni yfir góðum árangri. Hins vegar eru Danir óánægðir og þar af leiðandi ekki eins leikglaðir og íslenzku leikmennirnir. Dönsku blöðin spá þó að Danir sigri auð veldlega og danska blaðið Aktu- elt, sem Knud Lundberg og Grímur Gunnarsson skrifa fyrir, segir „Danir komast tæpast hjá því að lenda í 5. sæti“ Hvað um það, við vonum að íslenzka liðið sýni sömu getuna og í síðustu fjórum leikum. og þá munu Danir vissulega ekki sigra eins auðveldlega og í fyrri leiknum. í dag fer einnig fram leikur milli Þýzkalands og Svíþjóðar um þriðja sætið, og fer sá leikur einnig fram í Essen strax að leik íslendinga og Dana loknum. Án efa verður leikur þessi harður og er það einnig skemmtileg til viljun að þessi lið skuli leika saman í keppni þessari, þótt ekki sé það um heimsmeistaratitilinn, eins og margir spáðu fyrir nokkr um dögum. Hér fer á eftir yfirlit yfir leiki Dana og íslendinga í heimsmeist arakeppninni. Danmörk — ísland .. 24:13 Danmörk — Sviss .... 18:13 Danmörk — Rúmenía . 13:15 Danmörk — Noregur . 10:9 Danmörk — Þýzkal. .. 13:15 78:65 ísland — Danmörk .. 13.24 ísland — Sviss ...... 14:12 ísland — Tékkóslóv. .. 15:15 ísland — Svíþjóð .... 10:18 ísland — Frakkland .. 20:13 72:82 Island var lið dagsins „ÍSLAND var lið dagsins“, segir í fyrirsögn sænska íþróttablaðsins á hugleiðing- ar fréttamanns þess við heimsmeistarakeppnina. Og síðan segir m. a.: íslond gat ekki þegið leik í Hamborg UM HELGINA halda liðin heim frá heimsmeistarakeppn inni. Danir höfðu gefið loforð um að leika leik í Hamborg við úrvalslið Hamborgar. Nú treysta þeir sér ekki til þess og var því leitað hófanna hjá íslendingum og Norðmönnum um að leika við Hamborgar- > úrvalið. Hvorugt landanna' treysti sér til að verða við beiðninni. ( Danir hafa því orðið að hringja heim og fá fleiri menn) til Þýzkalands til að geta stað-. ið við loforðið. t Það er skiljanlegt að fsland t hafi neitað, því aðeins eru úti) !13 leikmenn sem nú hafa leikl ið 5 erfiða leiki á rúmri viku \ og hinn 6. er á Iaugardaginn. I Ac Ummæli Svía „í dag (sunnudaginn) er lokakeppni 8 liða hófst svo að við lá að þökin fykju af íþrótta höllunum þar sem leikið var. Þakið í Dortmund var fyrst í hættu, þegar Rúmenía sigraði Danmörku. 40 mínútum síðar var þakið á höllinni í Stutt- gart í hættu er Frakkar náðu 11:15 gegn Svíum. En hinir raunverulegu brestir komu síð- ar. Það var ísland, „litla ís- land“, sem ekki á einn einasta fullstóran handknattleiksvöll, en æfir sinn handknattleik í smáum fimleikasölum, sem tókst að ná jöfnu, 15:15, við Tékk- ana, „vara-heimsmeistarana“, eins og þeir eru almennt kall- aðir“. ár Og blaðið heldur áfram „Það var hinn nýi hand- knattleiksheimur sem boðaði komu sína. Tékkarnir voru án efa betur leikandi liðið. á vell- inum — með felldara spil. En íslendingar áttu mjög góð tæki- færi undir lokin og sigur þeirra var á síðustu mínútun- um ekki óhugsandi. Það hvein í markstöngum tékkneska marksins og vítakast fór for- görðum hjá íslendingum. Þetta var allt svo furðulegt að mað- ur trúði vart sínum eigin aug- um. ísland var lið dagsins, frekar en Rúmenía fyrir sigur yfir Dönum. íslendingar léku handknattleik, skandinavískan að gerð, en þó nýtt, hratt og ákveðið spil, dálítið hart, en mjög ákveðið. Og það bezta er að íslenzka liðinu tókst að leika ákveðna leikaðferð. Sterk varnaraðferð með alla útileik- mennina sex á línu — enginn framar öðrum á vellinum — og þetta drap niður hina góðu tékknesku framherja. Oft virt- Framh. á bls. 19. Nœsta keppni í Danmörku ÞAÐ er mikið rætt um hvar næsta heimsmeistarakeppni I handknattleik verði haldin. —- Þrjú lönd hafa komið til tals, Danmörk, Sviss og Spánn. —. Spánn kemur þó vart til greina við endanlega ákvörðun, þvl þar eru allt of fáar handknatt- leikshallir. Líklegast er að Danmörfc verði fyrir valinu því alþjóða- sambandið vill að keppnin sé miðsvæðis í Evrópu. Sömu- leiðis ráðgera Danir að undan- keppnin fari fram í Noregi og Sviþjóð, en 8 liða keppni í Danmörku. Hefur sú hugmynd fengið góða dóma og Danir beðnir um að skýra hana í smá atriðum. 2 . LESBÖK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Hann lét sækja fánann, og þegar hann sveiflaði honum yfir höfði sér, greip svo mikill ótti fjand mennina, að þeir lögðu allir á flótta. Blíðir hörpu tónar heyrðust úr fjarska. og brátt var ró og friður kominn á í höllinni aftur. Konungurinn bar fán- ann inn í höllina og hengdi hann sjálfur upp yfir hásæti sínu. „Tvær af óskum mínum hafa verið uppfylltar", sagði hann, „og nú á ég bara eina ósk eftir. Hana má aldrei nota, nema í ýtrustu neyð. Því að sveifli ég fánanum í dag, þarf ég máski enn- þá meira á honum að halda á morgun, en þá er töfrakraftur hans horfinn, og hann orðinn eins og hver annar venjulegur fáni“. Á þeim árum ,sem í hönd fóru, átti konungur inn í ýmsum erfiðleikum. Óvinirnir réðust aftur á höllina, en í það sinn tókst konungi að verjast, án þess að grípa til fánans. Oft lenti kóngur í hætt- um og mannraunum, svo að hann hélt jafnvel, að dagar sínir væru taldir. Altaf sparaði hann samt síðustu óskina, til þess að eiga hana eftir, ef eitt- hvað ennþá verra skyldi henda. Konungurinn gerðist nú garnall og sjúkur, og hann lá rúmfastur og beið dauð ans. Þegnar hans grát- bændu hann um að nota nú síðustu óskina, og óska sér þess, að hann yrði heilbrigður og lifði endalaúst, svo að þeir gætu alltaf haft hann hjá sér. En konungurinn var eins vitur og hann var gamall. Hann svaraði bæn um þeirra þannig: „Síð- ustu óskina ætla ég að skilja eftir í höndum þegna minna. Notið hana þá fyrst, þegar þið eruð þess fullviss, að aldrei hendi ykkur meiri ógæfa, en einmitt sú, sem þið eig ið við að stríða". Þannig vildi það til að fáninn fékk áfram að hanga ósnertur í hallar- salnum. Börnunum eru * sagður sögur um þriðju óskina, sem ennþá hefur ekki verið notuð. Allar þrautir og erfiðleikar sýn ast minni, þegar hugsað er um það, að ef til vill gætu þeir einhvern tíma orðið svo miklir, að nota þyrfti fánann og þriðju óskina. TALNA- líOLlW Þessi boli hérna á myndinni er teikn- aður með því að raða saman mörg- um tölustöfum. Leggðu allar tölurn ar safan. Hver verð ur útkoman? (Ráðning í næsta blaði). J. F. COOPER SÍMSTI MÚHÍKANIl 19. Heyward bjóst við, að nú væri þeirra síðasta stund komin, en þeim var ekkert mein gert. Indíán- arnir héldu stöðugt áfram að endurtaka nafn Fálka- auga. Magúa gerðist túlk- ur og sagði þeim, að það skyldi kosta þau lífið, ef þau segðu ekki strax, hvar Fálkaauga og félag- ar hans væru niður komn ir. Indíánarnir héldu, að þeir hefðu falið sig ein- hvers staðar í nágrenn- inu. Þeir gátu ekki trúað, að bráðin hefði gengið þeim úr greipum. „Fálka auga getur þó ekki flog- ið“, sagði Magúa. „Nei, en hann getur synt“ svar aði Heyward rólega, „þeir létu berast með straumn- um niður eftir fljótinu til »ð sækja hjálp‘. Stuttu síðar var föng- ttnum skipað að fara í bátinn, sem Indíánarnir höfðu komið á til hólm- ans. Þau voru sett á land á hinum árbakkanum, og höfðinginn reið burtu á hesti Heywards. Flestir manna hans fylgdu hon- um. Aðeins sex indíánar undir stjórn Magúa urðu eftir til að gæta fang- anna. 20. Þetta var eitt af þvi versta sem fyrir gat kom* ið. Heyward hafði vonað, að indíánarnir myndu fara með þau til franska herforingjans Montcalm og að hann myndi bjóða Munro að láta dætur hans lausar gegn því, að hann afhenti franska hernum Williams-Henrys virkið. Hann reyndi að lokka Magúa með því að bjóða honum háar mútur, —. hann lofaði honum heið- ursmerkjum, gulli og hvers konar sæmd, ef hann sviki hina indíáan- ana og hjálpaði föngun- um að komast til Willi- ams-Henrysvirkis. Augu Magúa glömpuðu af ágirnd við tilhugsun- ina um öll þessi auðæfi, en hann svaraði af virðu- leik: „Bragðarefurinn er vitur höfðingi og tíminn mun leiða í Ijós, hvað hann gerir“, Magúa fór með fangana inn í skóginn, stúlkurnar fengu hesta, en mennirn- ir urðu að ganga. Ungu stúlkurnar skulfu af hræðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.