Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 19
Laugardagur 11. marz 1961 MORCVNBLAÐ 19 — Saksóknari Framh. af bls. 1 fengið í hendur sérstökum sak- sóknara. Langt er síðan, að til- lögur komu einnig fram hér á landi um slíka skipun þessara mála, þó að þær hafi til þessa eigi náð fram a«5 ganga. Á árunum 1931 til 1934 kom hreyfing á þessi mál innan stjórnmálaflokkanna, Sjálfstæð- isflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, og átti hugmýndin um skipun opinbers ákæranda þar miklu fylgi að fagna. Árið 1934 bar Gunnar Thoroddsen, núverandi fjármála ráðherra, fram á Alþingi frum- varp til laga um opinberan ákæranda ásamt greinargerð. Málið náði þá eigi fram að ganga, en Alþingi samþykkti ályktun um heildarendurskoð- un réttarfarslöggjafar landsins eftir fullkomnustu erlendum fyrirmyndum. í árslok 1934 skipaði þáver- andi dómsmálaráðherra Her- mann Jónasson, nefnd þriggja lögfræðinga til að semja frum- vörp um réttarfarsmálin. Frum varp um meðferð opinberra mála, er nefndin samdi, var lagt fyrir Alþingi 1939 ásamt ýtarlegri greinargerð. Var þar •lagt til, að ákæruvaldið yrði falið sérstökum opinberum ákæranda, er nefndist saksókn- ari ríkisins. Frumvarp þetta varð ekki útrætt á því þingi, og á sama veg fór árið 1940, er það var borið fram að nýju. Árið 1947 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra, Bjami Bene diktsson, nefnd þriggja lögfræð dnga til þess að semja frum- varp til laga um meðferð opin- berra mála. Var frumvarp ásamt greinargerð, er nefndin samdi, lagt fram á Alþingi 1948. Var hér enn lagt til, að stofnað yrði embætti saksóknara ríkis- ins, sem færi með opinbert ákæruvald. Frumvarp þetta dagaði uppi á Alþingi, og á sömu leið fór 1949. Á árinu 1950 voru borin fram tvö stjórn arfrumvörp. Var annað þeirra almennt frumvarp um meðferð opinberra mála, og samkvæmt því skyldi dómsmálaráðherra fara áfram með ákæruvald. Hitt frumvarpið fjallaði um sak sóknara ríkisins og rannsóknar- stjóra. Fyrrgreinda frumvarpið varð að lögum nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála, en síðargreinda frumvarpið dagaði uppi. Að tilhlutun þáverandi dóms málaráðherra, Friðjóns Skarp- héðinssonar, var því næst frv. til laga um breyting á lögum nr. 27/1951 um meðferð opin- berra mála ásamt greinargerð lagt fram á Alþingi 1959. í frumvarpi þessu var enn lagt til, að ákæruvaldið yrði lagt í hendur sérstaks embættismanns, saksóknara ríkisins. Frumvarp þetta fékk ekki afgreiðslu á Alþingi. í fyrrgreindu frumvarpl, sem lagt var fram á Alþingi 1948 var gert ráð fyrir fjölgun saka- dómara í Reykjavík úr einum í þrjá til fimm eftir ákvörðun dómsmálaráðherra. En í al- menna frumvarpinu um með- ferð opinberra mála, sem lagt var fram 1950 og samþykkt sem lög nr. 27/1951, var eigi gert ráð fyrir þessari breytingu á embætti sakadómara. 1 frumvarpi því, sem hér ligg ur fyrir, eru hinar eldri tillög- ur um "saksóknara og fjölgun sakadómara í Reykjavík teknar upp af nýju. Að því er varðar embætti saksóknara, þá er æski legt, að ekki dragist lengur, að sú skipan á meðferð opinbers ákæruvalds komist á hér á landi eins og í þeim löndum, þar sem réttarskipan er líkust okkar. Er ekki lengur viðun- andi, að fjárskorti sé borið við gegn þeirri réttarbót. Um fjölg- un sakadómara í Reykjavík er það að segja, að fulltrúar við embætti sakadómarans hafa um árabil í verki verið sjálfstæðir dómarar, og er þá rétt, að sú embættisstaða þeirra sé um starfshætti og kjör að fullu við- urkennd í lögum. í frumvarpi þessu eru þau ein ákvæði, sem leiða beint af fyr- irhuguðum breytingum á með- ferð ákæruvalds og skipan sakadómaraembættisins í Rvík. Má einnig um efni frumvarps þessa vísa til athugasemda, sem áður hafa komið fram í sam- bandi við frumvörp, sem lögð hafa verið fyrir Alþingi og greind eru hér að framan. Með samþykkt frumvarps þessa væri lokamarki engan veginn náð, að því er varðar endurbætur á meðferð opin- berra mála hér á landi. Algers aðskilnaðar er t. d. þörf milli dómstarfa og lögreglustjórnar. Spor í þá átt voru tillögur þær, er áður greinir, um rannsókn- arstjóra, en hann skyldi m. a. fara með stjórn rannsóknarlög- reglu í Reykjavík, sem nú ber undir sakadómara. Frá þessum tillögum er síður en svo endan- lega fallið, þó að þær hafi ekki verið teknar upp í frumvarp þetta, enda verður stefnan að vera sú, að koma meðferð opin- berra mála í þessu sem öðru hvarvetna í rétt horf. í stað þess að flytja nú frumvarp, er fæli í sér tillögur um allsherj- artndurbætur í þessum efnum, hefur hins vegar af ýmsum ástæðum verið horfið að því ráði að takmarka efni frum- varpsins, svo sem gert hefur verið, og þá við það miðað, að nauðsynleg löggjöf um þessi mál verði sett í áföngum. — Knudsen Framh. af bls. 8 skógi 1950, Þjórsárdalur 1950, Ullarband og jurtálitun 1952, Frá Soginu 1953, Hornstrand- ir 1955, Sr. Friðrik Friðriks- son 1956, Ásgrímur Jónsson 1956—1957, Skálholt 1956 1957, Mynd frá Reykjavík 1955—1957, Fráfærur á Kirkjubóli 1958, Vorið. er komið 1959, Refurinn gerir gren í urð 1959, Þórbergur Þórðarson 1960, Frá Eystri byggð á Grænlandi 1960 og Smávinir fagrir, blómamynd in frá 1960—1961. — E. Pá. — Úr ýmsum áttum Framhald af bls. 10. og á stórum ræktuðum svæð um verða tvær eða fleiri uppskerur í stað einnar áð- ur. Árangurinn verður sá, að landbúnaðarframleiðsla Egyptalands mun aukast um 50%. Þá eru raforkuverin, sem munu framleiða tíu þús- und milljónir kílóvattstundir á ári og þar með tífalda raf- orkuframleiðslu landsins mið að við það sem nú er. Sam- tals er reiknað með því að stíflan skapi ný verðmæti, sem muni nema 37 þúsund milljónum króna á ári. And- virði stíflunnar ætti þannig að fást endurgreitt í auk- inni framleiðslu á hálfu öðru ári. Þannig mun Aswan-stíflan leiða til aukins landbúnaðar í landi þar sem 18 milljónir íbúanna eru bændur, til aukinnar iðnvæðingar og til bættra lífskjara egypzku þjóðarinnax•. (Stytt úr Morgenavisen, Bergen) „Malbihuð hjöitu" eftir Jóhann. Hjdlmarsson. í DAG kemur út á forlagi Bóka verzlunar Sigfúsar Eymundsson ar ljóðabókin Malbikuð hjörtu eftir Jóhann Hjálmarsson. Jóhann Hjálmarsson er eitt af yngstu skáldum landsins, fædd ur 1939. Þó eru Malbikuð hjörtu fjórða ljóðabókin, sem hann sendir frá sér, en fyrsta bók hans Aungull í tímann, kom út, þegar hann var 17 ára. Árið 1958 sendi hann svo frá sér bókina Undar- lega fiska, og árið 1960 ljóða- þýðingajr, er hann nefndi Af greinum trjánna. Auk þess hefur hann skrifað allmargar greinar um bókmenntir og listir í blöð og tímarit. Malbikuð hjörtu er 62 bls. að stærð, 32 ljóð misjafnlega löng. í bókarlok skrifar höfundur skýringar við nokkur ljóðanna. Mynd á kápu og titilsíðu hef ur Alfreð Flóki teiknað, en prent un hefur annazt Frentsmiðja Jóns Helgasonar. Afli á Akranesi Akranesi, 10. marz. TÆPAR 90 lestir bárust hér 1 land í gær. Aflahæstur var Sæ- fari með 12,5, þá Sigurður AK með 11 og Sigurvon með 10 lestir. — M.s. Litlafell er hér í dag og losar olíu. — Oddur. Hálkan hættuleg MIKIL hálka var á götum bæjaíw ins í gær. Munu margir hafa hlot ið byltur og smámeiðsli. Ekki er vitað, að neinn hafi slasazt al- varlega, nema Guðrún Jensdótt- ir, Bergstaðastræti 46, sem féll á mótum Njarðargötu og Fjölnis vegar. Hún handleggs- og fót- brotnaði hægra megin. — /Jbrótf/r Framh. af bls. 18. ist sem leikurinn væri búirm: 10:7, 11:8 og 15:12, en íslend- ingamir gáfu sig aldrei og xmnu á — við óhemju fagnað- arlæti“. Þetta voru orð sænska íþróttablaðsins og sjaldan eða aldrei hefur íslenzkum íþrótta,- mönnum verið hrósað þar jafn- mikið og nú. Vilj ilja sa mband óháðra ríkja í Kongó Frd rdðstefnunni í Tananarive Stefnis-kaffi í dag HAFNARFIRÐI: — í dga kl. 3—5 er Stefniskaffi í Sjálf- stæðishúsinu. Framreitt verð ur kaffi við vægu verði og gott „bakkelsi" með. Nokkra undanfarna laugardaga hafa Stefnis-féiagar haft kaffi á boðstólum hvern laugardag við sívaxandi vinsældir. Tananarive, 10. marz — (NTB — Reuter). Á RÁÐSTEFNU stjórnmálaleið- toga, frá Kongó, sem stendur yfir í Tananarive, hefur Joseph Kasa- vubu, forseti borið fram tillögu um, að komið verði á í Kongó sambandi óháðra ríkja. Þessi tillaga hans hefur verið til umræðu í allan dag, og er svo vel á veg komin, að fundar- rnenn velta því nú fyrir sér, hvað ríkjasamband þetta skuli kallast. Lagt hefur veríð til að kalla það Samband kongóskra ríkja. Moise Ts'hombe mun vera því mjög hlynntur að slíkt ríkjasam- band hafi sameiginlegt þing í Leopoldville. Hann er sá, sem fyrstur kom fram með þá tillögu, að landið yrði gert að ríkjasam- bandi — taldi það vænlegustu leiðina til að koma í veg fyrir ættbálkabardaga. Þó er talið, að Tshombe hafi fallizt á, að Kasa- vubu verði æðsti maður ríkja- sambands Kongó. Aðeins tveim þriðju hlutum Stjórnmálamennirnir ræddu ennfremur í dag, hvort mögulegt væri að tryggja ró og frið í Kongó, án aðstoðar Sameinuðu Þjóðanna, svo sem Thsombe hef- ur langt til. En það virðist auð- sætt, að þeir foringjar, sem ráð- stefnuna sitja, telja sig einungis geta tryggt frið í tveim þriðju hlutum landsins, — þriðji hluti þess er á valdi Stanleyvillestjórn arinnar. Reyndar efast menn stórlega um, að unnt verði að koma í framkvæmd nokkru af því, er samþykkt verður á þess ari ráðstefnu, þar : em Gizenga eða þeir, sem sterkastir eru í Stanleyville, hafa ekki komið til ráðstefnunnar. Búizt er við að fundur ráðstefnunnar sem boðað er til í kvöld, muni standa fram á nótt. — Alþingi Frh. af bls. 2 fyrir áliti iðnaðarnefndar efri deildar um frv. til 1. um verk- stjóranámskeið. Hafði nefndijn fengið um það umsagnir ýmissa aðila, sem allir mæltu með sam- þykkt frv. Iðnaðarnefnd mælir með samþykkt þess með þeirri breytingu, að inntökuskilyrði verði ákveðin með reglugerð. Slyssð í Orœfum MORGUNBLAÐINU hefur borizt bréf frá Þorsteini Jóhannssyni, kennara að Hofi í Öræfum. Seg- ir hann þar frá hinu sviplega slysi er varð þar í sveitinni á dögunum, er litli drengurinn úr Reykjavík, Ingvi Ómar Hauks- son, til heimilis að Lækjarhúsum þar í sveit, lézt af slysförum. Samkvæmt hinni greinargóðu frá sögn Þorsteins, varð drengurinn ekkí undir kerrunni er dráttar- vélin var að draga á túnið. Hann' hafði ekið dráttarvélinni, er skyndilega lyftist upp að framan, og valt hún aftur yfir sig. Dreng. urinn sem sat í ökumannssæti hafði orðið undir dráttgrvélinni er hún skall aftur yfir sig á kerruna. I Ungling vantar til ab bera út blabið vib Fossvogsblettina Sonur minn og bróðir okkar KRISTJÁN DAÐI BJARNASON andaðist í Landakotsspítala 3. marz. Jarðarförin hefur farið fram. — Þökkum fyrir auðsýnda samúð. Sigurlína H. Daðadóttir og systkini hins látna Faðir minn EINAR RUNÓLFSSON trésmiður, andaðist að Elliheimilinu Grund 10. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda. Trausti Einarsson. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi INGIMUNDUR EINARSSON sem andaðist 4. þ.m. verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins við Táteigsveg, mánudaginn 13. marz kl. 1,30 e.h. — Blóm afbeðin. Jóhanna Egilsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar EYJÓLFS ÞÓRÐARSONAR frá Laugabóli. Systkinin Beztu þakkir sendum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu vegna andláts og jarðar- farar JÓELS BÆRINGSSONAR sem andaðist 26. febrúar s.l. Eiginkona, börn og tengdabörn Þakka innilega samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför litla drengsins míns INGVA ÓMARS Fyrir hönd aðstandenda. Inga Ingimarsdóttir. * -é£H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.