Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. marz 1961
MORGVTSBLÁÐIB
11
auglýsum einkum í smáblöðum
og tímaritum, sem gefin eru út
“Við flytjum sennilega
í Rockefeller Center“
VIÐvorum dálítið hræddir um að
Jjoturnar tækju frekari vöxt frá
Loftleiðum, en sá ótti hefur ver-
ið ástæðulaus. Við höfum nú tek-
ið á móti fleiri farmiðapöntun-
um en nokkru sinni áður — á þess
um líma, sagði Bolii Gunnarsson,
stöðvarstjóri Loftleiða á Idlewild
flugveilinum í New Yoitt, er
hlaðamaður Mbl. hitti hann á
dögunum.
Bolli kom hingað í stutta heim
stað í borginni, á götuhæð í
Rockefeller Center. Þetta er á
sama stað og kúbanska flugfélag
ið Cubana var til húsa við stutta
götu, sem liggur frá 5th Avenue
og að skautasvellinu fræga í
Rockefeller Center.“
„Mér finnst ekki ólíklegt að
við tökum þessu tilboði og flytj-
um von bráðar. Það er mikill
ávinningur fyrir okkur að kom-
Bolli Gunnarsson.
sókn til skrafs og ráðagerða, því
starfsemin verður se umfangs-1
meiri. Nú vinna 50 manns hjá fé-
iaginu í New York, þar af helm-
jngurinn á flugvellinum.
„Langmestur hluti farþega okk j
ar eru Bamdaríkjamenn“, hélt |
Bolli áfram“. Mér er sagt, að j
flutningarnir til og frá íslandi
séu ekki meiri en sem nemur því,
að 5 farþegar fari úr vélinni og
áiíka margir komi i staðinn í i
(hverri viðkomu hér — að jafn-
aði‘.
„Flestar farmiðapantanir frá
Baridaríkjunum í sumar eru til
Bretlands, Hollands og Luxem-
burgar. Norðurlandaflutningarn-
ír eru alltaf jafngóðir, Noregur
þó oeztur“.
* * *
„t vetur lækkuðu fargjöld hjá
okur verulega á flugleiðum frá
New York til endastöðva á megin
landi Evrópu — og eru fargjöld-
in til Luxemburgar einna lægst
miðað við vegalengdina. Það hef-
ur líka sýnt sig, að þessi lækk-
un verður árangursrík, því nú
þegar er fullpantað í margar ferð
ir til Luxemburgar í sumar. Ég
yrði ekkert hissa á því þó félag-
ið keypti fjórðu Cloudmaster-vél-
ina í vetur, því útlitið er það
gott“.
* * *
„Við höfum búið mjög vel um
okkur á Idlewild-flugvellinum,
fengum þar ágætt rúm í nýju
flugvallarbyggingunni, deilum
því með spænska flugfélaginu
Iberia. Við sjáum líka um af-
igreiðslu fyrir argentínska félagið
Trans Continental — svo og fyr-
ir Cunard Eagle“.
„Nú halda 19 erlend flugfélög
tippi flugferðum til New York,
og hafa þau flest aðsetur í nýju
flugstöðvarbyggingunni. Auk
þess eru þar mörg bandarisk fé-
lög til húsa. Sum þeirra hafa
byggt eigin afgreiðsluhallir. Ég
segi hallir, því þetta eru sannkall
aöar hallir“.
* * *
„Loftleiðir hafa um margra ára
skeið haft skrifstofuhúsnæði á all
góðum stað inni í miðri New
Yorkrborg. Nú á dögunum buð-
ust okkur ný húsakynni á bezta
ast alveg inn i hjarta borgarinn-
ar. Fyrst og fremst hefur það
mikið auglýsingagildi. í Rocke-
feller Center vinna um 40 þúsund
manns .. og daglega koma þang-
að um 160 þús. ferðamenn, því
þarna er margt, sem heillar ferða
fólkið".
„Við erum stundum spurðir að
því hverjum við þökkum einkum
hina sívaxandi farþegafjölda frá
Bandaríkjunum. Ég held, að
óhætt sé að segja, að farþega-
fjöldinn hafi jafnan vaxið að
sama skapi og auglýsingar félags
ins. Við höfum varið geysimiklu
fé í auglýsingastarfsemi, sem
borið hefur góðan árangur. Við
í héruðum innflytjenda frá Norð
urlöndum og N-Evrópu. Við aug-
lýsum auðvitað einnig í stóru
blöðunum, t. d. í Time og New
York Times. Eitt er víst. Þegar
við höfum aukið auglýsingarnar
hefur farþegunum fjölgað", sagði
Bolli.
„Aðeins lítið brot af farþeg-
unum okkar stanzar á íslandi.
íslenzlair lerðamálamenn gætu
gert meira til þess að fá þetta
fólk til að dveljast hér tvo, þrjá
daga. Við fáum jafnan margar
fyrirspurnir um það hvað hægt
sé að gera á íslandi, hvað hægt
sé að skoða. En skipulögð ferða-
mannamóttaka er hér svo lítil,
að það, sem við getum boðið,
heillar ekki marga“, sagði Bolli
að lokum.
Barnaskólinn í Vestmannaeyjum með nýju viðbyggingunni.
Barnaskóli í Eyjum
fyrir rúmum 2 öldum
VESTMANNAEYJUM — Fyrir
um það bil tveimur árum, hóf-
ust framkvæmdir við hina nýju
Færeyskir fangar
mótmæla aðbúbinni
FANGARNIR í fangelsi Þórs
hafnar í Færeyjum hafa ný-
lega sent lögreglustjóra borg
arinnar bréf, þar sem þeir
mótmæla aðbúðinni í fangels
inu. Sérstaklega mótmæla
þeir því, að þeir eru stundum
skildir eftir einir í húsinu að
næturlagi, innilokaðir í klef-
um sínum, en húsið úr timbri
og eldhætta mikil.
Fangahús Þórshafnar stendur
á Þingnesi í miðri borginni. Það
er gamalt hús og allt gert úr
timbri. Á grunnhæð þess eru
vörugeymslur, en fangaklefarn-
ir á fyrstu hæð, sem einnig er
undir súð.
Fangarnir mótmæla því, að
þeir eru hafnir gæzlulausir í
lokuðum klefum yfir nóttina. í
hverjum klefa er lítill kolaofn.
Fá fangarnir kolafötu og eiga
Ciolfiw olX oi n ii*v> ii»m>ViÍ + iiv\!»»«i
hver í sínum klefa. Þeir treysta
vart hver öðrum til að fara vel
með eldinn og benda á það, að
í hópi afbrotamanna og refsi-
fanga sé oft hætt við að séu
óútreiknanlegir menn, sem gætu
tekið upp á því að kveikja í
kofanum.
Feilberg Jörgen lögreglustjóri
brá skjótt við er hann fékk mót
mælabréf fanganna. Hann gaf
út stíöng fyrirmæli um það, að
fangar væru aldrei skildir eftir
einir í húsinu. Hann greindi og
frá því, að það væri nú litið svo
á, að gamla fangahúsið í Þórs-
höfn væri orðið algerlega ófull-
nægjandi. Er þegar farið að
vinna að áætlunum um bygg-
ingu nýs fangelsis.
Fangarnir kvörtuðu jafnframt
yfir því í bréfi sínu, að þak
fangahússins væri lekt. í hvert
sinn sem dropi kemur úr lofti,
segja þeir, að þekjan fari að
míga og megi þeir vera á þön-
um með potta og fötur til að
setja undir lekann. Ekki hefur
neitt heýrzt hvort lögreglustjórn
Færeyja tekur tillit til þessa síð-
ara umkvörtunaréfnis.
Farþegar í húsakynnum Loftleiða á Idlewild.
Fcrð í Öræfin
um páskana
UM þessar mundir er Ferðaskrif-
stofa Úlfars Jacobsen að hefja
starfsemi að nýju eftir vetrar-
hvíldina, og verður fyrsta ferðin
farin í öræfin um páskana.
Öræfaferðin um páska tekur
fimm daga. Verður lagt af
stað á skírdag og ekið að Kirkju-
bæjarklaustri. Daginn eftir verð
ur ekið um Síðu og Dverghamrar
skoðaðir, síðan verður ekið að
Núpsstað og bænahúsið skoðað.
Svo verður ekið fram hjá Lóma-
gnúp, yfir Núpsvötn, Sandgígju-
dal og Skeiðará, að Hofi í öræf-
um og gist þar. Daginn eftir verð
ur sveitin skoðuð og gengið á
Kvíárjökul fyrir þá sem vilja,
og eru í förinni leiðsögumenn,
þaukunnugir á þessum slóðum. Á
fjórða degi verður ekið að Svína
fellsjökli, síðan að Skaftafelli og
yfir Skeiðarársand að Kirkju-
bæj arklaustri. Fimmta daginn
annan í páskum) verður haldið
til Reykjavíkur.
Ferðafólkinu er séð fyrir kaffi
kvölds og morgna, en verður að
hafa með sér annað nesti.
viðbyggingu við Barnaskólann,
og er þessari viðbót nú senn
að verða lokið. Þegar við-
bygging þessi verður tekin í
notkun, er mjög bætt úr hús-
næðisvandræðum skólans. — 1
hinni nýju viðbyggingu verða
4 rúmgóðar kennslustofur, tvær
handavinnukennslustofur, rúm-
gott anddyri og snyrtiklefar.
• Fyrsti barnaskóli á Islandi
Barnaskóli var fyrst stofn-
aður í Vestmannaeyjum árið
1745 og var sá skóli jafnframt
i fyrsti bamaskóli á íslandi. —
Starfaði hann til ársins 1760, en
mun þá hafa hætt sökum fjár-
skorts. Frá þeim tíma og fram
til 1860 virðist ekki hafa verið
um skólahald að ræða í Eyjum,
nema hvað einstakir menn,
fyrst og fremst prestar, tóku að
sér að leiðbeina börnum.
• 600 börn
Skólahús það sem nú er
notað, var byrjað að reisa 1915
og 1916 var hægt að taka í
notkun 6 kennslustofur, 3 á
hvorri hæð, og íbúð fyrir skóla-
stjóra á efstu hæð. Árið 1927
var byrjað að byggja nýja
álmu (frá norðri til suðurs).
Fyrsta árið var eingöngu byggð
ur leikfimisalur, en næsta ár
var áfram haldið og leyfðar of-
an á hann tvær hæðir. Feng-
ust þar 5 kennslustofur auk
kennarastofu.
í barnaskólanum eru nú 600
börn, og eru það um 80 börn-
um fleira en fyrir 50 árum. —
Kennarar eru þar 16, auk skóla
stjórans, Sigurðar Finnssonar.
v — Bj. Guðm.
í kafi nær 67
daga
DUNOON, Skotlandi, 8. marz
(Reuter) — Bandarískí kjarn
orkukafbáturinn „Patrick
Henry“ kom til Holy Loch í
dag — og hafði þá verið í
kafi hvorki meira né minna
en 66 daga og 22 klst. — en
það er 12 klst. lengri tími en
kjarnorkukafbátur (George
Washington) hefir áður verið
í kafi.
„Patrick Henry“ sem hefir
meðferðis 16 Polaris-flug-
skeyti, er einn þeirra kjarn-
orkukafbáta Bandaríkja-
manna, sem eiga að hafa bæki
stöð í Holy Loch — en sú ráð
stöfun hefir vakið nokkurn
kurr meðal S,kota, sem kunn
ugt er.
Skipstjórinn á kafbátnum
sagði við komuna, að hægt
hefði verið að sigla neðansjáv
ar enn um nokkurra vikna
skeið.