Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1961, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN aði til að geta eytt hvoru tveggja. — Auðvitað gerum við það, elskan, sagði hann innilega. Þetta kemur okkur bara svo á óvart. — Hvað mig snertir, sagði Margot, um leið og hún gekk út úr stofunni, — þá er það ekki vegna þess, að mér komi það neitt á óvart, heldur hins, að ég neita algjörlega að taka þetta alvarlega. Eins eg ég sagði, Jan- et, þá get ég alls ekki gert mér það að góðu, að þú á þínum aldri farir að hlaupa í að gifta þig og fara alla leið til Washing- ton. Það er eins og hver önnur vitleysa. Janet svaraði þessu engu; vissí sem var að það mundi aðeins auka vandræðin. Og hún vildi ekki fara að rífast við móður sína fyrsta kvöldið, sem hún væri heima. Hún settist í venju- lega sætið sitt við borðið, milli foreldra sinna, og leit kring um sig í stofunni. Hvað stofan gat verið falleg! Hvað sem segja mátti um mömmu hennar, var hún að minnsta kosti ágæt hús- móðir. Ekkert heimili var betur rekið, né heldur smekklegar út- búið. Janet vissi að heimilið var stolt móður hennar. Og stundum um of. Hún gat orðið of smá- munasöm. Þannig varð maður að gæta þess vel að þurrka vand lega af fótunum, þegar blautt var úti, áðhr en gengið var inn. Bf lappirnar á Ruff voru óhrein- ar, var hann þegar í stað bund- inn í körfunni sinni. Engin spor máttu sjást á gljáfægðu gólfinu. Já, þetta var fallegt hús, hugs- aði Janet stundum, en ekkert fram úr hófi heimilislegt. Samtalið gekk stirðar en vera hefði átt. Janet hafði fundizt hún mundi þurfa svo margt að segja. Nú, það hafði hún líka, en mamma hennar vildi bara ekki hlusta á það. Þess í stað fór hún að brydda upp á ráðagerðum fyrir sumarleyfið. — Við verðum að koma okkur niður á einhverju, Bhilip. — Er ekki betra að bíða og sjá hvað verður, sagði Philip. — Hvað áttu við? — Þú þykist kannske ekki vita það. Þú ert furðu gleymin! Margot dró heldur til baka. — Jafnvel þó að við töluðum um þessa hlægilegu trúlofun ykkar, þarf það ekki að rugla sumax- leyfinu fyrir okkur öllum. — Þið pabbi getið haft ykkar sumarfrí, eins og ekkert hafi í skorizt, sagði Janet. — Og hvar ætlar þú þá að vera? — Sennilega í Washington. Ég sagði ykkur, að Nigel verður að líkindum fluttur til mjög bráð- lega. Og þá . . . . Janet andvarpaði. Það var til- gangslaust að segja meira. Ekki meðan þessi svipur var á and- litinu á mömmu. Það var rétt eins og hún teldi það stórglæp að giftast Nigel. — Hvert vildir þú fara, Mar- got? sagði Philip. — Mér var að detta í hug Mið- jarðarhafsströndin. Cap Ferrat eða einhver slíkur staður. Svo færðist harka í málróminn. — Þú hefur kannske einhverja aðra og betri tillögu að gera? — Nei góða mín, mér væri al- veg sama hvert farið væri. Af því hann langaði ekkert til að fara að ferðast með konunni sinni og dóttur þeirra, hugsaði Margot með beizkju. Hann mundi sennilega vilja fara eitt- hvað einn síns liðs. Fara í veiði- skap eða golf, líklega. Hún hafði alltaf lagt á það áherzlu, að þau færu saman í frí, að minnsta kosti einu sinni á ári. Meðan Janet var lítil, höfðu þau farið eitthvert þar sem sandur var, og þá helzt að ströndinni, því að það þótti þeirri litlu mest gam- an. Og þá höfðu þau tekið ann- an krakka með sér, henni til skemmtunar. Og enn fyrr höfðu þau tekið frí tvisvar á ári, annað skiptið með Janet með sér, en hitt skiptið ein. Þá fóru þau í bílnum, alla leið til Ítalíu eða Suður-Frakklands, og skemmtu sér vel, dönsuðu og spiluðu í spilabönkunum. Og það hafði að minnsta kosti henni þótt gaman. En nú, er hún hugsaði til þess- ara skemmtiferða, fór hún að efast um, að Philip hefði nokk- urntíma haft ánægju af þeim. Liklega hafði hann tekið þetta eins og hverja aðra skyldukvöð, af því að hann vissi, að hún vildi hafa hann með sér. Það sorglega við þetta hjónaband hennar var það, að hún hafði alltaf verið ástfangnarj af honum en hann af henni. En hún hafði bara ekki gert sér þetta ljóst fyrr en ný- lega. Nú leit hún af Philip og á Janet. — Ég býst ekki við, að það þýði mikið að tala um þetta, úr því að áhuginn hjá ykkur er eins og hann er, sagði hún önug- lega. — Það er ekki það, mamma, heldur hitt, að mitt sumarfrí og ferðalög eru algjörlega undir Nigel komin. — Það hefur ekkert verið á- kveðið um það enn, svaraði Margot, stuttarlega. — En ég vona, að það verði mjög bráðlega. Nú varð þögn við borðið. Ruff sat hjá Janet og horfði á hana löngunaraugum. Hún leit á hann, en hann dinglaði rófunni og vonin skein út úr augunum. Hún laut fram og klappaði á úfinn hausinn á honum. — Viltu svolítinn bita, Ruffy? Ruff hámaði í sig kjúklings bitann, sem hún gaf honum, af mikilli græðgi. Venjulega fékk hann ekki mat sinn við borðið. Það leyfði Margot ekki. Ef Phil- ip var einn, var hann stundum heppnari. En það var bara Mar- got, sem var miklu oftar ein við borðið. — Ég skal fara með þig út eftir mat, Ruff, sagði Janet. Svo leit hún á foreldra sína á víxl. — Gætum við ekki farið öll út að ganga í Kensington-garðana? spurði hún. — Það er svo indælt veður í kvöld. — Ef þú vilt, sagði faðir henn- ar. — Annars ætlaði ég að stinga upp á að við færum í bíó. — Ég held ég vilji heldur fara út að ganga, pabbi. Margot var að því komin að benda á það, að hún hefði mestu óbeit á því að ganga, en stillti sig samt með mikilli fyrirhöfn. Hún vildi ekki verða nöldur- skjóða. Eða var hún kannske þegar orðin það? Ó, guð minn, hugsaði hún; það var hún líklega þegar orðin. En það var ekki henni að kenna, heldur Philip. Það var hann, sem hafði gert hana svona erfiða í umgengni. Hún væri allt öðruvísi ef hann bara elskaði hana enn. II. Janet barði að dyrum og stakk síðan höfðinu inn um gættina á herbergi móður sinnar. — Ég er að fara, mamma. — Hvert? Janet stundi. Þetta var einum of mikið. — Út á flugvöll að taka á móti honum Nigel. — Vitánléga! því var ég búin að gleyma. — Við ætlum að borða hádeg- isverð saman og svo kem ég með hann hingað. Pabbi segist ætla að verða heima. Margot leit við frá snyrtiborð- inu sínu. — Það er ekkert að marka. Þú hlýtur að vita, að pabbi þinn er óáreiðanlegasti maður, sem til er. — Hann verður nú heima samt, enda stendur dálítið sér- staklega á. Margot hleypti brún um. — Ég verð að segja þér, Janet, að ég er þessari trúlofun alveg jafn mótfallin og þegar þú minntist fyrst á hana, daginn sem þú komst heim. Janet greip andann á lofti. Fjöldamörg ónotaleg svör komu upp í huga hennar, svo sem það, að hún ætlaði að lifa sínu eigin lífi og mundi ekki þola neina afskiptasemi utan að, jafnvel .ekki af hálfu móður sinnar. Hún gat líka minnt hana á það, að þegar Susy Greenwood, dóttir Priscillu, beztu vinkonu móður hennar, gifti sig í vor sem leið, hafði mamma hennar verið að tala um, hvað Priscilla væri heppin að losna við Susy svona unga og í svona góðar hendur. Já, hún hefði svei mér getað sagt ýmislegt sitt af hverju, en Skáldið og mamma litla 1) Ég er orðin leið á þessum á- 2) Samkvæmt fjárhagsáætluninni 3) ....en hallinn varð kr. 2567,00 «tlunarbúskap. fyrir síðasta mánuð áttum við að — þú veizt — nýi hatturinn minn. hagnast um kr. 1,25 miðað við næsta mánuð á undan.... a r k ú ó — Hvað er það Hunt? á vasaklút! Hún er frá mann- Hann vill fé tvö þúsund dollara! •— Það er orðsending skrifuð inum sem tók drenginn ... einhvern veginn hikaði hún við það. Hún vildi ekki móðga móð- ur sína eða rífast við hana, ef hjá því yrði komizt, og sízt út af því sem var svona áríðandi og mikilvægt. Nú óskaði hún þess heitast að allt kæmist í lag, þegar foreldrar hennar hittu Nigel. Hún treysti á persónu- töfra hans og aðra eiginleika, sem gerðu hann æskilegan tengdason. Hún var ekki líkt því eins kvíðin í sambandi við föður sinn, þar eð hún vissi vel, aS hans heitasta ósk var hamingja hennar. Fljótt álitið var hans samþykki miklu mikilvægara er» hennar. Fengist það, gat hún farið allra sinna ferða. En hún vildi bara líka fá samþykki móð- ur sinnar. Hún var hissa á því, hve mikilvægt þetta samþykki var henni. Og auk þess vildi hún fá það fúslega og skilmálalaust. Og hún vildi, að móðir hennar yrði ánægð með hjónaband þeirra Nigels. Hún sagði, hógværlega; —- Bíddu þangað til þú sérð hann, mamma. — Það gæti verið annað ef þú vildir aðeins trúlofast honum. En að gifta sig svona í einum hvelli og fara til Washington . . — En það er nú þessvegna, sem við þurfum að gifta okkur svona fljótt. Hann verður sendur þangað mjög bráðlega og ég vil fara með honum. —• Getur hann ekki komið eftir svo sem eitt ár og gifzt þér. Líklega fær hann frí eins og aðr- ir menn. Janet leit á móður sína, efa- blandin. — En hvernig gætum við þolað að sjást alls ekki í heilt ár? — Góða mín, ef þið eru raun- verulega ástfangin . . . — Við erum það svo, að við getum tæpast verið hvort án annars í fimrn mínútur. Man.st þú ekki, mamma, þegar þú varst sjálf ung og ástfangin? Margot sneri sér aftur að snyrtiborðinu. Þrefaldi spegill- inn endurkastaði mynd hennar og Janet hnykkti við raunasvipn um á andliti hennar. Hvað gekk eiginlega að mömmu þessa dag- ana? Var það óamkomulagið við föður hennar? Hversu alvarlegar voru þessar deilur þeira, sem engan enda virtust ætla að taka? Hún hafði komið á þriðjudag og nú var laugardagur, og á þess- um fjórum dögum hafði herini orðið ljóst, hversu tómt þetta líf sem þau lifðu, var af öllu, sem einhvers er virði. Hún furðaði sig á, að hún skyldi aldrei hafa tekið verulegai eftir þessu fyrr, en líklega hafði það alltaf svona verið. Ást henn- ar á Nigel gaf henni nýja innsýn í samkomulagið hjá foreldrun- um. Og eitt sá hún að minnstai kosti nú, sem olli henni miklum áhyggjum: Mamma hennar var einmana og óhamingjusöm kona. SHUtvarpiö Laugardagur 11. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tópleikar —* 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleilt* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig<« urjónsdóttir). 14.00 Lagður hornsteinn að hinni nýja búnaðarbyggingu i Reykjavík. 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir> 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möller) 18.00 tJtvarpssaga barnanna: „Skemmti legur dagur“ eftir Evi Bögenæa III. (Sigurður Gunnarsson kenn* ari) 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung* linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Kvöld i Vínarborg'*: Robert Stolz og hljómsveit hans leika létt lög. 20.30 Leikrit: „Vöf" eftir Guðmund Kamban. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (35). 22.20 Úr skemmtanalífinu (Jónas Jóna* son). 22.55 Danslög. 24 00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.