Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. marz 1961 MORGl’NBLAÐIÐ 9 Einar Pétursson stórkaup- mabur minning 1892 — 1961 í DAG kveðja vandamenn, vin- ir og félagar minnisstæðan mann, merkan athafnamann, mann sem setti svip á umhverfi sitt, Einar Pétursson, stórkaup- mann. Hann vax fæddur 17. júlí 1892 í Garðaholti í Skildinga- nesi og átti til útvegsbænda í Reykjavík og nágrenni að telja. Faðir hans var Pétur Þórarinn Hansson sjómaður í Skildinga- nesi Hanssonar bónda og vef- móðir hans var Vilborg dóttir Jóns sjómanns í Skildinganesi Einarssonar, systir hins þjóð- kunna útvegsbónda Sigurðar í Görðunum. Einar hóf mjög ungur störf 1 verzluninni Liverpool hjá Th. Thorsteinssyni, sem reyndist hon um eins og öðrum starfsmönn- um hinn bezti húsbóndi, vinur og ráðgjafi. Þegar hann hafði a'dur og efni til, réðst hann til náms og verzlunarstarfa í Englandi, enda réðu störfin í Liverpool framtíð hans. Árið 1917 stofnaði hann með Sigur- jóni bróður sínum Netjaverzlun Sigurjóns Pétursson & Co. og höfðu þeir brátt mörg járn í eldinum, enda báðir kappsfull- ir menn og ósérhlífnir. Til marks um bjartsýni þeirra og dug var fyrsta al-íslenzka iðn- aðar- og vörusýningin, er fyrir- tæki þeirra efndu til í ágúst 1920 í Bárubúð og margir muna enn vel. Þar var vefnaður, band, lopi og prjónles frá Ála- fossi, þar voru prjónaðir sokk- ar á nokkrum mínútum á með- an kaupandinn beið. Þar voru cápur frá Seros-verksmiðjunni og loks margs konar veiðarfæri frá netjastofunni, m.a, heil botn varoa. En verðfallið, sem sigldi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri, reyndist þessum bjart- eýnismönnum ofurefli. Þeir urðu að rifa seglin. Sigurjón hvarf algerlega að rekstri Ála- foss, en Einar leitaði nýrra fanga. Árið 1923 stofnaði hann með Ólafi Gíslasyni, vini sín- um, stórverzlun og umboðssölu, helgaða útflutningi íslenzkra af- urða og innflutningi rekstrar- vara. Hefur það fyrirtæki jafn- nn síðan verið í fremstu röð ís- lenzkra verzlunarfyrirtækja. En jafnframt hafði Einar um langt ekeið með höndum rekstur hlutafélagsins Fiskimjöls, sem rak umfangsmikla framleiðslu cg viðskipti af kunnum myndar »kap. Hér eru aðeins upp talin helztu atriðin í lífsstarfi Einars, €>g er þá ótalið mikið starf, sem hann vann af áhuga einum og án tillits til launa eða hagnað- «ir. Hann var félagslyndur mað- ur og þjóðhollur, og hjálpsemi hans var við brugðið. Enn mima margir þátt hans í hjálparstarf- lemi í spænsku veikinni 1918. Af félagsstörfum hans kunna aðrir að greina betur en ég, en hann átti um margra ára skeið ’sæti í stjómum ýmissa þjóð- nýtra félaga. Hitt veit ég, að fáum var betur treystandi, ef bindast þurfti samtökum um ýmis félags- og nauðsynjamál. Sparaði hann þá lítt fé eða krafta. Einar kvæntist árið 1928 Unni Pétursdóttur slökkviliðs- stjóra Ingimundarsonar, og var það jafnræði, því að hún stóð honum hvergi að baki í reisn né höfðingsskap. Þeim varð fjögurra barna auðið, tveggja sona og tveggja dætra. Einar Pétursson var mikill maður vexti, svo sem hann átti kyn til. Hann var höfðinglegur yfirlitum, svipurinn bjartur og góðmannlegur. Hann var léttur í spori og glaðvær í viðmóti, enda maður íþrótta og útivista. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki, enda leyndi sér sjaldnast góðvild hans og lát- leysi. Við störf sín öll var hann kappsamur og óhlífinn, og mun það því miður hafa flýtt fyrir andláti hans, eftir að heilsu hans tók að hraka. í augum vina sinna var Einar ekki fyrst og fremst athafna- maðurinn, dugnaðarforkurinn, hinn góði nágranni, eins og al- þjóð manna þekkti hann bezt. Hann var þeim fyrst og fremst hinn fölskvalausi drengskapar- maður, hinn ljúfi og nærgætni heimilisfaðir, hinn glaðværi sam kvæmismaður. Hann gat glaðzt með glöðum, en hann gat einn- ig af heilum hug tekið þátt í andstreymi annarra og vand- ræðum. Er bjart yfir minningu slíkra manna og söknuður við brottför. En þótt oss vinum hans þyki nú skarð fyrir skildi og þessi heimur vor allmiklu fátæklegri en áður, þá er tjón vort lítið móts við það, sem fjölskylda hans bíður. Hann var einn þeirra manna, sem menn mátu því meir sem þeir kynntust hon um betur, og því mun nú þeirra söknuður mestur, sem þekktu hann bezt. Bjarni Guðmundsson, Dömur Amerískir kjólar Síðdegis og kvöldkjólar pure silki Cotton kjólar frá kr. 495/— Hjá Báru Austurstræti 14. HVI LDARSTOLLI N N er bezti hvíldarstóllirm á heimsmarkaðnum. Það má stilla hann í þá stödu, sem hverjum hentar bezt, en auk þess nota hann sem venjulegan ruggu- stól. SKÚI/vSON &. JÓNSSON Laugaveg 62 Sími 36 503 Hafnarfjörður nágrenni Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihusið Frost h.f. Hafnarfirði — Sími 50165. Húseigendur ! Yeitum alla þjónustu í sambandi við trésmíði. Hringið til okkar í síma 37454 eða 32997. TÍMARIT MÁLS & MENNINGAR 1. HEFTI 1961 ER KOMIÐ I T E f n i Jakobs Benediktsson: Stofnun Jóns Sigurðssonar Ólafur Jóh. Sigurðsson: Samskifti við kínverja Lu Xun: Æskustöðvarnar kvaddar Halldór Laxness: Gitanjali á íslandi Geir Kristjánsson: Að vingsa höndunum Uja Erenbúrg: Mennirnir, árin, lífið Sigfús Daðason: Ágreiningsefni Sigurðar Nordals og Einars Kvarans. L j ó ð eftir Majakovskí í þýðingu Geirs Kristjánssonar, Kristin Reyr, Dag Sigurðarson, Ara Jósefsson. Umsagnir um bækur eftir Baldur Ragnarsson, Bjarna Einarsson, Guðmund Böðvarsson, Elías Mar. MÁL & MENNING ■ Skólavörðustíg 21 — Reykjavík — Sími 15055. NauðungaruppboB verður haldið að Síðumúla 20, hér í bænum, eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, bæjargjaldkerans í Reykjavík o. fl., föstudaginn 24. marz n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-94, R-110, R-216, R-222, R-262, R-348, R-502, R-698, R-990, R-1161, R-1579, R-1634, R-1824, R-1961, R-1972, R-1995, R-2042, R-2124, R-2339, R-2605, R-2704, R-2924, R-3042, R-3146, R-3220, R-3238, R-3512, R-3539, R-3736, R-4246, R-4380, R-4493, R-4538, R-4634, R-4712, R-4786, R-4933, R-5000, R-5003, R-5162, R-5676, R-5787, R-5857, R-6306, R-6450, R-6553, R-6607, R-6688, R-6702, R-6730, R-6862, R-7098, R-7347, R-7805, R-7809, R-7820, R-7876, R-7984, R-8139, R-8183, R-8189, R-8216, R-8292, R-8435, R-8485, R-8931, R-8961, R-8994, R-9081, R-9447, R-9478, R-9616, R-9658, R-9788, R-9880, R-9957 R-10135 R-10247, R-10249, R-10295, R-10692, R-10748, R-10787, R-10847, R-10969, R-11227, R-11497, R-11554, R-11594, R-11645, R-11847, R-11862, G-1202, Y-426, Þ-461, í-252, Ein loftpressa á Austin bifreið og vélskófla. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík 'A GLER OQ TR'E QLE IR^ KIRJEvVlTINGi GRJOTAG'OTU 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.