Morgunblaðið - 16.03.1961, Side 11

Morgunblaðið - 16.03.1961, Side 11
fí Fimmtudagur 16. marz 1961 MORGXJTSBLAÐIÐ AKUREYRI, 12. marz 1961. Sl. föstudag kom hingað til Akur eyrar brezki togarinn Loch Oskaic. H.431, frá Hull. Hafði togarinn orðið fyrir ketil'bilun út af Vestfjörðum og þá leit að til ísafjarðar. Þar fékkst þó ekki fullnaðar viðgerð, og sigldi skipið því til Akureyr ar og mun Vélsm. Oddi ljúka viðgerð í dag. Þar sem langt er um liðið síðan brezkur tog ari hefir komið til Akureyrar. Þar sem deilumálin við Breta eru formlega til lykta leidd í dag, fann fréttar. Mbl. fróð- legt að hafa tal af skipsmönn um og heyra þeirra álit. Er við spurðum eftir skip stjóra, vísaði ungur háseti okkur til íibúðar hans. Ronald Hall heitir hann, og er eins og flestir af áhöfninni frú Hull. — Hvað er álit yðar á hinu nýja samkomulagi Breta og íslendinga í fiskveiðideilunni? spyrjum við. Brezki togarinn Loch Oskaic frá Hull. erum yfirleitt segir skipstfóri á H úlltogara Ljósm.: St. E. Sig. ¥ r — Það er nú komið á aðra viku síðan ég fór frá Hull, og þá var ekki endanlega séð hvernig samningarnir mundu fara. Af því, sem síðar hefir gerzt og nú virðist vera stað fest, virðist mér þessi samning ar ekki mjög hagstæðir fyrir okkur. Einkum missum við mikið og gott svæði við Vest- firði og Húnaflóa, og mér er kunnugt um að sjómenn í Grimsby eru mjög óánægðir. Um okkur frá Hull gegnir nokkuð öðru máli, því okkar skip eru yfirleitt miklu stærri og veiða því í flestum tilfell- um lengra frá landi. Eg hef Brezki skipstjórinn, Ronald Hall. Leiksýningar, bíó- sýningar og böll SAUÐÁRKRÓKI, 15. marz — Sæluvika Skagfirðinga hófst á sunnudag með guðsþjónustu. Sóknarpretsurinn sr. Þórir Steph ensen prédikaði. Um kvöldið hafði Leikfélag Sauðárkróks frumsýningu á gamanleiknum „Er á meðan er“ eftir Hart og Kaufman. Leikstjóri er Kári Jónsson, Húsið var þéttskipað á- Ihorfendum og leikendum og leik Stjóra mjög vel tekið, þeir kall ®ðir fram hvað eftir annað að ieikslokum. Einnig voru leiksýningar á mánudags- og þrið,judagskvöld fyrir fullu húsi og er mikið til upppantað á aðrar sýningar, sem verða á hverju kvöldi út vikuna. Verkamannafélagið Fram hef ur fjölbreytta kabarettsýningu á föstudag, laugardag og sunnudag. Sauðárkróksbíó hefur 1—2 sýn- ingar á úrvalsmyindum á dag. Dansað verður á hverju kvöldi frá fimmtudegi og fram á sunnu dag. Og það stendur til að Karla kór Akureyrar og Karlakórinn Heimir syngi hér. Hér hefur verið ágætis veður síðan sæluvikan hófst og góð færð um Skagafjörð. Hins vegar verið á Islandsmiðum frá því ég var unglingur, tel mig því þekkja nokkuð til á þessu veiðisvæði og ég veit af eigin reynslu að oft er fljótteknari fiskur á djúpmiðunum. Hitt er svo annað mál að smærri skip in eiga þar oft erfiðari aðstöðu einkum á vetrum. — Álítið þér að brezkir tog araskipstjórar muni ekki hlíða þessum nýju reglum, sem rík isstjórn yðar hefir nú sam- þykkt? — Jú, það munu þeir vissu lega gera, yfirleitt erum við löghlýðnir. Þó voru nokkrir. sesm aldrei hlýddu tilskipuninni meðan á þorskastríðinu stóð um að veiða á hinum tilteknu vernd arsvæðum, enda tæpast hægt að kalla það lög. — Veidduð þér oft innan 12 mílnanna? — Nei, ég hef ekki gert það. — En þessi togari mun þó hafa verið staðinn að land- helgisbroti. — Ekki undir minni stjórn. Annars hef ég einnig veitt mikið í Hvítahafinu. Þetta er 7. ferðin á Íslandsmið nú í vetur, og sá síðasti á þessu skipi, því eftir þessa ferð tek ég við nýjum og miklu stærri togara. — Og hættið þér þá íslands ferðum? — Um það get ég ekki sagt. er veðurútlit ekki gott núna. Gestum á sæluvikunni fer fjölg- andi en venjulega er fólksfjöldi mestur þegar kemur fram á laug ardag. —Jón. Eg hef veitt á flestum miðum á norður Atlantshafi og einn ig í íshafinu, en hér fáum við alltaf bezta fiskinn. Ef ég fæ að ráða, mun ég leita aftur til Íslands. Faðir minn var tog araskipstjóri, og taldi miðin hér bezt, og bræður mínir 5, sem allir eru togaraskipstjórar eru mjög hrifnir af íslands- miðum. — Hvernig var aflinn í þess ari ferð? — Hann má teljast góður, við gátum aðeins fiskað í rúma 4 sólarhringa vegna veð urs og vélabilunar, en veiðin er þó rúml. 1290 kitt. — Hvernig líkar yður vif íslendinga? — Ég þekki nokkra landa yðar, sem búsettir eru í Hull, og eru það allt beztu karlar og mjög duglegir sjómenn, en á Lslenzka grund hef ég aldrei stigið fyrr. Nú hef ég þegar eignast hér nokkra kunningja, og vonast ég til þess að eiga eftir að hitta þá oftar. — Nokkuð frekar sem þér vilduð segja? — Þið hafið unnið þetta þorskastríð, það viðurkennum við, og við Bretar erum svo stoltir, að við munum hlíta þeim reglum sem hér eftir gilda. Ég vona og veit að fram vegis muni góð samskipti og vinátta ríkja með Bretum og íslendingum. St.S.Sig. Samstarf Evrópuráðs og stofnskxá OECD RÁÐGJAFARÞING Evrópuráðs- ins kom saman til funda í Strasbourg 1.—3. marz. Fjallað var um tvö mál fyrst og fremst: Samstarf ríkjanna í Evrópuráð- inu og stofnskrá Efnahags- og framfarastofnunnarinnar OECD. Gerðar voru samþykktir um bæði þessi mál. í samþykktinni um samstarf ríkjanna í Evrópuráðinu er lagt til, að haldnir verði árlegir fund- ir fulltrúanna á ráðgjafarþing- inu og ráðherra í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Er lagt til, að fyrsti fundur með þess-u sniði verði í september n.k. og þar rætt um samvinnu Evrópuríkj- anna og vanþróaðra landa svo og um þátt Evrópuráðsins í ríkja- samstarfi innan álfunnar, einkum með tilliti til OECD. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum hefur stofnskrá OECD verið undiviituð af hálfu Banda- rikjanna og Kanada, sem ekki voru fullgildir aðilar að Efna- hagssamvinnustofnuninni OEEC, sem OECD er ætlað að leysa af hóhni. í samþykktum ráðgjafar- þingsins um hina nýju stofnun segir m. a., að þingið fagni hinni nýju skipan mála og mæli með því, að stofnskrá OECD verði staðfest hið fyrsta. Jafnframt er lögð áherzla á nauðsyn þess, að reynt verði að koma á viðskipta- bandalagi í Evrópu og leyst verði vandamál þau, sem upp koma vegna stofnunar tollabandalags sexveldanna og fríverzlunar- svæðis sjöveldanna. Ráðgjafarþingið bendir á nauð- syn þess, að þing eða þingmanna- fundir fjalli um málefni OECD til að efla starfsemi stofnunar- innar og auka skilning á henni. Ráðgjafarþingið lýsir sig and- vígt því, að komið verði á fót nýju alþjóðlegu þingi til að gegna þessu hlutverki, þar sem fjölg- un slíkra þinga feli í sér sóun á tíma, starfskröftum og fé og leiði til þess, að árangur verði minni en ella og traust almenn- ings á gildi samstarfs ríkja í milli dvíni. Leggur ráðgjafarþing ið því til að skýrslur um starf- semi OECD verði sendar því og ræddar innan vébanda Evrópu- ráðsins, eins og verið hefur um skýrslur frá OEEC hingað til. Var kosin nefnd til að semja um samband OECD og Ráðgjafor- þings Evrópuráðsins. Afli Akranesbáta Akranesi 15. marz. f DAG eru allir bátar héðan á sjó Þeir fengu storm í morgun, hvass an á norðan með snjókomu. Fimm bátanna komu heim eins og þeir fóru, en hinir tóku að draga netin því það rigndi, þegar á daginn leið. 19 bátar lönduðu hér í gær 202 lestum. Aflahæstir voru Sigurð- ur AK 27,2 lestir, Sigrún 24,6 og Sveinn Guðmundsson 21 lest. , — Oddur Ógæftir fyrir austan Eskifirði, 15. marz. LÍNUVERTÍÐ er lolcið hér. Allir bátar hafa tekið net. Afli þeirra, slægður fiskur með haus, er frá áramótum að telja: Guðrún Þor- kelsdóttir 240 lestir, Vattarnes 230, Seley 195, Hólmanes 180, Björg 94 lestir, en hún reri héð- an meðan verkfallið í Vestmanna eyjum stóð yfir. Miklar ógæftir hafa hamlað veiði Austfjarðar- báta það sem af er vertíð. — G.S. Háskólamenn ánægðir „Almennur stúdentafundur haldinn í Háskóla íslands þann 14. febrúar 1961 lýsir ánægju sinni yfir þeim aukna stuðningi við háskólastúdenta, sem felst í framkomnu lagafrumvarpi um Lánasjóð íslenzkra námsmanna. Telur fundurinn, að þar sé bætt talsvert úr brýnum þörf- um. Fundurinn leggur áherzlu á þýðingu þéss, að stuðningur við stúdenta verði jafnan við það miðaður, að nám þeirra þurfi ekki að dragast á langinn vegna fjárhagsörðugleika". Og ennfremur: „Almennur stúdentafundur haldinn í Háskóla Íslands þann 14. febrúar 1961 lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að óeðlileg sé sú skipan, sem tíðkazt hefur á und- anförnum árum, að Ménntamála- ráð annist úthlutun þess fjór, sem veitt er íslenzkum námmönnum erlendis. Einkum telur fundurinn mikils vert, að námsmönnum sjálfum gefist kostur á að eiga hlut að skiptingu fjárins, þar eð fáir eða engir hafa betri aðstöðu til að j gera sér grein fyrir, hvar þörfin í er brýnust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.