Morgunblaðið - 16.03.1961, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.03.1961, Qupperneq 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR I SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN — Já, við borðuðum saman í gær. Hún sendi þér beztu kveðj- ur sínar. Annars býst ég við hún komi hingað einhverntíma á næstunni. — Ó, það var indælt! sagði Janet og andlit hennar ljómaði. — Ég vona bara, að hún komi fljótt. Það væri ekki ónýtt að hafa hana einhversstaðar nærri, ef mér skyldi lenda alvarlega saman við mömmu. Hún er svo skilningsgóð og nærgætin. Nigel brosti. — Ég er líka feg- inn, að hún skuli vera einhvers- staðar nærri. Ég er svo heppinn, að hún er alveg sannfærð um, að ég sé eini rétti maðurinn handa þér, og þessvegna veit ég, að hún lætur aldrei telja þig af þvi að giftast mér. — Þú þarft engar áhyggjur að hafa, elskan. Ég læt engan telja mig af því. — Það er nú sama. Það spillir aldrei að hafa Cynthiu einhvers- staðar nærri. Janet hugsaði til þess með innilegri hlýju, hve gott það væri ef Cynthia kæmi. Enda þótt Cynthia Langald væri að aldri nær mömmu hennar en henni sjálfri, að því er hún hélt, hafði hún orðið einhver nánasta vin- kona hennar, þetta síðasta ár í París. Hún hafði komið í eitt samkvæmið hjá frú Bayonne, og þegar á þessum fyrsta fundi þeirra, höfðu þær Hregizt hvor að annarri. Janet gat sér þess til, að það, sem fyrst hafði dreg- ið hana að Cynthiu væri aðdáun. Hún hafði aldrei manneskju hitt, sem hún dáðist svo að af öllum huga sínum. í hennar augum hafði Cynthia alla kosti konu til að bera: fríðleik, persónutöfra, kýmnigáfu og fullkomna ósín- girni í áhuga hennar á öðru fólki. Auk þess var svo það, að Cynthia fyrir sitt leyti virtist jafnhrifin af Janet, og vitanlega var það dásamlegt. Enda þótt hún sæti í mikilsverðu og vel- launuðu embætti í brezka sendi- ráðinu og ætti sér heilan hóp af fínu og háttsettu fólki, hafði hún alltaf tíma til að hitta Janet, tala við hana í síma, snúa sér frá sínum eigin áhugamálum til þess að ræða um hin, sem Janet bar fyrir brjósti — Ég dáist að Cynthiu, sagði Janet, eins og ósjálfrátt. — Það geri ég líka, fyrst hún kynnti okkur. — Ég hef oft furðað mig á því, að hún skuli ekki hafa gifzt. — Það segi ég líka. — Hún getur náttúrlega hafa misst unnustann í stríðinu. — Það gæti hugsazt. En það er nú ár og dagur síðan. — Það gerir engan mismun — ef hún hefur elskað hann .... hún þagnaði og brosti .... eins og ég elska þig. — Einhver annar hefði nú get- að komið til sögunnar á öllum þessum árum. Hún hristi höfuðið. — Ekki handa Cynthiu. Ég er viss um, að ef hún hefúr einhverntíma elskað einhvern innilega, getur hún aldrei elskað aftur......... Aftur brosti Janet, en nú alvar- legri á svipinn. — Það mundi ég ekki gera, ef eitthvað kæmi fyr- ir þig. Ó, Nigel, ég þakka guði fyrir, að ég skyldi ekki verða ástfanginn af þér á stríðsárun- um. — Þú varst nú kannske heldur of ung þá! — Og þú líka, sem betur fer. Hann leit á klukku, sem var á veggnum, rétt hjá þeim. — Klukkan hvað viltu vera komin heim? — Það stendur nokkurnveginn á sama, ef við komum fyrir te- tíma. Þá lofuðu pabbi og mamma að vera komin heim. — Á hina miklu fjölskyldu- ráðstefnu?! Hún leit á hann, kvíðafull. — Já! Hún hallaði sér að hon- um yfir borðið. — Elsku vinur, ef mamma verður erfið og vill ekki samþykkja, að við opinber- um strax, þá reyndu að skilja hana. Ég bið ekkj um annað en það, að þú hafir ofurlitla þolin- mæði ef svo fer, því ekki langar mig til að bíða. En það leggst í mig, að við verðum að gera okk- ur það að góðu. III. Priscilla leit á litlu, frönsku klukkuna á arinhillunni. — Ég er nú ekki vön að reka gestina frá mér, en ég veit, að hún dóttir þín verður óþolin- móð ef þú verður ekki komin heim fljótlega. Klukkan er næst- um fjögur. Margot drap i vindlingnum sin um. — Ég hef nú ekki spönn til að fara alls ekkert heim núna. Þú veizt afstöðu mína til þess- arar væntanlegu trúlofunnar. — Jú, það hefurðu sagt mér. Og ef mér mætti leyfast að segja það, þá finnst mér þessi afstaða þín bæði heimskuleg og eigin- gjörn. Margot reis seinlega upp úr sæti sínu. — Þú verðúr vist, sem elzta og bezta vinkona mín, að hafa leyfi til að segja eins og þér býr í brjósti við mig. Hún dró á sig hanzkana. — Það finnst mér líka sjálfri, Margot. Röddin í Priscillu var nú orðin gælin. — Og því ekki að reyna nú einu sinni að gleyma sjálfri þér. Ef Janet er alvar- lega ástfangin af þessum unga manni, finnst mér, að þú ættir að lofa þeim að giftast og senda þau svo til Washington með blessun þína í nesti. Líttu bara á mig sjálfa! Ekki veit ég betur en Susy sé suður á Möltu. — Já, en Henry er hér.na. — Hvað kemur það málinu við? spurði Priscilla, sem vissi fullvel, hvernig allt var í pott- inn búið, en vildi gjarna vita, hvort Margot gæti nú loks orðið hreinskilin við hana. — Það kemur allt málinu við. Mig langar ekki að vera ein- mana og yfirgefin eig'inkona. Að minnsta kosti skal ég gera mitt til að afstýra því. — Ég skil. Mér datt einmitt í hug, að þessi væri ástæðan. — Ég er alveg sannfærð um, I hélt Margot áfram, — að sama daginn sem Janet fer af heimil- inu, til þess að gifta sig, yfir- gefur Philip mig. — Já, en góða mín; ef ykkur kemur svona illa saman, hvað er þá unnið við að vera að hanga saman? Margot sneri sér undan spyrj- andi augnaráði vinkonu sinnar. Einmitt þessa spumingu hafði hún lagt fyrir sjálfa sig hundrað sinnum á undanförnum árum/ Og alltaf svarað henni eins. Henni líkaði vel að vera kona Philips Wells, hins góðkunna víxlara. Hana langaði ekkert til að verða aumingja Margot Wells, sem var svo erfið í skapinu, að fallegi maðurinn hennar hafði yfirgefið hana. Henni þótti vænt um heimili sitt og þjóðfélags- stöðu og meðvitundina um það, að konurnar, sem enga hug- mynd höfðu um hjónabands- ástæður hennar, öfunduðu hana. — Ég get ekki farið út í þá sálma núna. — Mér dettur í hug, hvort þú elskir hann ennþá? Margot sneri sér að Priscillu með grimmdarsvip, én skelfd yfir því að hún skyldi þarna fara miklu nær sannleikanum en jafnvel hún — sjálf eigin- konan — gat trúað. — Talaðu ekki eins og kjáni. Priscilla andvarpaði. — Ég vildi bara óska, að þú gætir ver- ið hamingjusamari, væna mín. — Það er allt í lagi með mig. — Ekki líturðu þannig út. Margot leit sem snöggvast á sjálfa sig í speglinum yfir arn- inum. Sannleikur þessara orða lá óþarflega mikið í augum uppi. Svona hugarástand eins og henn ar lék útlit kvenna grátt, ekki sízt þeirra, sem komnar voru yfir fertugt. Henni datt í hug, að hún þyrfti að gera eitthvað við þessu, og taka útlitinu sínu almennilega tak. Það gat verið gott að taka reglulega andlits- nudd og kannske jafnvel breyta hárgreiðslunni. Hún herpti var- irnar. Nei, þessar aðgerðir utan frá myndu ekkert duga. Hrukk- urnar kringum munninn á henni hyrfu ekki fyrir neinni máln- ingu, og þá ekki sorgarsvipurinn í augunum fyrir nýrri hár- greiðslu. — Reyndu að gera allt sem þú getur til þess að gera Jánet hamingjusamari, sagði Priscilla. Það getur líka orðið til þess að bæta samkomulagið á heimilinu. — Æ, í herrans nafni, farðu nú ekki að predika. Margot smellti kossi á Priscillu og sagð- ist þurfa að koma sér af stað. — Svo getur þú dregið upp fyrir þér mynd af okkur Philip, sem Sliáldið og mamma litla sem stóð við brennandi bílinn? f/ L il Chuck, þú skalt binda stað .... Ég kem með Markús að róa! Á meðan ídrengúm í sælið og fljúga af i bapkarbátaum! Jæja. Farðu — Niður Andy Kyrr! — Hafðu ekki áhyggjur Lydia .... Ég næ í drenginn! hinum elskandi foreldrum bjóð- andi nýja tengdasoninn velkom- inn í fjölskylduna, sagði hún dapurlega. — Það vildi ég, að ég væri Hvernig ertu að hugsa um að snúast við málinu? — Ég segi, að hún sé of ung. — Og ef hún vitnar til Susy? — Þá segi ég, að hún sé samt of ung. — En þú verður að athuga, Margot, að sú röksemd endist ekki nema skamman tíma. Janet verður ekki átján ára til eilífðar nóns. Það er heimska að halda, að þú getir haldið öllum ungum mönnum frá henni, bara af því að þú sért hrædd um að missa Philip, ef hún tæki upp á því að gifta sig. ■— Ég get haldið aftur af henni í bili. Hún var næstum búin að bæta því við, að ef til vill væri frestur það eina, sem hún þyrfti með. Og í sambandi við það datt henni í hug, og næstum í fyrsta sinn, að hún Aræri jafnvel ennþá ástfangin af Philip. Að það væri einmitt vegna þess, hve mikils virði hann værj henni, og hún honum lítils virði, að samkomu- lagið væri svona stirt hjá þeim. Þú ættir að fara varlega, sagði Priscilla, — annars gæti allt farið í háaloft og Janet gæti SHÍItvarpiö Fimmtudagur 16. marz. 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar —• 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,A frívaktinni“: SjómannaþáttuP 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarinsr dóttur. 14,40 ,,Við, sem heima sitjum" (Vigdís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Hagnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Píanótónleikar: Ross Pratt leikur. a) Sinfónískar etýður op. 13 Schumann. b) Tvö lög eftir Debussy. j j 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hungur- vaka; II. (Andrés Björnss), b) Norðlenzkir kórar syngja. c) Erindi: Hákonarstaðabók og Skinnastaðaklerkar; síð ari hluti (Benedikt Gísla- son frá Hofteigi.) dd Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson frá Haukagili.) • 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (37). 22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.40 ,,Fúgulistin“ (Kunst der Fugo eftir Johann Sebastian Bach; þriðji og síðasti hluti (Kamm erhljómsveit óperunnar í Dresden leikur; Werner Egk stjórnar. — Dr. Hallgrímur Helgason skýrir verkið). 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 17. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Mor£ unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). , 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna". Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18,00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson seg ir frá flugferð til Tyrkjaveldis. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 Einsöngur: Suzanne Danco *yng« ur lög eftir Bellini og Gounod, 20.50 Útvarpið byrjar tónleikaflokks Islenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts: a) Björn Franzson flytur •rlndl um tónskáldið. b) Jón Nordal leikur píanósón* ötu í C-dúr (K279). 21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver* öldin“ eftir Guðmund G. Haga* lín; IX. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. * . 22.10 Passíusálmar (38.) N 22.20 Frá Húsmæðrasambandi Norðui"* landa: Norræna bréfið 1961 (Rann veig Þorsteinsdóttir hrl. flytur), 22.40 í léttum tón: a) Yma Sumac syngur. b) Les Baxter og hljómsveit hans leika. * 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.