Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 1
II Sunnud. 26. marz 7967 Mynd þessi er frá rannsóknarstofu í Tuskegee í Alabama. Þar er m. a. unnið að ræktun lifandi fruma, sem notaðar eru til athugunar á áhrifum Salkbóluefnisins. Barátta dr. Sabins gegn ægilegum dvini t Hefur unnið stóra sigra á lömunar- \ j s j veiki — snýr sér nú oð krabbameini \ DK. ALBERT B. SABIN er rólegur, yfirlætislaus vís- indamaður. Hann hefur ný- lega lokið langri herferð, sem lauk með „gagngerum sigri“, eins og hann sjálfur kemst að orði, því að hann hefur gaman af að mæla á hermannatungu. Eftir 25 ára starf tókst dr. Sabin að framleiða vopn, sem dugði gegn þremur stofnum af lömunarveikiveirum, og fyr- ir það hlaut hann opinbera viöurkenningu Heilbrigðis- málastofnunar Bandaríkj- anna. Bóluefni hans inni- heldur lifandi veirur, en nokkuð er dregið úr áhrif- tim þeirra. Talið er, að í árslok 1961 verði notkun þess orðin útbreidd í Banda- rikjunum. Bóluefni dr. Sabins verður Kun ódýrara en bóluefni dr. Salks. Hið síðarnefnda inni- heldur dauðar veirur, og hefur það verið notað almennt í Bandaríkjunum og víðar síðan 1955. Auk þess er Sabínsbólu-. efnið inntökulyf, og er því lík- legt að fleiri muni nota sér það en Salkbóluefnið, sem spýtt er undir húð manna. Fleiri afrek Að baki sér hefur dr. Sabin fleiri afrek á sviði vísindanna. Hann komst meðal annars að því, að veirurnar B, sem apar bera í sér, eru hættulegar mönnum. Ennfremur tókst honum að framleiða bóluefni gegn dengue- veirunni, er orsakar hitabeltis- sjúkdóm í Vestur-Indíum, og gegn veiru þeirri, er orsakar sérstaka tegund heilabólgu og kennd er við Japan. Loks fann hann einnig Echo B, veiru er veldur ááþekkum sjúkdómsein- kennum og magainflúenza. Dr. Sabin fæddist árið 1906 í rússneskri borg, sem nú tilheyr- ir Póllandi. Hann var af Gyð- ingaættum, og var fjölskylda hans fátæk og ofsótt eins og allir Gyðingar þar. Foreldrar hans sóttu um leyfi til að flytj- ast búferlum til Bandaríkjanna, en það fékkst ekki, fyrr en Al- bert Sabin var 15 ára. Árið 1958 var honum boðið að heim- sækja bemskustöðvar sínar sem heiðursgestur stjórnarinnar. Þá hafði bóluefni hans verið gefið 77 milljónum manna í Póllandi og Sovétríkjunum. Árið 1921 komust foreldrar hans í samband við ættingja sína í Bandaríkjunum, og varð það úr, að einn þeirra tók Sab- in til sín á heimili sitt og greiddi skólagjald fyrir hann í tannlækningaskóla. Þar hafði Sabin stundað nám í þrjú ár, er hann rakst á bókina „Microbe Hunters", sem átti eftir að hafa rík áhrif á hann, eins og þeesi ummæli bera með sér: „Þótt það kunni að láta í eyrum eins og reyfari, þá var það svo, að bókin opnaði augu mín fyrir. þýðingu vísindanna fyrir mann kynið, og mér liggur við að segja, að hún hafi ráðið því, að ég ákvað að hætta tann- læknanámi og reyna að verða læknir“. Enn eitt atvik átti eftir að hafa mikil áhrif á starfsferil dr. Sabins. Hann hafði ekki verið lengur við læknanámið en mánaðartíma, er hann sneri sér til hins fræga gerlafræðings Williams H. Park og bað hann að leyfa sér að vinna í einu horni rannsóknarstofu hans. Upp frá þvi fylgdist dr. Park sjálfur með framförum hans af miklum áhuga. Skjótar framfarir Paul Sabin tók mjög skjótum framförum, og þegar sjö ár voru liðin frá því að hann hóf læknanám, var hann farinn að berjast gegn mænuveikinni. Þá stakk dr. Park upp á því, að hann prófaði nákvæmlega þó aðferð, sem þá var höfð til þess að prófa næmi manna fyrir löm unarveiki á húðinni. Sabin komst að þeirri niðurstöðu, að prófið væri gagnslaust, og fjór- um árum síðar lagði hann sjálf- ur upp í herferð gegn veik- inni og naut til þess styrks frá Rockefellerstofnuninni. „Þessar rannsóknir voru raunverulegt stríð“, segir dr. Sabin, „og þar þurfti með bæði skipulag og herkænsku“. Auðvitað stóð hann ekki einn í þessari baráttu. Samstarfsmað ur hans var dr. Peter K. Ol- itsky, sem einnig starfaði við Rockefellerstofnunina. Tókst þeim að sýna fram á, að mænu- veikiveirur geta vaxið og margfaldazt á taugavef í rann- sóknarstofu (en Salkaðferðin byggist einnig ó því, að hægt sé að rækta veirur í rannsókn- arstofu). Síðar tók hann við stöðu við læknadeild Cincinnati- háskóla í Ohio, og þar starf- aði hann áfram að rannsókn- um sínum. Tókst honum að sanna með líkkrufningum, að mænuveikiveirur, sem valda lömun, hafast aðallega við í meltingarfærunum og ráðast þaðan að miðtaugakerfinu. Þessi niðurstaða benti til þess, að hægt væri að rækta mænu- veikiveirústofn, sem gæti lifað og aukið kyn sitt í meltingar- færunum, en væri of veikburða til þess að geta ráðizt á mið- taugakerfið. Þegar hér var kom- ið, varð nokkurt hlé á rann- sóknarstörfum dr. Sabins vegna síðari heimsstyrjaldarinnar, og hann var kallaður í herinn. En árið 1949 var tekið til óspilltra málanna á ný. Þá höfðu vísindamenn við Har- vardháskóla fundið upp aðferð til að rækta mænuveikisveirur á vef, öðrúm en taugavef, sem tekinn var úr öpum. Þessar tæknilegu framfarir komu bæði dr. Salk og dr. Sabin að góðum notum, og gátu þeir nú gert nýtt áhlaup á hinn sameigin- lega óvin. Áður en hægt væri að fram- leiða lifandi bóluefni, varð dr. Sabin að leggja á sig erfitt starf og lítt skemmtilegt við ræktun óteljandi stofna af veir- unni og flýta þannig fyrir þvi að hin réttu afbrigði mynduð- ust við eðlisval. Um langan tíma var rannsóknarstofa hans eins og búgarður, þar sem stunduð var veirurækt. Árið 1953 var takmarkinu náð — hann hafði náð að rækta hinh rétta stofn, og brátt tókst hon- um að ganga úr skugga um, að sá stofn gat þrifizt í meltingar- færum simpansa, án þess að hann hefði lamandi áhrif. Þá lá næst fyrir að prófa, hvort þessar veiktu veirur gætu aukið kyn sitt í meltingarfær- um manna og myndað þar mót- eitur án þess að lama. Hann var sjálfur fyrstur til þess að taka bóluefnið inn, því næst fylgdu samstarfsmenn hans dæmi hans, og loks gáfu nokkr- ir fangar sig fram sem sjálf- boðaliðar. Jafnframt vann dr. Sabin sleitulaust að því að framleiða þrjá mismunandi stofna, sem gætu ráðið niður- lögum allra þriggja afbrigða lömunarveikinnar. Hann fékk lyfjaverksmiðju til að fram- leiða skammta af bóluefninu í milljónatali og tilkynnti viður- kenndum vísindamönnum hvað- anæfa, að þeim væri frjálst að gera tilraunir með það, ef þeir hefðu áhuga á því. Þetta gerðu margir, ekki aðeins í Rússlandi og Póllandi, heldur og í Mexí- kó, Malayaiöndum og víðar. Tvær ungar dætur dr. Sabins tóku líka bóluefnið. Aðrir amerískir vísindamenn, eins og dr. Hilary Koprowski og dr. Herald R. Cox hafa einnig framleitt áhrifamikil bóluefni. En heilbrigðismálastjórnin valdi bóluefni dr. Sabins, þar eð það þótti vera öruggast þeirra allra og hafa reynzt jafnvel betur en bóluefni dr. Salks. Ekki er gert ráð fyrir, að stórframleiðsla hefjist á bólu- efni dr. Sabins fyrr en seint á þessu ári. Og þegar þar að kem- ur, verður upphaf.smaður þess þegar vel á veg kominn með að skipuleggja herferð gegn öðrum óvini mannkynsins — krabbameininu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.