Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 8
8 MORCVTSBl AÐIÐ Sunnudagur 26. marz 1961 Rogalandsbréf frá Árna Eylands: Um veginn austur f MORGUNBLAÐINU 21. janúar las ég smágrein með þessari fyr- irsögn. Er þar sagt frá því að til mála komí að færa Austurveg norður fyrir Rauðavatn. Enn. fremur er þegs getið að „vegur- inn yfir Sandskeiðið færist og hefir komið til tals að flytja hann norður fyrir og láta hann ekki liggja úm Sandskeiðið“. (Leturbr. mín.) Mér brá til góðs er ég las þetta, og hugsaðf sem svo: vonandi er nú að rofa til um þann kafla Austurvegar, sem mér finnst hafa verið skuggsýnt yfir, á ég þar við vegiim úr Lækjarbotnum upp í Svínahraun, þar sem hiirn svonefndi Þrengsla- vegur hefst. Hefi ég lengi talið að val verkfræðinga á vegar- stæði á þessum kafla Austur- vegar væri miður heppilegt. Vil ég nú gerr grein fyrir því enn á ný. Vík jg "A1i m;nu til veg- farenda yfirleitt, þeirra sem eitthvað hugsa um þessj mál, og sér í lagi til austanmanna, en allra mest til þingmannanna sem eiga að halda á málum Sunnlendinga á hinu háa Al- þingi. Þegar undirbúin voru lögin um Austurveg (Lög nr. 32 23. apr. 1946), tók ég, í nefndarstörfum, I um skeið þátt í þeim undirbún- (ngi. Kom þá fram ákveðinn | ágreiningur um val vegarstæðis á nefndum kafla. Meiri hluti nefndarinnar með þáverandi vegamálastjóra vildi láta veginn liggja sem næst því sem nú ligg- ur hann, en þó sums staðar draga hann nokkuð meira til suðurs (suð-vesturs) upp á öldurnar, og þó sérstaklega þegar kom upp undir Sandskeiðið, þar var fyrir hugað að leggja hinn nýja veg inn á (niður á) Sandskeiðið tölu- vert sunnar en nú er. Skyldi svo vegurinn liggja í sveig um Sand- skeiðið, norður fyrir gamla veg- veginn, til bess að ná hæfilegum sveig aftur suður á við og upp í Svínahraun, þar sem hinn nýi Þrengslavegur hefst, svo sem nú er orðið. Ég taldi þetta vegar- stæði óheppilegt, og að völ væri Takið efti. ! Takið eftir! Sófaseft verð kr. 6.300 5 ára ábyrgð Tveggja manna svefnsófar kr. 4.900.00 5 ára ábyrgð. Eins manns svefnsófar kr. 3950.00 5 ára ábyrgð. Klæðum og gerum við gömul húsgögn. Tökum 5 ára ábyrgð á öll húsgögn er framleidd eru hjá okkur. HÚSGAGNAVERZLUNIN Þórsgötu 15 Baldursgötumegin — Sími 12131. Tilboð óskast í húseignina Hafnarstræti 20, hér í bæ, (áður Hótel Hekla) til niðurifs eða brottflutnings. Húsið verður til sýnis þriðjudaginn 28. marz n.k. Söluskilmálar verða afhentir í skrifstofu vorri, Tjarnargötu 12, III. hæð. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAR. m Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð þau, sem fram áttu að fara mánud. 27. marz 1961 kl. 13,30 á B.V. ísborgu I.S. 250 og B.V. Sólborgu l.S. 260 eign Isfirðings h.f. ísafirði samkvæmt kröfu Jóns Ingimundarsonar lögfræðings f. h. Lífeyrissjóðs togarasjómanna o. fl. verða haldin hér í skrifstofunni föstud. 14. apríl n.k. kl. 16. Bæjarfógetinn á ísafirði 27. marz 1961. á öðru vegarstæði langtum betra og heppilegra fyrir framtíðarveg á þessum kafla Austurvegar. Til- laga mín var að leggja veginn svo að segja þráðbeint úr Lækj- arbotnum, við býlið Lögberg sem kallað hefir verið, upp Fossvelli, norðan við Fóelluvötn, austur flatlendið á milli Sæluhússássins og Lyklafells og upp í Svína- hraun til þeirra vegamóta þar sem Þrengslavegur um Svína- hraun hefst. — Sem sagt beint af augum, eða því sem næst, úr Lækjarbotnum upp Vötnin, sem oft er kallað, til vegamóta nýja vegar og gamla vegar í Svína- hrauni. Þessar hugmyndir mínar fengu ákveðinn andbyr í nefndinni, var jafnvel sagt að það næði ekki nokkurri átt að hugsa sér veginn á þessum slóðum, þar sem oft »/æri einn vatnsflaumur. Enn- fremur er mér minnisstætt að haft var á orði að það myndi vera snjóasamt í „skarðinu“ á milli Sæluhússássins og Lyklafells, — þetta „skarð“ er nú raunar slétta meira en tveggja km breið. Erfið- leikum olli um málflutning minn að engar athuganir voru fyrir hendj eða mælingar á „Vatna- leið“ minni. Aðalkosti leiðarinn- ar taldi ég vera, og tel enn, umfram syðri — og gömlu — leiðina: 1. Beinni vegur, svo sem henta þykir, og um leið styttri. 2. Jafnari leið, þar sem veg- urinn verður (getur verið) blind- hæðalaus, en það verður vegur- inn ekkj á sySri leiðinni, sbr. þá kafla hans sem búið er að endurbæta. Þetta með blindhæð- irnar er mikilsvert atriði, sem því miður hefir ekki verið at- hugað sem skyldi, jafnvel ekki við vegargerð á síðari árum. Víða hafa slæmar beygjur verið teknar af, en í þess stað komið blindhæðir, sem er sízt betra. Nýlegir vegir eru einnig með slæmum blindhæðum, t. d. hin. illfræga blindhæð rétt við brú á veginum undir Hafnarfjalli. Hið sama er á Þingvallavegi, þar var tekin af beygja og ný brú byggð, — um leið kom afleit blindhæð. — Á veginum undir Hafnarfjalli hafa orðið slys oftar en einu sinni, þar sem hin nefnda blindhæð er. — Blindhæðir á vegum eru að öllu samanlögðu snöggtum verri en blindar beygj- ur. 3. Á þessari jöfnu leið mun vegurinn verja sig jafnbetur snjóum. 4. Þegar ýtt hefir verið upp háum og breiðum vegi á þess- um slóðum, svo sem Austurveg- ’ur á allur að vera, myndast góðir svelgir báðumegin vegar- ins, eftir þeim fellur allt vatn langs með veginum en leitar hvergi þvert á veginn, er það mikilsvert atriði, og um leið mun ekki þurfa nema fá, eða jafnvel engin, ræsi gegnum veginn. Á vegi sem lagður er í sveiflum um Sandskeið þarf hins vegar vel fyrir að sjá um ræsi eða brýr, þar eð vatn hlýtur að leita all- mikið þvert á veginn í miklum leysingum, sem oft verða á þess- um slóðum, svo sem kunnugt er af Sandskeiði. Að þessu öllu athuguðu og fleira, er sannarlega ekki neitt óálitlegt að leggja Austurveg „upp Vötnin" sem kalla má, enda þess að minnast, að Vötn- in sem hér um r.æðir eru ekki annað enn örgrunnir pollar sem safnast x sumum árum og á viss- um árstímum. Með vélakosti þeim sem nú er notaður skiptir litlu og engu máli hvort vegur er lagður um þurrlendi eða yfir slíka polla. Ágreiningurinn í nefndinni sem vann að undirbúningi lag- anna ura Austurveg dró ekki til slita, né að ég skilaði sér*áliti. Get ég nú ef til vill sagt, að ég gerði það því miður ekki. Eitt af því sem olli að ég skrifaði undir nefndarálitið án ágreinings var sú staðreynd að vegamála- stjóri lofaði því statt og stöðugt að „leið mín upp Vötnin" skyldi verða mæld og athuguð, með tilliti til snjóalaga o. s. fram vegis. í frumvarpinu um Austur. veg var hins vegar ekkert ákvæði um vegarstæðið á milli Lækjar- botna og Svínahrauns, þar stend- Ósk eiginkonunnar er blómakassi trá t-1 » s crq < °2. 05 05 »—'n 2 co ur aðeins um nýjan veg „af Suð. urlandsbraut hjá Lækjarbotnuru um svo nefnd Þrengsli“ o. s. frv. Ber það orðalag vitni m, að til þess var hugsað að leggja nýjan veg alla þessa leið, þar sem kunnáttumenn og mælingar þeirra sýndu að bezt og heppi- legast væri, og þá gat auðvitað „leið mín“ komið til greina eins og fleiri leiðir, ef hugmynd minni entist fylgi til þess. Því miður varð víst lítið um efndir frá hendi Vegagerðarinn- ar, að athuga nyrðri leiðina „upp Vötnin“, að minnsta kosti heyrði ég aldrei neitt um það fyrr né síðar, og verulegar að. gerðir við að breyta veginum o'? fcæta hann á slóðum gamla vegar} ins bera því vottinn að forráða- menn þessara mála hafi fram að þessu hugsað sér hinn nýja Aust- urveg þar á slóðum. t Af framanskráðu er ljóst, að mér varð það nokkur feginsfrétt er ég las í Morgunblaðinu að: „Vegurinn yfir Sandskeiðið fær- ist og hefur komið til tals að flytja hann norður fyrir og láta ekki liggja um Sandskeiðið“. Þótt óljóst sé þetta orðað — norður fyrir hvað á að flytja veginn? — verður það þó allt af spor I rétta átt að flytja veginn norður á bóginn, en ekki suður á við, á þessum kafla, svo sem fyrir- hugað var. En hér dugir ekkert hálfgert, hið eina rétta tel ég ennr sem fyrr vera, að breyta veginum öllum á leiðinni úr Uækjarbotn- um upp að nýja-vegi (Þrengsla vegi) í Svínahrauni, — legvja veginn sem beinast nær beyg’U- lausan og algerlega blindhæða- Iausan upp Fossvelli, irorðan við Sandskeið o. s. áfram upp í Svínahraun, svo sem margsagt áður í þessari grein.. Að lokum vil ég mælast til þess, að sem flestir er leið eiaa austur og að austan, líti til norð- urs yfir landið, landslag og stsð háttu á þessum slóðum með vegaval í huga, er þeir aka leiðina á milli^ Lækjarbotna og „nýja vegar". Ég trúi ekki öðru enn að þá sjái fleiri og fleiri hve tilvalið vegarstæði er þarna, þegar miðað er bæði við þörf- ina, að leggja veginn, sem bein- astan og mishæðalausastan, og hve auðvelt er að byggja góðan veg á slíku landi, að þeirri tækni sem nú. er handbær. Þessi hugmynd um veginn úr Lækjarbotnum upp í Svínahraun er annað og meira en sérviska mín, á undanförnum árum hefi ég rætt þetta mál við marga greinagóða menn, þar á meðal reynda bílátjóra sem þekkja austurleiðina bæði í blíðu og stríðu, og þeim hefir farið vel fjölgandi sem hafa sannfærzt um að nyrðri leiðin" sé sú leið sem velja beri til þess að fá bæði góðan og öruggan veg. — En mestu mega þingmenn Sunnlend- inga ráða um þetta, ég vona að þeir athugi málið gaumgæfilega og af raunsæi og þá tel ég öruggt að vel ráðist, hætt verði við kákið „suður i öldunum“ og vegurinn lagður á betri slóðum. Jaðri, 9. febrúar 1961. Árni G. Eylands. Vestur-þýzk Blöndunartœki fyrir böð og eldhús nýkomin. ilgi mwm & co. Hafnarstræti 19 — Símar: 1-3184 og 1-7227. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.