Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 26.03.1961, Síða 16
16 MORGVNBLAÐIb Sunnudagur 26. marz 1961 Þór Gutjónsson veISimá3ast|óri: Veiðimál í Bandaríkjunum GREINARHOFUNDUR dvelst vestan hafs á vegum tækni- hjálpar Bandaríkjanna til þess að kynna sér nýjungar í veiðimálum og til undir- búnings byggingu tilrauna- eldisstöðvar ríkisins. Hann hefur einkum ferðazt um vestur hluta Bandarikjiaínna og í Alaska og heimsótt veíði málastofnanir, skoðað eldis- stöðvar í opinberri og einka- eign og önnur mannvirki, er varða veiðimál. Þá hefur hann setið ársfundi samtaka eins og hins níræða Ameriska veiðimálafélags (American Fisheries Society), félags bandarískra eldisstöðvaeig- enda, Fiskeldisráðstefnu Norð- vestur Bandaríkjanna og Vís- indaráðstefnu Alaska. Lengst af hefur hann dvalizt við fiski- fræðideild Washingtonháskóla í Seattle (College of Fisher- ies, University of Washing- ton) og heimsótt fiskifræði- stofnanir þar í borg. f Fiski- deild Washingtonháskóla eru framkvæmdar margháttaðar tilraunir og rannsóknir í fiski- fræði. • Framfarir i veiðimálum Stórkostlegar framfarir hafa orðið vestan hafs á sviði veiði- mála síðustu fimmtán árin. Þekk ing á lífi og umhverfi laxfisk- anna hefur aukizt verulega, en af því hefur leitt miklar breyt- ingar í stjórn og framkvæmd veiðimála. Margs konar nýjar að- ferðir hafa verið teknar upp, og mun nokkurna þeirra verða get- ið siðar. Komið hefur í Ijós, að nauðsyn er á að gefa sérkennum hvers veiðivatns (straumvatna og sföðuvatna) gaum og haga fisk rækt í þeim eftir því, í stað þess að láta sömu reglur gilda um fiskrækt í öllum veiðivötnum eins og áður var. Rannsóknar- og til- raunastarfsemi hefur verið stór- aukin, og er nú alment krafizt meiri menntunar af þeim, sem við þessi mál vinna heldur en áður var, enda taka nú vel mehnt aðir fiskifræðingar við se fleiri störfum innan veiðimálanna. • Veiðilöggjöf í Bandaríkjunum Veiðilöggjöf er mismunandi í hinum einstöku fylkjum Banda ríkjanna. í aðalatriðum er hún ólik veiðilöggjöf á íslandi, enda eiga fylkin sjálf oftast veiðirétt- inn í veiðivötnunum, og miðast hún að sjálfsögðu við það. Ame- rísk veiðilöggjöf er jafnan sveigj anlegri heldur en sú íslenzka, og veitir veiðimálastjórnum heimild til þess að ákveða um veiði á einstökum svæðum eftir ástæðum á hverjum tíma. Vei'ð- ur verndun fiskstofnanna auð- veldari og áhrifaríkari með þessu móti • Fiskeldi Klak og fiskeldi er mjög stór þáttur í fiskræktarstarfsemi vestan hafs. Sem dæmi um þetta skal getið, að Veiðimálastofnun Washingtonfylkis og Fiskimála- stofnun sáma fylkis eiga nær 50 klak- og eldisstöðvar, sem geta klakið út um 130 milljón laxa- og silungshrognum og geta alið upp mest af seiðunum, sem úr hrognunum koma. Auk þess á Bandaríkjastjórn nokkrar eldis- stöðvar í fylkinu, þeirra á meðal er stærsta eldisstöð í Bandarikj- unum. Laxgengd í ár á vestur- strönd Bandaríkjanna hefur minnkað ískyggilega mikið að undanförnu m.a. vegna mikilla virkjunarframkvæmda í beztu veiðiánum. Reynt er að hamla á móti rýrnun lax- og silungsstofn anna með því að ala upp seiði í Klakskápar í hinni nýbyggðu klak- og eldisstöð í Kalama í Washingtonfylki. Klakhúsið hefir rúm fyrir 9 millj. laxahrogn. stórum stíl og sleppa í árnar. Seiðum af ýmsum stærðum er einnig sleppt í stöðuvötn í ná- grenní stórborganna til þess að halda við veiði í þeim, þar sem veiðiálag á þau er svo mikið, að nátlúran getur ekki haldið við fiskistofnunum án hjálpar. • Útbúnaður í klak- og eldisstöðvum. Miklar umbætur hafa verið gerðar á fyrirkomulagi og útbún aði klak- og eldisstöðva. Klak- útbúnaði hefur verið gjörbreytt með tilkomu hentugra klakskápa úr plastéfni, og tekur klakstöðin nú mun minna rúm en áður. Þá hefur umbúnaður á eldistjörnum verið bættur. Við byggingu nýrra eldisstöðva er nú gengið svo frá, að lax og sjógenginn silungur geti gengið viðstöðulaust upp í eldistjarnirnar, þegar hann kem- ur úr sjó. Þar er alkunna, að lax hefur gengið árlega nú í áratug upp í eldistjarnir tilraunaeldis- stöðvar Washingtonháskóla, en hann gekk sjálfur út úr tjörn- unum sem seiði, er hann hafði verið alinn upp í göngustærð í eldisstöðinni. Margs konar vinnu sparandi tæki hafa verið tekin upp. M.a. er nú farið að fóðra fiskinn í eldistjörnum úr bif- reiðum. • Næringarþörf fiskanna Fin merkasta nýungin varð- andi fiskeldi, sem komið hefur fram nú síðustu árin, eru niður- stöður rannsókna um næringar- þörf laxfiskanna. Lögð hefur ver ið stund á lax- og silungseldi í áratugi, og hefur oft verið kvillasamt í eldisstöðvum. Sumt af kvillunum hefur orsakazt af óhollu fóðri, þar sem ýmist hef- ur skort nguðsynleg efni í fóðrið, eða að of mikið hefur verið af sumum þeirra. Verður hægara um vik í framtíðinni að fram- leiða hraustan alifisk þar sem þekking á fóðurefnaþörf laxfisk- anna fer vaxandi. Margir vísinda- ménn hafa lagt drjúgan skerf til skilningsauka á þessu sviði, og er dr. L. R. Donaldson, prófessor við fiskifræðideild Washington- háskóla, einn þeirra. Bandaríkja- stjórn rékur tvær rannsóknar- stofnanir, aðra í New Yorkfylki og hina í Washingtonfylki, sem vinna eingöngu að rannsóknum á næringarefnafræði laxfiska, og er hlutur þessara stofnana mest- ur á þessu sviði.. • Þurrafóður Þar til fyrir nokkrum árum voru eldisfiskar fóðraðir að mestu á blautfóðri, þ. e. á nýmeti með miklu vatnsinnihaldi. Nú síð ustu árin hefur þurrfóður rutt blautfóðrinu að mestu til hliðar, nema við fóðrun á laxi. Þurrfóðr- ið er framleitt í pilluformi, og má fá pillur af mismunandi stærð um til þess að fóðra með fisk á ýmsum þroskaskeiðum. Aðal uppistaða þurrfóðurs er jafnan fiskimjöl, og er því ekki ólíklegt, að við íslendingar getum frarp- leitt þurrfóður til útflutnings. Mun það mál verða athugað nán- ar. Er mjög mikilvægt fyrir efl- ingu fiskeldis á íslsmdi, að hafin verði framleiðsla á hollu og nær- ingarríku þurrfóðri. Ef slí’kt þurr fóður væri fáanlegt, þá þyrfti ekki í framtíðinni að taka eins mikið tillit til nálægðar fiskiðju- vers við staðsetningu eldisstöðva eins og nú verður að gera. • Sjúkdómar Þekking á sviði fisksjúk- dóma og lækning á þeim hefur aukizt nú síðustu árin, enda hef- ur fiskasjúkdómafræðingum fjölgað mikið. Þykir nú sjálfsagt, að veiðimálastofnanir í hinum einstöku fylkjum hafi einn eða fleiri slíka sérfræðinga starfandi. Auk þess ha£ur Bandaríkjastjórn marga sjúkdómafræðinga í þjón- ustu sinni á tveimur rannsóknar- stofum fyrir fiskisjúkdóma, sem hún rekur í Leetown í Virginíu og í Seattle í Washingtonfylki. Fiskisjúkdómar hafa oft gert mik inn usla í eldisstöðvum, en með aukinni þekkingu á sjúkdómun- um og lækningu þeirra hefur tek izt að halda niðri skæðum sjúk- dómum eða fyrirbyggja þá. • Laxabú Kostnaður við byggingu og rekstur lax- og silungseldisstöðva er jafnan mikill, og er því stöð- ugt leitað nýrra leiða til þess að draga úr kostnaði við fiskeldið. Ágæt leið út úr vandanum er að hafa eina lax- eða silungstegund í stöðuvatni eða á öðru lokuðu Fyrri grein svæði. Ó-Hum fiski á slíku svæði er eytt með eitri áður en laxi eða silungi er sleppt á það. Þessi tegund fiskhalds hefur verið köll uð „fish farming" á ensku og mætti kalla það fiskabúskap á íslenzku .Fiskabúin eða laxabúin, „fish farms" eru háð venjulegum klak- og eldisstoðvum með tilliti til stofnfisks, og eru þvi klak- og eldisstöðvar nauðsynlegar við hliðina á fiskabúunum. Veiðimálastofnun Washingtons- fylkis hóf fyrst að koma upp fiskabúum fyrir sjóregnboga, en Þór Guðjónsson hann hagar sér að flestu leyti i eins og laxinn ^kkar gerir og er I líkur honum í útliti. Gaf þessi að- ferð svo góðar vonir, að árið 1957 hóf Fiskimálastofnun Washing- tonsfylkis að koma upp laxabú- um og notaði sjóblöndu í sum þeirra með góðum árangri. Síðar nefnd stofnun fer með laxveiði- mál, enda er mestur hluti laxins veiddur í sjó. Laxabúum hefur verið komið upp í stöðuvötnum, náttúrulegum og tilbúnum, í ár- ósum, þar sem lón eru inn a£ þröngum ósum, eða í lónum, vífe um og vogum í flæðarmálinu, þar sem kostnaðarlítið er að loka þeim með görðum. í görðunum er útbúnaður til þess að halda laxinum inni og til þess að hleypa hálfsöltum sjó inn í laxabúin á flóðinu, en sjórinn ber með sér æti handa seiðunum. Seiðin lifa oftast á ætinu í laxabúunum og verður því fjöldi seiða ó flatar- einingu tiltÖlulega lítill. Þar sem kostnaðarsamt verður að koma upp laxábúum, eins og á íslandi, verður af fjárhagslegum ástæð- um að hafa seiðin þéttar í búrún- um og fóðra þau. Sé ekki völ á. öðru en úthafssjó til þess að nota í laxabú, þá verður óhjákvæmi- legt að blanda hann með fersku vatni, þar sem seltumagn í hon- um er of mikið fyrir lítil seiði. Fiskimálastofnun Washington- fylkis á 20 laxabú, og nota 15 þeirra ferskt vatn og 5 sjóblöndu. Á árinu 1959 fengust 9,3 milljón laxaseiði úr laxabúunum og um 10 milljóa seiði á árinu 1960. Seiðum af fjórum laxategundum er haldið í laxabúunum oftast ón þess, að þeim sé gefið fóður. Seiðum sumra tegunda er sleppt eftir aðeins fáar vikur. en öðrum er haldið í heilt ár eða lengur. Seiðum silfurlaxins er sleppt f búin eftir nokkurra mánaða fóðr- un í eldisstöðvum. Ofannefnd stofnun á tvær tilraunaeldisstöð v ar, sem geta notað ferskt vatn, sjóblöndu eða sjó, og fara þar fram tilraunir með laxaeldi. Fyrstu tilraunir af þessu tagi fóru fram í Washingtonfylki þeg- ar 1901. Eldisstöð Idahofylki. Framleiðir nú regnbogasilung til sölu á heimsmarkaði. (Ljósm.: Þór Guðjónsson).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.