Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 22
22
Moncwsniaðið
Sunnudagur 26. marz 196'j
Lyfseðill framtíðciriji nar:
NYTT HJARTA
TVEIR bandarískír vísinda-
menr. unnu fyrir skömmu það
merkilega afrek að skipta urr.
hjarta í hundi og halda í hon-
um lífi í tólf klst. eftir aðgerð-
ina. Eru tilraunir þeirra afar
merkilegar og geta haft marg-
víslegar og ófyrirsjáanlegar af
leiðingar.
Það eru læknarnir Dr.
Stanley Jacob, prófessor og
Dr. J. E. Dunphy, sem gerðu
þessar merku tilraunir. Þeir
starfa báðir við háskólann í
Oregon en skýrðu nýlega frá
tilraunum sínum á læknaráð-
stefnu í New York — hvernig
þeir losuðu um hjarta tilrauna
dýrsins, hvernig önnur líffæri
brugðust við og hvemig þeir
kældu vefina niður undir
absolutan núllpunkt án þess
frumur dæju. Þeir hófu til-
raunir sínar með rottur en
tóku síðan til við hunda og
hefur sem fyrr segir tekizt að
halda lífi í hundi í 12 klst. eftir
aðgerðina, sem tókst prýði-
lega.
í eftirfarandi grein segir Dr.
med. H. Reusch ofurlítið frá
gildi þessa afreks.
Byr undir vængi
Það var í marzmánuði árið
1956 að ítalski presturinn Don
Carlo Gnoccki ánafnaði tveim
blindum ungbörnum augu sín.
Daginn eftir að hann lézt, var
hornhimnan úr vinstra auga
hans grædd í tólf ára pilt en
hornhimna vinstra auga
grædd grædd í 18 ára stúlku.
Síðan hafa þau bæði séð.
í janúar 1959 var annað nýr
að úr hinum 23 ára Andrew
Riteris frá Boston grætt í tví-
burabróður hans, John Riter-
is. Áður höfðu bæði nýrun
verið tekin úr John en hann
lifði af aðgerðina.
Og nú í marz — árið 1961
— er fyrir alvöru að vakna
von manna um, að áður en
langt um líði verði mögulegt
að flytja hjörtu milli manna
svo sem þegar hefur verið gert
við augu og nýru. Og það sem
gefur þessari von slíkan byr
undir vængi eru hinar stór
merku tilraunir þeirra Stanley
Jacobs og J. E. Dunphy.
Skýrsla sú, er þeir fluttu á
læknaráðstefnunni í New
York á dögunum var bæði
þurr og fræðileg eins og títt
er um skýrslur vísindamanna
— en hvað lá að baki hinni
þurru fræðimennsku?
í læknisfræðinni hefur um
nokkurn tíma verið kunn hin
svonefnda kæliaðferð, sem
fólgin er í því að lækka lík-
amshitann um 5—7 gráður til
þess að hægja á allri starf-
semi líkamans. En læknarnir
tveir létu sér það ekki nægja.
Þeir hófu tilraunir á rottum
með enn frekari kælingu. Dýr
in voru látin í hylki, sem um
lukt var ísi og stöðugt haft
undir rennandi ísköldu vatni.
Þegar kælt hafði verið um 8
gráður hættu dýrin að anda,
og þegar þau höfðu verið kæld
um þrjár gráður enn — þ. e. a.
s. ellefu gráður alls frá eðli-
legum líkamshita — sýndi
hjartalinurit að hjartað var
hætt að slá. Það var ekki um
að villast, dýrin voru dáin, —
í eina klukkustund — en að
henni liðinni voru þau hituð
upp með sérstökum hætti og
ekki leið á löngu áður en
línuritið sýndi að hjartað var
byrjað að láta á sér bæra. Vís-
indamennirnir höfðu blekkt
dauðann svo ekki varð um
villzt.
En þetta var aðeins byrj-
unin. Næsta skrefið var að
finna leið til þess að geyma
líffæri dýra í kælirúmi í a.
m. k. heilan dag. Og læknarn-
ir tóku lifandi hjarta frystu
það og komu því aftur til
starfa í öðru dýri, sem hjart-
að hafði verið tekið úr.
Hjörtu tilbúin í kælirúmum
Það er ekki hlaupið að því
að verma hjarta eftir kælingu,
en hefur þó verið gert með
aðferð rússneska lífeðlisfræð-
ingsins Wladimir Damichow.
Það var því ekki tæknin við
hjartaaðgerðina sjálfa sem sér
stæðust var í tilraunum þeirra
Dr. Jacobs og Dr. Dunphys
heldur það skref sem þeir tóku
í átt til þess að unnt verði
að hafa hjörtu í kælirúmum
tilbúin til notkunar á sama
hátt og blóð nú.
Þeir hófu þær tilraunir með
hundahjörtum, og það voru
einkum tvö snilliráð sem
komu þeim skjótt á rétta leið.
Annað var, að þeir lögðu
hjartað fyrst í glycerinupp-
lausn — en glycerin seinkar
frystingu. Hitt ráðið var að
ná úr hjartanu svo miklu
vatni sem unnt var, en því
þurrara sem hjartað er, þeim
mun saltara verður það og
Dr. Stanley Jacob.
mikilli varkárni og sett í ann
an hund. Nokkur raflost voru
nægileg til að koma hjartanu
á hreyfingu og sýna þar með,
að tilraunin hafði tekizt.
Og hvað svo?
Ef einhver reyndi nú þegar
að gera samskonar tilraun með
mannshjarta væri það eflaust
hægt. Hann gæti leikið á dauð
ann um stund — en aðeins um
stund, þó svo tilraunin takist
vel. Og ástæðan er sú, að lík-
frostmarkið lægra. Og með
þessu tókst þeim það, sem eng
inn hafði talið gerlegt — að
kæla hjartað niður í mínus
átta gráður. Daginn eftir var
það aftur vætt og vermt með
Dr. J. E. Dunphy
aminn myndar mótefni gegn
framandi eggjahvítuefnum og
eyðir þeim. Þegar um er að
ræða heilt hjarta hlýtur sjálf-
ur líkaminn að deyja, því að
hann eyðir þar líffæri, sem
honum er lífsnauðsynlegt,
enda þótt þessi mótefnamynd
un sé ætluð líkamanum til
varnar.
En menn eiga eftir að sigr-
ast á þessari hindrun, enda
hefur þegar verið stigið fyrsta
stóra skrefið í þá átt. — Þegar
nýrað var grætt í John Rit-
eris. Þá verður ekki að ár-
angrinum spurt og lyfseðlar
fyrir nýjum hjörtum verða
daglegt brauð.
En það sem enn meira er
um vert. Kæliaðferðin er ekki
eingöngu bundin við hjörtu.
Á sama hátt og dr. Stanley og
Dr. Dunphy tókst að frysta
rotturnar svo að þær komust
í dauðadá svo mun einnig fyrr
eða síðar takast að frysta
mannslíkamann og geyma
hann í dvala um lengri eða
skemmri tíma. Meðan líkam-
inn er í slíkum dvala eru öll
efnaskipti hans svo hæg að
hann hrörnar sama og ekkert
á meðan.
Það hefur aftur geysilega
þýðingu vegna hinna öru fram
fara, sem orðið hafa í geim-
vísindum. Ferð til annarra
reikistjarna getur tekið ára-
tugi og því er til lítils að
senda menn í slíkar ferðir ef
þeir verða orðin hrörleg gam-
almenni er þeir koma aftur
til jarðarinnar. Árangur verð-
ur vart verulegur nema því
aðeins að unnt verði að láta
geimfara ná a. m. k. hundrað
til hundrað og fimmtíu ára
aldri
- / fáum orðum sagt
Framh. af bls. 3.—
geta. Okkur kemur ekkert illa
saman fyrir því. En ég þarf að
ná mér í aura, þetta er engin
geta.
Sigurður er friðsamur. Og nú
fagnar hann mér, þegar ég kem
heim. Mér hefur alls staðar orð-
ið vel til vina.
En við erum ekki gift. Við er-
um sameinuð upp á tryggingarn-
ar. En það gefst ekki verr en
blessunarorðin prestanna, biddu
fyrir þér.
Sumir segja að ég sé kolvitlaus
og ekkert mark takandi á spá-
dómunum. En það er bara einn og
einn maður. Þú ættir að spurja
hann Sigurð minn. Hann er verka
maður í Borgarnesi.
Óskaðu honum til hamingju
með 60 ára afmælið á páskunum.
Hann er greindur maður og
bezta manneskja — og við bæði
tvö.
En hann hefur svo stórt hjarta
hann Sigurður og þetta er of mik-
il vinsemd, en mér er sama nú
orðið".
„En hefurðu nokkuð verið að
slá þér út hér í Reykjavík, Sess-
elja mín?“
„Ojæja.“
„Þú ert kannski orðin alltof
gömul til að verða hrifin?"
„ Nei — nei, sei — sei — nei.
Maður getur verið hrifinn án þess
að hugsa um giftingar.
Mér finnst gaman að skemmta
mér.
Ég þyki allstaðar lagleg og létt
yfir mér.
Ég var mjög vinsæl í Kolbeins-
staðahrepp þar sem við bjugg-
um. Þar reistum við félagsheim-
ili og ég var fyrsta konan, sem
talaði þar.
Og lagði út af gleðinni og sveit-
inni.“
,,Er það falieg sveit?“
„Já, og þar býr gott fólk.“
„Þér finnst allir svo góðir, þú
skalt vara þig á því?“
„Ég kynnist ekki öðru fólki en
góðu.“
„Á hvaða bæ bjuggúð þið í
Kolbeinsstaðahrepp? “
Malbrekku. Sigurður er eitt-
hvað önugur yfir því, að við
skyldum þurfa að flytja þaðan.
Hann vill vera í sveitinni“.
„En af hverju fluttust þið?“
„Af fátækt, víst.“
„Nú, þú hefur þá ekki auðgazt
á spádómunum?"
„Nei, en ég hef getað fegrað
mig fyrir þá. Og svo hef ég alls-
staðar lánstraust. Og við bæði.
Við erum mjög vel séð:
Þegar ég kom í Bifröst og spáði
fyrir nokkrum ungum mönnum,
skelltu þeir henni á mig þessari:
Ekki spör á spádóma
spel og bolla ræðir
ung er hún sem blómarós
lítið hana bræðir.
Já, svona líta þeir nú á þetta,
þessir ungu menn. Því hefur
meira að segja verið slegið fram
að ég yrði ræðumannsfrú fyrir
kjördæmið.
En það hafa komizt tungur í
það.
Það er víst betra að vera vel á
veðri, almáttugur guð er kær-
leikur.
En það er gott fólk í Borgar-
nesi, ákaflega gott fólk og stað-
urinn vinalegur. Og þeir eru
heppnir meðan þeir hafa hann
Halldór fyrir sveitastjóra og kaup
félagsstjórann fyrir oddvita."
„En eru þeir heppnir með
hr eppsst j órann? “
„Já, það getur nú ekki verið
betra. Hann er sjálfstæðismað-
ur.“
„Og ert þú þá sjálfstæðismað-
ur, Sesselja?“
„Já, ég hef verið það. Og svo
hef ég kosið þrjá aðra flokka.
En lifandi ósköp er gott að koma
til hans Sigurðar Ágústssonar,
við erum skyld við Sigurður.
Þau hjón bæði eru stórar
manneskjur. Svo er Sigurður
frændi hans Ásgeirs míns Péturs-
sonar. Ósköp er hann nú traustur
hann Ásgeir minn.
Annars kemst ég ekki alltaf til
Stykkishólms þegar ég spái í
Ólafsvík.
Þá er ég stundum oíðin of
þreytt.
Maður þreytist með árunum.
Þessi él, þú skilur."
V.
„Ég vil gera fólk ánægt og
plokka það ekki.
Borgnesingar eru mér þakk-
látir, því ég hef haft fyrir þá
veikan mann, hann Jóa.
En nú er hann kominn á Klepp.
Ruglaður."
„Jæja, er hann Jói á Kleppi."
„Já, hann er kominn þangað
greyið, en hann er eitthvað
skárri.
Og nú er hann víst farinn að
dedúa í Áburðarverksmiðjunni.“
„Ruglaður sagðirðu, hefur þú
nokkurn tíma orðið rúgluð,
Sesselja mín?“
„Nei, ekki ennþá, en ég á það
kannski eftir. Sumir segja að ég
sé kolvitlaus og ekkert mark tak-
andi á spádómunum mínum. En
það er bara einn og einn maður.
Þú ættir að spyrja hann Sigurð
minn.
„Hefurðu nokkurn tíma heyrt
talað um völvur, Sesselja?“
„Já.“ *
„Heldurðu ekki að þú sért
völva?“
„Ekki vond, kannski góð völva.
Það hefur sézt eitthvað í fylgd
með mér. Hvítklædd vera.
Mér þykir vænt um mann og
manni þykir vænt um mig.
En ég veit ekki hvort við verð-
um hjón, það eru tungur þú skil-
ur.
En mikil lifandi ósköp er gam--
an að tala við mig. Þú ætlar bara
aldrei að hætta. Viltu ekki held-
ur heimsækja okkur í Borgarnes?
Við búum í litlum bæ niðri við
sjó.
Segðu bara að lokum: að ég
biðji að heilsa öllum Grindvík-
ingum, Reykvíkingum og Borg-
nesingum, sem heiðruðu mig á
sextíu ára afmælinu mínu í fyrra
með blómum, skeytum og gjöf-
um. *•
Segir fátt af einum. ,
M. *