Morgunblaðið - 26.03.1961, Page 23

Morgunblaðið - 26.03.1961, Page 23
Sunnudagur 26. marz 1961 MORCTJNBLAÐIÐ 23 Ástand og horfur á viðhaldi bitreiða BIFREIÐAEIGN landsmanna hef ur farið ört vaxandi á síðustu árum og eru bifreiðar í landinu, rúm 20 þúsund, en bifreiðaeigend ur um 15 þúsund, það er því aug- ljóst, að viðgerðaþjónusta bif- reiða, snertir beint hagsmuni ná- lega tíunda hvers manns á land- inu og varðar meiru um þjóðar- hag, en flestir hafa hingað til gert sér grein fyrir, þegar um slíkt stórmál er að ræða. Þegar um hagsmunamál þús- unda manna er að ræða, er sjálf- sagt og eðlilegt að sem flest sjón armið komi fram, svo að hægara verði að finna eðlilega lausn mál anna. Félag islenzkra bifreiðaeigenda er ekki stofnað aðeins til þess að gæta hagsmuna bifreiðaeigenda, heldur og alls almennings, félag- ið hefur ætíð stutt alla þá, sem vinna á breiðum grundvelli að því, að koma betra skipulagi á bifreiðamálin almennt. Viðgerðarkostnaður bifreiða hefur farið síhækkandi og erfið- leikarnir vaxið með auknum bif- reiðakosti og fjölgandi bifreiða- tegundum, af þessum orsökum og fleirum, verður viðhaldskostnað- ur óeðlilega hár, ef miðað er við nágrannalönd vor og er því þörf skjótra lagfæringa áður en ástand ið versnar enn meira. M Það er mjög óheppileg þróun eem hefur orðið á þessum mál- um, margir af beztu viðgerða- mönnum hafa hætt störfum á hin um stærri verkstæðum og byrjað á sjálfstæðum viðgerðum, oft í ófullnægjandi húsnæði, en þess- ir menn veita jafnvel betri og þar með ódýrari þjónustu, en hin 6tærri verkstæði eru fær um að veita eins og högum þeirra er nú háttað. Eigendur hinna stærri verk- etæða hafa fullan hug á því, að gera margháttaðar endurbætur á verkstæðum sínum, en þeir eiga við margvíslega erfiðleika að etríða, einkum verðlagsákvæði — lítið eigið fjármagn — höft til innflutnings á varahlutum, verk- færum og vélum, þetta ástand verður að breytast, ef verkstæðis- eigendur geta gert verkstæði sín evo úr garði að sambærilegt verði eams konar verkstæðum utan- lands (þ. e. ef Iagfæring fengist á fyrrnefndum atriðum) þá er löggilding óþörf, ef verkstæðin yrðu löggilt nú, í því ástandi sem þau eru, mætti líta á það sem verið væri að gefa þeim eins feonar einokunar aðstöðu, sem stöðva myndi áframhaldandi þró- un. Ef hin stærri verkstæði yrðu löggilt, yrðu mörg hin minni verk stæði að hætta og er þá ekki leng- ur um frjálsa samkeppni að ræða. íslendingar fengu sig fullsadda af hinni dönsku einonkunarverzl un á sínum tíma og ástæðulaust er að vekja upp þann draug í neinni mynd. Nauðsynlegt er, að hin stærri yerkstæði verði byggð upp þann ig, að þau verði sambærileg við samskonar verkstæði utanlands, myndu þau þá veita svo marg- falt betri þjónustu en nú gerist, að hin minni verkstæði sem lé- lega þjónustu veita, myndu hverfa af sjálfu sér. j’ ' Margir þeirra sem starfa sjálf- Stætt í ófullkomnu húsnæði, eru með beztu viðgerðarmönnum sem völ er á og væri óverjandi ef þeir yrðu að hætta störfum vegna ótímabærra lagaboða, ég tel vafa- samt, að þessir menn fengjust til þess, að vinna á stærri verkstæð- um, nema sérstök skilyrði væru fyrir hendi, eitt af þeim tel ég vera ákvæðisvinnufyrirkomulag- ið. Umsagnir fyrirtækja sem hafa eigin bifreiðar í þjónustu sinni og eigin verkstæði, sem aðeins annast viðgerðir á eigin bifreið- um, eru lítils virði í þessu máli, það sem um er að ræða, er þjón- usta við almenning, en ekki það hvernig einkaverkstæði ákveð- inna fyrirtækja, haga fyrirkomu- lagi sinna eigin verkstæða. Verð- lagsyfirvöldin gætu að sjálfsögðu átt stóran þátt í heppilegri lausn þessara mála. í>að eru nú samkvæmt skýrslu norska verkfræðingsins Johans Meyers, um 130 tegundir bif- reiða á landinu, en það er þróun sem hvergi á hliðstæðu í heim- inum, varahlutabyrgðir fyrir all- ar þessar bifreiðategundir, mundi nema hundruðum milljóna króna, það er ekki hægt að ætlast til þess, að varahlutaverzlanir, með því fyrirkomulagi sem nú er, geti legið með byrgðir fyrir svo stór- ar upphæðir. Viðhaldskostnaður bifreiða er orðinn svo gífurlegur, að til vand- ræða horfir, orsakir þess eru margvíslegar, svo sem háir tollar varahluta og mikið slit á bifreið- um almennt, er stafar að mestu leyti af mjög frumstæðum vegum á fjölförnum leiðum, það má segja, að vegakerfið á fslandi geti tæpast verið verra, svo að um veg sé hægt að tala, það er ekki lítill munur, að aka eftir steypt- um eða malbikuðum vegum, eða malarvegum, eins og þeir ger- ast hér, holóttir — mjóir — krókóttir og takmörkuð vega- merki, svo kemur ofaníburður, sem æði oft er stórhættulegur. Það væri fróðlegt, ef einhver treysti sér til þess, að gera sam- anburð á sliti á bifreiðum hér á land og t.d. í Svíþjóð og Noregi,' það er ástæða til þess, að taka tilit til endingar bifreiðanna, þeg- ar tollar eru ákveðnir. Ef miðað er við fjarlægðir og þar eð bifreiðin er eina farartæk- ið á landi sem hægt er að ferðast með, þá er ekki svo lítið atriði, að menn geti ferðazt um landið í fullu öryggi og án þess að eiga á hættu, að stórsyðileggja bifreið ir sínar. 19. marz 1961. Af framanskráðu sézt, að við eigum langt í land með að full- nægja þeim kröfum, sem verður að gera til vega og viðgerða á bifreiðum, en þetta tvennt er svo nátengt, að nauðsynlegt er, að endurbætur verði gerðar á þessu hvorutveggja eins fljótt og tök eru á. Samkvæmt skýrslu Meyers, þá er verkstæðisálagning í ýmsum löndum 80—180% á útselda vinnu og er þar að sjálfsögðu um miklu fulkomnari verkstæði að ræða en gerist hér á landi, það liggur því í augum uppi, að verkstæðis- álagning sem aðeins er 41,4% er of lítil, til þess að unnt sé að hag- nýta nýjustu tæki og tækni. Það er vitað að mörg stærri verk- stæðin hafa verið rekin með halla hin síðari ár. Til þess að verkstæðin verði fær um að veita fullkomna þjón- ustu, þarf margvíslegar breyting- ar, svo sem umbætur á húsnæði og vinnufyrirkomulagi, breytingu á verkstjórn og að tekið verði upp ákvæðisvinnufyrirkomulag, þar sem því verður komið við, svo að hver viðgerðarmaður geti notið sín til fulls, nauðsynlega lækkun á tollum á vélum og vara hlutum til bifreiða, eða bifreiða- iðnaðarins í heild. Ef gengið er út frá því, að í landinu eru 130 tegundir bifreiða, þá er fráleitt að eitt verkstæði geti annazt viðgerðir allra þess- ara tegunda, það er jafnfráleitt, að hver varahlutasali hafi fjár- magn til þess, að liggja með varahlutabirgðir fyrir allar bif- reiðategundir í landinu. Það er nauðsynlegt, að verk- stæðin verði sérhæfð þannig, að hvert þeirra annist viðgerðir á- kveðinna tegunda, sama gildir um varahlutasöluna, umboðsmenn bif reiða hafi fyrst og fremst vara- hluti fyrir þær bifreiðir, sem þeir eru umboðsmenn fyrir og að aðr- ar verzlanir hafi varahluti fyrir ákveðnar tegundir, þannig að menn viti ætíð hvert þeir eigi að snúa sér, til þess að nálgast þá varahluti sem þörf er fyrir hverju sinni. Það eru fá eða engin verk- stæði utanlands, sem taka að sér viðgerðir á nema 1—3 tegund- um bifreiða, þess vegna geta þau NESKIRKJA: Ferming; á pálmasunnudag, kl. 11 árd. Séra Jón Thorarensen. S t ú 1 k u r : Agústa Sigurðardóttir, Brávallagötu 4 Ásthildur Sigríður Rafnar, Tómasar- haga 35 Auður Elísdóttir, Skaftahlíð 31 Berta Bragadóttir, Mávahlíð 40 Dagbjört Halidórsdóttir, Grenimel 5 Edda Loftsdóttir, Kvisthaga 18 Erla Magnúsdóttir, Dunhaga 19 Erna Sigríður Sigursteinsdóttir, Drápuhlíð 15 Gróa Reykdal Bjarnad., Ægissíðu 64 Guðrún Astdís Ölafsd., Sörlaskjóli 3*| Helga Gísladóttir, Blómvallagötu 12 Inga Helgadóttir, Grenimel 22 Karen Tómasdóttir, Víðimel 57 Kristín Inga Ingimarsdóttir, Kapla- skjólsvegi 11 Margrét Hugrún Valdimarsdóttir, Þvervegi 40 Margrét Þorsteinsdóttir, Fálkagötu 4 Siggerður Þorvaldsdóttir, Lynghaga 14 Þorbjörg Gyða Thorberg, Skólabraut 15 Seltjarnarnesi. Drengir : Asgrímur Hilmis Hilmlsson, Hagam. 28 Eiður Baldur Hilmisson, Hagamel 28 Finnbjörn Gíslason, Snorrabraut 87 Guðm. Júlíus Einarsson, Tunguv. 90 Magnús Einarsson, Tunguvegi 90 Guðmundur Jóhannesson, Eskihlíð 12 Gunnar Bent Öskarsson, Hofsvallag. 61 Jón Rafns Antonsson, Hjarðarhaga 38 Jón Pétursson, Hamarsgerði 8 Karl Kristensen, Þormóðsstöðum Páll Helgi Guðmundsson, Tunguv. 32 Pétur Breiðfjörð Indriðason, Skóla- braut 43 Sveinn Kristján Guðjónsson, Nesv. 60 Þorsteinn Pálsson, Hjarðarhaga 38 Þorsteinn Thorlacíus, Hofsvallagötu 55 Þorvarður Sæmundsson, Dunhaga 11. NESKIRKJA: Ferming á pálmasunnudag kl. 2 e.h. Séra Jón Thorarensen. S t ú I k u r : Ágústa Waage, Granaskjóli 23 verið fullkomin og veitt þá þjón- ustu sem þörf er fyrir. Samkvæmt skýrslu Meyers, eru eftirtalin atriði álitin nauðsynleg, til þess að mögulegt sé að koma bifreiðaviðgerðum í rétt horf. 1. Afnám verðlagseftrlits með seldri vinnu og varahlutum. 2. Endurskipulagning og aukn- ing iðnnáms. 3. Afnám hafta á innflutningi varahluta. 4. Afnám hafta á innflutningi verkfæra og véla til bifreiða- verkstæða. 5. Afnám hafta á byggingu verk- stæðishúsnæðis. Astríður Guðmundsdóttir, Kaplaskjóls- vegi 41 Björg Ingólfsdóttir, Tómasarhaga 57 Elísabet Halldórsdóttir, Hagamel 16 Guðríður Friðriksdóttir, Nesvegi 64 Hanna Sjöfn Frederiksen, Hringbr. 91 Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Öldug. 8 Laufey Steingrímsdóttir, Oddagötu 4 Margrét Ingibjörg Sigfúsdóttir, Víði- mel 66 Olga Hafberg Einarsdóttir, Ljósvalla- götu 10 Rósa Sigrún Jóhannsd., Ægissíðu 150 Steingerður Sigurjónsd., Sólvallag. 26 Þorbjörg Möller, Lynghaga 10 Þórunn Þórarinsdóttir, Brekkustíg 14B Drengir : Bjarni Jón Steingrímsson, Sogav. 158 Geir Friðgeirsson, Suðurhlíð við Þor- móðsstaði Steinar Friðgeirsson, Suðurhlíð við Þormóðsstaði Gísli Sævar Valtýsson, Hjarðarh. 38 Gunnar Gunnarsson, Dunhaga 13 Hafþór Arnfinnur Líndal Jónsson, Minni-Bakka Sæþór Jakob Líndal Jónsson, Minni- Bakka Helgi Hjálmarsson, Fornhaga 11 Jóhann Geirsson, Þórshamri, Seltj. Jóhann Gunnlaugur Sigurjónsson, Laufásvegi 17 Kristinn Birgisson, Háagerði 16 Matthías Sævar Steingrímsson, Mela- braut 6 Öli Konráð Antonsson, -Kolbeinsstöð- um, Seltjarnarnesi Sigfús Örn Sigurhjartarson, Camp- Knox, C 6 Sigurður Berndsen, Grenimel 20 Snorri Hlíðberg Kjartanss., Grenim. 20 Sveinn Karlsson, Litla-Ási, Seltj. H AFNARF J ARÐ ARKIRK J A ? Ferming á pálmasunnudag kl. 2 e.h. Séra Garðar Þorsteinsson S t ú 1 k u r : Asta Sigurðardóttir, Tjarnarbraut 3 Björg Gréta Eiríksdóttir, Hverfisg. 22 Bryndís Petersen, Tjarnarbraut 7 Eygló Oskarsdóttir, Hringbraut 23 6. Opinber löggiding bifreiða- verkstæða. Síðasta atriðið virðist hafa minnsta þýðingu samkvæmt þess um tillögum og er ég á sömu skoðun, bví að löggilding bifreiða verkstæða er þýðingarlaus og ó- þörf og ekki tímabær, miðað við ástand verkstæðanna. Gera má ráð fyrir því, að Félag íslenzkra bifreiðaeigenda muni fagna öllum breytingum sem miða í rétta átt, það er augljóst að þetta er hagsmunamál allra aðila og er því áríðandi að rétt sé af stað farið. Magnús Höskuldsson. Fríða Guðmunda Hafberg, Suðurg. 81 Guðbjörg Haraldsdóttir, Strandg. 79 Guðrún Leifsdóttir, Háukinn 3 Guðný Kristmundsdóttir, Heykjavíkur- vegi 29. Guðný Ragnarsdóttir, Tjarnarbraut 29 Guðný Sigurvinsdóttir, Hringbr. 65 Hildur Edda Hilmarsdóttir, Fögruk. 5 Hjördís Edda Ingvarsdóttir, Hlíðarbr. 8 Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteins- dóttir, Holtsgötu 13 Jenna Kristín Bogadóttir, Hraunstfg 1 Jónína Sigríður Lárusdóttir, Hverfis- götu 38B Jónína Steiney Steingrímsdóttir, Arn- arhrauni 5 Kolbrún Kristín Gunnarsdóttir, Brekku, Garðahreppi Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Hringbraut 17 Lena Lísa Árnadóttir, Sunnutúni 2. Garðahreppi Ragnheiður Jónsd., Grund, Garðahr. Yvonne Kristín Nielsen, Vesturmörk, Garðahreppi Þórunn Káradóttir, Stekk, Garðahr. D r e n g i r : Árni Ingi Sigurberg Sigvaldason, Brekkugötu 12 Ágúst Knútsson, Arnarhrauni 23 Björn Björnsson, Sunnuvegi 11 Erlingur Ingvi Sveinsson, Fögrukinn 6 Guðfinnur Gísli Þórðarson, Suðurg. 62 Guðm. Kjartan Pálsson. Skúlaskeið 28 Guðm. Steinn Gunnlaugsson, Alfask. 48 Guðni Ragnar Eyjólfsson, Tunguv. 2 Jón Ásgeirsson, Hringbraut 57 Kristján Eyfjörð Hilmarsson, Skers- eyrarvegi 9 Marteinn Þórður Einarsson, Hraun- brekku 8 Rúnar Þorvaldsson, Sunnutúni 2, Garðahreppi Sigurður Birgir Stefánss., Brekkug. 22 Sigurgeir Óskarsson, Öldugötu 24 Stefán Heiðar Brynjólfsson, Mánastíg 2 Úlfar Eysteinsson, Melabraut 7 Þorgeir Sæmundsson, Áifaskeiði 49 Þorsteinn Garðarsson, Brekkugötu 18. Fram- og afíurgormar í Mercedes Benz fólksbíla fyrirliggjandi. Jt'antanir óskast sóttar strax. Ræsír hf. Skúlagötu 59 — Sími 19550. TEAK útihuröir útbúnar fyrir tvöfalt gler Stærð 90x200 cm. Verð kr. 6.900.00 Hjálmar Þorsteinsson & Co. h.f. Klapparstíg 28 — Sími 11956 Fermingar í dag FERMINGARSKEYTI SKÁTANNA Veitt móttaka í: Barnaheimilinu við Neskirkju Skátaheimilinu við Snorrabraut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.