Morgunblaðið - 29.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVIS 3LAÐ1Ð Miðvikudagur 29. marz 1961 Fullfrúar LÍÚ og sölusam■ taka sjávarútvegsins verði kvaddir til ráðuneytis FRAMHALDSAÐALFUNDI Landssambands íslenzkra út- vegsmanna fyrir starfsárið 1959—1960 lauk hér í Tjarn- arkaffi sl. föstudag. — Stóð hann frá kl. 2 til 7 síðdegis. Fundarstjóri var Jón Árna- son, alþm., Akranesi, eins og á fyrri fundunum. Formaður sambandsins, Sverr- ir Júlíusson, setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins. Hafsteinn Baldvinsson, skrif- stofustjóri, gerði grein fyrir hin um umfangsmklu kjarasamning- um við sjómenn um land allt. Stefnan var sú, að breyta veru- lega skiptagrundvellinum og samræma samninga þannig, að kjör sjómanna yrðu allsstaðar eins. Kvað Hafsteinn þetta hafa tekizt þannig, að nú væru kjör bátasjómanna svo til hin sömu allsstaðar. Þá *vék Sverrir Júlíusson að aðalmáli fundarins, samningum við fiskkaupendur um fiskverð. Er í þeim um grundvallarbreyt- ingu að ræða að því leyti, að nú er um mjög víðtæka verð- flokkun fisks að ræða, eftir aldri og gæðum. Langvinnar athuganir og samningar þurftu að fara fram um þetta mál en samt er nokkur tími liðinn, síð- an stjórn LÍÚ samþykkti samn- ingana fyrir sitt leyti. Um málið urðu nokkrar um- ræður og að þeim loknum var samningurinn borinn undir at- kvæði og samþykktur með 470 atkvæðum gegn 62. Þá urðu umræður um ýmis önnur mál, þar á.m. um væntan leg lán af hinum nýja lána- flokki Stofnlánadeildar sjávar- útvegsins. Það mál er ekki kom ið á þann rekspöl, að fyrir lægju nægilegar upplýsingar til að gera því skil á fundinum. Formaður hvatti alla útvegs- menn og aðra aðila til að skila nauðsynlegum gögnum til deild- arinnar, það myndi flýta fyrir lánveitingum. Finnbogi Guðmundsson frá Gerðum tók til máls og ræddi um utanríkisviðskipti Islendinga og þau nýju viðhorf, sem í þeim málum hafa verið að skapast og líklegt er að muni skapast á næstunni. Kvað hann nauð- Bókum stolið AÐFARANÓTT laugardagsins var brotizt inn í bókabúð Krist- jáns Lyngdals á Frakkastíg 16 og stolið bókum. Var sprengd upp hurð á verzlunni. Meðal þeirra bóka sem hurfu voru þjóðsögur Jóns Árnasonar, Göngur og rétt- ir, Landpóstarnir og Þjóðhættir Jónasar frá Hrafnagili. Þeir sem kynnu að hafa orðið bóka þess- ara varir, eru beðnir um að gera rannsóknarlögreglunni aðvart. synlegt, að útvegsmenn og fisk- kaupendur fylgdust sem bezt með þessum málum og fengju að hafa áhrif á stefnu ríkis- valdsins í þeim. Flutti hann í því sambandi eftirfarandi til- lögu, sem samþykkt var sam- hljóða: „Framhaldsaðalfundur LÍÚ, haldinn í Reykjavík, föstudag- inn 24. marz 1961, samþykkir að beina þeirri ósk til hæstvirtrar ÞESSI risastóra rússneska flotkví, sem er búin verk- stæðum til að gera við fiski- báta og togara, á að hafa að- * I bíó á sunnudögum Ég hitti móður um daginn, sem hafði af því dálitlar á- hyggjur að ekki væru sýndar nógu margar góðar barna- myndir til að hún gæti leyft dóttur sinni 6 ára að fara í bíó á sunnudögum. Það er út af fyrir sig virðingarvert að vanda til vals á myndum fyrir svo lítið barn. En af hverju þarf 6 ára gamalt barn endilega að fara í bíó á hverj- um sunnudegi? ' Jú, það er af því að hinir krakkarnir fara í bíó á sunnu dögum. Og eftir hádegi hvern einasta helgan dag byrjar suð- ið. Það er sunnudagur. Allir krakkar fara í bíó. Ég verð að fara líka. ríkisstjórnar Islands, að hún skipi nú þegar nefnd fulltrúa Landssambands íslenzkra út- vegsmanna og sölusamtaka sjávarútvegsins, og eftir tilnefn- ingu þessara aðila, til að vinna ásamt þegar skipuðum sérfræð- ingum að rannsókn og tillögu- gerð í sambandi við þau vanda- mál, sem upp hljóta að koma í utanrikisviðskiptum íslendinga, vegna þróunar þeirrar, sem nú setur í Port Pripiski á Kyrra- hafsströndinni. En flotkvíin er byggð við Eystrasalt og mun kæliskip og tveir drátt- Þetta kröfuhugarfar er ekki aðeins einkenni á börnum nú- tímans. Börn vaxa oft og tíð- um upp við að heyra sífellt klingja í eyrum sínum, að þetta „verði“ maður að eign- ast. — Allir eiga bíl nema við! Allir geta þetta og hitt, við verðum að geta það líka. Lítið barn, sem finnst lífið alveg ómögulegt, ef það fer ekki í bíó á hverjum sunnu- degi, byrjar skömmu seinna að heimta að fara á ball á hverjum laugardegi, og að því sé skemmt á hverju einasta kvöldi. Ekki af því að því leiðist svo, heldur barasta af því að það er venjan. á sér stað í markaðs- og við- skiptamálum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Telur fundurinn eigi nægi- legt, að ríkisskipuð embættis- mannanefnd sé ein látin fjalla um jafnþýðingarmikil mál og hér um ræðir. Heldur sé einnig nauðsynlegt, að fulltrúar þeirra samtaka, sem gerst þekkja markaðsmál íslendinga, fái tækifæri til að miðla af þekk- ingu sinni og reynslu við mót- un farsælustu lausnarinnar á þeim fyrirsjáanlegu vandamál- um, sem snúa að íslenzkum sjávarútvegi og fiskiðnaði vegna framkvæmdar Sameiginlega markaðsbandalagsins og Litla fríverzlunarsamningsins". Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum. Þakkaði formaður fundarmönnum fundarsóknina og sleit fundinum. .arbátar draga hana um Atl- antshafið og Indlandshaf til heimahafnarinnar. — Áætlað er að ferðin takl þrjá og hálfan mánúð. • Hvað mundi fólk halda Það er vafalaust ofur létt að losna við krakkana í bíó á hverjum sunnudegi, og for- eldrunum finnst það borga sig að gefa þeim pening og senda þau í bíó. Og kannski er ekki hægt fyrir barn í nútíma þjóð- félagi að sleppa við kröfuhug- arfarið hvort eð er. Öfund yfir öllu sem aðrir hafa og kappið að hafa ekki minna er orðið svo rótgróið í samfélaginu. Kannski það eigi sinn þátt í öllum þessum slitnu taugakerf um. Við íslendingar erum alltaf að hrósa okkur af því að við séum einstaklingshyggjumenn. Ef til vill geta sumir sagt Dýrfirðinga- fél. 15 ára Dýrfirðingafélagið hélt laugar- daginn 18. þ. m. árshátíð sína að HQégarði í Mosfellssveit og var það jafnframt 15 ára afmælis- fagnaður þess. Var þar margt manna saman komið, svo sem húsrúm frekast leyfði. Hófið hófsit með sameiginlegu borðhaldi, og undir borðum skemmti 30 manna bl. kór úr félaginu undi rstjóm Guðmund- ar Jóhannessonar forstjóra. Enn fremur var þar sýndur leikþáttur sem nokkrir félagsmenn höfðu æft. Ræður voru fluttar fyrir minni félagsins, og minni Dýra- fjarðar, og frumort kvæði flutt i tilefrii af afmæli félagsins. Á eft- ir var svo stiginn fjörugur dans. Dýýrfirðingafélagið var stofn- að 3. marz 1946. Markmið er meðal annars að efla og viðhalda sambandi og kynningu við heima- héraðið og meðal Dýrfirðinga bú- settra hér 1 bænum og nágrenni hans. Fyrir nokkrum árum gaf fé- lagið ljósaútbúnað í Núpskirkju sem þá var verið að endurbyggja. Enn fremur gaf félagið árið 1956 mjög fagra altarisgripi úr silfri til Þingeyrarkirkju. Félagið heldur að jafnaði 5 skemmtifundi á vetri fyrir með limi sina og gesti þeirra við góða aðsókn. Þar er venjulega spiluð félagsvist og oft sýndar kvik- myndir. Mjög góður félagsandi og öflugt félagslíf hefir ávallt verið ríkjandi innan félagssins. í mörg undanfarin sumur hefir það eflnt til skemmtiferða til annara landshluta og upp til öræfa og hafa þær ferðir orðið mjög vinsælar. Á s. 1. sumri rættist x langþráður draumur margra félagsmanna er félagið efndi til hópferðar vegtur til Dýrafjarðar. Farið var í síðusiu viku júní mánaðar, á Jónsmess- unni. Var þátttaka mjög mikil, tóku um 120 manns þátt í ferð- Framh. á bls. 23 með góðri samvizku að þeir séu það, en áreiðanlega ekki allur fjöldinn. Marga langar Mka sjálfsagt að sleppa úr hringdansinum, en megna það ekki. Og ekki er hægt að bera á móti því, að það er erfitt að vera öðruvísi en aðrir. Hvað mundi fól'k þá halda? En þetta voru lauslegar hugleiðingar út-frá ummælum móðurinnar, sem saknar þess að geta ekki látið dóttur sína gera sér það að reglu að fara í bíó á hverjum sunnudegi, eins og hinir krakkarnir. En er líka hægt að ætlast til þess að lítið barn syndi á móti straumnum meðan fullorðnir vilja fyrir hvern mun dansa með? • Já, það var mikið Hér kom maður í gær. Hann hafði orðið fyrir miklu óláni. Hann hafði tapað aleigunni. Var það mikið? spurði Vel- vakandi. Já, það var mikið. 450 krónur og svo 100 kr. seðill sér í ’hylkinu. Ólán að lenda í þessu núna, þegar ég er rétt að byrja að skríða saman, sagði hann. Aðspurður sagðist hann hafa verið sjúklingur lengi, en nú vonar hann að þetta fari að lagast. En budd- unni tapaði hann við Gunnars brautarvagninn á þriðjudags- morgun, að hann heldur, og skilur ekkert i' því að hún skuli hvergi koma fram. Það voru þó skírteini í henni líka með nafni hans og heimilis- fangi. Og hann sem er búinn að margspyrja bæði hjá stræt- isvögnunum og lögreglunni síðan. Ætli þeim sem fann budduna finnist þetta svona ómissandi upphæð, eins og honum? *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.