Morgunblaðið - 29.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður
wMábib
ÍS. árgangur
73. tbl. — Miðvikudagur 29. marz 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Máin samstaða
ramsóknar og
kommúnista
erinkenni útvarpsumræðnanna
MALFLUTNINGUR fram-
•óknarmanna í útvarpsum-
ræðunum í gærkvöldi var
nákvæmlega hinn sami og
kommúnista, svo að líkast
var, að um einn flokk væri
að ræða. Einna kátlegast var,
|>egar fulltrúar beggja töldu
Kennedy Bandaríkjaforseta
til síns flokks og að við ís-
lendingar ættum að íylgja
stefnu hans í efnahagsmál-
um. Var engu líkara en þeir
bandamenn vildu kref jast
bandarískrar yfirstjórnar yf-
ir efnahagsmálum íslend-
inga.
Síðastur stjórnarandstæð-
inga talaði Hannibal Valdi-
marsson og æsti sig í lok
máls síns upp í hótanir um
verkföll áður langt liði.
Ingólfur Jónsson landbún-
aðarráðherra benti á í ræðu
jiinni, að ríkisstjórninni hefðu
orðið þessar útvarpsumræður
hagstæðastar vegna þess að
þjóðinni hefði gefizt kostur
á að kynnast til hlýtar
stefnuleysi stjórnarandstöð-
unnar. — Stjórnarandstaðan
hefði engin úrræði tiltæk og
hefði því tekið þann kost að'
vera á móti öllu, sem ríkis-
stjórnin hefði fram að færa.
Fernt til athugunar
Birgir Kjaran sagði, að mál-
flutningur stjórnarandstæðinga í
íyrrakvöld hefði gefið tilefni til
samanburðar á verkum vinstri
stjómarinnar og núverandi rík-
isstjórnar. í þeim samanburði
kæmu einkum 4 spurningar til at-
hugunar:
1. Hvernig var efnahagsástand-
ið, þegar vinstri stjórnin lét af
völdum? L
2. Hvernig hefði þjóðinni vegn-
að, ef þeirri stefnu hefði verið
haldið áfram?
3. Hvað hefur núverandi ríkis-
stjórn gert á sviði löggjafar, sem
til úrbóta hefur miðað?
4. Hvaða árangur hefur orðið
af þessari löggjafarstarfsemi?
Sagði Birgir, að aðstandendur
V-stjórnarinnar hefðu sjálfir svar
að 1. spurningunni bezt, en þeir
hefðu lýst því yfir að atvinnulífið
hefði verið helsjúkt þegar vinstri
stjórnin fór frá, ný verðbólgu-
skriða skollin yfir og engin sam-
staða væri innan stjórnarinnar
um úrræði.
Jónas Haralz efnahagsráðu-
nautur vinstri stjórnarinnar hefði
svarað 2. spurningunni, en hann
hefði lýst því yfir, að ef ekkert
hefði verið aðhafzt hefði vísital-
an verið komin upp í 270 stig
haustið 1959 úr 185 stigum 1958.
Sem svar við 3. spurningunni
mætti minna á efnahagsráðstaf-
anirnar á sl. ári og ýmsar hliðar-
ráðstafanir þeirra.
Framh. á bls. 17.
Vélbáturinn Auður djúpúðga á siglingu við Skagaströnd. — Myndin er tekin skSmmu áður en
báturinn lagði upp í síðustu siglingu sina. Við fgramsiglu stendur Bernódus Guðjónsson.
Ljósmynd: Þórður Jónsson.
Vélbaturinn „Auiur
er talinn af
Með honum fórust tveir menn
VÉBÁTURINN Auður djúp-
úðga er nú talinn af. — Leit
hefur verið haldið uppi svo
sem fært hefur verið frá því
að tilkynnt var síðastliðið
föstudagskvöld að um bátinn
52 farast í flugsiysi
Nurnberg, V-Þýzkal. 28. marz
(NTB-Reuter). —
TÉKKNESK flugvél af gerðinni
Ilyusin-18 hrapaði til jarðar í
kvöld í nánd við Nurnberg. í vél-
inni voru 52 manns og biðu allir
bana.
Vélin var á leið frá Prag til
Zurich í Sviss er hún hrapaði um
30 kílómetrum frá Nurnberg.
Slökkviliðið var kallað á slysstað
inn frá nærliggjandi borgum, en
sprenging hafði orðið í vélinni er
hún lenti á jörðinni og var björg
un útilokuð. Brak úr vélinni var
dreift yfir 300 metra langt svæði.
Sjónarvottur að slysinu kvaðst
hafa heyrt flugvélina nálgast.
Svo hafi heyrzt sprenging. Hljóp
maðurinn þá ut og sá vélina mjög
lágt á lofti og logaði í henni. Svo
féll vélin til jarðar, lenti á akri
og splundraðist .við sprengingu.
Þetta er annað flugslysið hjá
tékkneska flugfélagínu á þessu
ári. Hið fyrra varð 14. jan. s. 1.
er Ilyushin-14 vél hrapaði nálægt
Prag. Fórust þar tíu manns.
SEATO ráðstefnunni lokið
Bangkok,
Thailandi, 28.
(Reuter) —
marz.
Suðaustur-Asíu-bandalagið
(SEATO) hélt í dag áfram
að ræða Laosmálið og undir-
búa ályktun, þar sem talið
er að aðildarríkin lýsi yfir
samhljóða ákvörðun um að
koma í veg fyrir valdatöku
kommúnista í Laos. Fulltrú-
ar Frakka voru andvígir því
að hafa ályktunina of harð-
orða, en viðurkenndu nauð-
syn aðgerða.
Meðan ráðstefnan stendur
yfir í Bangkok, berast stöð-
ugt fréttir um áframhald-
andi birgðaflutning Rússa til
sveita Pathet Lao í Laos. Og
enn er beðið svars frá Rúss-
um við tillögum Breta um
samvinnu til að koma á
vopnahléi í landinu.
Fulltrúi Thailands, nágranna-
ríkis Laos, var mjög ákveðinn
i að meðlimaríkjunum bæri að
grípa til hverra þeirra aðgerða
er á þyrfti að halda til að
hindra frekari framsókn komm-
únista í Laos. Kvað hann ríkis-
stjórn sína reiðubúna til að
senda herlið til landsins, ef um
það væri beðið.
HOME HEIM
Var talið að ráðstefnan birti
yfirlýsingu sína í kvöld og
helztu fulltrúarnir héldu heim
Framh. á bls. 23.
væri óttazt. í gær voru leit-
arskilyrði góð og tóku þá
tvær flugvélar þátt í henni,
bæði landhelgisvélin Rán og
björgunarflugvél Björns Páls
sonar. Skip tóku einnig þátt
í leitinni. Leitarsvæðið var
Straumnes og strandlengjan
með Húnaflóa allt vestur að
Hornbjargi. Einnig var leit-
að djúpt á haf út.
djúpúðga"
Henry Hálfdánarson forstjóri
Slysavarnafélags íslands skýrði
blaðinu frá því í gærkvöldi að svo
vel hefði nú verið leitað að
óhugsandi væri að nokkur stærri
hlutur úr bátnum hefði farið
fram hjá leitarmönnum, sem
flugu mjög lágt og hefðu því
•auðveldlega séð hvort heldur
væri um að ræða brak eSa gúmm
bát við eða á ströndinni. Einnig
hefðu þeir séð spor í snjónum ef
einhver hefðu verið.
Ekki komizt fyrir Horn
Margt bendir til þess að bát-
urinn hafi . aldrei komizt fyrir
Horn og því var öll áherzla lögð
á að leita á Húnaílóa. fsing
lagðist á skip í óveðrinu um helg
Framh. á bls. 23.
Ysan á kr. 18,50 kg.
Brezki íiskiðnaðuiinn hefur tapað þús-
undum sterlingspunda, segja togaramenn
Grimsby, 28. marz. — (Reuter)
TOGARAMENN í Grimsby
lýstu því yfir í dag að brezk-
íslenzka samkomulagið í
fiskveiðideilunni hefði þegar
kostað fiskiðnaðinn þúsund-
ir sterlingspunda og að langt
sé síðan páskalandanir
brezkra togara hafi verið
jafnlélegar og nú.
f dag var aðeins Iandað
775 lestum í Grimsby, 315
lestum minna en sama dag
páskavikunnar í fyrra. Sam-
tals eru mánudags- og þriðju
dags-Iandanirnar í ár 635
lestum minni en á sama
tíma í fyrra. Fiskverðið hef-
ur hækkað stórkostlega og
verða fiskkaupmenn að
greiða allt að £20 fyrir kitt-
ið af kola frá íslandi (kr.
34,00 pr. kíló) og £11 fyrir
kittið af ýsu (kr. 18,50 pr.
kíló).
Dennis Welch skipstjóri,
formaður félags yfirmanna á
togurum í Grimsby, sagði í
dag: — Menn eru að kenna
slæmu veðri um, en við er-
um sannfærðir um að nýja
samkomulagið á rikan þátt í
fiskskortinum. Þetta er á-
bending um það sem við
verðum að búa við í fram-
tíðinni úr því búið er að
útiloka skip okkar frá svo
mörgum fengsælum fiski-
miðum.