Morgunblaðið - 29.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. marz 1961 Karl Kristjánsson húsvörður Minning í DAG fer fram útför Karls Kristjánssonar húsvarðar. Hann ▼arð bráðkvaddur fyrir viku síð- an. Þar er séð á bak góðum dreng. Hann var bóndasonur úr Döl- um, sonur Kristjáns Þórðarsonar, er lengst bjó að Breiðabólstað á I'ellsströnd og Sigurbjargar Jóns- dóttur konu hans. Systkinahópur- inn var stór. Allt manndómsfólk, sem hvarvetna hefir orðið sér til lóma. Karl aflaði sér á aeskuárum Þeirrar menntunar, er hann mátti. Stundaði meðal annars nám við unglingaskóla á Hvamms tanga. — Nýttist honum það svo vel, að hann var barnakennari í Hvammssveit í tvo vetur við bezta orð. Ég rek ekki nánar feril hans, hvorki bliðskaparárin norður í Miðfirði, né þau störf, er hann hafði með höndum, eftir að hing- að kom. En að hverju sem hann gekk var rúm hans vel skipað. Hann var mikill röskleikamau- ur, prúður, greindur og traustur. Það, sem ég vil sérstaklega þakka, er starf hans við Laug- arneskirkjuna, bar ’cm hann söng í kirkjukórnum um margra ára skeið. Hann var okkur öllum hugljúfi og hans er sannarlega saknað. Seinustu árin var hann formaður kirkjukórsins, og fór sú þjónustan öll honum sérlega vel úr hendi, sakir mannkosta og virðulegrar framkomu á allan hátt. Húsvarðarstarfið við Mennta- skólann var honum að skapi. Hon tun var hlýtt til nemenda- og kennara, og naut á móti velvild- ar og virðingar þeirra. Ég óska öllum nánustu ástvin- um Karls Kristjánssonar hugg- unar og friðar, nú á viðkvæmri saknaðarstund. Garðar Svavarsson. t UM 192(5 er ég var barn að aldri norður i Húnavatnssýslu heyrði ég fyrst talað um Karl Kristjáns- son ungan námsmann við Lýð- skólann á Hvammstanga. Hann skar sig nokkuð úr hópnum, bæði flestum félögunum dekkri á brún og brá, skarpur námsmaður og glæsimenni bæði í sjón og framgöngu allri. Nokkru síðar þá er Karl var orðinn bóndi á Ufriðaá í Miðfirði, var ég þar tvívegis um tíma og varð þar okkar fyrsta persónukynning. Þótt ég væri þar á öðru búi, vor- um við oft í starfi saman og kom Karl mér þá einnig nokkuð sér- stæður fyrir sjónir. Þótt sá væri munur okkar, að ég mætti haita bam, en hann fulltíða maður, lét hann mig aldrei finna til þess. Fyrir þetta í fyrsta lagi fann ég fljótt með mér meiri hlýhug til Karls en margra annara, enda varð ég ekki var kala til hans frá neinum manni. Aldrei slitn- aði kynning okkar til lengdar þó nokkuð væri langt milli dvalar- staða okkar á tíma, og síðar er við urðum sambýlismenn urðu kynni okkar miklu nánari og vin- skapur innilegri. Karl var fæddur að Breiðaból- stað á Fellsströnd 2. jan. 1898, einn af tíu börnum þeirra hjóna: Sigurbjargar Jónsdóttur og Krist jáns Þórðarsonar, bónda þar. Svo hefur mér verið sagt frá uppvexti Karls í foreldrahúsum, að snemma hefði hann sýnt góða greind og námsfýsi ag dugnað að hverju sem hann gekk, en verið nokkuð gjarnt til að láta stjóm- ast af örleika skapsins ef svo bar imdir, en slíkt þekktum við ekki er þekktum hann á fullorðinsár- um. Ég vissi aldrei til að hann missti af algjörðu herravaldi yfir skipi sínu. Þessi mikla sjálfs- tamning mun oft hafa komið honum vel, bæði í atvinnu og einkalífi sínu. Það mun ekki sízt hafa valdið því, að hann valdist til þess vandastarfs, að vera eftir litsmaður Vörubílstöðvarinnar Þróttur, sem mér skilst að hafi verið mest í því fólgið að finna meðalveginn milli andstæðra hagsmunasjónarmiða og halda báðum aðilum sáttum. Til slíks þurfti sterkan persónuleika og festu. Það lukkaðist þó svo vel, að frá báðum hliðum eignaðist hann góða kunningja sem kunnu vel að. meta starfsdyggðina þrátt fyrir það þó til allmikilla átaka hlyti oft að komá. Slíkum manni var iíka vel trúandi til svo bind- andi ábyrgðarstarfs, sem hús- Jorðhitasjóður ’ off jorðboranir ALÞINGI hefur afgreitt frum- varp ríkisstjórnarinnar um jarðhitasjóð og jarðboranir ríkisins sem lög. Gera hin nýju lög ráð fyrir, að stofnaður verði jarðhitasjóð ur, er verði eign ríkisins, sem ber ábyrgð á skuldbindingum hans. í 2. gr. frv. segir, að úr sjóðnum megi verja fé til vís- indaiegra rannsókna á eðli og uppruna jarðhita o. fl. Þá mæla lögin fyrir um, að ríkissjóður skuli láta fram- kvæma boranir eftir heitu vatni og gufu í rannsóknar- skiyni og til vinnslu víðs vegar um landið til hagnýtingar jarðhitans í hitaveitum til al- menningsþarfa og til ræktun- ar, raforkuvinnslu og iðnaðar. Eimreiðin EIMREIÐIN, fyrsta hefti þessa árs, er komin út og er þetta 67. árgangur ritsins. Þorsteinn M. Jónsson fyrrverandi skóla- stjóri ritar þar greinina Sæ- mundur fróði í sögu og sögn- um, og fylgir ritgerðinni mynd af Sæmundi á -selnum, hinu mikla myndhöggvaraverki Ás- mundar Sveinssonar. Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal segir frá hirðingjalífi í Lappahéruð- um Finnlands; Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður skrifar langa ritgerð um Auðun Hug- leiksson Islandsjarl og afdrif hans og Margrétar, er sagði sig dóttur Eiríks konungs Magmls- sonar, en var brennd á báli á Norðnesi við Björgvin árið 1301. Séra Sigurður í Holti skrifar minningar um Tómas skáld Guðmundsson í tilefni af sex- tugsafmæli hans, og Sigurður Grímsson ritar um leiklistar- mál. Þá eru í þessu hefti Eim- reiðarinnar tvær smásögur, Hungurstríð á óttu, eftir S. G. Benediktsson og Sonur og faðir, eftir írska rithöfundinn Frank O’Connor í þýðingu Arnheiðar Sigurðardóttur; kvæði eru í ritinu eftir dr. Richard Beck, Guðmund frá Miðdal, Benedikt Gröndal og David P. Baren- berg og loks eru umsagnir um bækur o. fl. varðarstaða Menntaskólans er, enda gegndi hann því af mikilli trúmennsku til síðustu stundar. Ég hef heyrt að móðir hans hafi haft afburða fagra söngrödd og mikið verið sungrð á heimilinu og Karl því frá fyrstu bernsku drukkið í sig ást á þeirri fögru íþrótt, enda einhver sá mesti söngunnandi sem ég hef þekkt og söng líka jafnan í kórum eftir að ég þekkti til bæði norður í Miðfirði og hér í Reykjavík, en lengst í kirkjukór Laugarnes- kirkju og var á leið þangað til messusöngs er það kall kom, sem við verðum öll að hlýða. Það var 23. marz sl. Dóttur hans Huldu, er mikill missir að svo ástríkum föður og okkur öllum samferðafélögum hans að góðum vini og félaga. Af mínum kynnum ætla ég að hver einasti maður sem Karli kynntist, hafi borið til hans hlýtt hugarþel og taki því undir alúðar samúð til allra syrgjenda við hans óvæntu burtköllun. Góði vinur. Sá guð sem þú hefur svo oft af innilegri hjartahlýju sung- ið lof og dýrð, leiði þína söngva- sál á landi ljóss og friðar til himneskra hljóma við eilífan kærleik. Ingþór Sigurbjs. Kristinn Heyr. Malbikaðar götur 51 km á lengd í ÁRSSKÝRSLU sem Mbl. hefur borizt frá bæjarverkfræðingi Reykjavíkurbæjar um verklegar framkvæmdir á vegum bæjarins á árinu 1959, segir að í lok þessa árs hafi gatnakerfi alls verið rúm ir 162 km. Þá voru hinar mal- bikuðu götur bæjarins alls 51 km, á móti 111 km löngum mal- argötum. Þar er sagt frá því að kafli Miklubrautar milli Rauðarár- stígs og Lönguhlíðar hafi verið nær fullgerður í árslok 1959- Kostnaður við þennan kafla göt- unnar var 8,6 milljónir króna, Myndasýning í Fons-kaffi FONSkaffi hefur tekið upp þá nýbreytni að 'hafa til sýnis myndir eftir ýmsa sem við myndagerð fást. Þó að veggpláss sé ekki mikið er það vel fallið til smærri sýninga, sem gefa kaffi- og matstofunni aukið gildi og eru vel fallnar tii aukn ingar ánægju fyrir gesti, svo og fyrir þá sem vilja koma mynd- um sínum á framfæri. Þessi starfsemi opnar einnig mögu- leika fyrir þá sem ekki eiga Neylenhosanitökin shýr- shota til úbyrffðar seljanda ALLT frá því er Neytendasam- tökin opnuðu skrifstofu fyrir 7 árum, hefur stöðugt og í sívax- andi mæli verið leitað til þeirra vegna meintra galla á keyptum vörum eða þjónustu. í flestum tilfellum hefur tekizt að leysa málin hávaðalaust, þar sem seljendum hefur verið eða orðið ljós sú ábyrgð, sem þeir bera lögum samkvæmt. Einnig eru þess ýmis dæmi, að seljendur hafi gengið lengra en þeim virtist nauðsyn laganna vegna, þar sem þeir vildu ekki, að við- skiptavinimir hefðu yfir neinu að kvarta. Það er eðlilegt, að oft komi fyrir vafaatriði, sem bezt verður leyst úr með sam- komulagi, en ekki málarekstri eða rannsóknum. Hefur mála- miðlun Neytendasamtakanna í slíkum málum oftast tekizt giftusamlega. Vísa til framleiðenda Með auknum skilningi á laga- legri ábyrgð hefur mörgum óþarfa árekstrum verið forðað. Þó er það því miður enn allt of algengt, að seljendum sé ekki Ijós ábyrgðin, og jafnvel ekki einu sinni, að hún er ákveðin með lögum frá Alþingi. Oft vísa seljendur i smásölu á framleiðanda eða innflytjanda, ef kvartað er yfir gallaðri vöru. Nýlega lýsti jafnvel kaupmaður nokkur því yfir, að hann tæki ekki á sig neina ábyrgð, þar sem álagningin væri svo lág! Seljandi ber ábyrgðina Hin almenna regla er sú, að seljendur bera ábyrgð lögum efni í stærri sýningar, en eiga eitthvað gott í fórum sínum. — Sá fyrsti sem sýnir í FONS kaffi nú um páskana er Kristinn. Reyr, sem áður hefur aðallega fengist við skáldskap og gefið út 4 ljóðabækur, og auk þess birt kvæði og gamanvísur í tímarit- um og blöðum og vinnur nú að safnbók af tækfærisljóðum. Að Kristinn Reyr fengist við myndgerð var ekki á margra vit- orði. Myndir hans eru sterkar 1 sniðum og bjartar yfirlitum og ekki mikið gripið til vandræða abstraktmálaranna — enda þótit áhrifa gæti víða að. Myndirnar éru sumpart teikn- ingar eða gerðar með vatnslit og bleki. Allar bera þær persónu- legt svipmót og eru að vissu leyti skáldskapur í litum. Þessi litla sýning er ekki fyrirferðamikil, en spáir góðu um þessa starf- semi FONSkaffi að gefa bæði heimamönnum og aðkomumönn- um kost á að sýna þar myndir sínar og Kefívíkingum kost á að skoða þar bæði gámalt og nýfct og geta ef til vill éignazt eitthvað af því sem sýnt verður. Keflvíking- ar ættu að leggja léið sína í Fons kaffi og líta á hvað Kristinn Reyr hefur að sýna. — hsj. Pósit- off símahús ú Eshifiiði MYNDIN sýnir hið nýja póst- og símahús á Eskifirði, sem er byggt eftir teikningu frá teikni stofu Gísla Halldórssonar. Húsið er 130 fermetrar að flatarmáli, tvær hæðir og kjall ari. Efri hæð úshsins er íbúð fyrir póst- og símstjóra, á neðri hæðinni er stór rúmgóð biðstofa, afgreiðsla fyrir póst og síma, skrifstofa og snyrti- klefar. Húsið er teiknað og byggt með það fyrir augum að hægt verði að bæta við við- byggingu fyrir sjálfvirkan síma, sem Austfirðingar von- ast til að fá í framtíðinni. Um smiði hússins sá Kristinn Guð mundsson, Reykjavík, raflagn- ir Elís Guðnason, Eskifirði, hitalögn Sighvatur Einarsson, Reykjavík, málningu Guð mundur Auðbjörnsson, Eski- firði. Með þessu húsi er bætt úr ástandi, sem var orðið alveg éþolandi. Um leið og hin nýja stöð tók til starfa var bætt við um 50 nýjum símum í kauptúnið. Póst- og símstjóri á Eskifirði er Torfhildur Magnúsdóttir frú. — G.W. (Ljósm. Vilberg Guðnass.). samkvæmt á öllu því, sem þeir selja. Kaupandi getur því snúiS sér beint til seljanda, ef keypt- um hlut er áfátt að hans dómi, en þarf alls ekki að eltast við framleiðanda eða innflytjanda. Það er seljanda að snúa sér til þeirra, enda oft ekki á færi annarra að finna' út, hverjir það eru, eins og merkingu vara er illu heilli erin háttað. Ábyrgð í auglýsingaskyni Undanfarið hafa seljendur all mjög auglýst 1—5 ára ábýrgð á vissum hlutum. Slíkt stuðlar auðveldlega — sv* sem oft verður vart — að þeim mis- skilningi, að þeir beri enga ábyrgð á öðrum hlutum, sem þeir tiltaka enga ábyrgð á. Hér er run sérstaka ábyrgð að ræða, sem breytir að sjálfsögðu í engu hinni almennu ábyrgð, sem tryggð er með lögum. Hin sérstaka ábyrgð er einskis virði, ef hún tryggir *igi kaupendum meiri rétt en lög áskilja, Neytendasamtökin leyfa sér af marggefnu tilefni að hvetja seljenduf eindregið til að kynna sér ábyrgð þá, sem á þeim hvílir samkvemt lögum, svo að komizt verði hjá óþarfa árekstr- um af þeim sökum. (Frá Neyt- endasamtökunum). VfÐtdtCJAVlNKlUSTOFA QG VIOFÆKJASALA Guðjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi. Skóiavörðustíg 16. Simi 19658.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.