Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.04.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 5. apríl 1961 MORGUNBLAÐID 15 Forsetahjónin með Caroline litlu Forsetadóttirínn í hœttu Á FÖSTUDAGINN langa bár- ust þær fregnir út um Banda ríkin, að kornizt hefði upp um fyrirætlanir um að ræna Caroline Kennedy, 3ja ára dóttur forsetans, en forseta- hjónin dvöldust með börnum sínum í Palm Beach í Florida yfir há.tíðina. — Var lögreglu vörður um sumarhús forseta- hjónanna ])ar skyndilega efld ur mjög, en forsetinn sjálfur vissi ekkert um þetta fyrr en á datt. * * * Mjög eru fréttir óljósar um það, hvað hér hafi raunveru- lega verið um að ræða, en lögreglan hafði grun um, að 4 Kúbu-menn (þar af ein kona), sennilega meðlimir stærri njósnahrings, ætluðu sér að nema Caroline litlu á brott — eða jafnvel granda allri forsetafjölskyldunni. Hef ir þessa fólks verið leitað mjög, en búizt er við, að það hafi dregið sig í hlé, jafnrvel komizt úr landi, þegar lög- reglan tók að gera öryggis- ráðstafanir sinar. * * # Ekki er Ijóst, hvort umrædd ir Kúbumenn hafa hér átt að ganga erinda Castro-stjórnar innar, eða hvort um er að ræða „einkaframtak", en marg ir hörðustu fylgismenn Castros telja Kennedy höfuð óvin „byltinigarinnar“. — Tal ið er, að engar raunverulegar sannanir liggi fyrir gegn Kúbumönnum þeim, sem liggja undir grun í þessu máli, en lögreglan heldur áfram leit að þeim til þess að yfir- heyra þá. * * * Kennedy-hjónin ákváðu að dveljast áfram í Florida fram yfir páskana, þrátt fyrir þessa „uppákomu“ — og Caroline litla lék sér áhyggjulaus úti í garðinum, eins og ekkert hefði í skorizt. Saklausir 29. marz (Reuter) I DAG lauk í Pretoria margra ára landráðaréttarhöldum og voru aHir scásborningar látnir lausir. Þrír dómarar kváðu upp dóminn, og urðu mikil fagnaðar læti er sakborningarnir, 28 að tölu, voru lýstir saklausir. Réttarhöldin hófust eftir að 15® manns voru bandteknir í des. 1956 sakaðir um samsæri gegn ríkisstjórninni. Hafa nú allir hinna ákærðu verið látnir lausir. Málsóknin tók 2,000 klst. og eru málskjölin samtals 75 milljónir orða, eða á við 100 Biblíur. f : : Enskuskóli LEO MUNRO Fyrir börn Fyrir fullorðna VORNÁMSKEIÐ frá 6. apríl til 30. maí Athugið: TVISVAR í viku AÐEINS 10 í FLOKKI. Tímar fyrir fullorðna síðdegis og á kvöldin. Kennsla í daglegu talmáli án bóka. Kennsla fyrir börn hefst 4. apríl. (þrisvar í viku). Stundaskrá, innritun og upplýsingar í SÍMA 19456 DAGLEGA. i Ævilangt fangelsi Sydney, Ástralíu, 29. marz (Reuter) STEPHAN Leslie Bradley var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ræna og myrða átta ára gamlan dreng Graeme Thorne í júlímánuði sl. Er þetta þyngsti dómur sem lög Nýja Suður Wales leyfa, því þar hefur dauðarefs- ing verið afnumin. Graeme var rænt er hann var á leið í skóla í júld sl. skömmu eftir að faðir bans hafði unnið 8% milljón króna í happdrætti. Lík hans fannst sex vikum seinna innvafið í teppi í úthverfi Sydn- ey. Hávaði mikill varð í réttarsaln um er dómur var kveðinn upp. Konur lustu upp fagnaðarópum og vildu ráðast á Stephen, en lög- regluvörður kom honum undan. Hrópuðu konurnar á eftir hon- um: „Gott á þig“, „Látið hákarl- ana éta hann“ og gekk erfiðlega að koma á reglu í salnum. Undirbúningur hafinn Evian, Frakklandi, 29. mar* (Reuter). Hinn 7. apríl n.k hefjast við- ræður Frakka og útlagastjómar innar í Alsír í Evian í Frakk- landi. Undirbúningur er þegar Ihafinn að >ví að tryggja öryggi fundarmanna. 1000 manna lög- reglulið mun annast gæzlu í þorp inu og er helmingur þess þegar kominn þangað. Á meðan á viðræðunum stend- ur verður 400 fermetra svæði um hverfis fundarstaðinn, Hotel du Parc, umkringdur lögregluverði og lokaður öllum, sem ekki sitja fundinn. Einnig verður bústað- ur frönsku nefndarinnar, La ■Verniaz Hotel, lokaður almenn- ingi. Fulltrúar útlagastjórnarinn ar munu koma daglega með þyrlu yfir Genfarvatn frá Sviss, þar sem þeir haía aðsetur. eru svo sterk og vonduð að þau endast lengur en flest önnur verkfærL BAHCO Minor Nr 1731 (mm) Nr 1733 (tum) BAHCO verkfærin bregðast ekki. Eru seld í verzlunum um allt land. Pantan*r frá kaupmönnum og kaup félögum afgreiddar beint frá verk- smiðjunum. AB BAHCO, STOCKHOLM. Umboð: Þórður Sveinsson & Co. h.f. BAHCO Sexteu Nr 1771 (mra) Nf 17 W (iuaé BAHCO 9 Nr 1721 (mttj) tir 17*23 (tum) BAHCO UV BAHCO l BAHCO Nr 1701 (mm) Nr 1703 (cumt BAHCO 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.