Morgunblaðið - 28.04.1961, Page 2
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. aprfl 1961
} Mótmæli
Hafnarháskóla
þýðingarlaus
KAUPMANNAHÖFN, 27. apr.
("Frá Páli Jónssyni) — Há-
skólaráð Hafnarháskóla segir,
aff réttargrundvöllurinn undir
skipulagsskrám fyrir dánar-
ffjafir verði brotinn niður og
gert verði erfitt fyrir um slík-
ar gjafir í framtíðinni, ef fs-
lendingum verði afhent hand-
rit þau, sem þeir óska eftir.
Auk þess gerir háskólaráðið
því skóna, að Norðmenn muni
krefjast Sæmundar Eddu og
Flateyjarbókar, ef Danir á-
kveði nú að afhenda íslend-
ingum þær.
Aðgerðir háskólans hafa
reyndar enga þýðingu fyrir
gang málsins, þar sem ríkis-
stjómin heíir ákveðið afhend-
inguna, án tillits til afstöðu
háskólans.
Tsjombe enn í haidi
Öljóst hverjir hafa handtekið
haiin — ofj hvers vegna
Kristinn í Ráða-
gerði látinn
I GÆR lézt á heimili sínu Krist-
inn Brynjólfsson í Ráðagerði,
81árs að aldri.
Kristinn var fæddur og upp-
alinn I Engey, sonur Brynjólfs
Bjarnasonar bónda þar og konu
hans, Þórunnar Jóftsdóttur. —
Hann byrjaði að róa á skútum
14 ára gamall, fór síðan á sjó-
mannaskóla og varð kunnur sjó-
sóknari og mikill og góður skip-
stjóri á fiskkútterum og togur-
inn, eftir að þeir komu til sög-
unnar.
Síðustu áratugina bjó Kristinn
í Ráðagerði á Seltjarnarnesi,
skammt frá æskuheimili konu
hans, Önnu Guðmundsdóttur frá
Nesi, sem látin er fyrir mörgum
árum.
Coquilhatville og Elisabethville,
Kongó, 27. apríl. — (Reuter) —
MOISE Tsjombe, forsætisráð
herra Katanga, sem handtek-
inn var á flugvellinum í Co-
quilhatville í gær, er enn í
haldi þar, eftir því sem bezt
er vitað — en í gærkvöldi
barst sú frétt út, að hann
hefði verið látinn laus.
Katangastjórn sendi leið-
togum Leopoldville-stjórnar-
innar skeyti í dag, þar sem
þess var krafizt, að beint
samband fengizt við Tsjom-
be, svo að hann gæti sjálfur
greint frá málavöxtum — og
að hann yrði tafarlaust lát-
inn laus. Var beðið um skjótt
svar við þessari kröfu, þar
sem nauðsynlegt væri, að fá
sannar fréttir af örlögum for
sætisráðherrans, ef unnt
væri að róa þegna hans, sem
væru nú mjög æstir og
áhyggjufullir.
Allt virtist þó með kyrrum
kjörum í Elisabethville í dag,
og ekki er kunnugt um, að nein-
ar meiri háttar ráðstafanir hafi
verið gerðar í sambandi við'
þetta mál á ' stjómarfundi, sem
haldinn var í dag. Munu ráð-
herrarnir vera að bíða svars við
fyrrnefndu skeyti sínu. — Því
var neitað af starfsmönnum á
Elisabethville-flugvelli í dag, að
fimm flugvélar hlaðnar her-
mönnum hefðu farið þaðan til
„ókunns áfangastaðar“, en út-
varpið í Brazzaville hafði flutt
þá fregn.
★ EKKI HANDTEKINN
— OG ÞÓ
Fréttastofan ACP í Kongó
sagði I dag eftir embættis-
mönnum í Leopoldville, að
Tsjombe hefði alls ekki verið
handtekinn. Hermenn hefðu að-
eins varnað honum brottfarar —
í því skyni, að unnt yrði að
ljúka fundi Kongó-leiðtoga um
sambandsríki Kongó. Engin skip
un hefði verið gefin um hand-
töku Tsjombes af Leopoldville-
stjórninni.
★ HEFNDARAÐGERÐIR?
Menn óttast nú, að þaff hafi
veriff hermenn hliffhollir Liuu-
umba, fyrrum forsætisráffherra
Kongó, sem myrtur var í Kat-
anga í febrúar, er handtekiff
hafi Tsjombe — og hyggi þeir
nú á hefndir.
Jónas Hallgrímsson
Bazar
Hafnarfirði — Slysavarnadeild
in Berklavörn, sem starfað hef-
ir hér í nokkur ár, ætlar að halda
baztar í Sjálfstæðishúsinu í
kvöld kl. 8,30. — Verður þar á
boðstólum ýmislegit nýtilegt.
í deildinni eru i)ú nokkuð á
annað hundrað félagsmenn, sem
hafa á stefnuskrá sinni að styrkja
berklasjúklinga hér í Hafnarfirði.
Hefir verið efnt til spilakvölda
undanfarna vetur, sem hafa ver
ið vel sótt, — og einnig hefir
deildin haft bazara.
Mælír með dragnótaveiðum
FISKIFÉLAGI íslands hefur
undanfarið borizt hvaðanæfa að
á landinu, svör hinna ýmsu aðila
sem leita skal til varðandi leyfi
stjórnvalda til fiskiskipa um að
stunda takmarkaðar dragnóta-
veiðar. Meðal þeirra er um þetta
hafa fjallað er bæjarráð Reykja-
víkur. í útgerðarráði hafði þetta
mál verið rætt á tveim fundum.
A grundvelli ályktunar útgerð-
aírráðsins samþykkti bæjarráð á
fundi sínum á þriðjudaginn var,
að mæla með leyfi til takmark-
aðra dragnótaveiða hér við Faxa
flóa. Slíkar takmarkaðar drag-
t- Als'ir
Framh. af bls. 1
-A Andstæffingarnir lamaðir
Það var tilkynnt í París í
kvöld, að engar uppreisnarsveit-
ir væru lengur að verki í Alsír.
Hins vegar hafa ýmsir uppreisn-
armanna horfið, og er þeirra nú
leitað, en ekki er búizt við, að
þeir muni reyna að safna liði til
frekari uppreisnartilrauna. Er
helzt talið, að þeir hafi flúið til
fjallahéraða. Engar óeirðir hafa
orðið í Alsír síðann uppreisnin
rann út í sandinn -— og virðast
andstæðingar de Gaulles nú al-
gerlega lamaðir.
nótaveiðar voru leyfðar hér í
Faxaflóa í fyrrasumar.
Bráðlega munu stjórnarvöldin
fá málið til meðferðar þ. e. a. s.
þegar Fiskifélag íslands sendir
þeim öll gögnin sem því hafa
borizt málið varðandi að undan-
förnu.
Öil frumrit kvæða
Jdnasar koma heim
ÍSLENDINGAR fá nú loks öll
þau frumrit- kvæffa Jónasar
Hallgrímssonar, sem hingaff
til hafa veriff í Árnasafni.
Þetta kom m. a. fram í frétta-
auka i Ríkisútvarpinu í gær-
kvöldi, en þar talaffi Gylfi Þ.
Gíslason, menntamálaráff-
herra um þau handrit og
skjöl, sem gert er ráff fyrir aff
afhent verffi íslendingum úr
Árnasafni og Konungsbók-
hlöðunni í frumvarpi, er lagt
var fyrir danska þjóðþingiff í
gær. Tók hann þetta sem
dæmi um síffari tíma hand-
ritin, sem afhent yrffu.
Einnig rakti ráðherrann ýt-
arlega hvaða handrit hér væri
um aff ræða, þar sem afhent
yrffu og þau sem eftir yrffu,
en um þaff er fjallaff annars
staffar í blaffinu. Sagði ráff-
herrann aff Ijóst væri aff all-
ur þorri þess sem nefnt hef-
ur verffi íslenzk handrit í
dönskum söfnum verði afhent
ur íslendingum, bæffi aff tölu
til og þó ekki siffur aff gildi.
Þegar þaff gerffist, sagffi
hann, verffur þaff einna merk
asti atburður í menningarsögu
íslendinga, ’ viffburffur, sem
hlýtur aff gleffja sérhvern ís-
lending aff dýpstu hjartarót-
um.
íslendingum boðið að
skoða þýzka baðstaði
NÆSTKOMANDI þriðjudag
leggja nokkrir fréttamenn, full-
trúar frá heilbrigðismálaráðu-
neytinu og viðskiptamálaráðu-
neytinu og fulltrúi Veitinga-
mannasambandsins af stað í
hálfs mánaðar kynnisför til
Þýzkalands, undir leiðsögn Gísla
SigurbjörnssOnar, forstjóra EUi-
heimilisins Grundar. Megintil-
gangur fararinnar er að sköða
ýmsa fræga baðstaði í Þýzka-
landi og kynnast starfsemi
þeirra.
Undanfarin ár hafa komið
hingað til lands nokkrir þýzkir
læknar og vísindamenn, aðallega
frá háskólanum í Giessen, á veg-
um Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar, í þeim tilgangi að at-
huga möguleika á notkun hvera-
hitans í Hveragerði til lækn-
inga. Það er svo í framhaldí af
þessu, að þýzka sendiráðið í
Reykjavík hefir afhent Gísla Sig
urbjörnssyni, forstjóra, boð til
fyrrgreindrar kynnisfarar, frá
ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands,
háskólanum í Giessen og Sam-
bandi þýzkra baðstaða.
Eins og fyrr segir, verður lagt
af stað 2. maí n.k., en heimleiðis
verður haldið hinn 15. — Meðal
frægra baðstaða, sem þátttakend
um gefst kostur á að heimsækja,
má nefna Bad Nauheim, Gies-
sen, Wiesbaden, Bad Ems og Bad
Pyrmont.
HÆÐ fyrir nórðan land en
lægðarsvæði fyrir sunnan.
Veðurhorfur kl. 22 í gær-
kvöldi:
SV-mið: A-kaldi, dálítil rign
ing. Suðvesturland: A-kaldi,
skýjað úrkomulaust. Faxaflói
Breiðafjörður, Faxaflóamið
Og Breiðarfjarðarmið: A-gola,
léttskýjað í nótt, en skýjað á
morgun. Vestfirðir og miðin:
A-gola, þoka norðantil. Norð-
urland og Norðurmið: A-gola,
þokuloft. Norðausturland til
Austurlands og miðin: A og
NA kaldi, þokuloft og rigning
öðru hverju.
Tveir slösuðust
við Arnarstapa
Hellum, 27. apríl.
SÍÐDEGIS í gær varð harður
bifreiðaárekstur í Stapahrauni
rétt ofan við Arnarstapa. Rákust
þar á Volkswagen-bifreiðin
G-2288 og jeppabifreiðin P-324.
í fólksbifreiðinni voru hjón
með barn Og slasaðist það, en
ekki alvarlega.
Auk bifreiðarstjórans var í
jeppanum einn farþegi og skarst
hann á höfði af glerbrotum. Aðr-
ir sem í bifreiðunum voru sluppu
ómeiddir að kalla.
Héraðslæknirinn í Ólafsvík
kqm þegar að Arnarstapa, en
þangað höfðu hinir slösuðu verið
fluttir. Gerði hann að sárum
þeirrá. Báðar bifreiðarnar eru
stórskemmdar.
Rétt er að geta þess að árekst-
ur þessi varð á blindri hæð, auk
þess sem vegurinn er þarna mjög
mjór og aldrei hefir verið sett
hættumerki á þennan stað. —
— K.K.
Eldur í Neptúnusi
KL. 8,30 í gærmorgun var
slökkviliðið kvatt að togar-
anum Neptúnus, er lá
við Faxagarð. Var eldur í
vistarveru skipverja í fatnaði,
sem lá í borðsal aftur á. Mik-
ill reykur var þar, en eldur-
inn varð fljótlega slökktur.
Engar teljandi skemmdir
munu hafa orðið.
Snjóskaflarnir
hopa á Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 27. apríl. — NorS
angarðurinn, sem reið yfir sveit
ir hér nyrðra og náði hámarki
sínu á síðum Reykjavíkurblað-
anna, hefur nú hopað af hólmi
fyrir vorinu. Snjóskaflar, sem
fyrir skemmstu hreyktu sér S
himinsátt, hafa nú sigið saman
í nær ekki neitt. Það hefur því
lyfzt brúnin á Siglfirðingum, ut-
an forfallinna skíðamanna. >
Bæjarráð Siglufjarðar hefur I
dag sent vegamálastjóra áskor-
un um að hefja snjóruðning a£
Siglufjarðarskarði, enda nokkur
óánægja ríkjandi sökum þess
hve seint hefur verið hafizt
handa í þessum efnum undan-
farin ár.
Undirbúningur fyrir sildarvertíff
Hér hefjast senn ýmiskonar
undirbúningsstörf vegna vænt-
anlegrar síldarvertíðar. 22 sölt-
unarstöðvar og 5 síldarbræðslur
verða væntanlega þess albúnar
að veita móttöku þeirri síld,
sem gefast kann þegar um mán-
aðamótin maí-júní. —. Stefán.
Bæjarráð
til Stokkhólms
BÆJARRÁÐ Reykjavíkur, I
hverju eiga sæti fjórir fúlltrúar
auk borgarstjóra, mun leggja
land imdir fót innan fárra
daga. Á síðasta fundi þess, á
þriðjudaginn var, fjallaði þaff
um boð um að heimsækja
Stokkhólmsborg 8. maí næst-
komandi, í sambandi við höfuð-
borgaráðstefnu Norðurlanda þar
í borg. Hefur bæjarstjórn Stokk
hólms boðið bæjarráði í kynnis-
heimsókn. Var samþykkt að
taka boðinu og að borgarlög-
maður sæki ráðstefnuna ásamt
bæjarráðsmönnum af hálfu
Reykj avíkurbæj ar.
i