Morgunblaðið - 28.04.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.04.1961, Qupperneq 12
12 ' MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. DÓ HÚN ÚR í forystugrein Tímans sl. fimmtudag er enn farið af stað til að reyna að sýna fram á, að vandinn í efna- hagsmálunum hafi ekki verið mikill eftir lát vinstri stjórn- arinnar. Aðeins hefði þurft að lækka kaup almennt um 6% og þá hefði verið hægt að halda áfram hallalausum rekstri atvinnuveganna, án þess að leggja á nýja skatta, að því er virðist um langa framtíð. Er það þá satt, sem ein- hverjir gamansamir náungar hafa sagt, að vinstri stjórnin hafi í rauninni „dáið úr vel- megun?“ Hvers vegna leysti hún ekki þann vanda, sem var svo auðveldur viðureign- ar? Tíminn segir að Moskvu- kommúnistar og hægri krat- ar hafi ekki viljað neina lausn og því hafi farið sem fór. Verið getur, að Tíminn sé búinn að sannfæra sjálfan sig með þessari sögu, en varla marga aðra. Þjóðin var búin að reyra sig í skulda- fjötra og á klafa haftabú- skapar, sem stórlega var far- inn að draga úr afköstunum, þó að allir hefðu næga vinnu. Þessi þróun átti í raun inni langan aðdraganda. En verulega fór að síga á ógæfu hlið á dögum vinstri stjórn- arinnar. Mjög róttækra að- gerða var* því þörf til að koma þjóðarbúskapnum á réttan kjöl. Og þetta sáu vinstristjórnarherrarnir, þó að þeir kynnu ekki ráð við vandanum, og gæfust því hreinlega upp. Minnihlutastjórnin, sem þá tók við völdum, með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokksins, vann mikilvægt starf til að forða þjóðinni úr bráðasta voðanum. En það vissu allir, sem vildu t’ita, að aðgerðir hennar voru hreinar bráða- birgðaráðutafanir. Þannig var t.d. teflt á tæpasta vað- ið um tekjuöflun til ríkis- sjóðs og Útflutningssjóðs, og við þetta kerfi gat þjóðin ekki búið til lengdar. En -með an mestu hættunni var þann ig bægt frá í bili var unnið að því að skapa stjórnmála- legar aðstæðúr í landinu, fyrst og fremst með kjör- dæmabreytingunni, til þess að geta komið á heilbrigðu efnahagskerfi. V ELMEGUN ? Svo mjög voru þau mál öfugsnúin orðin, að hinar varanlegu ráðstafanir hlutu að verða róttækar. En þær hafa sýnt styrk sinn. Þjóðin hefur staðizt áföll, eins og hina miklu verðlækkun á mjöli og lýsi, og hún mun einnig standast aflabrestinn í vetur. En strax og aflinn glæðist munu hin raunveru- Ipgu lífskjör einnig batna, og það varanlega að þessu sinni. BORGÁRA- STYRJÖLD INNAN FRAMSÓKNAR k sama tíma sem de Gaulle ^ er að takast að kveða * niður uppreisnina í Alsír og koma í veg fyrir borgara- styrjöld í Frakklandi, dregur til tíðinda innan Framsókn- arflokksins. Þar virðist borg- arastyrjöld vera hafin. Þeir menn innan flokksins, sem ekki vilja una hinu einstæða kommúnistadekri leiðtoga hans og. undirlægjuhætti þeirra við kommúnista, kveðja sér hver af öðrum hljóðs og lýsa yfir fylgi og trúnaði við stefnu lýðræðis- flokkanna í öryggis- og ut- anríkismálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn hefur á undanförnum árum tekið fullan þátt í að móta þessa stefnu. Þess vegna er það furðulegt, að leiðtogar hans skulu nú slást í för með kommúnistum og taka þátt í undirskriftasöfnun þeirra og baráttu gegn samvinnu ís- lendinga við vestrænar lýð- ræðisþjóðir til verndar eigin öryggi og heimsfriðnum. Leiðtogar Framsóknar- flokksins ættu að hugsa sig alvarlega um áður en þeir halda lengra út á þá háska- legu braut, sem þeir nú eru staddir á í samfylgd sinni með kommúnistum. Utanrík- is- og öryggismál íslendinga verða að vera hafin upp yfir dægurbaráttu lýðræðúsflokk- anna um innanlandsstjórn- málin. Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa sam- eiginlega mótað hina íslenzku utanríkisstefnu frá því að styrjöldinni lauk. Það felur ekki aðeins í sér hættu fyrir Framsóknarflokkinn heldur fyrir þjóðina í heild, ef leið- UTAN UR HEIMI „Menningarstarf nazista Listaverkasafnarinn Hermann Göring í I.ouvre að velja sér málverk. GYÐINGAOFSÓKNIR þýzkrai nazista i hernumdu löndunum í síðustu heimsstyrjöld hafa nú mjög verið rifjaðar upp í sam- bandi við réttarhöldin yfir! Adolf Eichmann. Öll sú frásögn sýnir einstæða villimennsku og þarf að leita langt í sögunni til að finna hlið- stæðu þeirra atburða, hinir ógeðs legu glæpir gera jafnvel galdra- ofsóknir miðaldanna að hreinum barnaleikjum í samanburðinum. Það þarf að leita aftur til forn- aldarinnar, hinna grimmilegu styrjalda Forn-Persa og Assyríu manna til að finna einhverja hlið stæðu við hin pólitísku glæpa- verk nazista og kommúnista á 20. öldinni. Menningarforusta En þýzku nazistarnir létu sér þetta ekki nægja. Þeir voru einnig mjög virkir á sviði „menn ingarmála". Þeir ætluðu Þýzka- togar hans halda áfram að gæla við landráðastefnu kommúnista, sem miðast við það eitt að þjóna hinum aust rænu ofbeldisöflum og draga lokur frá dyrum íslenzku þjóðarinnar. ÖNGÞVEITIÐ í KONGO ngþveitið í Kongó ríður ekki við einteyming. — Stjórnmálaleiðtogar landsins, sem þó hafa unnið saman eru nu farnir að handtaka hver aðra ef þeim rennur í skap. Handtaka Tshombe for sætisráðherra Katanga fylk- is sýnir, hversu vanþroska og frumstæðir leiðtogar hins unga Kongolýðveldis eru. Því fer einnig víðsfjarri að þeir kunni að meta viðleitni Sameinuðu þjóðanna til þess að forða blóðugri borgara- styrjöld í landinu. Hefur ým- islegt verið gert til þess að torvelda liði samtakanna frið arstarf þess. Hafnarborgum hefur verið lokað fyrir því og jafnvel verið gerðar á það vopnaðar árásir. Á sjálfu þingi Sameinúðu þjóðanna hafa svo Rússar og fylgiríki þeirra gert allt til þess að hindra Hammar- skjöld í nauðsynlegum fram- kvæmdum. Yið borð hefur legið að hann fengi ekki fé til þess að borga kostnaðinn við Kongóaðgerðirnar. Virð- ist þó hafa náðst' eitthvert samkomulag um það að lok- um, en að sjálfsögðu gegn harðri andspyrnu Rússa. Allt er á*huldu um það, hvernig framvinda mála verð ur í Kongó. En Sameinuðu þjóðirnar eiga engan kost annars en að halda áfram sáttastarfi sínu. Á því bygg- ist framtíð þessa ógæfusama lands. landi mjög glæsilegt forustuhlut- verk í menningu heimsins, þegar þeir væru búnir að drepa alla Gyðinga Og ná heimsyfirráðum. Eftir sigurinn í Frakklandi þóttust nazistar eygja úrslitasig- ur í styrjöldinni. Þeir tóku því til með hinum mesta dugnaði að undirbúa menningarforustu. Nýlega hefur komið í Frakk- landi bók um „menningarstarf" nazista þar í landi á stríðsárun- um. Bókin heitir „Le Front de l’Art“ — Vígstöðvarnar í list- unum Og er hún eftir Rose Vall- and forstöðukonu impressionista- safnsins í París. Málverkabrennur Það var m. a. einn þátturinn í menningarstarfi nazista að þeir tóku 600 listaverk eftir frægustu nútímamálara heimsins, Picasso, Miro, Klee og aðra og brenndu þau til ösku í Tuileries-garðinum í París. Nútímalist var úrkynjuð að þeirra áliti eins og Gyðing- arnir og því var hún brennd. Nokkru síðar komust nazistar þó að því, að þessi „einskisnýta" list var þó gulls ígildi. Þeir gátu selt abstrakt-málverkin fyrir þyngd þeirra í gulli í Svisslandi Og Portugal. Og fyrir það gull gátu þeir keypt dýrmæt hráefni til hergagnaiðnaðarins. Hlutverk Görings Einn mesti „listafrömuður" í hópi þýzkra nazista var Her- mann Göring. Hann kallaði sig „leiðtoga endurreisnarinnar" og safnaði málverkum hinna gömlu meistara. Aldrei hefur neinn safnari átt eins auðveldan leik á borði og Hermann Göring. Hann heim- sótti Louvre-safnið tuttugu sinn- um til að velja sér málverk eftir hina gömlu flæmsku, hollenzku Og þýzku meistara. Hann lét flytja heim í hallir sínar í Þýzka- landi nokkra vörubílafarrna af málverkum eftir Gézanne, Reno- ir og Van Gogh. Ribbentrop hafði hinsvegar mestan áhuga á listvefnaði. Mest hélt hann upp á gobelin-teppið „Diana við baðið“ eftir Bouc- her. Frönsk eða þýzk list Rose Valland segir, að þýzku nazistarnir hafi haft furðulegan áhuga á frönskum málverkum frá 18. öld. Hún segir, að það hafi ekki stafað eingöngu af því að þá var í tízku að gera myndir af holdamiklum nöktum konum, heldur stafaði það af því að þessi list hafði borizt frá Frakklandi til Prússlands á dögum Friðriks mikla. Þessvegna litu nazistarnir svo á að þessi franska list væri í eðli sínu þýzk aríalist. Daginn sem París var frelsuð hófust götubardagar í miðbiki borgarinnar umhverfis listahöfn- in. Það gengur kraftaverki næst, að ekkert málverk skemmdist í þeim átökum. En síðustu skipti nazista af listaverkunum í Louvra voru þau, að nokkrir þýzkir her- menn flúðu inn í egypzka safnið og reyndu að fela sig í forn- egypzkum líkkistum. Það kom þó að litlu haldi. Þeir voru teknir og fluttir til fangelsis. Ráðgjafarþing Evrópuráðsins RÁÐGJAFARÞING Evrópuráðs- ins kom saman til funda í Stras- bourg mánudaginn 24. april. Þing fundina sækja að þessu sinni af íslands hálfu Jóhann Þ. Jósefs- son, fyrrverandi ráðherra, og Rannveig Þorsteinsdóttir, hæsta- réttarlögmaður. Af dagskrármálum má nefna: Heimsmálin og samstarf Evróp- ríkja, samstarf við vanþróuð lönd, efnahagsmálaþróunin i Evrópu, stefnur í landbúnaðar- málum, samstarf Evrópuríkja unu vísindarannsóknir, náttúruvernd, andrúmsloftið og hollustuhættir, réttindi þjóðernisminnihluta og ýmis atriði' varðandi samgöngu- mál. (Frétt frá upplýsingadeiLd Evrópuráðsins 26/4 1961).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.