Morgunblaðið - 28.04.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 28.04.1961, Síða 15
Föstudagur 28. apríl 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 15 Runólfur Kjartans- son kaupm. - Kvebja — Útþensla kommúnisma Framh. af bls. 8. neitunarvald innan framkvæmda stjórnarinnar, svo sem þeir hafa nú í Öryggisráðinu .(Rússar vilja þriggja manna framkvæmda- stjórn, og sé einn þeirra Rússi.) 4. Að afla sér eins mikilla vinsælda og komast til eins mik- illa áhrifa og framast er unnt í hinum svpkölluðu vanþróuðu löndum, en þar lízt Krúsjeff væn- legast til fanga um verulegan framgang kommúnismans í ná- inni framtíð. — Á þessu sviði er beitt nær öllum hernaðartækjum hins „diplómatíska" vópnabúrs Sovétríkjanna, segir New York Times. En megináherzla er lögð á það, að við sérhvert tækifæri, sem býðst, komi Sovétríkin fram sem hið einasta af helztu ríkjum heimsins, er sé einlæguf vinur og fús verndari allra þeirra, sem enn eru undir nýlendustjórn vestrænna ríkja. 1 5. Að vinna að því öllum árum að kljúfa samtök vestrænna þjóða, svo sem nýmörg dæmi eru um. ★ [ Að baki állri stefnu Krúsjeffs J liggur sú viáta. að kommúnism- inn geti sigraoKapitalismann, án þess að til stórstyrjaldar þurfi að draga, vegna þess að Sovét- ríkin muni innan fárra ára geta bent öllum heiminum á yfirburði sína í skipulagi efnahagsmála, í vísindum og á fleiri sviðum. Menn telja yfirleifct, að Krúsjeff trúi þessu statt og stöðugt — en einnig kemur það til, að hann þykist þess fullviss og megi treysta því, að sér sé óhætt að tefla á hin tæpustu vöð ,þar sem Bandaríkin muni aldrei hefja kjarnorkustríð. ★ Jafnframt virðist það svo nauðsynlegt, vegna aðstöðu hans heima fyrir, að honum takist að hafa batur en vesturveldin á svýði utanríkismála — a. m. k. öðru hverju. Og ekki má hann vanrækja innanríkismálin heldur. Þjóðin krefst betri lífskjara — og hefir æði takmarkaðan áhuga á því að fórna lífi og limum fyrir Laos eða aðra „útkjálka" heimsins. í þessu sambandi skyldi því ekki gleymt, að Krús- jeff hefir verið á þönum fram og aftur um ríki sitt, það sem af er þessu ári, til þess að reyna að leysa vandamál landbúnað- arins, en lítil -framleiðsla hans hefir óneitanlega sett dálítinn blett á sovétskipulagið. ENGINN má sköpum renna, og í dag kveðja vandamenn, vinir og félagar góðan og grandvaran mann, Runólf Kjartansson, kaup mann, en hann andaðist 23. þ. m. eftir langa vanheilsu. Runólfur var Skaftfellingur að ætt og uppruna, fæddur 30. nóv. 1889 í Skál á Síðu, en ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Holti á Síðu. Hann nam verzlunarfræði fyrst í Verzlunarskólanum í Reykjavík og síðan í Danmörku. Að námi loknu stundaði • hann verzlunar- og skrifstofustörf hjá öðrum, en stofnaði síðan eigin verzlun í Reykjavík áríð 1922 og rak hana ásamt bróður sínum Þorbergi til dauðadags. Naut hann og þeir bræður ávalt fyllsta trausts í öllum viðskiptum. Árið 1920 kvæntist Runólfur eftirlifandi konu sinni Láru Guð- mundsdóttir frá Lómafjörn í Höfðahverfi og áttu þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, sem öll eru á lífi. Tveir synir þeirra hjóna eru búsettir í Bandaríkjunum. Þau hjón hafa því búið í farsælu hjónabandi yfir fjörutíu ára skeið. Runólfur Kjartansson átti öll sín æsku- og þroskaár í sveit, — héraði mikilla vatna Og stór- brotinnar náttúru og markaði það sín spor í lund hans ævi- langt. Þótt hann gerðist kaupmaður í Reykjavík og stundaði löngum störf sín við skrifborðið, átti hann sterkar rætur í íslenzkri tnold, náttúru1 landsins og úti- lífi. Mesta tómstundagaman hans var þó laxveiðin og á því sviði varð hann flestum slyngari. Kom þar til, frábær athyglisgáfa, á- siamt langri reynslu. Það var gott að hafa hann sem veiði- félaga, því enginn var eins ljúfur og kátur eða undi sér betur á árbakkanum á hverju sem gekk. Runólfur var manna karlmann légastur á velli, fríður sýnum og svipurinn góðmannlegur, en framúrskarandi látleysi og jafn- aðargeð einkenndu hann jafnan. Við gamlir ferðafélagar hans óskum honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu og vottum ástvin- um hans samúðar okkar. fer frá Reykjavík í kvöld kl. 10 til Þórshafnar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 8,30. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. K. S. Auglýsing Skipulagsuppdráttur, sem nær yfir spildur úr landi Pálsbæjar, Mýrárhúsa og Ness í norðanverðri Val- húsahæð, er til sýnis á skrifstofu Seltjarnarnes- hrepps. Athugasemdir eða mótmæli við skipulagsuppdrátt inn skulu hafa borizt hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps eigi síðar en föstudaginn 28. maí n.k. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. IMotað mótatimbur óskast Viljum kaupa notað mótatimbur 1 x 6“, 1V2 x 4“, 2 x 4“ og 2 x 6“. Uppl. í símum 12307,19804, 34314 og 12075 til sunnudags 30. apríl. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAG A 153. Þá töluðu til sumir jnenn ungir, að veður væri gott og fagurt og nú sé gott að liafa glímur og skemmtun. I»eir kváðu það allráðlegt. Fóru menn þá og settust nið ur fram frá búðunum. Geng ust þeir Þórðarsynir mest fyr lr skemmtun. Þorbjörn öng ull var uppvöðslumikill og ruddi fast til gleði. Tók hann € herðar hverjum manni og hnykkti fram á völlinn. Nú glímdu fyrst þeir, sem ósterk astir voru, og þá hver af öðr um, og gerðist af þessu gleði mikil. 154. Þorbjörn öngull lit- aðist um og sá hvar maður sat, mikill vexti, og sá ó- glöggt í andlit honum. Þor- björn þreif til hans og kippti honum fast. Hann sat kyrr og bifaðist hvergi. Þá mælti Þorbjörn: „Eng- inn hefur setið jafn fast fyr ir mér í dag sem þú, eða hver er þessi máður?“ Hann svarar: „Gestur lieiti ég“. Þorbjörn mælti: „Þú munt vilja skemmta nokkuð, og ertu aufúsugestur". Þeir hétu honum griðum og báðu hann glíma við ein- hvern. 155. Oestur kastaði nú kufl |num og ölium bolklæðum. Þá leit hver til annars, því þeir þóttust kenna, að þetta rar Grettir Ásmundarson. Þeir ámæltu þá hver öðrum, en þeim mest, sem fyrir griðum um hafði sagt. Þá mælti Grettir: wGerið greiðlegt fyrir mér, hvað yður býr f skapi, þvi að ekki sit ég lengi klæðlaus. Eigið þér miklu meira í hættu en ég, hvort þér haldið grið yðar eða eigi“. Þá mælti Hjalti Þórðarson: „Halda skulum vér grið vor, þó að vor hafi orðið hygginda munur“. 156. Nú gekk fram annar þeirra bræðra, Þórðanna, og hljóp að Gretti sem snarast, og gekk Grettir hvergi úr sporum. Grettir seildist aftur yfir bak Þórði og tók svo I brækurnar og kippti upp fót unum og kastaði honum aftur yfir höfuð sér, svo að hann kom að herðum niður, og varð það allmikið fall. Þá mæltu menn, að þeir skyldu fara til báðir bræður senn, og svo var gert. 5. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 28. apríl 1961 AIMDARbMGIIMIM sem héSt hann gæti allt Framh. „Ef að heimurinn er svona nöturlegur, er ég ekki viss um, að mig langi til að sjá meira af hon- um,“ sagði hann við sjálf- an sig. Hann bjó sér nátt- ból undir gömlu eikartré, og þar sem hann var orð- inn' úrvinda af þreytu, leið ekki á löngu unz hann sofnaði. Hnoðri hrökk upp af værum blundi rétt eftir miðnættið. Hann heyrði undarleg hljóð næturinn- ar, þegar íkornarnir hlupu grein af grein, eða vindurinn þaut í krónum trjánna. í fjarlægð heyrð- ust öskur í uxa. En svo heyrði Hnoðri líka skrjáf í laufi, eins og einhver læddist hljóðlega gegn um skóginn. Hnoðri varð mjög hræddur og hann lét fara eins lítið fyrir sér og hann gat. Úlf- urinn kom í ljós á auðu svæði milli trjánna, þar sem tunglsljósið féll á hann. Veslings, litli and- arunginn skalf af hræðslu. „Hann er stór eins og risi og eldur brennur úr augum hans“, hugsaði Hnoðri. „Ég er svangur," sífraði úlfurinn. „Hér er hvergi ætan bita að fá. „Öll heimsku dýrin hefi ég ét- ið, en vitru dýrin get ég ekki náð í. Ég er svo svangur, að ég gæti etið heiia kú.“ Hnoðra varð hugsað til kýrinnar, sem nú var ánægð og örugg inni í fjósinu sínu. Úlfurinn stóð kyrr óg nasaði út í loftið. „Ég ’ finn andalykt," sagði hann. „Það er önd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.