Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 12
\2 MORGVNWLAÐIÐ Miðvik'udagur 3. maí 1961’ fltrpmMaMli Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. MIKILVÆGT STARF Flótfafólk í Angóla jyúverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að láta gera fram kvæmdaáætlun fyrir íslenzka ríkið. Er hér um að ræða þýðingarmikla ráðstöfun, sem haft getur mikil áhrif á alla afkomu og framtíð þjóðarinnar. Á miklu veltur, að landsmenn vinni sem markvísast að þeirri upp- byggingu, sem óhjákvæmileg er, og þeirri hagnýtingu auð- linda landsins, sem hlýtur að vera frumskilyrði velmegun- ar. — i Ætla mætti, að allir Is- lendingar fögnuðu því fram- taki ríkisstjórnarinnar að hefjast handa um gerð slíkr- ar framkvæmdaáætlunar. — En því er ekki að heilsa. — Kommúnistar hafa byrjað *óg og rangfærslur í blaði sáau um þessa nauðsynlegu og sjálfsögðu ráðstöfun. Létu þeir blað sitt í síðustu viku flytja fáránlegar blekkingar um kaupgreiðslur ríkisstjórn arinnar til norskra sérfræð- inga, sem fengnir hafa verið ríkisstjórninni til aðstoðar við samning áætlunarinnar. Sagði Þjóðviljinn að „hver hinna norsku sérfræðinga ættu að fá í kaup 20—25 þusund krónur á mánuði, lúxusíbúð og einkabíl til af- nota“. Morgunblaðið birti sl. sunnudag samtal við Ólá? Thors, forsætisráðherra, um þetta mál. Skýrði hann m.a. frá því, að norska stjórnin hefði sýnt íslendingum þá velvild, að bjóðast til þess að lána okkur þrjá af sínum fremstu sérfræðingum, sem einnig hafa unnið að því að semja hliðstæða framkvæmda áætlun fyrir Norðmenn. — Komst Ólafur Thors síðan að orði á þessa leið í fyrr- greindu samtali: „Norska stjórnin býðst til að greiða kaup þessara manna, en auk þess hafa ís- lendingar tilboð um það frá Efnahagssamvinnustofnun- inni í París, að hún greiði allan kostnað við samningu íslenzku áætlunarinnar. Hitt liggur svo í hlutarins eðli, að starfsmenn íslenzku stjórnar- innar vinni með þessum sér- fræðingum og gefi hver á sínu sviði nauðsynlegar upp- lýsingar“, sagði forsætisráð- herra. Það er af þessu ljóst, að kommúnistablaðið hefur far- ið með fleipur eitt og stað- lausa stafi um kaupgreiðslur til hinna norsku sérfræðinga. Það er vissulega illa farið, að íslenzkt blað skuli verða til þess að ráðast með dylgjum og svívirðingum að Norð- mönnum, sem sýnt hafa fs- lendingum mikinn velvilja með því að lána þeim fær- ustu sérfræðinga sína á þessu sviði, og greiða sjálfir kaup þeirra. En kommúnista varðar aldrei um sannleikann. Þeir láta rógshneigðina alltaf hlaupa með sig í gönur. HNEYKSLIÐ / VIÐEY ¥ ýsing sú, sem Morgunblað- ið birti sl. sunnudag á ástandinu í Viðey, er ófögur en sönn. Á þessu forna höf- uðbóli er allt í rústum. Við- eyjarstofa Skúla Magnússon- ar stendur að vísu uppi. En húsið er í hinni örgustu nið- urlægingu. Jafnvel kirkjan hefur orðið sóðaskapnum og hirðuleysinu að bráð. Við*ay er eitt af frægustu menningar- og stjórnarsetr- um landsins. Þar stendur eitt af hinum örfáu reisulegu steinhúsum, sem byggð voru á ófrelsisárum þjóðarinnar. Þar hefur gerzt merkileg saga og þar hafa setið mikil- hæfir þjóðarleiðtogar, sem skipa virðulegan sess á spjöldum íslandssögunnar. En þessi fornfrægi staður, í nábýli hinnar ungu, ís- lenzku höfuðborgar, er í rúst um. —• Þetta er óhæfa, sem ekki verður lengur við unað. Það verður að koma í veg fyrir að Viðeyjarstofa grotni ger- samlega niður. Þetta svip- mikla hús verður að varð- veitast. Það er íslendingum til mikillar vanvirðu að hafa umgengizt það á þann hátt, sem raun ber vitni. Að þessu sinni skal ekki rætt um, til hvers megi nota Viðey. En þessi fagri og sögu ríki staður er til margra hluta nytsamlegur. Viðreisn hans verður að hefja nú þeg- ar. —• ÍUNDANFARIÐ hefur ríkt mikil ókyrrð og raunar hið LÆRDÓMAR ATBURÐANNA í LAOS Af hálfu vestrænna þjóða hefur verið unnið að því af miklu kappi undanfarið að koma á vopnahléi í Laos. — Suðaustur-Asíubandalagið hefur einnig stutt þessa við- leitni eftir megni. Rússar hafa látið sem þeir hefðu áhuga á vopnahléi í Laos. En niðurstaðan hefur samt orðið sú, að umræður milli deiluaðila í landinu sjálfu hafa stöðugt dregizt á langinn. í skjóli þess dráttar hafa kommúnistar sífellt verið að bæta aðstöðu sína og leggja undir sig stærri hluta landsins. Kommúnistastjórnirnar í Kína og Norður-Vietnam styðja hina kommúnísku uppreisnarmenn í Laos af al- efli. Er auðsætt að þeir hafa fyrst og fremst áhuga á að draga umræðurnar um vopna hléið á langinn og halda á meðan áfram að efla komm- únistaherina. Er nú svo kom- ið, að þjóðir Suðaustur-Asíu- bandalagsins eru farnar að ráðgera að senda her inn í landið til þess að stöðva framsókn kommúnista. Engu skal spáð um það, hver niðurstaðan verður í Laos. En auðsætt er að kommúnistar hafa lítinn áhuga á vopnahléi, jafnvel þó að til boða standi að landið verði hlutlaust og blandi sér ekki í átökin milli austurs og vesturs. Takmark kínverskra kommúnista er tvímælalaust það eitt að bæta Laos í tölu þeirra ríkja, sem eru bak við bambus- tjaldið og lúta einræðisstjórn kommúnista. mesta vandræðaástand í portúgölsku nýlendunni Ang- óla á vesturströnd Afríku, eins og nokkuð hefur verið getið í fréttum — en mjög erfitt er að gera sér nokkra viðhlítandi grein fyrir atburð um og öllum gangi mála þar, vegna þeirra hamla, sem portúgölsku yfirvöldin leggja á allan fréttaflutning. — ★ — í FRÉTTABRÉFI frá Samein- uðu þjóðunum er m.a. greint frá því, að tekjur af ferða- mönnum í hinum ýmsu lönd- um heims hafi í heild tvöfald- azt á árabilinu 1953—1958 (þ.e. 5 árum). Er upplýsingar þessar að finna í skýrslu, sem Efnahags- og félagsmálaráð Sameirruðu þjóðanna hefur lá-tið gera, í því skyni að varpa ljósi á ástandið í ýms- um löndum og með það fyrir augum að örva enn þróunina í alþjóðlegum ferðamálum. — ★ — Við athugun skýrslunnar kemur í Ijós, aS ýmis ríki í Vestur-Evrópu og Miðjarðar- hafslöndin höfðu mestan hag af ferðamönnum á fyrr- greindu tímabili. Á þessum svæðum voru tekjur af ferða- mönnum til muna meiri en kostnaður vegna þeirra. Sum önnur lönd, svo sem t.d. Bandaríkin, hafa á hinn bóg- inn aðra sögu að segja — það er að segja, kostnaðurinn hef- ur farið fram úr tekjunum. ið. — Einna verst hefur ástandið virzt í norður- og norðausturhluta landsins, og hafa Portúgalar sagt, að þar hafi óaldarflokkar frá Kongó verið að verkl — eytt og brennt híbýli manna og drep- ið saklaust fólk, þar með gam almenni og börn, að tilefnis- lausu. — Hvort sem hér er rétt frá greint eða ekki, hef- ur fólk flúið hópum saman frá hinum norðlægari héruð- um, flest til höfuðborgarinnar Luanda og nágrennis. örva ferðamannastrauminn. Hafa þau í þeim efnum farið að ráðum Efnahagsnefndar Asíu og stofnað til sérstakrar áróðursherferðar árið 1961, undir vígorðinu: „Heimsækið Austuriönd““. NEFND Samelnuðu Þjóðanna um stöðu kvenna hefir sam- þykkt tillögu frá Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum varð andi ráðningu kvenna til starfa í atvinmilífinu. — 1 tillögu þessari eru aðildarríki gerðir, sem tryggi að konrur, SÞ hvött til að semja reglu- sem óska og geta unnið utan heimilisins, fái vinnu í sam- ræmi við menntun sina og hæfileika. Hreinsun Súez-shurðor ALLSHERJARHREINSUN Súez-skurðar, sem fram fór á tímabilinu desember 1956 til — ★ — í skýrslu þessari er mælt með ýmsum aðgerðum í því skyni að örva alþjóðleg ferða mannaskipti. Til dæmis er lagt til, og lögð á það megin- áherzla, að unnið verði að samræmingu upplýsinga um ferðamöguleika í hinum ýmsu löndum og sömuleiðis, að hald in verði alþjóðleg ráðstefna um ferðamál. — ★ — Bent er á það, að í Evrópu eru stór svæði, þar sem ferða menn eru aðaltekjulind íbú- anna og ráða úrslitum um efnahag þeirra. — Þá er vikið að Asíulöndum, en þau vinna nú mjög markvisst að því að apríl 1957, kostaði samtals 8.200.000 dollara. — f fréttum frá Sameinuðu þjóðunum seg ir, að kostnaðurinn við hreins unina sé nú að fullu greidd- ur, og hafi aukatillag það, sem lagt var á hið venjulega skipagjald (það nam 3 af hundraði), nú verið fellt nið- ur. Var það gert hinn 15. marz sl. Allsherjarþing SÞ 1957 . mælti með því, að kostnaður j við hreinsunina á skurðinum I yrði greiddur með nefndu | aukatillagi. — Það tók tvö j og hálft ár að ná inn nægi- J legu fé með þessum hætti, eða ! hálfu ári skemur en upphaf- | lega var ráð fyrir gert. / ★ — Kenna þau yfirleitt utan að Á meðfylgjandi myndum komandi öflum um uppþot sjást foringjar úr portúgalska þau og átök, sem orðið hafa nýlenduhemum aðstoða flótta í nýlendunni, en í þeim hefur fólk, sem komið hefur flug- ókunnur fjöldi fólks látið líf- leiðis til Luanda. Tekjur af feröamönnum tvöfölduðust á 5 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.