Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 3. maí 1961 MORGVNBL4ÐIÐ 15 1 Deutsches Schauspielhaius Leikhús í Hamhorg HAMBORG er eins og kunnugt er ein mesta verzlunarborg í Evrópu. íbúafjöldi hennar er nú um 2 milljónir og hefur hann vaxið að mun á hinum síðari ár- um. Sögu borgarinnar sem verzl- unar- og hafnarborgar má rekja langt aftur í aldir og á miðöldum varð Hamborg ein af aðalstöðv- um Hansakaupmanna, og ber hún þess mörg merki enn í dag, enda heitir borgin ,,Freie-und Hansestadt Hamburg". En þessi gamla borg Hansa- kaupmanna er einnig mikill menningarstaður leiklistar og sönglistar, er staðið hafa þar með folóma um langan aldur. Fyrsta þýzka þjóðleikhúsið stóð við Gansemarkt, skammt þaðan, sem nú er ríkisóperan. í því leikhúsi var fyrst fluttur hinn frægi þýzki 'gamanleikur ,,Minna von Barn- helm‘“ eftir Lessing, árið 1767. Á órunum 1703 til 1706 starfaði þýzka tónskáldið Hándel í Ham foorg og samdi þrjá söngleiki, sem voru frumfluttir þar. Einn ‘þeirra var Almira, sem naut þar mikillrar hylli. Leikhús Ham- foorgar geta einnig státað af því, að mörg öndvegisleikrit heims- foókmenntanna hafa þar verið frumflutt. Má í því sambandi nefna, meðal fjölmargra annara verka, „Don Carlos" eftir Schill er árið 1787, ,,Clavigo“ eftir Goethe árið 1774 og ,,Faust“ síð ari hluta, árið 1854. Ennfremur var ,,Dauði Dantons" eftir Georg Buchner frumsýndur þar 1910. Margir söngleikir haf.a einnig verið frumsýndir í Hamborg, má í því sambandi t.d. nefna „Ales- sandro Stradella" eftir Friedrich von Flotow, er var frumsýndur þar 1844 og óperuna ,,Undine“ eftir Albert Lortzing, þann hinn sama er samdi hinn ódauðlega gamanleik „Zar und Zimmer- mann“. Hin töfrandi ópera „Und ine“, er var frumsýnd í Ham- foorg 1845, er byggð á æfintýri S ljóðum eftir þýzka skáldið Friedrich de la Motte-Fouqué. Kvæði þetta þýddi Steingrímur Thorsteinsson á íslenzku. Fleiri ekáld en Lortzing hafa einnig valið sér þetta efni til leiks, svo Bem E. Th. A. Hoffmann, er líka samdi óperu, með sama nafni, ©g var frumsýnd 1816, og franska skáldið Jean Giraudoux, er samdi sjónleikinn Undine 1939. Leikrit þetta túlkar mjög vel hina þýzku rómantík og hefur verið sýnt víða í Evrópu, enda er leikritið mjog þekkt. Af seinni tima verkum, er frumsýnd hafa verið í Hamborg, má nefna hið merka leikrit Zuckmayers ,,Das kalte Licht“ er var frumsýnt í Deutsches Schauspielhaus í september 1955. Mætti hér telja mörg fleirri önd- vegisverk, er fyrst hafa verið flutt i leikhúsum í Hamborg. Fjöldi leikhúsa er nú í borg- Inni, svo sem vænta má í slíkri foorg sem Hamborg er, og má þar einkum nefna auk Deutsches Schauspielhaus, leikhúsin Thalia -Theater, Hamburger Kammer- spiele, Ohnsorg-Theater, Theáter am Besenbinderhof, Theater im Zimmer, St. Pauli-Theater, Alt- onaer Theater, Die kleine Kom- ödie, auk ýmsra annara sem líka eru í tölu merkra leikhúsa. Auk þessa er svo að sjálfsögðu ríkis- óperan, Hamburgisehe Staats- oper við Stephansplatz og Oper ettenhaus, sem er við Reeper- bahn. — ★ — Andspænis aðaljárnbrautar- stöðinni, við Kirchenalle, stend ur stærsta og eitt merkasta leik- hús Hamborgar, en það er Deuts ches Schauspielhaus eða Þjóð- leikhúsið. Það var byggt fyrir síðustu aldamót og er mjög stíl- hreint, fallegt hús og skrautlegt, bæði utan sem innan. Á þeim tímum, er flest leikhús Þýzka- lands voru hirðleikhús, reistu í- búar hinnar frjálsu Hamborgar sitt eigið þjóðleikhús. Það var vígt með mikilli viðhöfn þann 5. sept. 1900 að viðstöddum þjóð höfðingjum og mörgum stór- mennum þess tíma. Leikhús þetta, sem er eitt af fegurstu borgarleikhúsum Evrópu, hóf starfsemi sína með því að flutt var hið fræga leikrit Goethes „Iphigenie auf Tauris". Fyrsti leikstjórinn var Alfred von Berger, er var mikill aðdáandi klassiskrar leikmenningar og hafði heillarík áhrif á störf þessa lekihúss. Síðan 1955 hefur hinn snjalli leikari Gustaf Grundgens verið aðalleikstjóri og leikhússtjóri í Deutsches Schauspielhaus. Hann er mjög þekktur listamaður og einn mesti leikari og leikstjóri, sem nú er uppi, enda er hann gæddur frábærum leiklistargáf- um og ræður yfir dramatiskum krafti í ríkum mæli. Hann var áður en hann gerðist aðalleik- stjóri í Hamborg, ráðinn við Stadtische Búhne í Dússel- dorf. Auk Grúndgens hefur Deutsches Schauspielhaus á að skipa mörgum frábærum lista- mönnum, svo sem Will Quadflieg Paul Hartmann, Antje Weisger- ber, Joana Maria Gorvin og fleir um, sem of langt mál væri hér upp að telja. Efnisval leikhússins hefur æ- tíð verið mjög fjölbreytt, og hafa t.d. öll verk Shakespeares, Goet hes, Schillers, von Kleists, Hebb els og annarra klassískra höf- unda, svo og að sjálfsögðu flest verk síðari tíma höfunda verið flutt hér í þessu leikhúsi. Á efnis skrá þessa leikárs var meðal ann ars „Gyges und sein Ring“, trage dia eftir Friedrich Hebbel. Með hlutverk Kandaules konungs í Lydíu fór Gustaf Grúndgeus, en með hið vandasama hlutverk Rhodope drottningar fór Joana Maria Gorvin. Sebastian Fisher lék Gyges. Hin skýra framsögn og dramatískur kraftur Gustafs Grúndgens í þessu hlutverki hreif okkur leikhúsgesti svo mjög, að við eigum erfitt með að hugsa okkur nokkum annan þar, eða aðra túlkun þess hlut- verks. Mesta frægð hefir Gustaf un sína á Mephistopheles í Grúndgens þó hlotið fyrir túlk- „Faust“ Goethes, en bæði fyrri og síðari hluti þessa meistara- verks eru á leikskránni hjá Deutsches Schauspielhaus á þessu leikári. Vegna hins næma skilnings og skarprar dómgreind ar sinnar um leikræn efni, hefur Gustaf Grúndgens um tugi ára verið aðalleiðbeinandi og ráð- gjafi rrVrgra ungra ledkara í Evrópu. Deutsches Schauspielhaus í Hamborg telst til þeirra leikhúsa þar sem þýzk leikmenning stend ur hæst, og er þá oft nefnt í sömu andránni sem Burgtheater í Wien, Dautsches Theater í Ber lín eða Schausppielhaus í Zúr- ich. I Höfum kaupanda að nýtízku 4—5 herb. íbúðarhæð 1. eða 2. hæð, helzt alveg sér í bænum. Þarf ekki að vera laus fyrr en næsta haust. Útborgun að mestu eða öllu leyti Nýja fasteignasalan Bankastræti, 7 sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. sími 18546. Létt rennur GteJoOó AfgreiðslumaÖur Bifvélavirki vanur afgreiðaiu í varahlutaverzlun óskar eftir vinnu. — Tilboð merkt: „Vanur — 1122“. Húsvörður 'óskast við fjölbýlishús í Reykjavík. — Upplýsingar í síma 35186 kl. 8—9 næstu kvöld. 6 herbergja Einbýlishús á, fegursta stað í borginni til sölu. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hri. Laufásvegi 2 — Sími 19960 og 13243. Leiguíbúð öskast 5—7 herb. íbúð eða einbýlishús óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. FASTEIGNASALA Aka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson Laugavegi 27 — Sími 14226. BERGS verkfœrí E. A. BERGS FABRIKS AB • ESKILSTUNA I BERGS-verkfæri eru talin hin beztu sænsku verkfæri í sinni grein Hafa verið notuð hér á landi í áratuei. BERGS-verksmiðjurnar hafa nú verið sam- einaðar BAHCO samsteypunni, sem afgreiðir allar BERGS vörur í heildsölu 0 U m b o ð : Þórður Svetnsson Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.