Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 17
* Miðviltudagur 3. maí 1961 MORGTJMtT AfílÐ 17 Er Þráinn Sigtryggsson, velstjóri: til grundvöllur fyrir launa- og kjarabótum launastéttunum ? almennum til handa Hægt að lækka stofnkostnaðinn Verði þessari breytingu komið VIÐ skulum nú reyna að svara spurningunni: Er kaupgjald svo hátt, að atvinnurekstur lands- manna geti engu bætt við það? Þessu verður að svara bæði játandi og neitandi. Neitandi, þegar talað er um annan at- vinnurekstur en sjávarútveg og fiskiðnað, en þegar um þá er að ræða, verður svarið jákvætt að óbreyttum aðstæðum. Ef við trú- urn þessu, og lítil ástsfeða mun til annars, skulum við athuga út frá sama dæmi og áður, hvaða áhrif 30% launahækkun hefur, því að hún hefur heyrzt nefnd að undanförnu. Meðallaun færu þá upp í kr. 42,90 á tímann og imyndi það valda 23% afkasta- rýrnun, þ.e. sem næst fjórði hver fiskur lægi-óhreyfður, þegar bú- ið væri að eyða í launagreiðslur þeirri upphæð, sem nú er talið að sé algjört hámark, að sjálf- sögðu miðað við núverandi af- Iköst. Fyrst grundvöllur alls tímakaups í landinu byggist á framleiðslugetu fiskiðjuvera, er auðséð, að slík afkastarýmun Ihjá þeim stöðvar allan annan at- vinnurekstur á tiltölulega stutt- um .tíma. Ákvæðisvinna Hvað skal þá gera? Svarið er: Vinnustéttirnar skapi fiskiðnað- inum nú þegar aðstöðu til að kaupa vinnuafl sitt sama verði og annar atvinnurekstur og veiti honum jafnvel ef með þarf for- réttindaaðstöðu höíuðatvinnu- vega. Síld hefur alla tíð verið söltuð f ákvæðisvinnu á öllum tímum sólarhrings. Sams konar ákvæðis vinnuform þarf að taka upp alls staðar, þar sem því verður við Okomið, við hagnýtingu sjávar- afla. Hefja vinnu um leið og afl- inn berst á land og hætta ekki fyrr en gengið er frá honum á varanlegu geymslustigi. Þar, sem ' þetta á ekki við, ber að athuga Ikosti vaktavinnufyrirkomulags, með þar af leiðandi 20—30% álagi á almennt tímakaup á fanabilinu kl. 21-—8. 5é vakta- vinna of bundið form, sem vel er er hugsanegt, er aðeins um eina leið að ræða. Það er: Að halda ttímakaupsforminu en fella úr því ákvæðið um almennan vinnu itíma gegn t.d. 25% launahækk- un, en 8 klst. vinnuskyldu. ,— Vinna, sem framkvæma mætti skv. þessu ákvæði á hvaða tíma sem væri, yrði í aðalatriðum: Löndun afla, aðgerð, flatning og söltun, spyrðing og upphenging i S flökun, frágangur og frysting flaka, með nánari skilgreiningu i samningum. Mjög örðugt er að gera sér grein fyrir hver leiðin er heppilegust, en vel hugsan- legt, að í framtíðinni verði að- gerð og flatning ákvæðisvinna, tflökun og frysting vaktavinna, en löndun, frágangur og pökkun með ýmsu öðru unnið í tíma- vinnu. Hagur beggja aðila Auðséð er hvern hag fisk- vinnslustöðvar hefðu af að taka upp þetta breytta form við launa greiðslur. Sé gert ráð fyrir, að Ihvaða forrn sem notað yrði hafi í för með sér 25% hækkun, er rétt að athuga frá sjónarmiði at- vinnurekandans hvernig þetta verkar miðað við sama dæmi og fyrr. Fyrir sömu launaupphæð fær hann vinnu í 9,6 klst. sem er 20% afkastaaukning eða hann á í afgang kr. 880,00, sem verka- fólk ætti að gera kröfu til að not- aðar yrðu að einhverjum hluta til að hækka fiskverðið. Ég veit að við fyrstu sýn telur verkafólk að umrætt tímakaups- form sé skref aftur á bak. Ljóst er þó, að vilji verkafólk ekki launahækkun byggða á þessari eða svipaðri fyrirkomulagsbreyt- ingu, er áhugi þess lítill fyrir að hafa framfærslulífeyri af 8 tíma vinnu. 25% tímakaupshækkun eins og hér hefur verið strmgið upp á, er sama og að tryggja sér 1 klst. næturvinnu með núver- andi tímakaupstaxta og kæmi slík hækkun sem greiðsla fyrir að inna verkaskylduna af hendi Síðari hluti á hvaða tíma sólarhrings sem væri. Með því að skipta vinnu- aflinu niður í hópa, sem síðan kæmu til vinnu á mismunandi tímum, væri stórlega dregið úr þörf fiskiðjuvera á yfirvinnu. — Væri hennar hins vegar þörf, tæki gildandi næturvinnutaxti við að lokinni 8 klst. vinnu, ef um samhangandi vinnu væri að ræða. Með þessu móti er tryggt vinnuafl til að vinna hráefnið um leið og það berst. Það gæfi verðmeiri vöru vegna vaxandi gæða, sem aftur gerði kleifar kjarabætur á grundvelli verð- mætaaukningar. Þennan grund- völl á verkafólkið sjálft að skapa með því að nema núverandi ákvæði um vinnutíma úr gildi við alla vinnu við að koma fisk- afurðum á geymslustig. Ákvæðið um 8 klst. vinnuskyldu héldist að sjálfsögðu. Dæmið frá Vestmaimaeyjum Glöggt dæmi þess, hve ákvæð- ið um vinnutímann heldur niðri tímakaupi hjá þeim atvinnu- rekstri, sem þarf á yfirvinnu að halda, en þolir ekki hærri meðal laun en nú eru greidd, er að finna í nýgerðu samkomulagi í Vestmannaeyjum. Atvinnurek- endur þar viðurkenna hiklaust, að verkafólk geti átt kröfu til hærri launa fyrir 8 klst. vinnu, og hafa fallizt á að greiða 8 tím- ana með 9 tíma launum. Þannig komast þeir hjá að láta 12,5% launahækkun í dagvinnu, sem þetta hefur í för með sér, valda hækkun á yfirvínnu, því að þá meðallaunahækkun, sem af því leiddi, munu þeir ekki telja vinnslustöðvarnar geta borið við núverandi aðstæður. Er þetta ekki nægilega ljóst dæmi um það, í hvaða ógöngur kjarabar- áttan er komin, til þess að augu fólks opnist fyrir nauðsyn þess að finna heppilega leið til raun- hæfra kjarabóta? Bjargræðistíminn verður ekki mældur með klukku nema um leið sé tekið tillit til þeirra verð- mæta, sem skapazt hafa. Bænd- ur og sjómenn skilja þetta og halda ekki að sér höndum þótt klukkan verði 17. Eru nokkur rök til, sem réttlætt geti það, að fólkið sem tekur við aflanum úr höndum sjómanna, láti stjórnast svo af skiptum dags og nætur, að það haldi niðri kjörum sínum og sjómanna? Ég neita því hik- laust. Eins og sjómerin leggja nótt við dag við hráefnisöflun verður verkafólk á sama hátt að leggja sig heilt og óskipt að verk efni sínu ,þ.e. að breyta þessu hráefni i ljúffengar krásir, um leið og það berst, fyrir hæfilega þóknun, án tillits til þess á hvaða tíma sólarhringsins vinnan er té látin. á, er ástæða til að vera bjart- sýnn á að fiskafurðir okkar geti í framttíðinni keppt á sam- keppnisifærum grundvelli hvar sem er. Að undanskildum tveim- ur efnaverksmiðjum er fiskiðn- aður eini vísir innlendrar stór- iðju. Fram að þessu hefur hann þó ekki verið byggður upp sem slíkur, nema til mjöl- og lýsis- vinnslu. Frystihúsin eru búin vélakosti til að anna úrvinnslu fáanlegs hráefnis á 8 klst. Tak- ist það, standa þessar milljóna- verksmiðjur auðar og ónotaðar % hluta sólarhringsins. Hvað kostar svona óhóf þjóðfélagið? Hvað gæti stofnkostnaðurinn lækkað ef tækjaútbúnaður væri miðaður við að skila sömu af- köstum á 24 tímum og nú á 8? Sá tími úr árinu, sem þessar verksmiðjur verða óviðráðan- lega að standa óstarfræktar vegna skorts á hráefni, er svo langur, að við eigum aðeins að miða afköstin við að vinna fáan- legt hráefni á 24 tímum. Hvíldartíminn Vertíðarfólk flykkist í ver- stöðvarnar í leit atvinnu og auð- æfa. Vegna þess hve hráefnisöfl- unartíminn er stuttur á hverjum stað, er spurning, hvort 16 klst. hvíldartími á sólarhring sé ekki ofrausn. Er ekki líklegt, að mað- ur, sem kominn er til að gripa vertíðarhýruna, væri ánægður með t.d. 10 klst. hvíld millj 8 klst. vinnutama? Óefað teldu sjómenn ástæðu til að öfundast yfir þeirri hvíld í einu lagi. Flestar þjóðir heims, nema fs lendingar eiga gull eða önnur föst verðmæti að baki gjaldmiðli sínum. Vinnuaflið og verðmætin, sem það skapar, er sá gullfótur, sem íslenzka krónan hvílir á. Með verðmætasköpun heyjum við baráttuna fyrir frelsi og sjálf stæði. Er það ekki uppfylling æðstu óska og vona? Er ekki mest starfsgleði fólgin í að sjá vaxandi árangur þess starfs? Er ekki eðlilegt, að hagsmun- um einstaklingsins sé vikið lítið eitt til hliðar í þágu þjóðfélags þess, er veitir þegnum sínum full komnustu skilyrði til framfærslu og menntunar, sem í dag þekkist I í heiminum? Bridge .. ^. ....... ^. ... ....... ^.. ^. ... ... .* r ,.T ——.T —T.T T.TT SPILIÐ, sem hér fer á eftir, er frá leik milli Ítalíu og Argen- tínu á nýafstaðinni heimsmeist- arakeppni. Spil þetta var sýnt í hinum svonefnda „Bridge-rama“ og vakti mikla og verðskuldaða athygli. — Argentínumaðurinn, Calvente, sat í Suður og opnaði á einu hjarta, og ítalinn, d’Ale- lio, sem sat Vestur, sagði tvö grönd (sem þýðir, að hann bið- ur félaga að segja betri litinn af laufi eða tígli). Norður sagði pass og Chiaradia, sem sat i Austur, sagði 3 tígla, sem Suð- ur tvöfaldaði, en þá sagði Vest- ur 5 lauf, sem varð lokasögnin. Norður lét því næst út hjarta- drottningu. A K V — ♦ K10 6 5 4> ÁKG9 742 A G 10765 V DG2 ♦ 97 * D83 k ------A 8 3 2 N y 108 5 43 V D 8 3 S * 10 D 9 4 ÁK976 ÁG42 6 Vestur trompaði hjartaútspilið frá Norður. Því næst tók hann þrisvar sinnum lauf og þá var Norður inni á laufadrottningu og lét enn út hjarta. Nú lét Vestur út tígul 5 og drap í borði með drottningu, sem Suður drap með ás. Nú lét Suður út hjarta, sem virtist hættulaust og Vestur trompaði, og nú var staðan þessi: A G 10 6 5 V — ♦ 9 4* —• 4 K V — ♦ K10 6 * 5 N D K G 4 2 -A Á8 .V 10 ♦ 83 -4. — Vestur lét nú út laufa 5 og lét spaðaáttuna í úr borði og Suður kastaði spaðadrottningu. Nú var spaðakonungurinn lát- inn út, sem drepinn er í borði með spaðaás og Suður varð að kasta tígli. Síðan var tíglinum svínað og Vestur átti afganginn. Eins og áður segir, vakti spil þetta mikla athygli og fékk D’Alelio mikið hrós fyrir spilið. Leiksýning Gagnfræðaskóla Siglufjarðar F Y RI R skemmstu sýndu •emendur fjórða bekkjar Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar enska gamanleikinn „Fjölskyldan í uppnámi“, en slíkar leiksýningar eru árlegir liðir í félagslifi skólans. Leikstjóri var Jónas Tryggvason (bróðir Árna Tryggvasonar) og aðalleikararnir sjást á með fylgjandi mynd (talið frá vinstri): Ólafur Ragnars- son, Sigurður Daníelsson, Jóhanna Hjörleifsdóttir, Brynja Jónsdóttir og Erla Jóhannesdóttir, öll úr 4. bekk. — Meðferð þessara ungu áhugaleikara á hlut- verkum sinum var með ágætum, enda fögnuður áhorfenda mikill. — Sér- staka athygli vakti leikur Jóhönnu Hjörleifsdóttur, sem lék 12 ára telpu, sem hún túlkaði á hressilegan en þó látlausan og eðlileg- an hátt. Hinir ungu leikarar eiga þakkir skyldar fyrir vel unnið verk. — Stefán. Breyting á flug- áætlun Pan Am. HINN 4. maí nk. breytist flug- áætlun Pan American. Verður flogið beint frá New York um Keflavík með DC7C flugvélum alla fimmtudagsmorgna til Glass gow og London. Sömuleiðis er flogið tilbaka fimmtudagskvöld og komið til baka til New Yonk á föstudagsmorgnum. Þar sem London er miðstöð Evrópuflugsins hjá Pan Amer- ican, getur flugfélagið nú gefið farþegum héðan kost á að fara áfram frá London til flestra stór- borga meginlandsins með Boeing Intercontinental farþegaþotum og DC 8 C án aukagjalds. Frá London hefur Pan American einnig flugferðir til Austurlanda, Bandaríkjanna og kringum hnöttinn. Fyrir þá farþega, sem eiga bókað framhaldsflug með Pan American til meginlandsins, sér félagið um dvalarkostnað í allt að einn sólarhHn«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.