Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 24
í heimskautsferð Sjá bls. 10 MmmMnfóibí IÞROTTIR Sjá bls. 22. 97. tbl. Miðvikudagur 3. maí 1961 Handritamálið : Mdtmæla^anga stúd- enta til Kristjánsborgar 1 EINKASKEYTI til Morg- unblaðsins í gær frá frétta- ritara blaðsins í Kaupmanna- höfn, Sigurði Líndal, segir að Stúdentaráð Hafnarháskóla hafi látið í Ijósi eindregna andstöðu gegn afhendingu handritanna til íslands og muni gangast fyrir mótmæla göngu til Kristjánsborgar á fimmtudaginn — 4. maí. Þá segir í einkaskeyti til Mbl. í fyrradag (1. maí), að Kristeligt Dagblad ræði í ritstjórnargrein hverja afstöðu þingflokkarnir muni taka til handritamálsins. Segir þar, að stuðningur þing- flokkanna sé nokkuð vís og Soci- alistisk Folkepartit (flokkur Aksels Larsens) muni vafalaust styðja afhendinguna, en senni- legast sé, að Óháðir leggist gegn henni. Blaðið segir, að nokkur vafi leiki á um afstöðu Vinstri- flokksins og íhaldsflokksins, en bendir á, að Eriksen fyrrum for- sætisráðherra, sé málinu hlynnt- ur. Ennfremur benöir blaðið á yfirlýsingu Pouls Sörensens um, að skoðanir á málinu séu allskipt ar innan íhaldsflokksins. Blaðið segir, að vænta megi víðtæks stuðnings við afhendingu en sitthvað bendi til þess að lausn þess dragist á langinn. Varðandi almennar deilur stjórnarinnar og stjórnarandstöð- unnar og gagnrýni sumra blaða stjórnarandstöðunar á þeirri að- ferð, sem stjórnin hafi beitt við lausn málsins, segir Kristeligt Dagblad það miður, að ekki skyldi haft samráð við stjórnar- andstöðuna. Hins vegar beri að hafa það hugfast, að íslendingar hafi tekið tilboði dönsku stjórn- arinnar með miklum fögnuði og beri með hliðsjón af því og fylgi málsins á þingi — að reyna að hefja málið upp yfir flokkssjón- armiðin. Á Vekur athygli í Svíþjóð og Noregi Handritamálið verður rætt á fundi Studenterforeningen á þriðjudagskvöld. Framsögumað- ur verður Bjarni M. Gíslason, en aðrir ræðumenn væntanlega próf. Bröndum-Nielsen, Viggo Starcke, Eigil Knuth, greifi, Palle Laur- ing, rithöfundur. Jörgensen, menntamálaráðherra hefur verið boðið til fundarins ásamt fleir- um, sem málið varðar. Kvöldberlingur segir frá því í dag, (1. maí), að fundur verði haldinn í Háskólaráði á morgun, þegar það hefur fengið greinar- gerð Árnanefndar, sem mótmælir Umferðarslys um helglna Nokkur umferðarslys urðu um helgina, en ekkert alvarlegt. Á laugardagskvöld varð harð- ur árekstur vestur á Nesvegi. Bílarnir skemmdust mikið, og annar ökumaðurinn slasaðist nokkuð. Á sunnudag meiddist 15 ára drengur á skellinöðru uppj við Árbæ. Losnaði framhjól nöðr- unnar, og dátt drengurinn við það á höfuðið. Til allrar ham- ingju var hann með hjálm á höfði, sem slævði höggið, en þó varð að flytja hann í sjúkrahús. Á sunnudag milli kl. 1 og 2 varð árekstur suður á Hafnar- fjarðarvegi. Var þar rússnesk Volgu-bifreið á leið suður veg- inn, er hún beygði allt í einu yfir veginn á móts við Nestis- skálann. Chevrolet-bíll, sem kom sunnan að, lenti þá inn í hlið Volgu-bifreiðarinriar. Skemmd- ust báðir bílarnir, eirvkum sá rússneski. Á mánudagskvöld féll stúlka út úr bifreið á horni Miklubraut ar og Grensásvegar. Meiddist hún eitthvað. afhendingu handritanna. Athygl isverð er talin andstaða þeirra Palle Birkelunds, ríkisbókavarð- ar, sem sat fund nefndarinnar og prófessors Skantrups, sem á sæti í nefndinni gegn afhend- ingu handritanna, en almennt var talið að menntamálaráðherra ætti stuðning þeirra vísan. Á hátíð, sem haldin var vegna hálfrar aldar afmælis „Det danske sprog og litteratursel- skab“ var málið rætt og kom þar fram almennur stuðningur við mótmæli háskólaráðs frá fyrra fundi. Nefnd vísindamannanna og pró fessoranna Bröndum-Nielsens, Pouls Andersens, Norlunds, Aksels Christensens og Aakjærs þjóðskjalavarðar mun snúa sér til Framh. á bls. 13. Heiðrún með fulifermi sHdar. Síldveiðar oq síldarsala H W Stefán Runólfsson Stefán Runólfsson rafvirkja- meistari frá Hólmi i Landbroti, lézt hér í bæ á sunnudaginn á 58 aldursári. Stefán var kunnur maður fyrir störf sín. En bezt og mest vann hann þó íþróttahreyf- ingunni. Var hann um langt skeið aðaldriffjöður Ungmenna- félags Reykjavíkur, en margvís- leg önnur störf vann hann í þágu íþróttanna. Átti hann um mörg undanfarin ár sæti í stjórn í- þróttasambands fslands og nú er hann lézt var hann gjaldkeri sam bandsins. TOGAKINN Sigurður seldi í Bremerhaven í gær 146 lest- ir a£ síld. Verðið var frá 24—34 pfennig á kílóið. Í dag selur hann það, sem eftir er af farminum, en hann mun hafa siglt héðan með 380—390 lestir. Síldin, sem Sigurður sigldi með, veiddist af sjö bátum. Það eru Guðmundur Þórðarson, Heið rún, Arnfirðingur og Sæljónið frá Reykjavík, Eldborgin frá Hafnárfirði og Reynir og Gjafar frá Vestmannaeyjum. Verðinu, sem fæst fyrir síldina í Þýzka- landi er skipt til helminga milli bátanna annars vegar og Sig- urðar, sem siglir mðe hana, hins vegar. Baldur Guðmundsson, útgerð- armaður, sagði í gær, að allt væri enn fullt af síld. — f gær kom Guðmundur Þórðarson til Reykja víkur með 522 tonn og Heiðrún með rúm 400. Síldveiðar frá Akranesi AKRANESI, 2. maí. Aðfaranótt sunnudags hengil- rifnaði hringnót Höfrungs L undan Malarrifi. Á sunnudaginn fékk Heima- skagi 500 tunnur og Höfrungur XI. 400 tunnur og lönduðu þvf sama dag. Á mánudag, 1. mai, kom Höfr- ungur II. inn með 1200 tunnur af síld, en þar sem ekki átti að landa fyrr en daginn eftir, fór skipið út og náði sér í 800 tunna kast til viðbótar aðfaranótt þriðjudags. Alls landaði hann þvf hér í dag 2000 tunnum. — Oddur, Síðasti málfundurinn SÍDASTI málfundur verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagsins Óðins á þessu vori verður í Valhöll í kvöld kl. 8,30. — Vormót ÍR 14. maí FYRSTA frjálsíþróttamót sum- arsins verður Vormót ÍR og verð ur það haldið 14 maí Keppt verður í þessum greinum: 100 m hlaupi, 3000 m hindrunarhl., 200 m grindahlaupi, 4x100 m boð- hlaupi, 100 m hlaup konur, 800 m hlaupi unglinga, spjótkasti, kringlukasti, hástökki og stang- arstökki. Þátttöku ber að tilkynna til Guðm. Þórarinssonar íyrir 11. Fylkir setti heimsmet seldi fyrir 21.017 pund Á mánudagsmorgun seldi Fylkir 219.5 tonn í Grimsby fyrir 21,017 sterlingspund. Þar er að sjálfsögðu um algera metsölu íslenzks togara að raeða, og eftir því, sem Þórar- inn Ólgeirsson tjáði blaðinu í gærmorgun, er salan heims- met. Fiskkaupmenn segjast tapa. Þórarinn skýrði blaðinu frá því, að aflinn hefði verið í prýðisgóðu ástandi, og hefði það átt sinn þátt í hinu háa verði. Talsverður hluti hans var ýsa. Þó sögðu fiskkaup- menn í gær, að þeir hefðu stórtapað á kaupunum á mánu dagsmorgun, því að markaðs verð hefði þegar lækkað. Þá bentu þeir og á það, að verðið væri mun lægra í IIull. — Um ástandið í Grimsby vísast ann ars til viðtala við Þórarin og Dennis Welch hér í blaðinu. Góður hásetahlutur. Skipstjóri í þessari happa- ferð var Auðunn Auðunsson. Aflinn veiddist á ellefu dög- um undan Suðvesturlandi, að allega á Selvogsbanka. Háseta hlutur fyrir túrinn, — um þrjár vikur — verður 16—17 p þúsund krónur, eftir því sem Sæmundur Auðunsson, fram- kvæmdarstjóri Fytkis, taldi. Fyrra metið Gamla metið var einnig ís- lenzkt. Það setti Bjami Ingi- marsson á Neptúnusi árið 1947, þegar han seldi fyrir I 19.069 sterlingspund. Hafði • Bjarni næstum farið fram úr því meti sínu að morgni 24. apríl sl., þegar hann seldi 221 tonn úr Júpíter fyrir 18.951 pund. Þess má geta, að hann varð þá að koma með um 35 tonn óseld til baka, vegna þess að fisksölukvótinn var út runninn fram til mánaðamóie áður en allt hafði verið selt. Er ekki ólíklegt, að sala Júpí ters hefði numið um 21.900 pundum, ef þessar hömlur hefðu ekki verið. Auðunn Auðunson skipstjóri. Góð sala hjá Júní. Júní frá Hafnarfirði seldi einnig á mánudagsmorgun, 202 tonn fyrir 18.549 pund, sem er ákaflega góð sala. Sama dag lönduðu og I Grimsby færeyski togarinn Jógvan í Görðum og belgíski botnvörpungurinn Van Oost. Höfðu þeir fengið afla sinn á íslandsmiðum. Fiskkaupmenn barma sér. Skv. skeyti frá Reuter til Mbl. lýstu ýmsir hinna minni háttar fiskkaupmenn í Grims- by yfir því á sunnudag, að ef ekki færi að sjást fljótlega fyrir endann á verkfallinu, sem þá háfði staðið í 25 daga, og aukið fiskmagn bærist ekki þegar á markaðinn, sæju þeir fram á algert hrun og gjald- þrot. Neptúnus, Karlsefni, Freyr og Surprise selja. í gærmorgun landaði Nep- túnus í Grimsby. Hann var alls með 170.8 tonn, en 15,5 voru skemmd, svo að alls seldi hann 155.3 tonn og fékk fyrir þau 12.683 pund. í gærdag seldi Karlsefni í Cuxhaven 162.4 lestir fyrir 134 þús. mörk. í dag Iandar Freyr í Grims- by og Surprise á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.