Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 13
Miðvilludagur 3. maT 1961 MORVVNBIAÐÍB 13 8 mánaða stúlka hafði gleypt nagia — og BJörn Pálsson kom henni suður með djarflegu sjúkraflugi Smíðaði líkan af kútt- er Haraldi á 1600 klst. HINN gumlí góðkunni slagari: Kátir voru kallar af kútter Har- aldi, hefur gert þetta litla fiski- Bkip naer ódauðlegt, því enn er BungiS um kallana á kútter Har- aldi, og margir munu þeir vera sem halda að kútter Haraldur sé einhverskonar þjóðsagnaskip. í gærdag var blaðamönnum boðið að skoða líkan af kútter Haraldi frá Akranesi, en Byggða- safn Akraness og nærsveita, að Görðum, hefur látið smíða það, ©g er hér um að ræða einstaklega íallegan grip, og verður kútter- jnn almenningi til sýnis næstu daga í húsi Fiskifélags íslands yið Ingólfsstræti. Séra Jón Guðjónsson á Akra- nesi, sem helgað hefur byggðar- safninu miklu af sínum frístund- um fékk Runólf Ólafsson á Akra nesi, sem er óvenjulegur hag- leiksmaður Og þúsundþjalasmið- ur, til þess að smíða líkanið Og þótt ótrúlegt megi virðast þegar það er grandskoðað, þá hefur Runólfur smíðað skipið allt og allan útbúnað þess, pumpuspil, kraftblokkir, dælur og fleira, með sínum handverkfærum. Hann hafði verið 1600 klukku- stundir að smíða kútterinn og stuðst við lýsingar kunnugra. Verður hann settur í sjóminja- deild byggðarsafnsins í Görðum á Akranesi. Séra Jón Guðjónsson sagði stuttlega sögu kútter Haraldar. Hann hafði verið keyptur hingað til lands árið 1898. Nokkru eftir að kútterinn kóm, en eigandi hans var Geir Sigurðsson skip- stjóri Og fleiri, kóm Geir til Akra ness á skipi sínu óg lagði því við festar á legunni. Fór hann í land til þessað hitta kunningja sína, en meðal þeirra var Böðvar kaup maður Þorvaldsson. Meðan Geir var í landi skall á ofsaveður. Kútterinn hét þá enn sínu skótzka nafni, en Geir hafði — Mófmælaganga Frh. af bls. 24 þingnefndarinnar sem um málið fjallar eftir að fyrsta umræða um málið hefur farið fram. Málið hefur vakið mikla at- hygli í Svíþjóð og Noregi. Hefur verið flutt erindi um það 1 sænska útvarpinu og verður bráð lega samtalsþáttur við Bröndum- Nielsen. I —o—O—o—■ í skeyti dagsettu 2. maí (í gær), segir svo: Berlingske Tidende skýrir svo frá í dag, að háskólaráð Kaup- mannahafnarháskóla hafi í gær ítrekað mótmæli sín einróma eft- ir að því höfðu borizt mótmæli Árnanefndar. Baráttu vísinda- manna gegn afhendingunni held- ur áfram og er nú verið að at- huga lögfræðileg úrræði til þess að koma í veg fyrir aðgerðir stjórnarinnar. Næstu daga má vænta mótmæla sérfræðinga og þekktra manna gegn aíhendingu handritanna. •Á Stúdentaráð gengst fyrir mótmælagöngu Stúdentaráð Hafnarháskóla lætur í ljós eindreginn stuðning við mótmæli háskólaráðs. Aðal- atriði samþykktar stúdentaráðs eru þessi: # 1. Menntamálaráðherra ætl ar að koma því fram, að íslendingum verði gefnir tveir þriðju hlutar norrænna handrita, sem í Danmörku eru, með laga- breytingu um skipulagsskrá Árna stofnunar. Danskir stúdentar hljóta óhjákvæmilega allir, að mótmæla þessari fyrirætlun. Al- þjóðlegt rannsóknarstarf, sem unnið er á grundvelli handrit- anna verður alveg hindrað við sundrun safnsins. Niðurstöður rannsókna, sem unnar eru í Kaup mannahöfn eru birtar á öllum höfuðtungum Evrópu, en í Reykjavík yrðu slíkar niðurstöð- ur einungis birtar á „ný-ís- lenzku“. Allir aðilar húmanískra fræða í Danmörku munu mót- mæla afhendingu handritanna, þar á meðal ráðgjafar mennta- málaráðherrans. • 2. Ekki þarf að vænta betri samvinnu Norðurlanda við afhendingu handritanna, miklu fremur sundrungar. Kröf- ur Norðmanna sýna hvað á eftir mun fylgja. • 3. Ríkisvaldið hefur engan ráðstöfunarrétt yfir safn- inu. Dagafrumvarpið er því dul- búið eignanám. • 4. Með lagafrumvarpinu skapast fordæmi fyrir nýjum yfirgangi gagnvart frjáls- um rannsóknum. • 5. Þjóðþingið hefur sam- kvæmt stjórnarskránni vald til þess að gera frumvarpið að lögum, hvað sem líður málefna legum rökum. Andstaðan gegn afhendingunni verður að koma beint fram gagnvart þinginu. Þess vegna gengst stúdentaráð fyrir mótmælagöngu 4. maí nk. kl. 1 e.h. til Kristjánsborgar. Rt*nólfur með smíðisgrip sinn' Runólfur hefur aldrei lært að smíða, en allt leikur í I höndum hans. keypt hann í Skotlandi. Þegar óveðrið stóð sem hæst og menn óttuðust að kútterinn myndi þá Og þegar slitna upp Og reka upp í stórgrýtið, hafði Geir sagt við lítinn son Böðvars, Harald, að nú skyldi hann heita á hann: Ef að kútterinn íæri ekki upp í þessu ofsaveðri, skyldi hann láta skíra kútterinn Harald. Svo varð. Festar kúttersins héldu Og veðrinu slotnaði og Geir stóð við sitt heit kútterinn var skírð- ur Haraldur og einkennisstafirn- ir MB 1.— Haraldur þessi varð er honum óx fiskur um hrygg einn mesti athafnamaður lands- ins og er það hinn þjóðkunni út- gerðarmaður Haraldur Böðvars- sOn á Akranesi. En það er af kútter Haraldi að segja að hann var síðar seld- ur til Reykjavíkur, en meðan hann var á Akranesi var hann hið mesta happaskip, eins Og vís- an sem Geir skipstjóri gerði sjálf ur um hina kátu kalla á kútter Haraldi. Eftir að hann kom til Reykjavíkur var hann skírður upp á ný og hlaut nafnið Hákon og hann strandaði 1926 í Grinda- vík. Bar kútterinn beinin þar, eins og séra Jón Guðjónsson sagði. . Við höfum fengið leyfi til þess að hafa hann hér til sýnis (í Fiskifélagshúsinu) næstu daga, sagði séra Jón og geta menn við það tækifæri styrkt byggðarsafn- ið á Akranesi. Höfum við lagt fram bók þar sem skráðar verða gjafir manna til safnsins. En hún verður svo eins og annað safninu viðkomandi varðveitt þar. FLATEYRI, 2. maí. — Kl. 11 í gænkvöldi kom sjúikraflugvél Björns Pálssonar hingað til þess að sækja 8 mánaða gamalt stúLku barn, sem hafði fengið ofan í sig nagla. Varð það með þeim hætti, að naglinn hafði leynzt í barna- flautu, sem telpan lék sér með. Taldi héraðslæknirinn, Bjöm Ön undarson, sem athugaði barnið í röntgentæki, að það þyrfti að komast suður sem allra fyrst. — Lending flugvélarinnar hér var miklum erfiðleikum háð, þar sem engin merkt flugbraut er til, heldur varð að lenda á svoköll- uðum Holtsodda í sendinni fjöru. Björn hefur oft lent þama áður, en eíkki við þau skilyrði, sem nú vom fyrir hendi. Hásjávað var og sandurinn gljúpur, og mjög þungt fyrir flugvélina að athafna sig á sandinum. Þar að auki er töluvert um grjót á svæðinu. Flugvélin gat ekki hafizt á loft, fyrr en að klukkutíma liðnum, eftir að hreinsað hafði verið til á brautinni. Var ofan á annað orðið dimmt, þegar hann fór. Hefur Björa því lagt sig mjög fram um þennan sjúkraflutning, eins og reynd ar oft áður. Telpan er dóttir hjónanna Sol veigar Gísladóttur og Þorvalds Gunnarssonar á Þorfixmsstöðum í Valþjófsdal. Telpunni líður sæmilega eftir atvikum. Brenndu skúr í Faxaskjóli Á LAUGARDAGSMORGUN var slökkviliðið kvatt að Austurkoti í Faxaskjóli, en þar stóð skúr í björtu báli. Höfðu krakkar kveikt í skúrnum. Eigandi skúrs ins upplýsti að hann hefði verið búinn að gefa krökkunum hann og ætlaði þeim að eiga hann til næstu áramótabrennu, en þau voru svo bráðlát að þau gátu ekki beðið svo lengi. Ekki urðu aðrar skemmdir en þær að skúr- inn brann til kaldra kola. Skildi hœl- inn eftir ADFARAN ÓTT mánudags var brotizt inn í tvö fyrirtæki við Höfðatún. Ekki fann sá hvinnski þar neitt eftirsóknarvert, en lagði síðan leið sina til veitinga- stofunnar Þrastar á Hverfisgötu 117. Þar stal hann tæpum 1000 krónum og ýmsum varaingi. Þá varð hann hræddur um að sér hefði verið veitt eftirtekt, sem og var, hljóp á brott og fleygði þýfinu frá sér. Hann náðist sarnt, því að lög- reglan kom á vettvang og hand- tók þrjá unglingspilta í nágrenn inu. Vantaði einn þeirra skóhæl, sem fannst við innbrotsstaðinn, og meðgekk liann við þá upp- ■götvun. Hann var einungis 16 ára. Wmtm Maí að komatíl Hafnaríjarðar úr hinni fengsælu veiðiför. ! iaí með mesta afla, sem fengizt heíur 450—500 tonn afr karfa KLUKKAN um eitt í gærdag kom togarinn Maí til Hafnarfjarðar frá Ný- fundnalandsmiðum með mesta afla, sem komið hef ur að landi með íslenzku skipi fyrr og síðar, að því er talið er víst. Ekki er enn vitað með vissu, hve miklu aflinn nemur, en ætlað er á 450—500 lestir. Allt er þetta karfi. Er það mesta aflamagn íslenzks skips, sem vitað er til að aflazt hafi í einni för. Maí var fyrst um sinn við Grænland, en varð lítils var. Var þá farið á Ritubanka vest ur undir Nýfundnalandi, og þar fyllti skipið sig að heita má á skömmum tíma. Talið er, að ekki vanti nema 20—30 tonn upp á, að togarinn sé fullur. Kristinn Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, sagði í gær, að eins mikið af aflanum og unnt væri, færi í frystihús. Hins ber að gæta, að frystihúsin hafa yfi’ið nóg að gera um þessar mundir. Skipstjóri á Maí er Bene- dikt Ögmundsson. Jlaukur og April með fullfermi. Haukur var væntanlegur hingað til Reykjavíkur nú í morgun frá Nýfundnalands- miðum með um 300 til 330 tonn af karfa. Þá er Apríl væntanlegur til Hafnarfjarðar á föstudag- inn með um eða yfir 300 tonn af karfa frá Nýfundnalands- miðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.