Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.1961, Blaðsíða 8
ð MORCVNMAÐ1Ð Miðvik'udagur 3. maf 1961 AMERISKAR SKÁPALAMIR PLAST RENNIBRAUTIR FYRIR RENNIHURÐIR BORÐPLAST BORÐLISTAR VERZL. DVERGHAMAR LAUGAVEGI 168 — SÍMI 17296 Ónotaðar 5 tonna Sturtur til sölu. Verð kr- 18 þúsund H. Jónsson & Co. Brautarholti 22 Kópavogur - íbuð Vil kaupa góða 2ja herb. íbúð í Kópavogi. Tilboð sendist afgr. Mbl. föstudagskvöld, merkt: „Mikil útborgun — 1926“. Verkamer" ^ast strax Upplýsingar á Laugavegi 10 milli kl. 5—6 1 dag. Goði h.f. TIL SÖLU 3/o og 4ja herh. íbúðir á hitaveitusvæði í austurbænum. Sérhitaveita verð- ur fyrir hverja íbúð. íbúðirnar seljast tilbúnar und- ir tréverk og málningu eða fokheldar með mið- stöð eða fullgerðar ef óskað er. Nýja Fasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300 kl. 7,30—8,30 e.h. sími 18546. Hvers vegna rækta ég kartöflur og grænmeti? Á SÍÐUSTU 20 árum hef ég fengizt við að rækta kartöflur og grænmeti í kálgörðum Reykja víkur. Ástæðan fyrir því að ég hef verið að rækta þetta sjálfur er sú, að með því hef ég fengið bæði betri og. efnisríkari garð- ávexti heldur en ef ég hefði keypt þá af Grænmetisverzlun ríkisins. Þetta hefur mér tekizt á þann hátt að nota í kálgarð minn mik- inn húsdýraáburð en lítinn kem- iskan áburð, ekki meira en 3 kg á hverja 100 fermetra, og tel ég það hæfilegt til þess að flýta fyr- ir byrjunarvaxtartíma plantn- anna, því húsdýraáburðurinn er seinvirkari. Hins vegar er hús- dýraáburðurinn betri og gefur efnisríkari ávexti, og á ég þar við allar tegundir garðávaxta. Garðávextirnir verða við það þéttari og bragðbetri og auk þess geymast þeir miklu betur og lengur. Til útrýminf<ar illgresis tel ég mjög varhugavert að nota mikið af kemiskum efnum, og hefur það gefið beztu raunina að nota ekki nema um 2 kg af tröllamjöli á hvérja 100 ferm. Til þess að fá sem jafnasta dreifingu á því, hef ég blandað saman við það fínum sandi, og að mínum dómi gefur það eins góðra raun eins og að nota 15—20 kg af trölla- mjöli en með því að nota svo mikið af þvi, fær jarðvegurinn allt of rh'ikið af köfnunarefni og þar af leiðandi kemur vont bragð af kartöflunum og af öllu því grænmeti, sem þar er ræktað. Rétt tel ég að þeir, sem rækta garðávexti, géri tilraunir til þess að rækta sem flestar tegundir, en binda sig ekki við eina eða tvær tegundir, og um leið þyrfti að leiðbeina fólkinu um ræktunar- aðferðir, um næringargildi garð- ávextanna o. fl. Vil ég hér um leið nefna eina jurt, sem er mjög lítið þekkt hér á landi, en er Bréfritari á ensku hálfan daginn, óskast til Heildverzlunar í miðbænum. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Ensk bréfritun —480“, sendist afgr. Mbl. 8/acfr//eéu/ HAR YÐAR ER í ÞORF FYRIR ECG...I AUÐVITAÐ! >að er BLACK-HEAD eggjashampoo sem gerir hárið töfrandi fagurt. Það er hið leeitín-ríka og nærandi BLACK-HEAD eggjashampoo sem gerir hárið silkimjúkt og lifandi. BLACK-HEAD-þvegið hár er prýði hverrar konu. Heildsölu- birgðir STERLING HF Sími 11977. ágæt til bragðbætis, bæði í steik, súpur o. fl., og er einnig talin vera efnisrík. Hún heitir P a s t i n a k (Pastinaca sativa). Það er rótjurt, sem er auðvelt að rækta hér og bregst yfirleitt ekki upp- skera hennar. Við að rækta margar tgeundir garðávaxta verður meiri vinna í görðunum, en þar á móti kem- ur svo ánægjan af því að rækta margar tegundir og nota þær svo sjálfur í mat. Við að neyta sinnar eigin framleiðslu eykst ánægjan og um leið holl útiveran í görð- unum. Kostnaðarhliðin við ræktun matjurtagarða eykst að sjálf- sögðu nokkuð við kaup á miklum húsdýraáburði, en samt borgar það sig áreiðanlega með tilliti til þess, að með því fæst miklu meira næringargildi og hollari fæða. Og þá er ég kominn að öðru helzta vandamáli í þessu mikla og merkilega ræktunarmáli, en það er geymsla garðávaxtanna og yfir höfuð álls grænmetis. Jarðhúsin við Elliðaárnar, sem Grænmetisverzlunin á, hafa í mörg ár tekið kartöflur til geymslu, Og hafa þær geymzt þar vel, en nú í haust hættu jarð- húsin þessu og er það einkenni- legt háttalag af hendi þess opin- bera, þar sem fyrir nokkrum ár- um árum voru teknar prósentur af verði þeirra kartaflna, sem Grænmetisverzlunin keypti af Reykvíkingum, og var þetta fé tekið í því augnamiði að byggja með því kartöflugeymslur fyrir Reykvíkinga. Síðastliðið haust horfði því til vandræða með kar- töflugeymslu fyrir okkur rækt- unarmenn í Reykjavík, en þá hljóp Reykjavíkurbær undir bagga og lét útbúa kartöflu- geymslur í kjallara eins barna- skóla bæjarins, og fór þangað mikið af kartöflum. Ég fór þang- að með mínar kartöflur í þeirri trú að það mundi verða sett kæl- ing í geymslurnar, en svo varS ekki mér til mikilla og sárra von brigða. Og svo kom á daginn aS þessar bráðabirgðageymslur 1 skólanum voru lítils eða jafnvel einskis virði, þar sem í ljós kom að kartöflurnar voru farnar aS spíra í lok nóvembermánaðar, og þar með var mikið verk við rækt unina orðið að engu. Með tilliti til þess að við, sem ræktum garðávexti handa sjáif- um okkur, fáum ekki niður- greiðslu á þær kartöflur, sem viS notum sjálf, spörum við fyrir hiS opinbera stórfé. Ég hef tekið þaS lauslega saman hvað ég og fjöl- skylda mínum höfum sparaS fyrir ríkissjóðinn síðan er niður- greiðslan á kartöflum byrjaði, og telst mér það vera ekki minna en 10000 kr. Nú er spurningin hvort nokk- uð þýðir fyrir okkur Reykvík- inga að setja niður kartöflur og aðra garðávexti í vor. Er von um að við fáum góðar geymslur í haust, en þær kysi ég helst aS hafa þannig að þær tækju allar tegundir garðávaxta, en þá fyrst má búast við að garðarækt- un Reykvíkinga aukist, ekki ein- ungis til gagns og ánægju þeim sjálfum, sem að þessu ganga, heldur og einnig til mikils sparn aðar fyrir hið opinbera, sem und- anfarin ár hefur orðið að kaupa kartöflur Og aðra garðávexti er- lendis frá fyrir stórar fjárhæðir Og dýrmætur gjaldeyrir hefur eyðst. Er það leiiðinlegt og jafn- vel skammarlegt þar sem unnt er að rækta allt þetta í okkar eigin landi, ekki einungis nóg handa öllum landsmönnum, held ur ættum við að geta flutt út mikið af þessari góðu og nyt- sömu vöru og það í stórum stíl. Og þess er að síðustu að minn- ast, að íslenzkir garðávextir eru margir betri og ljúffengari en þeir, sem inn hafa verið fluttir frá öðrum löndum. Valdimar Sörensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.