Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður
&8. árgangur
102. tbl. — Þriðjudagur 9. maí 1961
Prentsmiója Morgunblaðsins
Dean Rusk utanríkisráðlierra
Bandaríkjanna :
Brátt brotið blað
i sögu NATO
ÓSLÓ, 8. maí. (Reuter/NTB) —
1 dag hófst í Ósló ráðherrafund-
ur Atlantshafsbandalagsins með
almennum umræðum um ástand
ið' í alþjóðamálum.
Á fundinum í morgun töluðu
þeir Dirk Stikker, hinn ný-
kjörni framkvæmdastjóri banda-
lagsins, og Dean Busk, utanríkis
ráðherra Bandaríkjanna, sem nú
situr ráðherrafund NATO í
íyrsta skipti.
í kvöld var það rætt í Osló að
verulegrar svartsýni hefði gætt
á fundum í dag. Telja menn
margt benda til þess að sambúð
Austurs og Vesturs fari sízt batn
andi og séu margvíslegir erfið-
leikar framundan í alþjóðamál-
um. —
Stikker framkvstj., lagði í
ræðu sinni sérstaka áherzlu á
þá hættu sem nú stafaði hvar-
vetna af kommúnisma. — Sú
hætta væri ekki lengur bundin
við jörðina eina heldur næði
hún einnig út í himingeiminn
— hún væri ekki lengur aðeins
hernaðarleg, heldur gripi hún
inn á öll svið mannlífsins.
Má ekki hallast á
Dean Rusk ræddi vítt og
breitt um stjórnmálaástandið í
Kongó, Laos, Vietnam, Kúbu og
Súður-Ameríku og varaði, eins
og Stikker, við hættunni sem
hinum frjálsa heimi stafaði af
kommúnisma. Hann sagði, að
Rússar reyndu nú að umlykja
hinn frjálsa heim á alla vegu og
menn skyldu ekki loka augun-
um fyrir þeim möguleika a8
þeir kynnu að gera skyndilega
hernaðarárás á miðju þess
hrings, er þeir drægju. Hann
sagði, að Sovétríkin væru öfl-
ugt kjarnorkuveldi, en Banda-
ríkjamenn stæðu þeim fyllilega
á sporði í þeim efnum. Hins-
vegar yrðu Vesturveldin að
gæta þess, að ekki hallaðist á í
búnaði venjulegra vopna, en á
því sviði væru Rússar einnig
geysiöflugir.
Rusk fullvisaði fundamenn um
að Bandaríkjamenn hefðu ekki
í hyggju að fækka herliði sínu í
Evrópu. f því sambandi ræddi
liann Berlínarmálið Og sagði, að
Bandaríkjamenn hygðust standa
fast á rétti sínum í Berlín, þó svo
Rússar gerðu sérstaka friðar-
samninga við Austur-Þýzkaland,
Teldu Bandaríkjamenn að slíkur
friðarsamningur væri brot á
samningi Rússa við Vesturveld-
in. Héldu þeir hinsvegar slíku
til streitu myndu Bandaríkja-
menn halda fast á rétti sínum í
Berlín og verja samgönguleiðir
til borgarinnar.
• Brotið blað
Rusk sagði, að nú yrði brátt
brotið blað í sögu Atlantshafs-
bandalagsins — samtökin hefðu
verið bundin einu takmarki á
Framhald á bls. 23.
Þ E G A R fyrsti bandaríski
geimfarinn, Allan B. Shepard,
hafði lent Mercury-geimskipi
sínum á sjónum 486 kílómetr-
um frá skotstað, opnaði hann
lúgu í trjónu skipsins og beið
þess aff þyrla kæmi aff sækja
hann. ___^_^_
Mynd þessi er tekin úr Iþyrl
unni, þegar veriff er að draga
geimfarann upp úr sjónum.
Utvarpsþáttur j
um handritin S
Einkaskeyti til M'bL
frá Sigurði Líndal,
Kaupmannahöfn, 8. mai
, f KVot.l) fór fram i danska
útvarpinu þáttur um islenzku
handritin. Skáldið Hans
Hartvig Seedorf annað-
ist þennan þátt og var þar
rætt við prófessor Wester-
gaard, Nielsen, Sven Aakjær,
ríkisskjalavörð og Prófessor
Bröndum Nielsen, sém allir
lögðust fast gegn afhendingu
handritanna til íslands. Töidu
þelr ógerlegt að skapa þá að-
stöðu til rannsókna á íslandi,
sem nú er í Kaupmannahöfn.
Kom einnig fram hjá þeim,
að fslendingar virtust líta á
handritin sem saf ngripi og ætl
uðu að ffcyma þau í Skálholti.
Ennfremur var rætt við
Johannes Terkelsen, lýðhá-
skólastjóra, sem mælti ein-
dregið með því, að handritin
yrðu afhent.
Shepard fagnað í Washington
Washington, 8. maí.
(Reuter/NTB)
BANDARlSKI geimfarinn
Alan Shepard, kom til Was-
hington í dag, þar sem hann
var mjög hylltur af forystu-
mönnum þjóðarinnar og íbú-
um borgarinnar. Var hann
sæmdur sérstöku heiðurs-
merki við stutta og látlausa
athöfn á svölum Hvíta húss-
ins, en síðdegis hélt hann
fund með fréttamönnum.
Shepard og hinir mennirnir
sex, er þjálfaðir hafa verið til
geimferða, héldu flugleiðis frá
Bahamaeyjum í morgun til
Andrews-herflugvallarins í Mary
land. Þar var á annað þúsund
manna til að taka á móti þeim,
þar á meðal Louise, eiginkona
Shepards, og fleiri meðlimir
fjölskyldu hans.
Shepard flutti þarna stutt
ávarp og þakkaði móttökurnar,
en síðan stigu geimmennirnir og
fjölskylda Shepards í þyrlu, sem
flutti þá til Washington og lenti
þar á grasvelli við Hvíta húsið.
Þar biðu þeirra forsetahjónin og
varaforsetinn ásamt öðrum for-
ystumönnum. Var þeim Shepard
og félögum hans ákaft fagnað af
stjórnmálamöhnunum sem og
áhorfendum, sem safnazt höfðu
í næsta nágrenni.
• Gleymdi að festa
heiðursmerki
Af grasflötinni var gengið
upp á svalir Hvíta hússins. —
Kennedy forseti flutti stutt
ávarp og þakkaði Shepard ferð-
ina. Hann sagði að þessi tilraun
Bandarikjamanna hefði getað
misheppnazt og skaðað þannig
álit Bandaríkjanna út á við. Því
teldi hann, að hin frjálsa þjóð,
sem hefði hætt svo miklu, hefði
unnið hinn mesta sigur með
þessari fyrstu ferð Bandaríkja-
manns út í geiminn.
Kennedy sæmdi Shepard heið-
ursmerki bandarísku geimrann-
Frh. á bls. 2
Lítið nú
upp -
segir de Gaulle
París, 8. maí (Reuter-NTB)
í RÆÐU, sem de Gaulle hélt 1
kvöld og sjónvarpað og útvarp-
að var um allt Frakkland Og
Alsír næstum samtímis, beindi
hann þeim tilmælum til alsírsku
þjóðarinnar að gefa sér nú tíma
til að líta upp úr gömlum helgi-
sögum og kjánalegum áróðri og
beita kröftum sínum og hæfi-
leikum til þess að finna lausn á
hinum miklu vandamálum, sem
framundan eru fyrir þjóðinni, Er
þetta í fyrsta sinn síðan í upphafi
uppreisnar hershöfðingjanna á
dögunum að de Gaulle ávarpar
frönsku þjóðina.
Hann fullvissaði þjóðirnar um,
að hann myndi ræða framtíð
Alsír við fulltrúa hinna serk-
nesku uppreisnarmanna í Alsír.
Kvaðst hann vona, að mögulegt
yrði að finna grundvöll til sam-
komulags um heppilegt sam-
bandsform milli Frakklands og
Alsír.
De Gaulle kvaðst vöna að upp-
reisn hinna öfgafullu hershöfð-
ingja á dögunum hindraði ekki
viðræður um lausn Alsírvand-
ans, því hún yrði að finnast. —
Alsírska þjóðin verður að taka
málið í eigin hendur, sagði hunn.
?-----------------------?
Tal vann 19. skák
TUTTUGASTA skákin í einvígi
þeirra Botvinniks og Tals, var
tefld í gærkvöldi. Vegna slæmra
hlustunarskilyrða náðist ekki ná-
kvæm frásögn um skákina, en
vitað var að hún fór í bið. Var
helzt að heyra að Tal hefði betri
stöðu.
Staðan í einvíginu er nú sú að
Botvinnik hefur 11% vinning á
móti 7% hjá Tal, sem sigraði í
19. skákinni.
Frá verkfaffinu í Grimsby:
Tillögur togaraeigenda til sam-
komuiags dregnar til baka
Einkaskeyti til Míbl.
frá Grimsby, 8. maí.
NÚ ER svo komið, að togara-
eigendur hafa dregið til baka
allar tillögur sínar til samkomu-
Iags í deilunni við yfirmenn og
vélamenn á togurum. Ástæðan
er sú að verkfallsmenn hafa neit
að að taka aftur þátt í sjávarút-
vegsráðinu, sem var hinn eini
aðili, er stjórnað gat og haft milli
göngu um sáttaviðræður. Enn-
fremur neita verkfallsmenn nú
að halda Parísarsamkomulagið í
heiðri í framtíðinni.
Þessi ákvörðun togaraeigenda
fylgdi í kjölfar leynilegra við-
ræðna þeirra og verkfallsmanna,
sem gáfu byr undir vængi von-
um um að til samkomulags
drægi.
Dennis Welch, formaður fé-
lags yfirmanna, sagði togaraeig-
endum að þeir verkfallsmenn
féllust á, að taka þátt í fundum
ráðsins, svo framarlega sem
togaraeigendur styddu kröfur
verkfallsmanna um sjálfstæð
samtök til að útkljá slík deilu-
mál. Ennfremur féllust þeir á
að halda Parísarsamkomulagið,
svo framarlega sem togaraeig-
endur féllust á að koma á fót
nefndum, sem hefðu umsjón
með löndunum togara.
Welch segir, að með þessum
tilslökunum, hafi yfirmenn og
vélamenn látið af mikilsverðum
| grundvallarkröf um. Það sé »6
hinsvegar ljóst orðið, að togara-
eigendur vilji ekki fallast á, að
íslendingar verði að hlýða um-
sjón löndunarumsjónarnefnda.
Welch segir, að með slíkum
nefndum væri það tryggt, að séx
hver erlendur togari sem og
brezkur togari, sem ekki væri
skrásettur í Grimsby, yrði að
sækja um leyfi til að mega
landa í Grimsby. Mundu yfir-
ráð nefndarinnar þá jafnt ná tii
brezkra og erlendra togara án
þess að ganga í berhögg við
Parísarsamkomulagið — en sam
kvæmt því hefðu Islendingar
fallist á að hlýða þeim löndun-
Frh. á bls. 2