Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 9. maí 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. Tshombe leiddur fyrir rétt — sakaður um landráð og morð BORG FRAMFARA OG UPPBYGGINGAR <s> AÐ er Sjálfstæðismönn- um, sem stjómað hafa Reykjavíkurbæ um áratugi, hið mesta fagnaðarefni, að þeir hafa borið gæfu til að hafa merkilega forystu um hagnýtingu vatnsafls og jarð hita í landinu. Fyrir rúmum 30 árum markaði Jón heitinn Þorláksson stefnuna í raf- orkumálunum. Hann lagði til að vatnsaflið yrði hagnýtt, ekki aðeins í þágu þéttbýl- isins, heldur og í þágu sveitanna. í samræmi við þessa stefnu hófst Reykjavík síðan handa um virkjun Sogsins. Enda þótt sú fram- kvæmd mætti mikilli mót- spyrnu Framsóknarflokksins, reis þó fyrsta orkuverið í Sogi árið 1936. Síðan hefur hver stórvirkjunin þar rekið aðra, og nú hafa verið virkj- uð í Sogi nær 100 þús. hest- öfl. Á sama hátt hafði Reykja- vík forystu um hagnýtingu heita vatnsins í Mosfellssveit til upphitunar borgarinnar og sköpunar margvíslegra lífs- þæginda. Síðan hafa verið framkvæmdar fjölþættar jarðhitarannsóknir í bæjar- landinu og utan þess með þeim árangri að mögulegt hefur reynzt að auka hita- veitukerfið stöðugt og veita því til nýrra bæjarhverfa. Aðrir kaupstaðir hafa síð- an fetað í fótspor Reykja- víkur um hagnýtingu vatns- afls og jarðhita. Má segja, að almennur skilningur sé nú skapaður á því að hag- nýta þessar auðlindir lands- ins sem víðast í þágu sem flestra landsmanna. Á vegum Reykjavíkurbæj- ar standa nú, eins og jafnan áður, yfir miklar og marg- háttaðar framkvæmdir. Unn- ið er að áframhaldandi virkj- unarundirbúningi og aukn- ingu hitaveitunnar. Sex ný- ir skólar eru í byggingu, glæsilegt bæjarsjúkrahús er risið og mun taka til starfa innan 2—3 ára. Stórfram- kvæmdir standa yfir á sviði gatnagerðar og fjölmargar aðrar framkvæmdir eru á döfinni. Engum er það Ijósara en Sjálfstæðismönnum, sem hafa stjórnað bænum, að hinn öri vöxtur hans hefur skapað margvísleg vandkvæði. En á þeim hefur verið sigrazt og uppbyggingin og framfarirn- ar hafa haldið áfram jöfnum og hröðum skrefum. TRAUST FJÁR- MÁLASTJÓRN FN því aðeins hefur þessi mikla uppbygging verið möguleg, að fjármálastjórn Reykjavíkur hefur verið traust og hyggileg. Afburða- menn hafa valizt í stöðu borgarstjóra og bærinn hefur notið starfskrafta margra dugmikilla og mikilhæfra tæknimenntaðra manna. Almenningur í höfuðborg- inni hefur fundið að bæjar- félagi hans hefur verið vel og viturlega stjórnað. Þess vegna hefur öllum áhlaupum minnihlutaflokkanna verið hrundið við hverjar bæjar- stjórnarkosningar. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur haldið öruggum meirihluta í bæjar- stjórn í áratugi. Stærsta sig- ur sinn vann flokkurinn í bæ j arst j órnarkosningunum veturinn 1958, er hann fékk 10 bæjarfulltrúa kjörna af 15. Sýndu þau úrslit hið mikla traust, sem Sjálfstæð- isflokkurinn nýtur í þessu mesta framfara- og umbóta- byggðarlagi landsins. ★ í maí næsta ár munu fara fram bæjarstjórnarkosningar um land allt. í sæti borgar- stjóra situr nú Geir Hall- grímsson, ungur og glæsileg- ur maður, sem hefur frá æskuárum tekið virkan þátt í stjórn bæjarmálefna. Enda þótt hann hafi aðeins farið með borgarstjórn um skamm an tíma, er óhætt að full- yrða að hann hafi getið sér hið bezta orð fyrir dugnað, víðsýni og frjálslyndi í störf- um sínum og allri framkomu. Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu ganga sigurvissir til næstu bæjarstjórnarkosninga undir forystu hans. GÖN G UFERÐIR OG RÚÐUBROT AÐ ér vissulega illa farið að nokkrir unglingar skyldu verða til þess sl. sunnudagskvöld að brjóta rúður í flokksskrifstofum kommúnistaflokksins og rúss Leopoldville, 8. maí (Reuter). MOISE TSHOMBE, forsætisráð- herra Katangafylkis í Kongó, hef ur nú verið fluttur til Leopold- ville og mun þar verða stefnt fyrir dóm, sakaðiur um landráð og morð. Justin Bomboko, utanríkisráð- herra stjórnarinnar í Leopold- ville skýrði frá því í gær, í Coquil hatville að stjórnin bæri fulla ábyrgð á handtöku Tshomibes, og að valdi yrði beitt ef nauðsynlegt reyndist, til þess að beygja Kat- angastjórn til hlýðni við Leopold villestjórn. Sagði Bomboko, að kæran á hendur Tshombe um landráð væri 1 fjórum liðum: 1. Tshombe er sakaður um að bera ábyrgð á morðum fjölda Baluba-manna í Norður-Kaí- anga. 2. Hann er sakaður um uppreisn undir forystu erlendra manna, gegn stjórninni í Leopoldville. 3. Hann er sakaður um að hafa með ólöglegum hætti lagt hald á flugvélar, skotfæri og fjár- muni, sem voru í eigu Leo- pold villestj órnar. 4. Hann er sakaður um að hafa gefið út falska peninga með því móti að slá sér mynt fynr Katangafylki. Loks er Tshombe sakaður um að hafa tékið Patrice Lumumba af lífi, án dóms og laga. Bomboko gerði ekki grein fyrir því, hvort fjallað yrði um mál Tshombes fyrir opnum dyrum né heldur gerði hann grein fyrir, hverjar ráðstafanir Leopoldville- stjórn hyggðist gera til þess að vinna aftur Katangafylki til fylg- isspektar við Leopoldvillestjórn. • Hvítir hermenn í haldi Fregnir berast um það frá Elisabethville, að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Katanga Moise Tshombe hafi umkringt eitthundrað hvíta hermenn, úr liði Katangastjórnar. Hefur stjórn SÞ í Leopoldville gefið út fyrirskipun um handtöku þessara manna, og er það liður í framkvæmd þeirrar samþykktar neska sendiráðsins, og hafa þar í frami uppnám og ó- spektir. Slíkar aðfarir ber að fordæma, hver sem gerist sekur um þær. Með grjót- kasti og rúðubrotum verður engu máli ráðið til lykta í lýðræðislandi. Enda þótt al- menningur beri litla virðingu fyrir gönguferðum og úti- fundum kommúnista og aft- aníossa þeirra að erlendri fyrirmynd, eiga þeir menn, sem slíkar gönguferðir vilja fara, rétt á því að vera í friði á labbi sínu og við fundahöld sín. Það er grund- vallarregla íslenzks lýðræð- is og hana ber að hafa í heiðri, hverjir sem í hlut eiga. Þá meginreglu ber lýð- ræðissinnuðum mönnum að virða, enda þótt kommúnist- ar hafi sjálfir allt önnur vinnubrögð. Þeir hafa ekki hikað við að greiða atkvæði með grjóti. Þeir hafa ráðizt á löggjafarsamkomuna að störfum með grjótkasti og öðrum skrílslátum. En íslend ingar eiga að eftirláta komm únistum einum slík vinnu- brögð. PORTÚGAL OG NÝLENDU- STEFNAN DRETLAND og Frakkland, U hin gömlu nýlenduveldi, hafa skilið þá grundvallar- stað>reynd, að nýlendustefn- an hefur runnið sitt skeið á enda. Þeir hafa breytt ný- lenduveldum sínum í sam- band frjálsra þjóða. Síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk hafa 500 millj. manna, sem áður byggðu nýlendur Breta og Frakka, öðlazt sjálfstæði. Á sama tíma hafa Rúss- ar tekið upp nýlendu- og kúgunarstefnu, sem er hálfu verri hinni fyrri. Þeir hafa lagt undir sig fjölda þjóð- landa og lagt á þjóðir þeirra hlekki ófrelsis og kúgunar. Það situr því vissulega illa á kommúnistum að fordæma hina gömlu nýlendustefnu. En nú er röðin komin að Portúgal um að skilja kall hins nýja tíma. I Afríkuný- lendum Portúgala ólga nú uppreisnir og blóðug átök. En stjórn Salazar virðist ekki hafa sama skilning á hinum breyttu aðstæðum og Bretar og Frakkar. Hún reynir að spyrna á móti þró- uninni og bæla niður með iharðri hendi frelsishreyfing- ar nýlendufólksins. En sú andspyrna er vonlaus. Ný- lendur Portúgala, eins og önnur lönd Afríku, hljóta að fá frelsi. Öryggisráðsins, að allir erlendir hermenn og ráðunautar, sem ekki starfa á vegum SÞ, hverfi úr landinu. Hins vegar segir í fregnum, þessum, að ekki hafi enn verið gengið lengra eftir handtökuskip- aninni, en að halda hermönnun- um innikróuðum í herstöð einni í Nyunzu. Hafði Katangastjórn á laugardaginn sent stjórn liðs SÞ tilmæli um viðræður til sátta, en ekki er enn vitað hverju þeim verður svarað. • Árekstrar í Port Francqui Fregnir berast um árekstra I Port Francqui, en þar sló fyrir nokkru í brýnu milli Ghanaher- manna og Kongóhermanna og létu þá nokkrir Ghanahermenn lífið í bardögum. Nú munu Kongóhermenn hafa tekið öll völd í Port Francqui, eftir að Ghanahermenn reyndu árangurslaust að leysa deilumál- in með viðræðum. Tveir menn eru sagðir látnir, annar brezkur en hinn sænskur liðsforingi, sem hafði gefið her- mönnum sínum fyrirskipun' um að hleypa ekki af skoti, nema hann gæfi um það skipun. Virð- ist svo sem enginn hafi vitað fyrr en eftir á, að hinn sænski liðs- foringi var fallinn fyrir hendi Kongóhermanns. Ennfremur er 36 Ghanahermanna sakrtað. Hammarskjöld, framkvæmda- stjóri SÞ, hefur sent Kasavubu forseta tilmæli um að þeim, sem ábyrgir eru fyrir atburðum þess- um, verði refsað. Seftist meðal áheyrenda LONDON, 8. maí. (Reuter) — Brezki þingmaðurinn Anthony Wedwood Benn reyndi í dag að taka fyrra sæti sitt í neðri deild brezka þingsins, en var meinað- ur aðgangur. Benn, berst ákaft fyrir því, að fá að afsala sér lávarðstign þeirri, sem hann tók í arf eftir föður sinn og fá þar með að halda sæti sínu í neðri deildinni. í brezkum lögum seg- ir svo fyrir um, að sá er erfi slíka nafnbót skuli jafnskjótt taka sæti í lávarðadeild og aukakosningar fara fram í kjör- dæmi hans. Þegar Benn kom til þinghúss- ins í dag, var honum meinaður aðgangur að þingsal. Sagði dyra vörður, að það væri gert sam- kvæmt skipun íorseta neðri deildarinnar, sem telur sig ekki geta leyft Benn að setjast í sæti sitt gegn vilja þingmanna. Er svo var komið tók Benn sér sæti á áhorfendapöllum ásamt eiginkonu sinni, sem fædd er í Bandaríkjunum, móð- ur sinni og níu ára syni. Gegnt Benn sat einnig á áhorfenda- palli andstæðingur hans frá aukakosningunum í BristoL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.