Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 8
ð MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. maí 1961 Læknisþjdnusta strjábýlisins og vandkvæði hennar Eftir Arinbjörn Kolbeinsson lækni f FYRRI grein um þetta mál í Mbl. 25 apríl s. 1. var gerð nokk ur grein íyrir einföldustu að- stöðu til læknisstarfa í strjál- býli, sem gerir ungum og efni- legum læknum kleift að veita fólkinu þá þjónustu og það öryggi, sem það þarfnast og fyr iar öllum vakir. Þá liggur næst fyrir að athuga starfsaðstöðu og kjör í þeim hér- uðum, sem nú eru læknislaus, og leiða í ljós mismuninn á nú- verandi ástamdi og því sem vera þyrfti. Einungis þær ráðstafan- anir, sem jajfna þennan mun, koma að gagni. Eins og áður segir voru um síðustu áramót 6 héruð læknislaus með öllu en auk þess var 8 héruðum þjónað til bráðabyrgða af kandidötum, sem áttu ófengið lækningaleyfi og voru þar ekki af áhuga fyrir starfinu heldur til þess að af- plána þegnskylduvinnu, sem venjulega er sett að skilyrði fyr- ir ótakmörkuðu lækningaleyfi. Slík læknisþjónusta er engin varanleg lausn á vandamálum og veitir íbúunum ekki það öryggi sem þeir þarfnast. Læknisbústaðir. Læknisbústaðir í hinum strjálbýlu héruðum eru með ýrnsu móti. Sumsstaðar vant- ar þá alveg eða eru óhæfir til íbúðar, fullnægja jafhvel e)kki eiiuföldustu hreinlætis- og heilbrigðiskröfum. Varla mun nokkur læknisbústaður í héruðum sltrjálbýlisins,. geta talist sæmilegur til íbúðar og starfa. Áhöld skortir víðast að miklu eða öllu leyti, og verður læknir að styðjast við þau fábreyttu áhöld, sem hann hefir ráð á að kaupa. Aðstaða til starfa er því á allan hátt ófullnægjandi. Kjör héraðslækna. Eins og vera ber taka héraðs- læknar fámennu héraðamna, hæst laun allra héraðslækna 6.525,00 kr. á mánuði, eða 78.300,00 kr. uim árið. Fyrir laun þessi ber lækninum að vera til taks dag og nótt virka daga sem helga venjulega allt árið, því erfiðlega gengur að fá sumarfrí, þá skal héraðslæknir hafa með höndum almennt heilbrigðiseftirlit og sjá um heilbrigðisframkvæmdir héraðsins, svo sem almennar sótt vamir, varnir og eftirlit með berklum, kynsjúkdómum o. fl. Bnn fremur annast matvæla- eftirlit, eftirlit með vatnsbólum, framkvæmd heilbrigðissam- þykkta og skólaeftirlit. Auk þessa ber héraðslækni að semja allar lögskipaðar heilbrigðis- skýrslur. Fyrr almenn Iæknisverk fá héraðslæknar greðslur sam- kvæmt gjaldskrá frá 1933 og hana má aðens 6 falda enda þótt flestir kostnaðarliðir læknisþjón ustunnar hafi tvítug tii sjötug- faldast á sama tíma. Bamkvæmt þessu má héraðs- læknir taka 12 kr. fyrir læknis- skoðun. Á ferðalögum fær hann 3—12 kr. á klst. Fyrir sólar- hringsferð fær læknirinn 168 kr. og er rannsókn á sjúklingi«inni- ialin. Fylgdarmaður læknis, sem tekur greiðslur eftir Dagsbrún- artexta fær 835,90 fyrir sama ferðalag. Aki læknir sínum eig- in bíl í sjúkravitjunum, sem er að sjálfsögðu eðlilegt og oft heppilegt, þá tíðkast að hann taki 8—10% lægra gjald en aðrir bíl- stjórar. greitt er fyrir almonn lækninga- störf í Reykjavík og annarsstað- ar á landinu. Oftast fá sérfræð- ingar óeðlilega litlar greiðslur fyrir störf í sérgrein sinni og verða oft að stunda almenn Tafla n. Afkoma héraðslækna strjálbílis ins miðað við nauðsynleg útgjöld og núverandi tekjur Árlegar brúttó-tekjur Árleg gjöld Laun VI. fl........kr. 78.300,00 Vextir og afborg- Lækningastörf og lyfjasala (meðal- tal frá 1957) ..... Bifreiðaakstur (á- ætlaður í 600 íbúa héraði) ........... anir af námsskuld kr. Afskrift af áhöld- — 31.000,00 um ásamt vöxtum — Afskriftir og rekst- Ur bifreiðar....... — 34.000,00 Afskriftir og vext- ir vegna apóteks — Fræðsl-ukostnaður ( framhaldsmennt- un)............ 42.000,00 11.000,00 — 75.000,00 12.500,00 — 15.000,00 Brúttótekjur alls kr. 143.300,00 Mismunur ............kr 17.200,00 Ef gert er ráð fyrir að læknir vanræki engar af þeim greiðsl- um, sem eðlilegt og nauðsynlegt er að hann inni af hendi til þess að læknisþjónustan geti orðið viðunandi til lengdar, þá vant- ar 17.200,00 kr. á að brúttótekj- ur hrökkvi fyrir rekstrarkostn- aði og er þá ekkert afgangs til þess að framfleyta læfcni og fjöl- skyldu hans smb. Töflu II. I reynd er niðurstaðan að vísu ekki þessi, heldur á þann veg að læfcnir, sem tækist á hendur þennan starfa, myndi óhjákvæmi lega neyddur til þess að van- rækja framhaldsmenntun en fræðslukostnaður fellur þá niður að miklu leyti. Hann hefir ekki efni á að veita sér nauðsynleg áhöld til rannsókna og lækninga. Læknirinn getur ekki staðið í skilum með afborgun af náms- skuldum og hefur ekki ráð á að eignast né reka traust og gott farartæki. Vexti og afborganir af lyfjabirgðum apóteks reynist honum um megn að greiða. Oft er talað um aðgerðaleysi lækna í fámennum héruðum. Það er rétt, mörg héruð eru of fámenn og í sumum þeirra er óhugsandi að læknir geti haft nægilegt að starfa, en víða staf- ax aðgerðaleysið jafnframt 'af áhaldaskorti og lélegum vinnu- skilyrðúm við greiningu sjúk- dóma og lækningar. Læknirinn hefu rekki aðstöðu til að rann- saka og ráða fram úr þeim verk- efnum, sem til falla, þessvegna fær hann verkefnin ekki í hend- ur. Fólkið fer um langan veg til þess að leita aðstoðar þeirra lækna, sem betur mega, ekki að- allega vegna meiri þekkingar, heldur af því að þeir hafa betri tæknilega aðstöðu. Héraðslækningastofa, sem svar ar kröfum tímans, er að vísu dýrt fyrirtæki í stofnun og rekstri ,en þar er unnt að veita þjónustu, sem sparar þjóðfélag- inu mikið fé með betri hagnýt- ingu vinnuafls og minnkuðum kostnaði við langferðalög í lækn ingaskyni. Sérfræðintgar utan Reykjavíkur Rétt er að geta þess að bent hefur verið á þá nauðsyn að sér- fræðingar setjist að víðar en í Reykjavík. Ástæðan fyrir skorti sérfræðinga utan Reykjavíkur byggist fyrst og fremst á óheppi- legu greiðslufyrirkomulagi og röngu hhitfalii milli þess, sem Gjöld alls kr. 160.500,00 lækningastörf jafnframt, en vinni þeir slík störf utan Reykjavíkur fá þeir 15—20% lægri greiðslu fyrir, en ef þau væru unnin í Reykjavík. Þó er aðstaða við þessi störf erfiðari utan Reykja ví’kur, þar sem fáir læknar starfa, en flestir kostnaðarliðir eins há- ir og sumir mun hærri en í Reykjavík. Hér er aðeins um að ræða mjög einfaldan og auðleyst an skipulagsgalla. Læknasamtök- in hafa oftlega beitt sér fyrir Iagfæringu þessara mála, en litlu Síðari hluti fengið áorkað sökum fastheldni og skilningsleysis tryggingayfir- valda. Hins vegar hefur ekki áður verið bent á þetta opinberlega eða útskýrt fyrir því fólki, sem hér á mestan hluít að máli. En reynsla undamfarinna ára hefur sýnt, að án skilnings og aðstoð- ar almemníngs, verður þessum málum seint komið í rétt horf. Læknisþjónusta er manrrúðarstarf Vera rná að í hópi þeirra fá- fróðu um þessi mál — en sá hópur er því miður eims og sak- ir standa óeðiilega stór — séu einhverjir sem álíta áður nefnd- ar kröfur um starfsaðstöðu of strangor vegna þess að læknis- þjónustgn sé mannúðarstarf, sem læknar eigi að inna af hendi án tillits til aðstæðma hvar og hvenær, sem þess er þörf. Sjórn- armið þetta er mörg þúsund ára gamalt og hefur gilt og gild- ir enn um alla frumstæða lækn- isþjónustu, en slík þjónusta er óviðunandi nú á tímum bæði fyr ir lækna og sjúklinga. í umræð- um á Alþingi um þessi mál hef- ur læknisþjónustan verið flokk- uð meðal frumstæðustu lífsþæg inda, ,,í nútíma menningarþjóð- félagi". Þegar orðið „frumstæð- ur“ er notað í þessu sambandi er venjulega átt við einfalda, auðfengna, sjálfsagða og meira eða minna nauðsynlega hluti, svo sem sæmileg húsakynni jafnvel með heitu og köldu vatni í leiðslum og krönum, skolp- leiðslur, vatnssalemi o. fl. Póst- þjónustu mætti ef til vill setja í þenna flokk. Arinbjörn Kolbeinsson Áhaldasnauður læknir með lélega starfsaðstöðu verður raunar lítið annað en sjúkra- póstafgreiðslumaður héraðs- ins, og sú þjónusta er frum- stæð, en næsta ófullnægjandi. Nútírma læknisþjónusta á þar tæpast heima í sama flokki, enda þótt hún sé sjálfsögð og stundum nauðsynlegri fyrir íbúana en allt annað. Þess ber að gæta að nútíma lækn- isþjónusta byggist á einni yfirgripsmestu vísindagrein, sem mannsandinn hefir nokk- urn tíma glímt við, og tækni- lega eru sumir þættir hennar það erfiðasta og flóknasta sem hugur og hönd fæst við. Tengi maður, slíika þjónustu sem nútíma læknisstarf er, við hina frumstæðu þætti þjóðfélags- ins er hætta á að sá skilning- ur verði þrándur í götu sæmi legrar læknisþjónustu. Ekki er hægt að ásafca unga ís- lenzka lækna þótt þeir verði ófáanlegir til að taka þátt í slíkum leik. Nútíma læknis- þjónusta byggist á tæknilega flóknum vísindalegum vinnu- aðferðum, sem einungis er hægt að framkvæma við á- kveðin skilyrði. Aðeins við slík skilyrði ber læknisþjón- usta góðan árangur og verður mannúðarstarf, en hún er það ekki, ef læknum er meinað, sökum ófullkominna starfs- skilyrða, að beita þekkingu sinni og greiða sjúklingum sinum veg að öllum úrræðum vísindagreinar sinnar. Hvað á að gera til úrbóta? Því hefur verið haldið fram í umræðum á alþingi að raunveru legur læknaskortur sé á íslandi og of fáir læknar útskrifist hér árlega. Læknafélag íslands og Læknadeild Háskólans hafa gert tilraun til þess að leiðrétta þenn- an misskilning meðal alþingis- manna, en almenningur hefir lítið um þetta mál heyrt. Eins og áður er tekið fram eru hér 230 starfandi læknar eða 1 á 760 íbúa og auk þess 98 læknar (og læiknakandidatar) erlendis þar af 76 við framhaldsnám og bif á ð ab y r gðastörf tilbúnir að koma heim og vinna hér hvenær og hvar sem staxfsskilyrði leyfa. íslenzkir læknar og iæknakandi- datar voru um s. 1. áramót 328, þar af tæpur þriðjungur erlend- is. Af þessu tilefni er eðlilegt að sú spuming vakni, hvort við höfum ráð á því, að láta svo marga menntamenn starfa erlendis og jafnvel setjast þax að ævilangt. Þess ber einnig að gæta, að læknar eru að- eins hluti af þeim tæ'kni- og vísindalega menntuðum fs- lendingum sem nú starfa erlendis. Allir skilja mikil- vægi fiskveiðilandhelginnar og sjá þá efnahagslegu hættu, sem af því stafar, að erlend- ar þjóð rgrípi þorsk hér við landssteina, en færri gera sér ljóst að mannvit og menntun er enn nauðsynlegra og verð- mætara en sjálfur þorskur- inn. Tækni og vísindi geta opnað margar leiðir til lífs- bjargar í þessu landi og í rauninni eru þau það eina. sem bætt hefur og bætt getur kjör einstaklinga og þjóða. Ef okkar yngstu og hæfustu menntamenn hverfa af landi burt í vaxandi mæli, „býður þjóðin tjón á sélu sinni“ og þá stoðar hana lítið þótt hún eignist allt landgrunnið og fái handritin heim, þó eru þetta vissulega hvorttveggja stórmál efnahagslega og mena ingarlega séð. Vandomálið, sem fyrir liggur, er því mjög einfalt; það er ekki læknaskortur, heldur skipulags- gallar, sem leysa mætti á fáum árum jafnvel fáum mánuðum á þann hátt, að allir landsmenn geti orðið aðnjótandi viðunandi læknisþjónustu og meira en það þar sem vel til hagar er unnt að koma á fót almennri læknis- þjónustu, sambærilegri við þá þjónustu, sem bezt gerist erlend- is. Þess þekkjast dæmi að hér- aðslæknisþjónusta nái þessu marki hér á landi. Raunverulegur læknaskortur væri alvarlegt þjóðfélagsvanda- mál, sem laiigan tíma tæki að laga, því læknisnámið tekur um 15 ár að landsprófi loknu og til þessa erfiða náms eru laðeins hinir duglegustu stúdentar hæfir, Raunhæfar aðgerðir og framtíðarúrlausn. Vandkvæði á læknisþjónustu strjálbýlisins má leysa með eft- irfarandi ráðstöfunum: I. Endurskipu leggj a læknis- héruðin eftir þeirri megin reglu að íbúatala sé ekki undir 800 og ekki yfir 1200. (Þar sem einn læknir starfar). II. Læknisbústaði þarf að endurbæta eða endurbyggja þannig að þeir uppfylli þau síkil- húsakost og tæki snertir. yrði er að ofan getur, bæði hvað III. Læknum sé gefinn kost- ur á aðstoð eftir því sem með þarf, ekki síður í strjálbýli en IV. Ferðakostnaður sjúklinga annars staðar. til læknis og ferðakostnaður læknis í vitjunum verði greidd- ur eftir tryggingafyrirkomulagi. V. Lækniar eigi kost á að fá þær tegundir bifreiða, sem bezt henta á hverjum stað. VI. Sjúkraflug verði auðveld að og endurskipulagt fjárhags- lega og nánar tengt læknisþjón- ustunni. VII. Greiðslur til lækna verði aulknar svo að þær nægi til að standa undir öllum kostnaði og að afgangs verði laun sem nemi því að þeir hafi ævitekjur sam- bærilegar við það sem gerist hjá þeim stéttum þjóðfél'agsins sem hafa meðal ævitekjur og þar yfir. Það væri t. d. ailgerlega ófull- nægjandi þótt jafnaður væri sá munur, sem áður var skýrt frá að væri á ævitekjum lækna og bamakennara, enda mun nú al- mennt viðurkennt að kjör barna- kennara séu óhæfilega og skað- lega léleg fyrir þjóðfélagið. Taka ber fullt tillit til langs náms- tíma, og stuttrar starfsævi og annara aðstæðna. Læknum verði einnig tryggð sumarfrí og nauð- synleg leyfi til framhaldsmennt- unar. VIII. Afnumin verði 6 mánaða þegnskylduvinna læknakandidata eða henni aðeins beitt ef skort- ur verður á staðgöngumönnum héraðslækna í fríum þeirra. Óþarfi er að útskýra hvem einstakan lið en þó þykir rétt að benda á örfá atriði. í héraði sem telur 800 íbúa falla til nægi- leg verkefni fyrir héraðsiækna, ef hann hefir aðstöðu til að vinna að þeim og leysa þau. Fari íbúatalan hins vegar yfir 1200 hundr. verður annríki of mikið og rýrir það þjónustuna. En óhóflegt annríki lækna er eitt mesta og alvarlegasta vanda- málið í sambandi við læknisþjón- ustu þéttbýlisins. Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.