Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 22
22 MORGl'yBT AÐ1Ð Þriðjudagur 9. maí 1961 Hörð keppni og góð á ís- landsmótinu í badminton Sani maður vann 3 sigra í I. flokki ÍSLANDSMÓTIÐ í badmin- ton fór fram um helgina og var fjöi-ugt og skemmtilegt. Þátttaka var óvenjumikil, einkum var það gleðilegt að þátttakendur voru frá fleiri stöðum á landinu heldur en áður hefur þekkzt. Mótið fór vel fram og skipulega, þó um fangsmikið væri. Úrslit urðu þessi: Hefurðu passa? SÁ furðulegi atburður skeði á íþróttavellinum á sunnu- dagskvöldið að forseta ÍSÍ, Benedikt G. Waage var mein að um aðgang og hvarf hann á brott. Ástæðan var sú að Benedikt hafði ekki upp á vasann boðsmiða eða passa þann, sem boðsgestum er ætlað að sýna við inngöngu. Benedikt komst óhindrað inn á völlinn, en við stúku- dyr var hann stöðvaður af verði. Kvaðst Benedikt enn ekki hafa endurnýjað frá í fyrra passa þann, sem gildir sem aðgangskort að öllu, er fram fer á vellinum. Var þá vörðurinn hinn harðasti og sagði að þá færi forseti ÍSÍ j ékki í stúkuna. Benedikt f ór til vallar- ;stjórans og skýrði honum vandræði sín. Þeim viðskipt- um lauk þannig að Benedikt : vék af vellinum. Hér er um einstakt hneyksli að ræða. Alls staðar ahnars staðar er sótzt eftir því að hafa forseta íþrótta- sambands landsins við kapp- mót. Víðast er tekið á móti þéim og þeim fylgt til sætis. Én hér er spurt: Hefurðu 'passa? Og ef ekki, þá er æðsti maður íþrótta á land- inu rekinn frá. I þessu tilfelli maður, sem í hálfa öld hefur unnið íþróttunum. Einasta afsökunin væri að dyfavörður stúkunnar hefði ekki þekkt forseta ÍSÍ. En nú tnun svo ekki hafa verið. Og yið teljum víst að vallarstjór- ítin þekki forsetann í sjón og ihefði þá enn verið tækifæri tii leiðréttingar — þó ekkil hefði þá verið beðizt afsök- unar. , í En nú hlýtur afsökunar- bréfið að koma. Ef ekki frá ^ vallarstjóra, þá frá yfirmönn-l um hans, vallarstjórn eða| ÍBR. Það er gott að hafa reglur og að hleypa ekki inn án skírteina. Bara að það væri haldið við það. Og skyldi enginn hafa farið miðalaust í stúkuna á sunnudagskvöldið? Því miður skeði það. En regl- ur með passa og því um líkt gcta ekki gilt um forseta ÍSÍ. Það er móðgun að spyrja 'æðsta mann hreyfingarinnar um slíkt vegabréf. Eágmarksskilyrði er að starfsmenn íþróttavallarins þekki forseta ÍSf — það ætti ið vera skilyrði til að fá vinnuna. A. St. f einliðaleik karla voru kepp endur 7 talsins. Var viðhöfð 1 þeim flokki sem öðrum útslátt- arkeppni en til úrslita komust Óskar Guðmundsson TBR og Garðar Alfonsson TBR. Sigraði Óskar með nokkrum yfirburðum 15:6 Og 15:4. Óskar var einnig íslandsmeistari árið á undan. f einliðaleik kvenna meist^ra- flokks voru keppendur aðeins tveir. Lovísa Sigurðardóttir TBR sigraði Jónínu Niljohníusardótt- ur TBR með 11:5 ög 11:0. Jónína var íslandsmeistari. f tvíliðaleik karla kepptu 8 „pör“. Til úrslita léku Ragnar Thorsteinsson Og Lórus Guð- mundsson TBR móti Einari Jóns syni og Óskari Guðmundssyni. Var þetta mjög skemmtilegur leikur Og einn sá mest spenn- andi í mótinu. Einar Og Óskar unnu fyrstu lotu með 15:6. Næstu unnu Ragnar og Lárus með 15:6. Hófst þá úrslitastríðið^ sem lauk með Sigri Ragnars og Lárusar 15:12. Þeir Einar og Óskar voru íslandsmeistarar. f tvenndarkeppni kepptu 6 pör. Til úrslita léku Júlíana ísebarn dóttir Og Hulda Guðmundsdóttir á móti Jónínu Nieljohniusardótt- ur Og Sigríði Guðmundsdóttur. Var þar geysihörð keppni einn- ig. Fyrstu lotu unnu Jónína og Sigríður með 15:8. Aðra lotu unnu Rannveig Og Hulda eftir harða baráttu með 17:14. í loka- lotunni, sem var geysihörð sigr- uðu þær Rannveig og Hulda með 17:14. Var þetta tvísýnasti leik- ur mótsins. f tvenndarkeppni kepptu 6 pör. Til úrslita kepptu Júlíana ísebarn og Vagn Ottosson hinn gamal- kunni og margfaldi íslandsmeist- ari. Gegn þeim kepptu Jónína Niljohníusardóttir og Lárus Guð mundsson. Þau Jónína Og Lárus unnu fyrstu lotu með 15:3. En tvær þær næstu unnu þau Júlí- ana Og Vagn nokkuð létt 15:7 og 15:5 og tryggðu sér íslandsmeist- aratitilinn. 1. flokkur Keppt var einnig í 1. flokki. f einliðaleki karla sigraði ' Jón Árnason TBR nokkuð örugglega. í tvílðialeik sigraði Jón einnig ásamt Viðari Guðjónssyni TBR. í tvenndarkeppni 1. flokks vann Jón einnig ásamt Gerðu Jóns- dóttur. Valur vann 5:1 í GÆRKVÖLDI léku Valur og Víkingur í Reykjavíkurmótinu. Sigraði Valur með 5 mörkum gegn 1. Dóttir Ármanns klappaði stolt fyrir föður sínum er hann hafði hlotiö beitið. >» Armann J. Lárusson vann Grettisbeltið i 9. sinn ÍSLANDSGLÍMAN var glímd að I oft áður og af 12 skráðum kepp- Hálogalandi á sunnudaginn. Var endum mættu aðeins 6 til leiks. rislægra yfir stjórn mótsins en I Höfðu sumir lögleg forföll. Á- Björgvin Árnason skoraði síðara mark Fram. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) KR sigraói í baráttuieik við Fram Knattspyrnuunnendur hafa orðið fyrir sárum vonbrigð- um á þessu vori. Vitað var fyrirfram að sum Reykjavík- urfélaganna voru ekki sem sterkust, en flestir bjuggust við mestu af KR-ingum. Þeir voru Reykjavíkurmeistarar í fyrra, taplausir sumarið þar á undan, áttu flesta menn einstakra liða í landsliði, höfðu sýnt jafnbeztan leik og skemmtilegastan. í vor fóru sögur af vel sóttum og vel skipulögðum æfingum þeirra og stórum sigrum á æfingum [ yfir öðrum Reykjavíkurfé-1 Iögum. • Vonbrigði En hvað skeður. í fyrsta leik vorsins tapar liðið gegn Víking, sem á sl. ári vann engan leik. Komu þá áberandi gallar fram við leik KR-liðsins. í fyrrakvöld mætti liðið Fram. Sá leikur var að vísu mun betri Víkingsleikn- um, en svo langt frá því að vera góður að allir sem knattspyrnu unna hafa orðið fyrir sárum von brigðum. Það virðist ekki bjart framundan á knattspyrnusvið- inu, hvað sem veldur svona stjörnuhrapi. • Daufur leikur Leikur KR og Fram var á köfl- um daufur, einstaka sprettir sá- ust þó, tilþrif fá góð Og aldrei glæsibragur nema ef vera skyldi fyrra mark Fram, sem Baldur Scheving rak endahnút á. KR-ingar áttu fyrri hluta leiks ins. Ef frá eru talin þrjú upp- hlaup Fram, var sókn Fram næsta máttlaus og alveg mátt- laus og skipulagslaus þegar lengra kom yfir miðju en 20 metra. KR átti hins vegar nokkrar sæmilegar lotur en ekki meira en sæmilegar. Á 7. mín. skorar Ell- ert af 12—15 m. færi eftir þver- sendingu frá hægri frá Þórólfi. Framhald á bls. 23. horfendur voru í færra lagi enda var ekki mikil áherzla lögð á að auglýsa mótið. Úrslit urðu þau að Ármann J. Lárusson, Breiðablik, sigraði með yfirburðum, lagði alla sína keppi- nauta Og vann Grettisbeltið í 9. sinn. Hefur enginn maður unnið beltið svo oft. Annar varð bróðir hans Krist- ján Heimir, hlaut 4 vinninga. 9 Aukaglímur í næsta sæti urðu þrír jafniP með 2 vinninga. Varð að glíma aukaglímur til að skera úr um röð. 3. varð Sveinn Guðmunds- son, Ármanni með 2 plús 2 vinn- inga, 4. Trausti Ólafsson, Á með 2 plús 1 vinning og 5. Hannes Þorkelsson, UMFR, 2 vinninga. 6. varð Hreinn Bjarnason með 0 vinning. Á mótinu kvaddi Benedikt G. Waage sér hljóðs og afhenti Kjart ani J. Bergmann þjálfara Ár- menninga í glímu, þjónustumerki ÍSÍ. Sæmdi ÍSÍ hann merkinu í tilefni fimmtugs afmælis hans. 6:0 á Akranesí BIKARKEPPNI Hafnfirðinga, Akumesinga og Keflvíkinga hófst á Akranesi sl. sunnudag, Þá léku Skagamenn við Kefl- víkinga. Leikurinn var allójafn og sýndu Skagamenn mikla yf- irburði. Skoruðu þeir 6 mörk gegn engu. Fyrir yfirburði Ak- urnesinga varð leikurinn ekki eins skemmtilegur og búizt hafði verið við. Lið Skagamanna er sagt f góðri þjálfun og verður gaman að sjá það 28. maí er það leikur sinn fyrsta leik í fyrstu deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.