Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. maí 1961 3 MORUVNBLÁÐIÐ Eiginkona Shephards ásamt foreldrum sínum og dottur. Shephard við komuna til Bahamaeyja að lokinni geimferð. sofið mikið nóttina fyxir geim skotið. Þegar hún loksins festi blund var kominn morgunn og tími til að fara á fsetur og fylgjast með geimferðinni. KVEÐJA FRÁ KENNEDV Þegar geimferðinni lauk og geimskipið vaggaði sér á bár- um Atlantshafsins, kom þyrla f r á flugvélamóðurskipinu, Lake Champlain, að saekja Shepard. Var flugstjóranum bannað að tala við Shepard, en geimfarinn gat ekki orða bundizt. Eg hef þerraö tárin sagðó kona Shepards þegar geimfarúin var *entur í GÆR sátu Alan B. Shepard og kona hans Louise boð for- setahjónanna bandarísku í Hvíta húsinu og sæmdi Kenn- edy þá Shepard sérstöku heið ursmerki fyrir það afrek að verða fyrstur Bandaríkja- manna út í geiminn. Shepard kom í gær flug- Ieiðis til Washington frá Bahamaeyjum, en þar hefur hann verið í læknisskoðun frá því að geimferð hans lauk sl. föstudag. Eiginkonan tók á móti geimfaranum á flugvell- inum í Washington, en þau höfðu ekki sézt frá því kvöld- ið áður en geimferðin var far- in. ÉG VISSI ÞAÐ Louise Shepard fylgdist með ferð eiginmannsins í sjón varpi og útvarpi, eins og svo margir landar hans. Að ferð- inni lokinni sagði hún við blaðamenn: „Það var dásam- legt.... dásamlegt... . dásam- legt. Ég víssi það....Ég vissi Rússar mótmæla Teikning þessi sýnir hvernig geimfarinn situr í skipinu. alveg frá því að eldflaugin lagði af stað að hann gæti þetta.“ Aðspurð hvort hún hafi ekki fellt eitt eða tvö tár, sagði hún, „Ég hef þerrað þau öll“ og brosti breitt. En hún játaði samt að hún hafi ekki Þegar Shepard kom um borð í flugvélamóðurskipið, var honum ákaft fagnað. — Gekk hann þar undir bráða- bjrgða læknisskoðun, en að henni lokinni ótti hann sím- tal við Kennedy forseta í Washington. Sagði forsetinn honum að hann hefði fylgzt með ferðinni í sjónvarpi og óskaði honum til hamingju. Kvaðst hann vera hreykinn og hamingjusamur yfir þessu afreki og hlakka til að hitta Shepard eftir helgina. Flugvélamóðurskipið flutti svo Shepard til Bahamaeyju, en Þar var hann í tvo daga í sjúkrahúsi í nákvæmri lækn- isrannsókn. BANDARÍKIN VINNA Á Blöð hins vestræna heims gera mikið úr ferð Shepards út í geiminn og telja að Bandaríkin hafi unnið mjög mikið á Rússa, þótt ekki hafi þau náð þeim enn. Þá lofa blöðin mjög þá tilhögun Bandaríkjamanna að leyfa umheiminum að fylgjast með geimskotinu. Þá er þrennt sérstaklega tekið fram í sam- bandi við þessa tilraun Banda ríkjanna sem vakið hefur at- hygli. 1. öll framkvæmd tilraun- arinnar sýnir að manninum er ekki fórnað fyrir tilraun- ina. Hann var ekki sendur út í geiminn fyrr en nokkurn veginn var öruggt að tilraun- in heppnaðist. 2. Geimskipið var þannig byggt að Shepard gat sjálfur stjórnað því eftir að hann var laus frá eldflauginni. Þá gat hann sett smá þrýsti- loftsvélar £ gang og með þeim ráðið ferð skipsins. Það var einnig Shepard, sem stjórnaði þvi hvenær fallhlíf- ar geimskipsins opnuðust. Hefði hann ekki verið fær um að taka að sér stjórnina, hefði skipinu verið stjórnað fró jörðu. 3. Stærð bandaríska geim- skipsins var aðeins fjórðung- ur af stærð þess rússneska, sem flutti Gagarin umhverfis jörðu. Sammt var unnt að koma fyrir í því öllum þeim fjölda tækja, sem nauðsynleg- ur er í svona geimferð. Þetta sannar að á þessu sviði eru Bandaríkjamenn langt framar Rússum, þótt Rússar skari enn langt fram úr Banda- ríkjunum í eldflaugatækni. — ríkisstjórnin harmar SENDIHERRA Sovétrikjanna lierra Alexander M. Alexandrov gekk í dag á fund Emils Jóns- eonar, ráðherra, sem gegnir etörfum utanríkisráðherra í f jar- veru Guðmundar í. Guðmunds- eonar, og bar fram mótmæli vegn-a atburðanna við sendiráð Sovétríkjanna að kvöldi sunnu- dagsins 7. maí. ! Emil Jónsson lýsti því þegar yfir, að hann og ríkisstjórnin öll harmaði það, sem gerzt hafði. Ríkisstjórnin vill eindegið brýna fyrir fólki að gæta þess *ð óvirða ekki fulltrúa erlendra ríkja hér á landi með því að etofna til aðgerða slíkra sem þeirra, er hér hafa átt sér stað. (Frá Utanríkisráðuneytinu) f - •> m * «. >■ Kennedy Bandankjaforseti og kona hans fylgjast með geimskotinu í sjónvarpi í Hvíta hús- inu ásamt Lyndon B. Johnson, varaforseta, Arthur M. Schlesinger og Arleigh Burke, aðmírál STAKSTEINAR Fyrir opiium tjöldum Hin ameríska geimför i síff- ustiu viku gerðist fyrir opnum tjöldum. öllum heiminum var til kynnt um hana fyrirfram og all ur heimurinn fylgdist með henni sjálfri. Engin leynd var um þetta stórkostlega fyrirtæki og vísinda lega afrek. Ef það hefði misheppn azt, hefði af því leitt mikinn álits- hnekki og vonbrigði fyrir banda rísku þjóðina og leiðtoga hennar. En það misheppnaðist ekki. Rússar hafa haft allt annan hátt á í þessum efnum. Þeir hafa ekkert tilkynnt fyrirfram um til raunir sinar. Leiðtogar Sovétríkj anna leggja ekki í þá hættu, sem í því er fólgin að slík tilraun mis heppnist. Þeir hafa ekki talið sig hafa efni á þeim. En lýðræðis- ríki eins og Bandaríkin hefur allt af efni á því að heimurinn viti sannlcikann um athafnir þess. 1 þessu er hinn mikli munur á stjórnarháttum einræðis- og lýð- ræðis fólginn. Samhljóma kór íslendingur á Akureyri birtir nýlega forystugrein um hið nána bandalag kommúnista og Fram- sóknarmanna og kemst þá m.a. að orði á þessa Ieiff: „Á undanförnum mánuftum hef ur lesendum stjórnarandstöðun- blaðanna oft verið það nokkuð óljóst, hvort þeir voru að lesa Timann eða Þjóðviljann, ef ein- hver þjóðmál eða þingmál bar þar á góma. Svo lík var röddin, svo samhljóða tónninn. Urðu þeir gjarnan að líta að nýju á blaff- hausinn til að fá vissu sína. Gilti þetta einkum um afstöðu þessara blaða til lausnar fisveiðideilunn ar við Breta, svo og um verka- lýðsmál, kosningar stjórna í verkalýðsfélögum, cfnahagsmál o.fl. f eldhúsdagsumræðunum á síðustu dögum Alþingis mátti og vart á milli þeirra greina. Þessi samkór Framsóknarliðs ins í Reykjavík og íslenzkra kommúnista var þó fyrr stofnað ur. Eftir hina frægu Keflavíkur- göngu forðum, virtist Tíminn hafa hneigð til að sýna henni fyllstu samúð í skrifum blaðsins. En sú ganga var gerð til að mót- mæla landvörnum sem aðstand- endur vinstri stjórnarinnar sál- ugu höfðu lofað að afnema en höfðu ekki haft manndóm til að gera, fremur en að efna mörg önnur heit“. Tap hvers verkamanns 15000 krónur Fylkir, blað Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum ræðir nýlega afleiðingar verkfallanna í Eyjum á s.l. vetri. Kemst blaðið þá m.a. að orði á þessa leið: „Því hefur mjög verið haldið á lofti í blöðum hér, að verkafólk iff, sem átti í 6 vikna verkfalli, hefði unnið einhvern stórsigur. Því miður er reyndin öll önnur. Sennilega hefur aldrei orðið eins mikiff tap á nokkru verkfalli og einmitt nú fyrir launafólk. Miðað við það að hér hefði verið nokk urn veginn eðlilegt ástand á fyrstu mánuðum ársins, er ekki óvarlegt að álita að tap verka- manns í beinum vinnulaunum sé allt að 15000 krónur á þeim tima, sem stöðvunin stóð. Hið eina sem upp í þetta fékkst, var náðargjöf af jötu kommúnista, úthlutað eft- ir geðþótta eins eða tveggja manna, sem tóku í sínar hendur styrkveitingar, en úr hendi verka mannanna sjálfra“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.