Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. maí 1961 í í í f f f f i SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN i ------------------------------ 48 -------------- f f f f f i f i inn frá henni, heldur þurfti hún nú að taka dótturina líka. Hún þaut upp úr rúminu og nú var máttleysið hennar horfið eins og dögg fyrir sólu. Hún þreif inni- skóna sína og sloppinn og þaut framhjá Marie, sem horfði á steinhissa. — Hvernig dirfizt þér að koma hingað, imgfrú Langland? aepti hún. Ég hélt ég hefði sagt yður það nógu skiljanlega á laugar- dagskvöldið var, þegar ég sá yð- ur með manninum mínum, að hvorki ég né Janet óskaði að hafa neitt með yður að gera. Og ég gaf strangar fyrirskipanir um að hleypa yður alls ekki inn, ef þér skylduð koma hingað. En stúlkan segir, að þér hafið heimt- að að tala við annaðhvort mig eða Janet. Hún leit á Janet og nú snerist reiðin gegn henni sem hverjum öðrum liðhlaupa til óvinarins. — í guðs bænum, Janet, hættu þessu öskri. Ég get varla heyrt til sjálfrar mín. Janet stöðvaði grátinn nægi- lega til þess að geta snúið sér gegn móður sinni. — Mamma, þetta er ekki satt, sem þú held- ur. Ekki orð af því satt. Cynthia ætlar alls ekki að fara burt með honum pabba. Margot ætlaði varla að ná and- anum; svo agndofa varð hún við þessi orð, að hún kom sjálf upp engu orði. — Ég er hrædd um, að hér sé einhver meinlegur misskilningur á ferðinni, frú Wells, sagði Cynthia. Og vegna þess mis- skilnings er ég einmitt hingað komin. Margot glápti á hana. Hún reyndi að muna nákvæmlega hvað Philip hafði sagt við hana í þessari hræðilegu sennu þeirra síðastliðið sunnudagskvöld. Hún áttaði sig nú á því, að hún gæti hafa misskilið hann. Hún mundi nú, að enda þótt iiann segðist hafa beðið Cynthiu um að hlaup- ast á brott með sér, hafði hann ekki sagt hitt, að hún hefði sam- þykkt það. Nú, en var það kann- ske ekki nógu slæmt ef hann var ástfanginn af henni og vildi fá hana til að hlaupa burf með sér? Auk þess var Cynthia senni- lega ein þessara hræsnisdyggð- ugu kvenna, sem hikaði við að taka mann opinberlega frá konu hans. Einnig gat hún þurft að gera sér einhver læti þegar Jan- et var annarsvegar. Én hún skyldi bara bíða! Eftir nokkrar vikur, þegar Philip væri farinn frá henni, myndi hún hafa aðra sögu að segja, — Hvaða misskilningur ætti svo sem að hafa getað átt sér stað? spurði Margot kuldalega. — Ég fæ ekki betur séð en þetta liggi allt ljóst fyrir. Cynthia hikaði ofurlítið. Henni var meinilla við, að þetta skyldi fara fram í návist Janets, en hjá því varð sýnilega ekki komizt. — Janet segir mér, að þér standið í þeirri trú,'að við Philip ætlum að fara að hlaupa á brott saman. — Hvorki nú né síðar. — Nú ætlið þið það ekki kann ske? — Nei, mamma, þau ætla það alls ekki! æpti Janet að móður sinni í miklum æsingi. —- Það var það, sem við vorum að segja þér! — Ég er ekki að spyrja þig, Janet, heldur ungfrú Langland. — Nei, vitanlega ekki, svaraði Cynthia stuttaralega. —•. Kannske ekki rétt í bili. — Veit Philip af þessu? — Já. Janet leit á móður sína. Þurfti hún frekari fullvissu? — Mamma, gætir þú ekki látið þér koma betur saman við pabba? Margot hló, en Cynthia fann, •að það var móðursýkishlátur. En jafnframt sá hún, að eldri konan var ekki betur farin á sálinni en Janet. Og verr þó. Því að hennar eymd var margra ára gömul. Og nú var hún hrædd við að horfast í augu við framtíðina, þessa fram tíð. sem hún hafði vanið sig á að hugsa sér, að yrði án Philips. — Gætirðu ekki reynt það, elsku mamma? hélt Janet áfram. Ég er viss um, að honum þætti svo vænt um það. Hann vonar á- reiðanlega í hjarta sínu, að þetta geti allt batnað. — Vertu ekki með neina vit- leysu, barn! Pabbi þinn þolir ekki einusinni að sjá mig; það hélt ég þú værir búin að sjá svart á hvítu. Þú veizt ósköp vel, að hann er bara að bíða eft- ir því að þú farir að heiman, og þá ætlar hann að fara frá mér. Þessvegna hefur hann verið að ýta undir giftingu ykkar Nigels, þvert á móti vilja mínum. Hann vill hafa frjálsar hendur. Hann tekur hvort sem er ekki tillit nema til þín einnar. — Þú veizt, að ég mundi aldrei giftast Nigel, ef það kostaði skiln að ykkar pabba, sagði Janet. — Ég hef að vísu aldrei sagt þér það fyrr, bara af því að ég vildi ekki vera að tala um þetta. En nú er ég búin að skrifa Nigel og slíta trúlofuninni okkar. Margot leit á Janet. — Hvenær gerðirðu það? — í gærdag. — Var það þegar pabbi þinn var farinn að heiman og af því að þú hélzt, að hann væri far- inn fyrir fullt og allt? — Ó, mamma, ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Nú varð ofurlítil þögn og þeg- ar Janet minntist bréfs síns til Nigels, fór hún aftur að gráta. Hún skildi ekkert í því, að Cynt- hia hafði ekki sagt eitt meðaumk unarorð í því sambandi. Hún hefði þó getað sýnt enhverja ofurlitla samúð. Ekki sízt þar sem hún hafði sjálf orðið óbeint til- efni til þess arna. — Þú ættir að skrifa Nigel strax í dag og segja honum, að þér hafi ekki verið alvara, sagði Margot stuttarlega. Hún var nú næstum hætt að kæra sig neitt til eða frá um afleiðingarnar af þessari heimsókn Cynhiu Lang- lánd. Henni virtist lífið allt í einu orðið slík truflandi ráðgáta. Hún fann einhvern dofa læðast um sig alla. Rétt eins og hún væri orðin algjörlega kærulaus um hvað sem fyrir kæmi. Víst ætti hún að vera fegin að heyra, að ekkert yrði úr brotthlaupi manns ins hennar og Cynthiu. En var það raunverulega nokkur lauáh á málinu? Yrði Philip nokkuð fús ari til að vera kyrr hjá henni? Kannske gerði það bara illt verra. Philip myndi þrá Cynthiu eftir sem áður. — Frú Wells, sagði Cynthia í örvæntingu sinni. — Þér megið ekki halda mig ósvífna, en.. ég er á vissan hátt orðin aðili að þessu máli, finnst yður ekki. Gætuð þér ekki gert eitthvað til að laga sambúð ykkar hjónanna, eins og Janet er að biðja yður um. Ég þykist alveg vita, að hann þrái það líka. Hún beið með óþreyju eftir svari frá Margot, og vonaði, að þetta væri satt, sem hún var að segja við hana. Henni hafði orðið það nokkur vonbrigði, að Philip virtisf ekki hafa haft neitt sam- band við heimili sitt enn sem komið var. Liklega hafði hann bara farið beint í skrifstofuna sína og kæmi svo ekki heim fyrr en eins og hann var vanur. En ef hann hefði — sem hún vonaði — lagt sér á hjarta allt, aem hún hafði sagt við hann í gærkvöldi, hlaut honum að vera ljóst, að ef nokkur von ætti að vera um sætt ir, urðu þau hjónin að mætast á miðri leið. Og meira að segja yrði hann kannske að fara lengra en hálfa leið. Hún sá sér til k ú á 5335» THIS IS A 8AP SISHT, I MARK/ UET'S GET OUT OF HERE AND OO OM TO STEALAWAV LAKE.. WE'LL HAVE TO LEAVE THE CAR HERE, DOC... IF VOU FEEL UP TO ■ WALKING IN/ WHILE GEORGE TRIPWELL AND ALEX COLTER DISCUSS THEIR GOODY- GOO ADVERTISING CAMPAIGN, MARK AND HIS FRIENDS STAND DUMBFOUNDED BEFORE SUNBURST FALLS '-P WORLÐ'S PINEST CANDV L ^ WERE made for foe/mAND QBANDMTM [ IT'LL BE WORTH 1 k IT...AT LEAST THE BILL POSTERS CAN’T GET IN HERE/ The Tastb is GBEXrM 'tw HOW COULD ANVONE 3 SPOIL SUCH A JOTO. BEAUTIFUL SPOT? c — Meðan Tripwell og Alex ræða auglýsingaherferð sina fyr- ir Goodygoo, standa Markús og vinir hans þrumulostnir við Sólskinsfossa. — Þetta er sorgleg sjón, Markús! — Hvernig getur nokkur mað ur eyðilagt svona fallegan stað? — Við skulum fara héðan og halda áfram upp a® vatninu .... Seinna. — Við verðum að skilja bif- reiðina eftir hér Davíð .... ef þú treystir þér til að ganga það sem eftir er! — Það verður þess virði .... Þeir hafa að minnsta kosti ekki komið auglýsmgaspjöldunum þangað! hryggðar, að Margot tók orðurn hennar illa. — Ég þarf ekki að sækja til yðar neinar ráðleggingar um það, hvernig ég eigi að hegða mér, uni/frú Langland, sagði hún reiði lega. Heldur ekki neina vitneskju um, hvað maðurinn minn vilL Það er ólíklegt að þér séuð fróð- ari um það en ég. — Ég segi þetta aðeins vegna þess, að hann sagði mér sjálfur, að hann óskaði þess. — Sagði Philip yður að hann óskaði, að okkur kæmi betur sam an? — Já, víst sagði hann mér það. — Því trúi ég laust, svaraði Margot. Janet sem sá nú, að vonir henn ar um hamingju voru sem óðast að hverfa aftur, sagði: — Það er af því að þú vilt ekki trúa henni. Ég er farin að halda, að þú kær- ir þig alls ekki um samkomulag við pabba. Þú segir, að hann þoli ekki að sjá þig, en ég fer að halda, að það sérf þú, sem ekki þolir að sjá hann. — Það er eins og hver önnur vitleysa. — Viltu ekki sanna mér, að það sé vitleysa. Margot dæsti. Hún fann, að e£ þessari sennu við Janet og Cynt- hiu Langland ætti að halda leng ur áfrajn, yrði hún vitskert. En hafði hún ekki bara hvað ' eftir 3|Utvarpiö I»riðjudagur 9. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik ar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). ^ 12:55 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi: ITr sögu íslenzkra banka- mála; III. (Haraldur Hannesson hagf ræðingur). 20:25 ..Andrea Chenier": Lög úr óperu Giordanos (Renata Tebaldi og José Solar syngja með sinfóníu- hljómsveit útvarpsins í Torino; Arturo Basile stjórnar). 21:00 Raddir skálda: Smásaga eftir Ástu Sigurðardóttur og ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur. — Flytj endur: Ásta Sigurðardóttir, Vil- borg Dagbjartsdóttir og Þor- steinn Ö. Stephensen. 21:40 Tékknesk tónlist, leikin af tékk- nesku fílharmóníusveitinni. — Stjórnendur: Valclav Talich og Karel Senja. a) Tveir slavneskir dansar nr. 9 1 B-dúr op. 72 og nr. 6 í D-dúr op. 46 eftir Dvorák. b) ,,Moldá“, þáttur-úr tónljóðinu „Föðurland mitt“ eftir Smet- ana. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22:30 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir). 23:20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 10. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikmifi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleifc ar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp: (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna”: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). ^ 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Fiðlukonsert 1 a-mol! op. 82 eftir Glazounov (Natan Milsteín og sinfóníuhljómsveitin í Pittsburg leika; William Stein berg stjórnar). 20:20 „Fjölskylda Orra“, nýtt fram* haldsleikrit eftir Jónas Jónasson; fyrstí þáttur: „Sunnudagsmorg-* unn“. Leikendur: Ævar R. Kvaj an, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Valdimar Lárusson og Baldur Hólmgeirs* son. Höfundurinn stjórnar flutn ingi. 20:40 Tónleikar:^ Strengjakvartett f d-moll op. 76 nr. 2 eftir Haydn (Kvartett þýzku óperunnar leilc ur). 21:00 Að vertíðarlokum, — dagskrá flutt að tilhlutan Slysavarna- félags íslands og saman tekin af Birni Th. Björnssyni listfræðingi, 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Vettvangur raunvísindanna: Ön% ólfur Thorlacius fil. kand. kynn ir enn starfsemi búnaðaradeildar Atvinnudeildar háskólans. 22:30 Harmonikuþáttur: Lög frá liðn um vetri (Henry J. Eyland og Högni Jónsson). 23:15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.