Morgunblaðið - 14.05.1961, Page 3

Morgunblaðið - 14.05.1961, Page 3
r Sunnudagur T4. maí 1961 M O R C IIN B L A ÐIÐ Myndina tók ljósmyndari Mbl. Ól. K. M. daginn fyrir viðtalið. Þar eru mennirnir að vinna að lengingu bryggjunnar. Gólf handa kdnginum Staður: Loftsbryggja síðdeg- is í fyrrad. Við bryggju liggur Gissur hvíti frá Hornafirði og er að búa sig á síld. Þeir eru búnir að negla netið á síðuna og klæða hekkið undir nót- ina. Auðséð er að þeir ætla að vera með kraftblökk. Það er háflóð og bryggjan marar í hálfu fcafi. Á baiusnum flýtur splunkuný nælonnót. Á bryggjunni er ekkert að ske og blaðamaðurinn er að velta því fyrir sér, hvort þetta sé bryggjan, sem snekkja Ól- afs könungs eigi að leggjast upp að. Úr þessu rætiist þó brátt, því hér kemur maður í vinnu- slopp. Hann er með nagla og hamra í hverjum vasa og sög og vinkil í höndunum. SINFÓNÍUHL J ÓMS VEIT ís- lands heldur tónleika í Þjóðleik húsinu n. k. þriðjudag, 16. maí, kl. 9 síðd. Stjórnandi hijóm- sveitarinnar verður Bohdan Wodiczko, sem verið hefur að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar íslands og Hljómsveitar ríkis- útvarpsins sl. ár, og löngu kunn- iir orðinn hér sem afbragðs lista maður og öruggur stjórnandi. — Einleikari á þessum tónleik- um verður, pólki píanóleikarinn Tadeusz Zmudzinski. Hann er fædur árið 1924, lærði korn- ungur að leika á píanó og kom fyrst fram opinberlega á tón- leikum aðeins 9 ára gamall. Að loknu tónlistarnámi heima í Póllandi hélt hann til fram- haldsnáms í Budapest og síðan til PaPrísar, þar sem hinn heims frægi píanóleikari Walter Giese- king var aðalkennari hans. — Zmudzinski hefur haldið tónleika víða um Evrópu, m. a. í flest- um Austur-Evrópulöndunum, Hollandi, Frakklandi og Dan- mörku, og hvarvetna hlotið hina égætustu dóma. Á tónleikunum á þriðjudaginn leikur Zmudz- inski tvö verk með hljómsveit- inni. Hið fyrra er píanókonsert nr. 2 í f-moll, op. 21 eftir Friederic Chopin. Píanókonsert- — Er ekki verið að rifa þessa bryggju? — Onei, við erum bara að lengja bryggjuna, svona eins og milli stauranna þarna. — Er það ekki hérna, sem kóngurinn á að koma upp að? — Jú-ú-ú, einhversstaðar hérna. Þeir segja að hann komi hingað upp að í smá- bát, það þykir víst fínna. Snekkjunni verður líklega lagt á ytri höfninni. Fyrst var talað um að leggja henni upp að kæjanum, en I ljós kom að það var ekki hægt, því bát- arnir standa svo langt út af síðunum. En ég held nú þeim þyki það bara fínna að koma í land á bátunum. — En hefur ekki verið tal- inn hefur verið fluttur hér áð- ur, og er hér sem annars stað- ar ætíð mjög vinsælt viðfangs- efni í tónleikasal. Síðara verk- ið, sem Tadeusz Zmidzinski leik ur með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, er „Nætur í görðum Spánar“ eftir Manuel de Falla, sem var eitt af merkustu tón- skáldum Spánar. — „Nætur í görðum Spánar“, sem er talin með beztu tónsmíðum de Falla, hefur ekki verið flutt hér á tónleikum áður. — Tvö önnur verk verða einnig á efnis- skránni: Forleikur að óperunni „Iphigenie in Aulis“ eftir Gluck, og svo „Tilbrigði um stef éftir Paganini" eftir eitt helzta nútímaskáld Þjóðverja, Boris Blacher, og er þetta ann- að verkið á þessum tónleikum, sem nú er flutt hérlendis ífyrsta sinni. —. Það hlýtur að vera gleðiefni öllum þeim, sem vilja að stefnt sé fram á leið í menningarmál- um okkar, að Sinfóníuhljóm- sveit Islands hefur nú aftur starfsemi sína, eftir hálfs þriðja mánaðar hlé. — Vonandi fær nú hljómsveitin tækifæri til að starfa og þroskast án þess að hlé verði á, svo hún í framtíð- inni verði æ traustari grund- að um að fjarlægja Magna gamla? — Þeir voru að taka mynd- ir af honum í gær, blaðamenn irnir. Svo fóru þéir að tala úm skemmuna . . . — Kannski þeir ætli að rusla öllu burtu? — Ekki mun af veita. Það þyrfti að komia kóngur í heimsókn á hverju ári svo eitthvað verði lagað til í höfn- inni. Nú verður sett nýtt gólf á bryggjuna og rautt teþpi þar oná. Að minnsta kosti voru þeir að tala um það í gær, já, þeir eiga áreiðanlega eftir að segja eitthvað meira en lítið um þetta í blöðun- um . . . völlur að sívaxandi tónlistarlífl íslendinga. Hafskip lif. semur um smíði nýs skips 5. MAÍ sl. undirrituðu þeir Gísli Gíslason, stórkaupmaður, Vest- mannaeyjum, formaður stjórnar Hafskips hf. og Sigurður Njáls- son, framkvæmdastjóri, samning um smíði flutningsskips hjá skipasmíðastöðinni D. W. Krem- er Sohn, Elmshorn, Vestur- Þýzkalandi, en skipasmíðastöð þessi er að góðu kunn hér á landi og hefur hún byggt stálfiskiskip fyrir fslendinga auk m/s LAXÁ, sem Hafskip hf. lét byggja þar og afhent var félaginu í desem- ber 1959. Hið nýja skip verður byggt sem „shelterdekkskip“ 1025 tonn d. w., sem opið og 1700 tonn d. w., sem lokað. Lestarrými þess er áætlað 73000 rúmfet. Skipið verð ur búið 1050 hestafla Deutz diesel vél, auk 3 hjálparvéla. Ganghraði er áætlaður 12 sjómílur. öll ný- tízku siglingartæki verða í skip- inu. Áætlað er, að skipið verði tilbúið í apríl—maí 1962. ÞVÍ hefir þrásinnis verið opin- berlega hreyft ,að fækka beri hjá oss lögboðnum helgidögum. Uppstigningardagur er einn þeirra, sem ýmsir vilja láta hverfa sem helgan dag. En hvern boðskap ber hann? Má það líka gleymast, sem hann hefir að segja? Hinar helgu heimildir segja oss, að upprisinn hafi Kristur verið í 40 daga í nánu sam- bandi við lærisveina sína og vini og ekki fjarlægari þeim en svo, að sýnilegur, heyranleg- ur og áþreifanlegur hafi hann margsinnis birzt þeim. Á kross- inum hafði hann sagt, að þegar hann skildi við jarðneskan lík- amann mundi hann samstundis hverfa inn í heim, sem hann nefdi Paradís. Og öðrum þeim, sem með honum voru krossfestir, hafði hann heitið því, að hann skyldi þegar á þeim sama degi vera með sér í þessu nýja heim- kynni. Nú voru 40 dagar liðnir og úr Paradís er Kristur að hverfa inn í æðri veröld. Er hægt að draga aðra álykt- un af þessu en þá, að Paradís sé heimkynnið, sem sálin hverf- ur fyrst til eftir andlátið. Og er það ekki skiljanlegt, að mannssálin þurfi að dveljast um skeið, vafalaust mjög mis- jafnlega lengi, í einhverjum slíkum landamæraheimi, milli- bilsheimi efnis og anda, áður en hún er til þess hæf að lifa í æðri veröld, þar sem lífið er gersamlega ólíkt því, sem maðurinn hafði á jörðinni lif- að? Á þessu, eins og mörgu öðru, sjáum vér, hve handleiðsla Guðs á oss er kærleiksrík og vitur- leg, hvernig hann leiðir oss eins og móðir barn og samhæfir lífs- aðstæðurnar þroska vorum á hverjum áfanga tilveru vorrar. Móðirin vakir yfir barninu og hagar aðstæðum eftir því, sem aldri þess og þroka hæfir. Nýfæddu lætur hún því vögg- una og móðurbrjóstið í té og skapar því síðar nýjar og nýjar aðstæður eftir því sem aldri þess og þroska hentar. Og á Kópavogsbíó hefur undan- farnar vikur sýnt amerísku litmyndina „Ævintýri í Jap- an“. Myndin er að öllu leyti tekin í Japan og er óvenju hugnæm og fögur auk þess sem spenningin vantar ckki. líkan hátt virðist vor himneski faðir annast oss og haga að- stæðunum, þegar vér kveðjum jarðneskan heim og fæðumst inn í aðra véröld. Þá verður Paradís, landamæraheimur efnis og anda, fyrsta heimkynni vort, líkt og vaggan er fyrsta heim- kynni barnsins á jörðu. Boðskapur uppstigningardags er sá ,að Paradís sé ekki loka- markmið, heldur evtt þrepið í stiganum, einn áfanginn á langri leið mannssálarinnar. „í húsi föður míns eru mörg hí- býli“ er haft eftir Kristi. Ég skil þessi ummæli ekki aðeins svo, að margvíslegar séu þær vistarverur, sem manna bíða eft- ir dauðann ,heldur einnig þann- ig, að um þessar mörgu vistar- verur, þessa mörgu heima þurfi mannsálin að fara, unz mark- mið Guðs með hana sé náð. Uppstigningardagur minnir oss á, að eftir krossdauðann lá leið Krists um Paradís og það- an til hærri heima. Þótt vér getum ekki mælt oss við hann, þá birti hann oss í megindrátt- um lögmál, sem einnig ráða lífi voru. Paradís er ekki endanlegt heimkynni, heldur áfangastaður. Vafalaust eru þar eins og hér möguleikar bæði til Ijóss og myrkurs, möguleikar bæði til að stefna upp og leita aftur niður. Þar eins og hér fylgir hin mikla áhætta því að lifa, og dauðinn leysir oss frá þeirri áhættu frem ur en frá ábyrgð þess, sem vér höfum gert. En vilji Guðs er sá, að leið vor liggi áfram frá Parádís og til hærri heima, þeg- ar vér verðum til þess hæf. Um lokatakmarkið getum vér engar hugmyndir gjört oss. Guð einn veit — og enginn nema hann — hversu oft sálin þarf að skipta um gervi á langri og mikilH leið, hversu oft hún þarf að afklæðast hinu gamla, stíga upp og yfir ný og ný landamærL Uppstigningardagur sýnis oss leifturmynd af einum áfanga mannssálarinnar, brot af örlög- um þeim, sem henni eru af eilífum Guði sköpuð. Sú mynd, það brot, á að vekja oss djúpa siðferðilega alvöru, en einnig fögnuð. Postulasagan segir, að læri- sveinarnir hafi horft á eftir Kristi ,er hann hvarf þeim sjón- úm inn í himin Guðs. Þá blind- ast dauðleg sjón, er vér horfum á eftir honum, sem með lífi sínu og dauða, upprisu sinni og himnaför hefir sjálfur farið veg- inn og varðað hann fyrir oss. En við lausnarmátt kærleika hans ér bundin von vor um það, að allt sem lifir, allar sál- ir muni að lokum eiga sína upp- stigningu. Þess vegna ber oss uppstign- ingardagur boðskap, sem má ekki gleymast. Fyrsti forseti Suður-Afríku HÖFÐABORG, S-Afríku, 10. mai —• (Reuter) — Charles Swart var í dag kjörinn fyrsti forseti Suður-Afríkulýðveldisins og tek- ur hann við embætti við lýð- veldisstofnunina í landinu hinn 31. þ. m. Swart er éinn af höfundum kynþáttastefnu Suður-Afríku og naut stuðnings Verwoerds for- sætisráðherra og fylgismanna hans, og var því kosning hans fyrirfram tryggð. Hann var áður dómsmálaráðherra Suður-Afríku og fulltrúi Bretadrottningar þar. Tónleikar Sinfónáuhljóm- sveitarinnar á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.