Morgunblaðið - 14.05.1961, Qupperneq 8
ð
MORGVNBLAÐIÐ
€>unnudagur 14. maí 1961
Sænska graf-
listar sýningin
GÓÐUR gestur dvelst í Reykja-
vík um þessar mundir, en fer
bráðlega aftur — sænska graf-
listarsýningin í Bogasalnum.
Vonandi þurfum við ekki að bíða
lengi eftir að fá að sjá aðra
fyrsta flokks svartlistarsýningu
frá öðrum löndum, því hér er
um frummyndir að ræða sem er
tiltölulega auðvelt að flytja á
milli landa. Minna má á pólsku
sýninguna, sem hér var haldin
fyrir nokkru. Allir, sem séð hafa
tréristuna frá Japan eða málm-
ristur eftir Goya og Rembrandt,
munu bera fulla virðingu fyrir
„grafik".
En fáir vita hvernig þær eru
unnar og almenningur héfir lítið
gagn af því þó þær séu flokkað-
ar á sýningarskrám í „trérist-
ur“, „málmristur“ o. s. frv., án
þess að gefa nokkra skýringu á
því. Jafnvel sumir listamenn hafa
enga þekkingu á málinu.
Á öllum tungumálum nema
ensku þýðir grafik myndir sem
eru handprentaðar og handunn-
ar frá byrjun, en aðferðin og efn-
ið gefur myndinni sinn karakter
es and Schools og Engraving. Hér
fylgja skýringar þeirra á aðalað-
ferðunum sem notaðar eru í dag.
Málmrista — skorurnar á kop-
arplötunni eru ekki ristar eða
stungnar, heldur etnar í burtu af
sýrum.
Þurrnál — í þessari aðferð eru
línurnar ristar eða skornar í
koparplötuna með harðri stál-
nál.
Tréskurður — tréstunga —
dúkrista — hér er teikningin
gerð beint á yfirborð efnisins, og
það sem hvítt á að vera er skorið
burt svo að svörtu línurnar eða
fletirnir komi skýrt fram.
Steinprent — listamaðurinn
dregur mynd sína á flatann stein-
inn með fituborinni krít. Steinn-
inn er síðan þveginn með sýru.
Á steininn er borin prentsverta
með rúllu, en vættur steinninn
tekur ekki við svertunni, heldur
tollir hún aðeins við beitiborna
krítina. Síðan er pappírinn lagð-
ur á steininn og rent undir pressu
svo að myndin komi fram.
Graflist er tiltölulega lítið
þekkt hér á landi, þrátt fyrir það
að Jón Engilberts, Bragi Ás-
geirsson og fleiri hafa sent frá
sér falleg verk og hlotið viður-
kenningu erlendis.
f Bogasalnum er hægt að sjá
allar þær aðferðir sem að ofan
er lýst. Svíar eru frábærlega vel
að sér í tækni, smekkvísir og!
listrænir og má mikið af þeim.
læra í þessari grein og eins í
flestu sem snertir listiðnað.
Inngangsorðin á sýningar-
skránni gefa góða hugmynd um
þróun Svía í graflist og sýningin
sjálf um árangur þeirra í dag.
Þeir sem sækja listasöfn erlend-
is, þeim ætti ekki að finnast það
of langt að skreppa upp í Boga-
salinn til að skoða sýninguna með
athygli. Hér eru ekki ennþá nein-
ir sem safna graflist einvörðungu.
Þeir munu koma seinna.
Sýningin er aðeins opin til
sunnudagskvölds. Við ættum
ekki að sitja okkur úr færi þeg-
ar tækifæri gefst til að virða
fyrir okkur falleg vinnubrögð og
fræðast meira um graflist.
Barbara Árnason
3/o herb. íbúð
í sambyggingu í Laugarnesi til leigu frá 20. maí
1961. — Tilboðum sé skilað til afgr. Mbl. fyrir n.k.
miðvikudag, merkt: „Góð umgengni — 1246“.
IJtgerðarmenn
Vil taka á leigu í sumar 20—30 tonna vélbát í góðu
ástandi. — Æskilegt að humar- eða dragnótarspil
fylgi. — Upplýsingar gefur Sigtryggur Benediktsson
Hornafirði.
T résmíðaverkstœði
Til sölu er % hluti af trésmíðaverkstæðinu Fjalar
h.f., Húsavík. — Tilboð óskast send í pósthólf 347,
Reykjavík, fyrir 1. júní.
Bandaríkjamenn — Ibúð
Tveir ungir, einhleypir Bandaríkjamenn óska að
leigja nýja fjögurra til fimm herbergja íbúð með
húsgögnum, ef hægt er. Tilboð sendist Mbl. fyrir
hádegi á þriðjudag merkt: „íbúð — 1220“.
Tveir af beztu sundmönn-
um Svía keppa hér
SI. þriðjudag varð liarður árekstur á Hringbrautinni, austan við gatnamót Sóleyjargötu og
Hringbrautar. Plymouth-bifreið, R-5880, ók aftan á Weapon-bifreið, R-11379, sem stóð kyrr við
gangstéttina sunnan megin götunnar. Myndin lýsir afleiðingunum betur en nokkur orð.
(Ljósm.: Sveinn Þormóðsson)
K.oma hingað í boði Sundráos
Reykjavíkur
SUNDMEISTARAMÓT
Reykjavíkur verður haldið í
Sundhöllinni á þriðjudags-
kvöldið og er betur vandað
til þessa móts en nokkru
sinni fyrr. Til mótsins koma
frá Svíþjóð ein bezta skrið-
sundkona Evrópu og einn af
beztu bringusundsmönnum
Svía. Þegar þess er gætt að
skemmtilegasta og bezta
keppni móta að undanförnu
hefur verið í þessum grein-
um er ekki að efa, að þarna
verður um mikinn og góðan
viðburð að ræða á sviði
sundsins-
Góðir gestir
Svíarnir tveir er hingað
koma eru í röð fremstu sund-
manna Norðurlanda og
Evrópu. Karin Grubb á
sænska metið í 100 m skrið-
sundi 1.04.1 mín. en það er
jafnframt Norðurlandamet.
Met hennar í 50 metra sundi
er 29,3 sek. íslendsmet
Ágústu í 50 m skriðsundi er
29,4 sek. Nái Ágústa því verð-
ur sú sænska að taka á öllu
sem til er.
Roland Sjöberg er 23 ára
gamall og einn bezti bringu-
sundsmaður Svía. Hans sér-
grein er 200 m vegalengd en
þar hefiur han náð 2,41,0 mín.
sem er 6/10 sek. betra en fs-
landsmet Sigurðar^ Þingey-
ings. Nærri því meti hafa þeir
oft höggvið Einar Kristinsson
og Sigurður Sigurðsson og
Guðmundur Samúelsson Akra
nesi og getur því vel orðið um
keppni að ræða. Að minnsta
kosti ætti Sjöberg að geta
hjá'lpað þeim að h i-u gamla
meti Þingeyingsins.
Á styttri vegalengdum er
Sjöberg ekki eins sterkur og
þar verður um mikla keppni
að ræða.
Ekki er að efa að sund- og
íþróttaunnendur nota sér
þetta einstaka tækifæri að sjá
fræga erlenda sundmenn —
þá einu sem hingað hafa kom-
ið á keppnistímabilinu.
Á Keppnisgreinar
Það er Sundráð Reykjavíkur,
sem að móti þessu stendur og hef-
ur fengið hina erlendu gesti til
mótsins. Á þriðjudagskvöldið
verður hið eiginlega Reykjavík-
urmeistaramót en þá er keppt í
Ungmennafélagið Aftureld-
ing í Mosfellssveit frumsýndi
2. maí í Hlégarði einþáttung-
ana „Kvöldið fyrir haustmark
að“ og .,Sér grefur gröf“. —
Hafa þrjár sýningar verið í
þessum greinum.
100 m skriðsundi karla, 100 m
skriðsundi kvenna, 400 m skrið-
sundi karla, 200 m bringusundi
karla, 200 m bringusundi kvenna,
100 m baksundi kvenna, 100 m
baksundi karla, 100 m flugsundi
karla, 50 m skriðsundi drengja,
50 m bringusundi drengja, 50 m
bringusundi telpna og 50 m skrið
sundi telpna.
Utanbæjarmönnum er heimil
þátttaka, sem gestir en sá
Reykvíkingur, sqm fyrstur er
hlýtur Reykjavíkurmeistaratign.
Þ.etta kvöld keppir Roland
Sjöberg í 200 m bringusundi
karla og Karin Grubb í 100 m
skriðsundi kvenna.
Á miðvikudagskvöldið verðui
efnt til aukamóts
Hlégarði og ein í Grindavík,
í kvöM kl. 9 verður svo sýn-
ing í Félagslundi í Gaulverj-
arbæjarhreppi.
Myndin er af Hrappl lög-
regluþjóni og Lovisu ráðskonu