Morgunblaðið - 14.05.1961, Side 11
Sunnudagur 14. mal 1981
MORGUNBLAÐIÐ
11
Mikil atvinna
Fréttabréf frá ísafirði
ísafirði, 29. apríl 1961.
' ' Veðurfar og samgöngur
’ Hinn nýliðni vetur var yfir-
leitt mildur og snjóléttur. Um
páskaleytið snjóaði nokkuð, en
aldrei tepptust götur í bænum
af völdum snjóa. Til fjalla snjó-
áði allmikið einkum um páskana,
og var sá snjór einkar kærkom-
inn skiðaunnendum, því að hér
Var, svo sem kunnugt er, háð
akíðalandsmótið um það leyti.
S'iðusfu syningar
á Kardimammu-
bænum
t DAG verður Kardemommu
bærinn sýndur í næstsíðasta,
sinn en síðasta sýning leiks-
ins verður á annan í hvíta-
sunnu. Höfundur leiksins,
Thorbjörn Egner, kemur til
landsins á hvítasunnudag og
verður viðstaddur á síðustu
sýningu leiksins. — Myndin
er af Soffíu frænku.
I
Sumardagurinn fyrsti heilsaði
miður blíðlega. Þann dag var
kafaldsfjúk af norðaustri. En
fáum dögum síðar gerði ein-
muna veðurblíðu og að undan-
förnu hefir verið logn og sólar
hefir notið flesta daga, snjóa
hefir óðum tekið upp og er nú
snjólaust í byggð, en heiðar eru
ófærar og ísafjörður enn inni-
króaður um samgöngur á landi.
Er þess að vænta að hafist verði
handa hið fyrsta við að > ryðja
snjó af fjallvegum svo að byggða
lögin hér komist í samband við
aðalakvegakerfi landsins.
Flugsamgöngur hafa eigi verið
eins góðar sl. vetur og undan-
farin ár. Ekki þarf mikið að vera
að veðri svo að ófært verði að
fljúga á hinn nýja flugvöll, sem
tekinn var í notkun á síðasta
hausti.
Fyrir fáeinum vikum var síð-
asta Katalínaflugvélin tekin úr
notkun, en hún hefir mörg und-
anfarin ár verið aðaltengiliður-
inn milli ísafjarðar og Reykja-
víkur. í vetur flaug hún hingað
stundum jafnhliða landflugvél-
um Flugfélags íslands. Er mikil
eftirsjá að þessari ágætu flugvél,
er hún nú hverfur af sjónarsvið-
inu.
Atvinna
Atvinna hefir verið mikil hér.
9 stórir bátar eru gerðir héðan
út auk rækjufoáta. Afli hefir ver-
ið fremur tregur hjá stærri bát-
unum og gæftir miður góðar þar
til nú síðustu vikur. Þrjú hrað-
frystihús eru starfrækt hér og
þrjár rækjuverksmiðjur. Senn
líður að vertíðarlokum. Tveir tog
arar hafa verið gerðir út héðan,
ísborg og Sólborg. ísborgu var
lagt fyrir nokkru vegna afla-
brests, en Sólborgu er enn haldið
úti, en togaraútgerðin hér á við
erfiðleika að stríða nú svo sem
annars staðar hjá okkur íslend-
ingum.
Nýjar húsbyggingar verða að
líkindum fáar í sumar, en unnið
*
Sinfóníuhljómsveit Islands
Tónleikar
þriðjudaginn 16. xnaí 1961 kl. 21.00 í Þjóð-
leikhúsinu.
Stjórnandi: BOHDAN WODICZKO
Einleikari: Pólski píanóslillingurinn
TADEUS ZMUDZINSKI
Chopin: Píanókonsert Nr. 2
M. de Falla: Nætur í görðum Spánar
Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu
Mœðrablám
í dag gefa allir móður sinni blóm.
Blómaverzlanir verða opnar í dag til kl. 3
Félag blómaverzlana
Iðna5arhusnæði
600 ferm. iðnaðarhúsnæði til sölu. Húsnæðið er
einangrað og með hitalögn. Lysthafendur leggi nöfn
sín og heimilisfang í lokuðu umslagi á afgr. Mbl.
merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 1289“.
TIL SÖLU
Chevrolet 1958
fjögurra dyra, 6 cylindra, sjálfskipt, keyrð 37.500
km, ætíð í einkaeign. — Tilboð merkt: „Bel Air —
1248“, sendist afgr. Mbl. fyrir 19. mai.
við Hau íbúðarhús, sem þegar
hefílF'verið byrjað á.
Ákveðið hefir verið að leggja
nýja vatnsleiðslu til bæjarins, en
á undanförnum árum hefir oft
verið vatnsskortur hér. Nýja
vatnsleiðslan mun skila til bæj-
arins þrisvar sinnum meira vatns
magni en bærinn hefir nú.
Ýmislegt
H. 13. apríl sl. hélt Sunnukór-
inn kirkjutónleika í ísafjarðar-
kirkju. Voru tónleikarnir haldn-
ir í tilefni þess, að h. 23. júní nk.
á Kirkjukórasamband íslands 10
ára afmæli. Stjórnandi tónleik-
anna var Jónas Tómasson tón-
skáld, en hann átti áttræðisaf-
mæli þennan dag. Flutt voru
m. a. á efnisskránni lög eftir
þrjú vestfirsk tónskáld: Jónas
Tómasson, sr. Jóhannes Pábna-
son,Stað í Súgandafirði og Krist
in Guðlaugsson frá Núpi. Sr.
Sigurður KristjánssOn flutti
ávarp og minntist Kirkjukóra-
sambands íslands. Einnig flutti
hann Jónasi Tómassyni árnaðar-
óskir og þakkir fyrir mikil störf
í þágu tónlistarlífs ísafjarðar á
liðnum áratugum. Hylltu kirkju-
gestir Jónas með því að rísa úr
sætum. Hljómleikarnir voru hin-
ir ánægjulegustu og mjög vel
sóttir.
Iðnskóla ísafjarðar var slitið
15. apríl Og hafði starfað frá því
í byrjun janúar. 39 iðnnemar
stunduðu nám í skólanum Og
skiptust þeir milli 11 iðngreina.
Brautskráðir voru 24 nemendur.
Hæstu einkunn á burtfararprófi
hlaut Guðjón Eiríksson, nemandi
í bifvélavirkjun, 8,95. — G. K.
Létta og
þægilega
• Stillanleglr og
sjálfbrýnandi
hnifar.
• Leikur í kúlu-
legum.
Fæst víða í verzlunum.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 —
Sími 35200.
VINNA
International Voluntary Service.
óskar eftir umsóknum, frá
ungu fólki, um vinnu í alþjóða
vinnubúðum við byggingu á ýms
um mannúðarstofnunum í Vestur
Evrópu.
Sérstaklega óskað eftir íslend
ingum í fyrstu vinnubúðirnar á
íslandi á tímabilinu 28. júní —
23. ágúst. Lágmarkstími 2 vikur.
Skrifið til:
I. V. S., 72 Okley Square,
London, N. W. L. England.
Stúlka óskast á heimili í minnst
6 mánuði, til 4ra manna fjöi-
skyldu. Nýtízku hús, hentugar
ferðir til miðborgar London. —
Einkaherb. og ágæt skilyrði. Vin
samlegast skrifið upplýsingar á
ensku og mynd æskileg.
Mrs. M. Gould,
58, Sudbury Court Road,
HARROW
Middlesex, England.
Tilkynning frá þekktri
heimilisaðstoðarskrifstofu
Vel borguð atvinna er fáanleg
í London nú þegar.
P. & L. Agency, Room 500
1-2 Hannover Street London, W1
* iF »1 K-
KLUBBUR/NN
KRUMMAKVARTETT
★
KALT BORÐ
Hlaðið ljúffengum réttum
Borðpöntunum veitt móttaka eftir kl. 2
í dag. — Matargestir ganga fyrri.
STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA.
Húnvetningaféíagið í Hvík
Félagsfundur verður n.k. fimmtudagskvöld 18. þ.m.
í Tjarnarcafé, niðri, kl. 8,30 s.d.
Dagskrá:
1. AkvörSun um framtíðarnotkun
félagsheimilisins.
2. Önnur mál.
STJÓRNIN
Frá Tónlistarskólanum
1 Reykjavlk
Inntökupróf í Kennaradeild Tónlistarskólans verður
mánudaginn 29. maí kl. 4 síðdegis að Laufásvegi 7.
Næsta kennslutímabil hefst 1. október n.k. og stend-
ur tvo vetur. Öll kennsla er ókeypis en próf frá
deildinni veita réttindi til söngkennslu í barna
og unglingaskólum.
Væntanlegir nemendur sendi umsóknir í Tónlistar-
skólann. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
skólans kl. 11—12 daglega.
Skólastjórð,
Við miðbœinn
Helmingur eignarinnar Þingholtsstræti 11 (hús og
éignarlóð) er til sölu. Húsið er nú allt atvinnu-
húsnæði. Tilboð, sem greini verð og greiðsluskilmála,
afhendist undirrituðum.
ÁRNI STEFÁNSSON, hdl.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Sími 14314