Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. maí 1961
MORGVNB14Ð1Ð
Frá fundi utanríkisráffherra Atlantshafsbandalagsins í Osló.
REYKJAVÍKURBRÉF
Blikur á lofti
Utanríkisráðherrar Atlantshafs
bandalagsins héldu þriggja daga
fund í Ósló í fyrri hluta vik-
unnar. Af fregnum þeim, sem
bárust af umræðum á fundin-
um, meðan hann stóð, virtist
svo sem ráðherrarnir teldu horf-
ur í heimsmálum ekki hafa
batnað síðustu mánuði. Yfirlýs-
ing þeirra að fundarlokum
staðfestir þann orðróm. — í
henni vöktu þeir sérstaka at-
hygli á síauknum tilraunum
kommúnistaríkjanna til að
hvetja til og hagnýta sér
árekstra í heiminum og færa
yfirráð sín yfir stærri og stærri
landssvæði. Kváðust ráðherrarn-
ir staðráðnir í að mæta þessari
ógnun. Einkanlega er þó at-
hyglisverð yfirlýsing þeirra um
Berlín. Þeir endurtóku fyrri
heitorð sín um, að bandalagið
væri ákveðið í að vernda
frelsi Vestur-Berlínar og íbúa
borgarinnar, þrátt fyrir hótanir
Sovétríkjanna.
Dre<*iir til átaka
um Berlín?
Yfirlýsingin um Berlín er
áreiðanlega ekki gefin að
ástæðulausu. Mörg ummæli
Krúsjeffs benda til þess, að
hann hyggist fljótlega láta
skríða til skarar. Enn vita menn
ekki með vissu, hverjar tiltekt-
ir hann hefur í huga. Ætlun
hans er sennilega sú að sýna, að
Sovétríkin hafi ráð Berlínar
raunverulega í hendi sér. Án
þess telur hann völd kommún-
Ista I Austur-Þýzkalandi standa
völtum fótum. í Berlín er þess
vegna ekki einungis um að
ræða örlög þeirra rúmlega 2
milljóna manna, sem búa í hin-
um frjálsa hluta borgarinnar, og
að nokkru allra Austur-Þjóð-
verja. Enn meira máli skiptir,
að Berlín er orðin að tákni í
baráttunni milli frelsis og ó-
frelsis. Yrði það einn mesti sig-
ur kommúnista, ef þeir gætu
hrifsað það tákn til sín. Hér er
því mikið I húfi og ef í odda
skerst, er líklegt, að þeir at-
burðir hafi víðtæk og langvinn
áhrif.
„Von drepin
í Genf66
Það er ekki nóg. að hætta sé
Laugard. 13. maí
á að upp blossi deilur um yfir-
ráð víðsvegar í heiminum, held-
ur horfir nú mun verr en áður
í samkomulagsumleitunum um
afvopnun og stöðvun tilrauna
með kjarnorkusprengjur. Báð-
herrar Atlantshafsbandalagsins
lýstu á Óslóarfundinum áhuga
sínum á að ná samkomulagi um
þessi efni. Þær vonir virðast
því miður haldlitlar. Um það
efni birti Manchester Guardian
Weekly forsíðugrein 4. maí sl.
Þar segir, að samningaumleit-
anir um stöðvun tilrauna með
kjarnorkusprengjur „virðist nú
vera dauðar, — drepnar af Sov-
étríkjunum“. Blaðið rekur, að
ástæðan til þess sé sú, að Krús-
jeff hafi nú hörfað frá því, sem
hann hafði áður samþykkt,
hvernig eftirliti með stöðvuninni
skyldi háttað. Hann krefjist
þess nú, að þrír menn hafi eft-
irlitið með höndum, einn frá
Sovétríkjunum, annar frá Vest-
urveldunum og hinn þriðji frá
hlutlausu ríkjunum. Þar sem
hver þeirra um sig á að hafa
algert synjunarvald, er með
þessu hægt að gera eftirlitið að
engu. Manchester Guardian
Weekly segir um þetta:
„Þetta fyrirkomulag mundi
gera eftirlitið að hreinni vit-
leysu. Hvaða þýðingu hefur
sam’ningur, sem gerir mögulegt
fyrir Sovétríkin (eða ef því væri
að skipta Bandaríkin eða Bret-
land) að hindra með synjunar-
valdi alla rannsókn, ef þau
vildu framkvæma sprengjutil-
raun? Krúsjeff hlýtur að vita
þetta“.
Falla sprengjur
innan tíu ára?
Síðar segir í grein Manchester
Guardian Weekly:
„Samningur um allsherjaraf-
vopnrrn virðist nú fjarlægari en
nokkru sinni fyrr, og ekki ein-
ungis vegna þess að horfið sé
það litla traust, sem hvor aðili
um sig hafði á því, að hinn væri
fús til að hliðra til. Ef samn-
ingamönnunum í Genf tekst
ekki að finna eftirlitskerfi með
kjarnorkutilraunum, hver getur
þá komið upp því miklu flókn-
ara eftirlitskerfi, sem nauðsyn-
legt er með allsherjarafvopnun?
Og hvaða vonir verða þá eftir
um takmarkanir á fjölda kjarn-
orkuríkja? Hætta skapast á, að
við lendum aftur í hinu tak-
markalausa vígbúnaðarkapp-
hlaupi, sem varð ógæfa Evrópu
eftir að afvopnunarráðstefnurn-
‘
ar á árunum 1930—40 fóru út
um þúfur. Sir Charles Snow hef
ur sagt, að ef svo færi „mundu
sumar af þessum sprengjum
springa innan tíu ára í mesta
lagi“. Of mikil bjartsýni virð-
ist vera að gera ráð fyrir tíu
ára fresti. En Krúsjeff getur
enn endurlífgað viðræðurnar“.
Þannig kemst hið merka,
frjálslynda blað Breta að orði.
Það er óhrætt að gagnrýna sína
eigin stjórn, enda í andstöðu við
hana. Þá hefur það fundið
margt athugavert við framkomu
Bandaríkjanna, t.d. í Kúbumál-
inu. Því athyglisverðara er, að
einmitt þetta blað skuli lýsa svo
eindregið sök á hendur Krús-
jeff vegna framkomu hans í af-
vopnunarmálunum.
„Hræðslan við mót
spyrnu liindrar of-
beldismanninn64
Hvað skal gera, þegar svo
horfir? Á að láta ofbeldismenn-
ina hindrunarlaust fara sínu
fram? Eða eiga allir góðviljaðir
menn að gera sitt til að jafn-
vægi haldist eða skapist, þang-
að til nógu margir skilja, að of-
beldi er öllum hættulegt og
verður að hverfa úr samskipt-
um þjóðanna? Þessu leitaðist
Halldór Kristjánsson frá Kirkju
bóli við að svara á fundi „her-
námsandstæðinga" í Reykjavík
hinn 7. maí, að -lokinni göngu-
fesrð þeirra þann dag. Halldór
sagði m.a.:
„Okkur er það ljóst, að við
eigum allt undir því að friður
megi haldast. I kjarnorkustyrj-
öld er ekkert öryggi til--.
Það er því tvennt, sem okkur
ber að setja ofar öðru, þegar
við tökum afstöðu til þeirra
mála, sem hafa kallað okkur
saman í dag: Hvað getum við
gert til að efla friðarhorfur í
heiminum? Hvað getum við gert
til að tryggja sjálfstæði og til-
veru íslenzku þjóðarinnar?
Ekki vil ég gera mig svo
barnalegan að halda því fram,
að vopnleysi og varnarleysi á
takmörkuðum svæðum tryggi
heimsfriðinn út af fyrir sig. Við
vitum það öll, að heimsstyrj-
öldin 1939 byrjaði ekki af því,
að t.d. Bretar og Frakkar væru
of mjög vopnaðir. Hins eru
dæmi, að hræðslan við mót-
spyrnu hafi hindráð ofbeldis-
manninn að gera árás“.
„Þátttaka íslend-
inga í Atlantsliafs-
bandalaginu dreg-
ið úr stríðshættu“
Halldór heldur áfram:
„Þó hlýtur leiðin til friðar og
þar með þess eina öryggis, sem
um er að ræða, að vera sú að
eyða tortryggni, slaka á tauga-
spænnu, afvopnast og fækka
herstöðvum. Þetta vita allir, —
jafnvel herforingjar og hernað-
arsérfræðingar. Slíks væri þá
jafnt þörf á báða bóga, þegar
tveir aðilar ógna hvorir öðrum.
Með þessu vil ég minna á það,
að ég tel eðlilegt að menn geti
haft skiptar skoðanir í þessum
málum, þótt þeir hugsi um þau
eingöngu sem heiðarlegir íslend-
ingaf og friðarsinnar. GætUm
við eitthvað gert til að minnka
stríðshættuna teldi ég að við
ættum að gera það, enda þótt
því kynni að fylgja einhver per-
sónuleg áhætta. Ég fyrir mitt
leyti trúi því, að Atlantshafs-
bandalagið og þátttaka íslend-
inga í því hafi átt þátt í því að
draga úr stríðshættu. Og að
sjálfsögðu stendur hin íslenzka
þjóð við alla samninga og
skuldbindingar, sem hún hefur
gert að réttum lögum um þau
mál og önnur, enda samstaða
hennar með þjóðum eins og
Dönum og Norðmönnum mjög
eðlileg".
„Versna lífskjörin
svo að nemur ein-
um f jórða hluta“?
Allt er þetta vel mælt og
hyggilega hjá Halldóri. Von er
að göngugarparnir færu að ó-
kyrrast, þegar þeir heyrðu svo
skynsamlega talað. Er svo að
sjá sem Halldór hafi þá þótt
nauðsyn til að friða suma í
hinum „sundurleita hópi“, sem
hann svo kallaði, enda fór
mjög að slá út í fyrir honum
eftir það.
Halldór vendir sínu kvæði í
kross og segist vilja láta herinn
fara, af því að við megum ekki
„segja já við öllu, sem herfor-
ingjaráð Atlantshafsbandalags-
ins mælist til“. En hvenær hef-
ur það verið gert og hver hefur
gerzt talsmaður slíks? íslending-
ar hafa þvert á móti einir heim-
ild til þess að kveða á um,
hversu lengi her skuli dvelja í
landinu. Ekki hefur heyrzt að
einn einasti maður vilji afsala
þeim rétti. Og ekki batnar fyrir
Halldóri, þegar hann segir:
..Og nú er svo komið að upp-
hátt og feimnislaust er um þaS
talað, að lífskjör íslenzku þjóð*
arinnar hljóti að versna svo að
nema einum fjórða hluta ef her-
inn hverfi úr landi. Þetta er ekki
rökstutt. Þetta er fullyrt. Þessu
eiga menn að trúa. Því er
treyst að íslenzkir menn trúi því
að þjóð þeirra g:ti ekki unnið
fyrir sér sjálf. Hersetan á að
verða varanleg og byggjast á
vantrú þessarar þjóðar á ís-
lenzkt framtak, íslenzkt land og
íslenzka þjóð“.
„Upphátt og
feimnislaust“ tal
innan Framsóknar
Hvar hefur Halldór Kristjáns-
son heyrt þessar fjarstæður? Þó
að öðru hverju slái út í fyrir
honum, þá er hann á sinn veg
greindarmaður. Enginn skyldi
því ætla, að þetta væru einungis
hans eigin hugarórar. Þegar
Halldór segir talað „upphátt og
feimnislaust“ um það, sem eng-
inn utan Framsóknarflokksins
hefur heyrt á minnzt, benda
öll rök til þess, að innan Fram-
sóknar séu vamarmálin raedd á
þessum grundvelli. Menn minn-
ast og þeirra orða Hermanns, að
betra væri að vanta brauð en
að hafa her í landi, og þá ekki
síður aðgerða hans í V-stjóm-
inni, þegar hann í nóvember
1956 samdi um áframhaldandi
dvöl. liðsins gegn lánum frá
Bandaríkjastjórn. Það var þó
einungis upphafið. Árið eftir fór
hann til Parísar og lýsti holl-
ustu sinni við Atlantshafsbanda-
lagið og eindregnum vilja til að
halda varnarliði hér og fékk fá-
um dögum síðar stóra lánveit-
ingu úr öryggissjóði Bandaríkj-
anna, sem gerði V-stjóminni
mögulegt að lafa við völd nokkr
um mánuðum lengur en ella.
Andúð lieiðar-
legra manna
Skiljanlegt er, að heiðarlegum
mönnum ofbjóði þessi hugsunar
háttur. Það er andúðin á hon-
um, sem hefur fengið menn
eins og Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli til að snúast gegn
dvöl varnarliðs á íslandi. Vissu-
lega mega íslendingar aldrei
gera land sitt að þvílíkri fé-
þúfu. Ákvörðun um varnir eða
varnarleysi íslands verður að
taka eftir þeim meginsjónarmið-
um, sem Halldór rekur í fyrri
hluta ræðu sinnar. Ef varnir hér
stuðla að áframhaldi heimsfrið-
ar, þá ber okkur að halda þeim
við. Sjálfstæði íslands yrði og
lítils virði, ef ný heimsstyrjöld
brytist út.
Ræða Halldórs Kristjánssonar
er glöggt dæmi þess, hvernig
hin stöðuga fjárplógsmennska
Framsóknarbroddanna villir um
fyrir fylgismönnum þeirra og
vekur hjá þeim andúð á góðum
málstað vegna þess að röng rök
hafa verið færð fyrir honum I
umræðum innan flokksins.
1 Framsóknarflokknum eru
einnig önnur öfl að verki. Einn
forystumanna flokksins komst
þannig að orði fyrir nokkrum
árum, að áður fyrri hefðu menn
skipt um flokk, ef þeir skiptu
um skoðun, nú væri mönnum
haldið í flokki til að vinna fyr-
ir annan málstað en þann, sem
flokkurinn fylgdi. Þessi orð rifj-
ast upp, þegar lesin eru um-
mæli formanns ungra Fram-
sóknarmanna, Örlygs Hálfdánar-
sonar, á hinum sama fundi og
Halldór talaði. Að sögn Tímans
var upphaf að ræðu Örlygs
þetta:
„Þú vegmóði
göngumaður!
Þú hefur farið um langan veg
Framhald á bls 14.