Morgunblaðið - 14.05.1961, Page 16
16
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 14. maí 196j.
Frá blaðamannafundi NATO-ráðherranna.
Hlutieysið engin vörn
Utanríklsráðherrar íslands og
Bretlands samferða af fundi
Fréttaritari Mbl. a NATO-fundinum
skrifar frd Osló
Sr. Gísli Brynjólfsson sem
staddur er í Noregi var frétta-
ritari Morgunblaðsins á NATO-
fundinum, sem haldinn var í
Osló. Hér fer á eftir grein eftir
hann um fundinn.
NATO hefur komið
í veg fyrir stríð.
Já, vorið er komið fyrir löngu
hér í Osló. Það kom óvenjulega
snemma að þessu sinni. Hitinn
komst upp undir 20 stig í aprH,
og þó síðan hafi ekki alltaf verið
jafnhlýtt hafa engin vorhret eða
kuldaköst komið. Blómin eru
sprungin út, trén allaufguð og
úti í Stutenterlunden á Karl-
johan situr fólkið og drekkur
kaffið sitt í blíðu þessa snemm-
komna vors. — En í hugum
mannanna geysar kalda stríðið.
Og hér virðast flestir vera á
einu máli um það, að það eina
sem hafi bjargað frá því að það
hafi orðið að björtu ófriðarbáli
sé samstaða hinna frjálsu þjóða
í Atlantshafsbandalaginu. Og sú
samstaða má aldrei bresta, á upp
byggingu hennar og auknum
styrk má ekkert lát verða. Þá
er voðinn vís. Með styrkri sam-
stöðu þjóðanna í NATO hefur
því '.i- að ná sínu höfuðmark
miði: Að koma í veg fyrir stríð
og tryggja frelsi og sjálfstæði
allra þátttökulandanna. Og það
er að heyra á því, sem haft er
eftir Dean Rusk að aldrei hafi
verið meiri þörf á því en nú
að tryggja þessa samstöðu og
vera vel vakandi á verðinum.
Hann mun að vísu hafa þótt
nokkuð svartsýnn í almennu
stjórnmálaumræðunum. Lord
Home á að hafa sagt: Við höfum
góð spil á hendinni. Spilum á
þau.
Hlýtt vor —
kalt stríð.
, Eftir langan og dimman vetur
fögnum við vori. Og þegar vorið
kemur, verður landið okkar og
borgin okkar fegurri en á nokk-
urri árstíð annarri. Þessvegna
þykir okkur svo vænt um að fá
vini okkar frá útlöndum í heim-
sókn einmitt nú“, sagði Einar
Gerhratsen forsætisráðherra
Norðmanna þegar hann ávarpaði
fulltrúana á NATO-fundinum í
veizlu í Akérshushöllinni.
En jafnframt sagðist forsætis-
ráðherrann harma það, að hann
gæti ekki heimfært þessa vor-
stemmingu upp á ástandið í al-
þjóðamálum. „Þar höfum við
lengi beðið eftir vormerkjum, og
það bólar ekki á þeim ennþá.
öðru hvo£u hefur brugðið fyrir
vorþey í lofti, en það hafa ekki
verið nein varanleg veðrabrigði.
Á hinu pólitíska veðurkorti hefur
kalda stríðið eiginlega alltaf ver
ið ríkjandi".
Þrjú hundruo blaðamenn
í Osló.
Það var aldrei við því búizit
að þessi NATO-fundur yrði neinn
stórviðburður í sögu Atlantshafs
ban-dalagsins. Aðallega biðu
menn með eftirvæntingu þess,
sem Bandaríkin hefðu að leggja
til málanna í fyrsta sinn sem
Kennedy-stjórnin sendi fulltrúa
sinn á fund þessara samtaka. —
Hinsvegar er þessi fundur stórvið
burður hér í Osló, þvi þetta mun
vera ein stærsta samkunda út-
lendinga, sem haldin hefur verið
í Noregi. Ekki veit ég hvað fund
armenn eru margir með öllu sínu
fylgdarliði, en blaðamennirnir
eru yfir þrjú hundruð, þar af
meira en helmingurinn útlendir,
frá öllum álfum og flestum lönd
um. Þetta er ékki lítil landkyno-
inig fyrir þetta mikla og fagra
ferðamannaland. sem stöðugt er
heimsótt af fleira og fleira ferða-
fólki með hverju árinu, sem líð-
ur. Svo mikil er aðsóknin, að
þrátt fyrir öll hótelin, gengur
illa að hýsa alla þá sem að garði
betr. Ferðamálasamtökin hér í
Osló hafa því skorað á alla bæj-
arbúa sem geta, að leigja hótel-
unum húsnæði í sumar svo að
ekki þurfi að úthýsa neinum út-
lendingi, sem kemur til að skoða
landið, kynnast þjóðinni og gefa
norska velferðarríkinu auknar
gj aldeyr istekj ur.
Þingmienn í frii.
En það ber ekki á öðru en það
sé sæmilega rúmt um allan blaða
mannafjöldann á NATO-fundin-
um. Þeir hafa fengið þækistöð
sína í Stórþingshúsinu, þar sem
fundurinn er haldinn. Þingið
gerði hálfsmánaðar hlé á störfum
sínum vegna fundarins, og virtist
það þingmönnum ekki neitt á
móti gkapi. Óðara og hléið kom
,.tóku þeir til fótanna" og flýttu
sér út í kjördæmi sín. Stóð þá
sem hæst undirbúningur flokk-
anna að framboðunum til kosn-
inganna 11. sept. í haust og flokks
fundir tíðir. Auk þess voru marg
ir þingmenn Alþýðuflokksins
rðæumenn við hátiðahöldin 1.
maí víðs vegar um landið, því
hér hefur Alþfl. öll völd í verka-
ýðs- og fagfélögunum og hleypir
engum hannibölum upp í þeirra
ræðustóla. Og í 1. maí-göngunni
hér í Osló skiptust á spjöld með
kröfum um styttri vinnuviku og
áskorunum um að kjósa Alþ.fl.
svo að hann héldi meirihlutanum
og gæti tryggt velmegun áfram
næstu fjögur árin.
Fundarsetning.
En hverfum aftur að NATO-
fundinum. Við setningu hans,
sem fram fór £ þingsalnum fengu
blaðamerun aðgang að áheyremda-
pöllunum og voru þeir allir full
setnir. Ráðherrarnir og fylgdar-
íið þeirra ganga í salinn stundar
fjórðungi áður en fundur hefst.
Þeir skiptast á« kveðjum og taka
tal saman. Það er gaman að virða
þá fyrir sér þessa heimsfrægu
menn, sem myndir eru birtar af
og skrifað er um í dálka allra
blaða um alla jarðarkringluna.
Þarna eru þeir ljóslifandi. Dean
Rusk, yfirlætislaus og einarðleg-
ur. Hann sker sig á engan hátt
úr. Maður skyldi ekki að ó-
þekktu halda að hann væri full-
trúi stærsta stórveldisins í þess-
um samtökum. Eftir að fundur
er settur situr hann kyrr eins og
líkneski og hlustar með athygli
á ræðurnar. Það er meira en
hægt er að segja um suma aðra
Jens Otto Krag og Couve de
Murville skrafa saman í hljóði.
Home lávarður handleikur stöð-
ugt blýantinn og skrifár öðru
hvoru á blað hjá sér athugasemd
ir um það, sem kemur fram í
ræðunum. Su~iir blaðaljós-
myndararnir gefa sérstakar gæt
ur að blaðamannastúkunni niðri
í salnum. Hún er að þessu sinni
ætluð ráðherrafrúnum. Þeir eru
að gera sér vonir um að ráðherra
frúin danska, Helle Wirkner,
komi: Hún var áður leikkona og
þykir hinn bezti blaðamatur. En
Helle Wirkner kemur ekki. Hún
sækir kannske alls ekki NATO-
fundinn að þessu sinni.
Uppreisin gegn eymdinni.
Svo hefst fundurinn með ræðu
Lange utanríkisráðh. Norðmanna
Hann er sá eini í þessum hóp,
sem setið hefur alla ráðherra-
fundi NATO frá Upphafi. Hann
býður fundarmenn velkomna til
Osló. Hann minnir á þá dapur-
legu viðburði. þegar hvert ríkið
í Evrópu eftir annað á fyrstu ár-
unum eftir stríðið varð einræð-
inu að bráð. Það leiddi til stofn-
unar Atlantshafsbandalagsins.
Með samtökum sínum og her-
styrk gat það stöðvað ofbeldið.
„Það er því að þakka, að við höf
um fengið að lifa í friði og getað
haldið sjálfstæði voru“. En þetta
er ekki nóg, sagði Lange. „Á
þessum tímum atomvopna og
geimferða hljótum við að játa,
að lífrænt, jákvætt samstarf
þjóða um allan heim er nauðsyn
— lífsnauðsyn. Líf mannkynsins
liggur við að það taikist". Og
seinna í ræðu sini sagði hann:
,Norska stjórnin, norska þjóð-
in samfagnar þeim þjóðum sem
fengið hafa sjálfstæði og við
gleðjumst yfir þeirri uppreisnar
öldu, sem hafist hefur um allan.
heim gegn eymd og mannlegri
niðurlæginu".
Ef{ir ræðu Lange töluðu þeir
forseti fundarins, fulltrúi Portú-
gals, og aðalritari NATO, Dirk
Stikker. Síðan var setningarat-
höfninni lokið og ráðherrarnir
gengu í annan sal til að halda
fundarstörfum áfram. Utanríkis-
ráðherrar Bretlands og fslands
urðu samferða út og töluðu sam
an. Skyldi ekki annarhvor þeirra
hafa sagt: Well, þá þurfum við
ekki lerigur að þrátta um þorsk-
inn.
Fjöldafundur.
Sama daginn og ráðherrarnir
15 komu saman í þinghúsinu
mættust 15 þúsund Öslóbúar á
Ráðhústorginu. Þetta var 8. maí
— frelsisdagur Norðmanna í styrj'
öldinni. Venjulega er hann hald-
inn hátíðlegur. Hann hefur eigin-
lega runnið saman við 17. maí,
enda næsta líkur honum að yfir-
skrift og innihaldi. En nú höfðu
ýmisir forystumenn andstöðu-
hreyfingarinnar frá stríðsárunum
boðað til þessarar samkomu á
Ráðhústorginu vegna NATO-
fundarins: Hún átti m.a. að sýna
hver væri afstaða almennings til
þátttöku í NATO. Þeir, sem
þarna töluðu minntust ekki fyrst
og fremst hins liðna, held r
lögðu áherzlu á. að allir yrðu að
gera sér ljóst hvar við stæðum
nú og hverjar skyldurnar væru
í dag. Aðalræðumaður var Einar
Gerhardsen og hann sagði m. a.
„Munum það nú, að 1940 reyndist
hlutleysið okkur engin vörn. Við
höfum dregið lærdóm að þeirrl
reynslu og gengið í varnarbanda
lag með öðrum vestrænum þjóð
uim. Þessvegna eruim við óhiulfc
ari nú en ef við stæðum einii
(lófatak) Norðmenn vilja ekki
hafa útlendan her í landi sínu £
friðartímum, en við verðum aí
styrkja varnir okkar. (Lófataki
Framhald á bls. 23.