Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 9
Sunnudgur 11. JönT 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 FYRIR nokkru birtist hér í blaðinu frétt þar sem sagt var að verið væri að ganga frá skipulagsupp- drætti af Arnarnesi vest- an Hafnarfjarðarvegar. — Nú hefir uppdrátturinn endanlega verið samþykkt ur og birtist hér mynd af honum. — Það er Páll Magnússon lögfræðingur sem aðalumsjón hefirhaft með þessum uppdrætti, sem gerður er af Skipu- lagsnefnd í samráði við hann og hreppsnefnd Garðahrepps. Hverfi þetta á Arnarnesi er fyrst og fremst gert með það fyrir augum að þar verði frið sælt íbúðarhverfi og húsin yf irleitt einbýlishús rúmgóð og vönduð. Margháttuð þægindi verði í íbúðarhverfi þessu og aðstaða til ýmiskonar skemmti iðkana auk fagurs útsýnis. Bað strönd verður á sunnanverðu nesinu svo og skemmtibáta- höfn einnig bátanaust við nes oddann. Þá verður allgreitt svæði fyrir íbúana til göngu- ferða með ströndinni neðan lóðanna á sunnanverðu nes- inu. Hins vegar er ströndin ekki eins aðgengileg að norð- an. Á fallegu svæði sunnan á nesinu verður komið fyrir tjörn með fuglahólma, sem á vetrum er hægt að nota sem skautasvæði. Áður hefir verið greint frá leikvöllum, barna- gæzlusvæðum og íþróttasvæð um svo og verzlunarstöðum- Það vekur athygli er upp- drátturinn er skoðaður að ekki er hægt að fara hring- akstur um þetta íbúðarhverfi. Allar götur eru lokaðar í ann an endann og verða menn því að snúa við til þess að kom ast út úr þeim aftur. Þetta er gert til þess að fólk er þarna býr verði fyrir minni truflunum af þeim sem aka þarna um að þarflausu. Gert er ráð fyrir að þarna verði byggð um 200 einbýlis- hús Og 3 blokkir. Er þetta því íbúðarhverfi fyrir 1000— 1500 manns. Götur allar ber fuglanöfn eins og nesið sjálft. Gamli Amarnesbærinn stóð á norð- anverðu nesinu fyrr meir, þar sem nú verður við norðan- verða götuna Súlunes. Skammt þaðan var gamall Gvendarbrunnur, sem var vatnsból jarðarinnar. Þá er uppspretta undir svonefndum Smiðjuhól, sem er sunnan á nesinu, en þar stóð bærinn síð ar. Gömul þjóðtrú segir að ekki megi hrófla við Smiðjuhól. Væri hann t.d. sleginn missti bóndinn að minnsta kosti eina kúna úr fjósinu eða ann að óhapp henti hann. Friðað svæði er kringum Smiðjuhól, sem er við bugðuna á götupni Hegranesi. Nú þegar er mikil eftirspurn eftir lóðum á Arnarnesi. Garða hreppur er að ráðast í vatns leiðslu þangað og síðan verður gatnagerð hafin. Er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist þegar í sumar. Það er áhuga- mál þeirra er að þessu standa að full byggð rísi á nesinu vest an Hafnarfjarðarvegar á næstu 10—15 árum. Tvöfalt stærra land er svo tilheyrandi Arnarneslandi austan Hafnar- fjarðarvegar og verður það skipulagt síðar. V / 5000 I Arnarnesi er álagahóll I skipulaginu tæki að sér framkvæmdastjórn fyrir félagið. Var þetta samþykt einróma, og sýndi það ljóslega, hvað mikið traust menn báru til hans. Hann kom svo heim nokkru síðar og tók við störfum 1. júní 1930. Þegar Guðmundur tók . við framkvæmdastjórn Eimskipa- félagsins, var heimskreppan mikla ekollin á, og voru því fyrstu árin mæsta erfið. En Guðmundur sýndi þá, sem áður, að hann er góður búmaður því þrátt fyrir hina xniklu efnahagsörðugleika kreppu áranna skilaði fél. arði ár hvert, nema 1930, og gat jafnan greitt hluthöfum nokkurn arð. Þó var flutningsgjöldum svo í hóf stillt, eð tiltölulega lítillar samkeppni varð vart af útlendum flutninga- Skipum að því fráskildu, að Sam- einaða Gufuskipafélagið og Berg enska félagið héldu hér uppi xeglubundnum áætlunarferðum, svo sem þau höfðu áður gert. Hin alhliða þekking Guðmundar é verzlun og viðskiptum þjóðar- innar við útlönd kom honum í góðar þarfir í hinu nýja starfi. Og svo kom heimsstyrjöldin eíðari með siglingaörðugleikum, skipa- og manntjóni, en jafn- framt peningaflóði, sem fylgdi í 'kjölfar hersetu í landinu, og stór— kostlegum verðhækkunum á út- flutningsvörum landsmanna. En þessu peningaflóði fylgdi strangt eftirlit stjórnarvaldanna um verð lag og eftirlit með flutningsgjöld um. Guðmundur notaði þetta á- stand, til þess ýtrasta, til sjóða- safnana fyrir félagið. Var ekki laust við að hann yrði stundum fyrir ámælum vegna þess, að hann fór eins langt og hann komst, til þess að nota peninga- flóðið félaginu til hagsbóta, þó aldrei yrðu útaf þessu alvarlegir árekstrar. Að stríðinu loknu var hagur félagsins ágætur. Skuldlaus eign í árslok 1945 er talin rúmlega 46 millj. kr., en þá er búið að afskrifa allar eignir þess mjög ríflega. Félagið gat því strax að stríðinu loknu hafist handa um miklar skipasmíðar, án þess að þurfa að stofna til skulda. Álít ég, að þjóðin standi í mikilli þakkarskuld við Guðmund Vil- hjálmsson fyrir framsýni hans og festu í hinu mikla peningaflóði stríðsáranna, sem gerði mögulegt að eignast glæsilegan skipastól án þess að stofna að ráði til er- lendra skulda. Það hefði verið auðvelt að sóa peningatekjunum jafnóðum í bruðl og brask. En fyrir þeirri ifreistni féll Guð- mundur ekki. Þegar Guðmundur tók við stjórn Eimskipafélagsins átti það 6 skip, sem voru samtals 8.085 brto smálestir. Skuldlaus eign þess var þá kr. 57.309.13. Nú á félagið 10 skip, samtals 26.802 brto smálestir. Skuldlaus eign þess er nú kr. 37.705.003.42, og skip þess og fasteignir mjög lágt bókfærðar. Er vonandi að Eimskipafélag fslands fái að njóta starfshæfni Guðmundar Vilhjálmssonar, reynslu hans og fyrirhyggju sem allra lengst ennþá, þó aldur hans sé orðinn nokkuð hár. Þegar ég ákvað að senda Guð- mundi Vilhjálmssyni afmælis- kveðju, áleit ég rétt, að segja nokkuð frá störfum hans. Ég gat eins vel varið löngu máli til að lýsa manninum sjálfum, einkalífi hans og mannkostum, því þar er af nógu að taka. Um það verð ég fáorður. En þess ber að geta að Guðmundur er prýðilega greind- ur, siðfágaður og ágætlega mennt ur í þeim fræðum, sem hafa orð- ið honum að mestu liði við störf hans. Hann er manna skemmti- legastur í sinn hóp, kíminn, og kann vel að meta smellnar vísur, og kann mikið af þeim. Góður glímumaður var hann talinn á yngri árum og hafði mikið yndi af góðum hestum. Guðmundur kvongaðist 1924, Kristínu dóttur Thor Jensen, Þau eignuðust fimm börn og eru fjög- ur þeirra á lífi, öll ágætum hæfi- leikum búin. Frú Kristín er hin merkasta kona, og heimili þeirra orðlagt fyrir glæsibrag. Þarf reyndar ekki að taka það fram, að frú Kristín sé stórmerk kona, og hafi verið manni sínum ráð- hollur og hjálpsamur förunautur, því menn afkasta ekki jafnmiklu og vel unnu starfi, eins og Guð- mundur Vilhjálmsson hefur gert, nema hjónaband þeirra og heim- ilislíí sé gott, ef þeir eru kvong- aðir á annað borð. Við hjónin sendum Guðmundi Vilhjálmssyni og fjölskyldu hans innilegar hamingjuóskir á þessu merkisafmæli. Jón Árnason. f Hvassaleiti 86 ferm. fokheld jarðhæð til sölu, milliliðalaust. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m., merkt: „Hvassaleiti 1402“. TIL SÖLU Nýtízku 4ra herb. íhúðarhœð um 120 ferm. með sér inngangi og sér hita við Rauðalæk. — Bílskúrsréttindi. IXIýja Fasteignasalan rsanKastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.