Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22 tmMábib Reykjavíkurbréf Sjá bls 13. 128. tbl. — Sunnudagur 11. júní 196. Er „norðlenzka lausnin" að loka frystihúsunum ÞÆR fréttir berast víða af Norður- og Austurlandi, að ýmsar fiskvinnslustöðvar sæki nú allfast að fá lækkað fiskverð það, sem þær hafa greitt til útvegsmanna og sjómanna og um var samið í marz sl. Sums staðar hafa stöðvarnar notað einokunar- aðstöðu sína til þess að knýja þessar lækkanir fram. Kemur þetta óneitanlega nokkuð kynlega fyrir sjónir, þar sem kaup- félögin, er reka flestar þessara stöðva, hafa víða beitt sér fyrir kauphækkunum að undanförnu, sem hafa í för með sér stór- fellda útgjaldahækkun fyrir stöðvarnar. Er það sérstaklega at- hyglisvert í þessu sambandi, að Fiskiðjusamlagið á Húsavík, þar gem framsóknarmenn ráða meiri hluta stjórnar, beitir sér nú fyrir samvinnu allra frystihúsa á Norðurlandi í því skyni að fá fiskverðið lækkað, og fullyrða stjórnendur fyrirtækisins, að það geti ekki staðið undir kauphækkunum til verkamanna nema með þvi að greiða lægra verð fyrir fiskinn. En eins og mönnum er í fersku minni, voru það einmitt framsóknarmenn á Húsavík, sem frumkvæðið áttu að kauphækkunum þar. Virðist það þannig ætlun framsóknarmanna að láta sjómenn og útvegsmenn standa undir hinni pólitísku ævintýramennsku sinni og verð- bólgubraski. Hefur Verðlagsráð LÍÚ varað útvegsmenn við því að ganga til samninga við einstaka fiskkaupendur um lægra fiskverð en um var samið í marz sl. Frá Hólmavik hafa þær frétt- ir borizt, að kaupfélagsstjórinn, Þorgeir Guðmundsson, hafi boð- að útvegsmenn á fund sinn og til kynnt þeim, að frystihúsið mundi hætta að kaupa fisk nema því aðeins, að það fengi hann á lægra verði en hinu umsamda. Krafð ist hann 17 aura lækkunar á línu fiski pr. kg., þ.e. lækkunar úr 2.97 kr. í kr. 2.80. Á Fáskrúðsfirði hefur verð á þorski og ýsu yfir 57 cm á lengd verið lækkað úr kr. 2.97 í kr. 2.70 eða um 27 aura pr. kg. Verðið á smáfiski var þar lækkað úr kr. 2.47 í kr. 2.00, en á þó að hækka aftur eftir 25. september í kr. 2.20. Mbl. barst í fyrradag svohljóð- andi yfirlýsing frá L.Í.Ú. um þetta efni: Nú að undanförnu hafa Lands- sambandi ísl. útvegsmanna bor- izt kvartanir frá útvegsmönnum á Norður- og Austurlandi um, að fiskvinnslustoc5var á Fáskrúðs firði, Eskifirði, Hólmavík og og Húsavík Qiuni ekki telja sér fært að kaupa fisk á því verði, sem samið var um milli L.f.Ú. annars vegar og fiskvinnslu- stöðva á vegum S.Í.S., S.H., S.Í.F. og S.S.F., hins vegar og gilda skyldi frá 1. janúar til 31. des. 1961. í tilefni af þessum kvörtunum hefir Landssamband ísl. útvegs- manna í dag sent eftirfarandi til- kynningu til útvegsmanna um land allt. Hæsti vinningar happdrættisins LAUGARDAGINN 19. júní var dregið í 6. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru I, 100 vinningar að fjárhæð 2,010,000 krónur. Hæsti vinnigurinn, 200,000 krónur kom á hálfmiða númer II, 446. Voru þeir seldir í umboð- um Frímanns Frímannssonar x Hafnarhúsinu og hjá Guðrúnu Ólafsdóttur, Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar. 100,000 kom á heilmiða númer 42,166 sem seldur var í umboði Helga Sivertsen í VesturverL 10,000 krónur 340 5569 6894 1996 8436 10999 20419 23336 24662 27194 31006 32728 34224 34877 35079 39358 39950 43179 44890 45557 47031 49695 50150 51202 54936 56480 l. - _ Birt án á byrgðar. „f tilefni af kvörtunum frá útvegsmönnum á Norður- og Aust Caravelle eftir helgi CARAVELLE-ÞOTAN kemur hingað á þriðjudagskvöldið að því er Mbl. fregnaði í gær. Þetta er frönsk farþegaþota, sem er á leið vestur um haf. Hún nefur viðkomu á fslandi og verður framámönnum Flug félags fslands til sýnis. Er það liður í söluherferð, sem framleiðendur hafa byrjað. Þotan kemur til Keflavíkur á þriðjudag, en sennilega ekki til Reykjavíkur fyrr en morg uninn eftir. Mun bæjarbúum þá væntanlega gefast kostur á að sjá hana hér á flugvellin- um. urlandi yfir því, að einstaka fisk vinnslustöðvar hóti nú að hætta kaupum á fiski, nema um lækk- un verði að ræða frá áður gerð- um samningi um verð á fiski á árinu 1961, vill Verðlagsráð L. í. Ú. taka fram eftiríarandi: Frh. á bls. 23 Skipstjóri í land- helgi hneigði sig fyrir varðskipsmanni AKUREYRI, 10. júní. — Um há- degisbilið kom varðskipiö Þór hingað með þrjá færeyska kútt- era, sem teknir höfðu verið að veiðum í landhelgi. Það var gæzluflugvélin Rán, sem kom að bátunum við Kolbeinsey í fyrra- kvöld. Þór var þar nærstaddur, setti menn um borð í skipin og hélt síðan til Akureyrar. Rán sá til kútteranna um kl. 16 á föstudagskvöldið. Færeying- arnir voru að handfæraveiðum við Kolbeinsey ,sá næsti 1 mílu frá eyjunni, sá fjarsti 1,8 mílu. Reyndi Rán að ná sambandi við sjómennina, en tókst ekki. Hafði flugvélin samband við Þór og kom hann á vettvang. Fær- eyingarnir hættu strax að veiða, þegar flugvélin fór að sveima yfir þeim. Settu kútterarnir á fulla ferð til hafs. Svo einkenni- lega vildi til, að kútterarnir sigldu beint á móti Þór. En þeir eru hæggengir og voru enn inn- an við landhelgislínuna, þegar Þór mætti þeim. * * * Sjópróf hófust kl. 13 í dag hér á Akureyri. Kútterarnir lágu í höfninni og sóluðu Færeyingarn- ir sig makindalega á þilfarinu. Skipin eru: Sólborgin frá Vest- mannahavn, Royndin frá Sor- vag og Fimm systrar frá Klakks vík, 60—90 tonn að stærð. Á hverjum kútter eru 14—18 menn. Sögðu sjómennirnir, að veiðin hefði verið fádæma treg að undanförnu. Höfðu þeir verið 12—21 dag við ísland, búnir að fá sáralítið og einn hafði vart veitt í soðið. * * * Færeyingarnir virtust samt ekki áhyggjufullir. Voru þeir hinir alúðlegustu og sagði einn Þórsmanna, sem sendur var um borð í einn kútterinn við Kol- beinsey, að færyeksi skipstjórinn hefði tekið ofan og hneygt sig, að íslendingurinn steig á skips- fjöl. Óhætt er að segja, að Þórs- menn eru ekki vanir slíkum mót tökum hjá landhelgisbrjótum. heim verðbólgu eða gengisfellingu ÞEGAR hliðsjón er höfð tillögu felldu atvinnurek- af því, að heildarhækkun útgjalda atvinnufyrir- tækja samkvæmt SÍS- samningunum myndi nú þegar verða 14%, verður alveg augljós sá skolla- leikur, sem SÍS-herrarnir og kommúnistar hafa leik- ið. Engum getur dottið í hug, að atvinnuvegirnir geti sjálfir staðið undir þeirri hækkun við núver- andi aðstæður. Sáttasemj- ari treystist ekki til að flytja miðlunartillögu um meiri hækkun en 6%. Þá endur raunar, vegna þess að þeir fengu ekki uppá- skrift ríkisstjórnarinnar um það, að hún myndi sjá til þess, að byrðunum yrði velt á ný yfir á al- menning, eins og Lúðvík Jósefsson gaf þeim 1958. Við atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu sátta- semjara Kom í ljós, að inn an við 50% félagsmanna í stærstu launþegafélögun- um greiddu atkvæði gegn henni, þótt hún væri víð- ast felld. Mátti af því ráða, að ekki væri and- staða mikil gegn lausn á þessum grundvelli. Þá er það, sem SÍS-herrarnir rjúka til og heimta sam- dægurs fund, þar sem þeir leggja megináherzlu á, að ekki verð* samið á grundvelli raunhæfra kjarabóta heldur um svo miklar hækkanir, að hægt sé að vænta nýrrar verð- bólguþróunar. Öllum var það þó ljóst eftir úrslit atkvæðagreiðslunnar, að launþegar myndu tilbún- ir að semja um eitthvað nálægt sáttatillögunni. Hinu er svo ekki að Íí fyrrakivöld var að mestu lok ið við gróðursetningu sumar- blóma á Austurvelli. Blóm- skrúðið þar verður í sumar' borið uppi af yfir 20,000, blómaplöntum. í blómabeðinu umhverfis styttu Jóns Sigurðs, sonar, hefur verið sérstaklega vel til gróðursetningarinnar vandað og mikil vinna lögð í að láta blómskrúð mynda ár- ftöl úr sögu þjóðarinnar. Fram1 an við hana standa ártölin 1811, fæðingarár Jóns Sigurðs sonar, og 1961. Þar eru ártölin 1918 og 1944. Settir voru kaðl-i Íar umhverfis blómabeðið svo' ekki væri verið að troða þar. En þetta dugði ekki, því að í fyrrinótt hefur einhver tramp að og stórskemmt ártölin 1811 —1961. Eru skóför á fjórum stöðum í beðinu og biskups- bráin sem blómskrúðið mynd 'ar, bæld og troðin. Er hér um að ræða hina furðulegustú 'ónáttúru og sannar enn einu 'sinni það ætlar að ganga hægt 'að kenna fólki einföldustu um gengnisvenjur. Hafliði Jóns |Son garðyrkjustjóri bæjarins sagði að það væri alveg óvíst ihvort heppnast myndi, að lag- ífæra skemmdirnar. Myndin er tekin þegar búið var að gróð- ursetja biskupsbrána í ártalið 1811—1961 um umhverfis það, \í fyrradag og ártalið. i SÁTTASEMJARI hafði ekki boðað fund með vinnuveit. endum og Dagsbrún, þegaf Mbl. fór í prentun í gær, Stjórn Vinnuveitendasam. bandsins hélt fund síðdegis i gær. Heildarhækkanir eftir SÍS-samningunum 14% tOc i 6pi. hefðu getað þýtt raunhæfar kjarabætur, en 14 pr. bjóðo ef neita, að atvinnuveitend- ur treystu sér ekki til að greiða 6% hækkun af eig- in tekjum, hvað þá 14%. En helzt var þó von um, að um raunhæfar kjara- bætur gæti verið að ræða, samkomulag næðist eitthvað í nánd við miðl- unartillöguna. SÍS vildi umfram allt verðbólgu og er athyglis- vert að Jakob Frímanns- son forstjóri KEA reið á vaðið til að koma fram kauphækkunum eftir að hann hafði í nýútkominni skýrslu kaupfélagsins sagt eftirfarandi orð: „Hætt er við, að þær kaupdeilur (sem þá voru yfirvofandi), eigi eftir að hrinda af stað nýrri skriðu dýrtíðar og verðbólgu, sem leiðir af sér gengisiellingu og enn minnkandi verðgildi ís- lenzku krónunnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.