Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudgiir 11. júní 1961 Mary Howard: Lygahúsið og hörfaði til baka, jafnhratt og Karólína steig fram. — í»ess vegna skuluð þér ekki koma hingað vælandi út af manninum yðar. Hann er nú orðinn minn.. meðan ég þarf hans með.... og ef einhver betri er á boðstólum, er hann farinn leiðar sinnar.... sömu leiðar og hinir mennirnir mínir. En það þýðir ekkert fyrir yður að vera að hafa þetta eftir mér, því að hann trúir því ekki. Hann heldur bara, að þér séuð vitlaus af afbrýðissemi. Jæja, út með yður héðan! Út! Þá heyrðist mannsrödd I dyr- unum út í garðinn: — Þú ferð ekkert, Marion! Báðar konurnar snerust á hæli. Þarna stóð Charles Jerome, með andlit, sem var orðið ellilegt og fölt, og svipurinn var eins og hann hefði séð einhvern feigðar- boða. Marion rak upp einhverskonar hljóð og flaug í faðm hans, og þarna stóð hann, karlmannlegur, velbúinn og roskinlegur og hélt henni í faðmi sínum en leit jafn- framt á Karólínu sem hann sá nú í fyrsta sinn eins og hún var raunverulega. Karólína skildi, að spilið var tapað. En eins og sjálfkrafa bréyttist svipuyinn og röddin varð lág og biðjandi. — Charles ... .ég vissi ekki.... — Nei, þú vissir ekki, að ég var héma, sagði hann blátt á- fram. — Ég var fljótari en ég ætlaði.... leigði einkaflugvél. Líklega hefur mér legið svona á að sjá þig aftur. Já, það ér dálítið skritið. Nei.... Hann lyf ti snöggt hendi, þegar hún ætlaði að fara að segja eitthvað meira. — Segðu ekki neitt... .það er ekki meira um þetta að segja. Hann horfði P****" 'féfrb * Kc — Nei, takk, ég vil heldur nota mína eigin nagla, þeir eru betri! (Skáldsaga) fast á Karólínu, rétt eins og hann væri að leita að konunni, sem hafði töfrað hann og haldið hon- um fanga, en svo sneri hann sér við, virðulega og greip arm konu sinnar. — Komdu, Marion! Bíllinn, sem Jerome hafðí leigt sér, stóð á stígnum, rétt hjá leigu bílnum, sem Marion hafði kom- ið á. Charles greiddi þeim síðar- nefnda farið og sendi hann burt, en Marion settist við hlið hans í hinum bílnum. Hann sneri þreytulegu andlitinu að henni. — Hefurður fengið þér nokk- urt gistihúsrúm? — Hvergi ennþá. Ég kom hing að beina leið af flugvellinum, og farangurinn minn er þar ennþá. Hann skipaði að aka til flug- vallarins. — Við skulum -fara og sækja dótið þitt. Ég held varla ég stanzi hérna neitt. Ég vil kom ast sem lengst burt héðan. — Eigum við þá ekki að fara til ítalíu? spurði hún. — Þú hef- ur svo oft talað um, hvað þig langaði að koma til Rómar. — Viltu þá, að ég komi líka? — Til hvers heldurðu, að ég hafi farið að heimsækja hana? Til hvers heldurðu, að ég sé hing að komin? — Nei, vertu nú ekki að gráta, Marie.... Gamla gælunafnið var ósjálfrátt komið yfir varir hans. Og um leið varð honum hugsað til fyrri fegurðar hennar og kalds veruleikans nú, og hann varð hrærður og greip höndum fyrir andlitið. — Elskaðirðu hana mjög mik- ið? — Líklega hef ég gert það.... og þó....ég veit það varla. Charles hallaði sér aftur í sætið þunglamalega. — Alla mína ævi hef ég unnið eins og þræll, en hún kenndi mér að leika mér. Ég var sá bjáni að þykjast vera orð- inn ungur aftur. Hann setti upp hörkulegt bros og greip hönd hennar. — Það þýðir víst lítið að fara að taka það fram, að ég sé eftir öllu saman, Marie. Hún svaraði biturlega! — Mér er alveg sama, hvort þú segir það eða ekki, því að aðalatriðið er, að ég hef fengið þig aftur, og allt getur orðið eins og áður. Jerome leit á hana og brosti, er honum var snögglega ljóst hve mikils virði hún var honum, og hann minntist allra áranna, sem hún hafði sýnt honum nærgætni og kærleika. Og hann vissi líka, að hún mundi aldrei fara að á- víta hann. Á flugvellinum kom kappakst- ursbíll akandi, rjómagulur að lit, og stanzaði beint fram undan þeim. Hávaxinn, skolhærður mað ur hljóp út úr honum, kvaddi bíl stjórann sinn með handabandi og er hann leit við, sá hann þau hjónin saman. Hann stanzaði eins og hann tryði ekki sínum eigin augum, en gekk svo til þeirra. — Charles Jerome! sagði Bill, og bætti svo við með fögnuði, sem hann gerði enga tilraun til að dylja: — Og frú Jerome! Charles leit á hann. — Við er- um hér bara til að sækja far- angurinn konunnar minnar, en svo förum við saman beint til Ítalíu. Frekari skýringar gaf hann ekki á ferðalagi þeirra. — Það gleður mig, sagði Bill innilega. — Og hvaða ferðalag er á þér? spurði Jerome og horfði forvitnis lega á hann. — Ég fékk skeyti til London í gær. Þú laukst er- indinu samkvæmt áætlun? — Já, það fór allt eins og ætlað var. — Og þú ert í einu lagi? sagði Jerome, brosandi. — Og langar kannske í nýtt ævintýri, eða hvað? Nei, svaraði Bill, — nú hef ég fengið nægileg ævintýri í bili. Þetta síðasta hafði næstum kost- að mig lífið — og hefði getað kostað mig stúlkuna mína. Hann brosti hörkulega. — Svona fyrir- varalausar brottfarir, án allra skýringa eru manni ekkert gagn- legar í ástarævintýrum. — Er þér alvara, Bill? — Já, heldur betur alvara. — Jæja, það er ekkert því til fyrirstöðu, að þú getir sagt henni alla söguna úr þessu. Það glaðnaði yfir svipnum á Bill. — Get ég það? — Þú þekkir hana, drengur minn. Það er ekkert í hættu ef hún kann að þegja. Nú var kall- að á Bill í hátalaranum og þeir kvöddust með handabandi. — Kannske snýst þér hugur, svo að þú viljir fá eitthvað að gera hjá mér, ef þú ætlar að fara að gifta þig. Við eigum von á verki í Kanada, sem ég gæti vel trúað að þér litist vel á. — Ég tek þig á orðinu, sagði Bill með ákafa. — Og mér er alvara með það! — Þegar ekki heyrðist lengur í bíl Jeromes, gekk Karólína inn í barinn og fékk sér stórt konjaks glas. Bertram kom inn og leit feimnislega undan, er hann til- kynnti hádegisverðinn. Hann vissi augsjáanlega mæta- vel, hvað skeð hafði. En allt í einu missti Karólína alla matar- lyst. Hún flýtti sér að segja við Bertram: — Hringdu fljótt til hr. Fauré og bjóddu honum í há- degisverð með mér. En þegar Bertram kom aftur, sagði hann henni eftir Rioardo, að hr. Fauré . hefði ekið hr. Powell til Nice og flugvallarins. Karólínu varð óglatt. Þá var Bill að fljúga til Stephanie. Hún sá svipinn í svörtu augunum í Bertram, og sleppti sér alveg. — Til hvers fjandans ertu að glápa á mig? — Ég var að bíða eftir að fá að tala við yður, frú, sagði Rertram og brá sér hvergi. — Við konan mín þykjumst vera orðin of gömul til að þjóna á einka- heimili.... og ætlum að setja spariaurana okkar í lítið gisti- hús, sem við getum fengið keypt í Nice. Þessvegna er ég að segja upp vistinni fyrir okkur bæði. Karólína glápti á hann orðlaus. Þau máttu alls ekki fara. Þau höfðu verið þarna hjá henni í tuttugu ár, eða því sem næst. En svo var hún allt í einu orðin of þreytt til að karpa eða rífast. Hún þaut framhjá honum og upp í svefnherbergið sitt. Þar var Carter með einhverja handa- vinnu. Hún leit upp og gamla andlitið var harðneskjulegt og ásakandi. — Það þarf ekkert að segja mér, hvæsti Carter. — Ég sá hr. a r Á á : á ^ — Sjáið þér til Markús, þegar maðurinn minn lézt varð ég strax að fá vinnu! Eg tók að framleiða sælgæti í eldhúsinu mínu og selja nágrönnunum . . . Svo tók verzlunin að aukast . . . Loks hafði ég nóg til að byggja litla verksmiðju! Nýlega kom herra Tripwell til mín og fékk mig til að leggja allt mitt fé > auglýsinga herferð! Eg hugsaði mig lengi um áður en ég ákvað að láta verða úr því! Jerome fara. Þú gekkst of langt í þetta sinn grunar mig. Karólína leit hana kuldalegu augnaráði. — Vertu ekki með neina vitleysu, Carter. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem mér hefur snúizt hugur. Nú vil ég, að þú hringir upp nokkra ajlltvarpiö 8:30 9:00 9:10 11:00 12:15 14:00 15:30 17:30 18:30 18:55 19:20 19:30 20:00 20:30 20:50 22:00 22:05 23:30 8:00 12:00 12:55 15:00 18:30 18:55 19:20 19:30 20:00 20:20 20:40 21:00 21:30 22:00 22:10 22:25 Sunnudagur 11. júní Lífleg morgunmúsik. Fréttir. Morguntónleikar — (10:10 Veð- urfregnir). a) Feike Asma leikur á orgel forleikinn „Hjartað, þankar, hugur, sinni“ eftir Bach og Tilbrigði eftir Mendelssohn um sálmalagið „Faðir vor, sem á himnum ert“. b) Konsert í C-dúr op. 64 nr. 6 eftir Viavldi (Alessandro Scarlatti hljómsveitin; Thom- as Schippers stjórnar). c) Roger Wagner kórinn sýngur andleg lög. d) Alexander Kipnis syngur lög eftir Schubert. e) Sinfónía nr. 3 í D-dúr eftir Schubert (Konunglega fíl- harmoníusveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar). Messa í Dómkirkjunni (Séra Harald Hope frá Noregi prédik- ar; séra Qskar J. Þorláksson þjónar fyrir altari. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). Hádegisútvarp. Miðdegistónleikarr a) Melita Lorkovic leikur á píanó sjö dansa frá Balkan- skaga eftir Tjacevic og sveita dans eftir Papandopulo. b) Lög úr óperettunni „Maritza greifafrú" eftir Kálmán (Lore Hoffmann, John Hendrik, Rupert Glawitsch, Emmy Loose, Leni Funk, óperukór- inn og drengjakórinn í Zurich syngja með Tonhalle hljóm- sveitinni; Victor Reinshagen stjórnar). c) Þættir úr ballettinum „Hefð- arkonan og fíflið" eftir Verdi Hljómsveitin Philharmonia i Lundúnum leikur: Charles Mackerras stjórnar). Sunnudagslögin. (16:30 Veðurfr.) Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Framhaldsleikritið „Leyni- garðurinn" eftir Frances Burnett; VI. kafli. — Leik- stjóri: Hildur Kalman. b) Upplestur — og tónleikar. Miðaftantónleikar: v Hollywood Bowl sinfóníuhljóm- sveitin leikur vinsæl, rússnesk hljómsveitarlög; Carmen Dragon stjórnar. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Lífsspeki í léttum tón: Sveinn Einarsson fil. kand. kynnir sænsk an vísnasöng. Kórsöngur: Dómkórinn í Reykja vík syngur norsk og íslenzk þjóðlög. Söngstjóri: Dr. Páll ísólfsson. Einsöngvari: Guðmund ur Jónsson. ,,A Þingvelli 984“, sögulegur leikþáttur eftir dr. Sigurð Nor- dal (Hljóðr. í Þjóðleikhúsinu 2, þ. m.). — Leikstjóri: Lárus Páls son. Leikendur: Þorsteinn Ö, Stephensen, Valur Gíslason, Ró- bert Arnfinnsson, Jón Aðils, Rúrik Haraldsson, Haraldur Björnsson, Baldvin Halldórsson, Arndís Björnsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason. Fréttir og veðurfregnir. Danslög. Dagskrárlok. Mánudagur 12. júní Morgunútvarp (Bæn: Séra Jón Þorvarðsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar, — 10:10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp. (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). „Við vinnuna“: Tónleikar. Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfréttir). Lög úr kvikmyndum. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Um daginn og veginn (Vignir Guðmundsson blaðamaður). Einsöngur: Pétur A. Jónsson óperusöngvari. syngur. Úr heimi myndlistarinnar (Hjöp leifur Sigurðsson listmálari). Frá Eastman-tónlistarhátíðinni f Bandaríkjunum 1959: a) „Sumar og sjór“ eftir Howard Hanson (Eastman-’fílharmon- íusveitin leikur; höf. stj.). b) „Miðaldaljóð** fyrir orgel, sópranrödd og hljómsveit eftir Leo Sowerby (Carol Luikart orgelleikari, Sylvin Friederich söngkona og East- man-Rochester hljómsveitin flytja; Howar Hanson stj.). Útvarpssagan: „Vítahringur“ eft ir Sigurd Hoel; X. (Arnheiður Sigurðardóttir). . Fréttir og veðurfregnir. I j Um fiskinn (Thorolf Smith). ’ Kammertónleikar: Strengjakvart ett nr. 1 op. 2 eftir Kodály (Roth kvartettinn leikur). Dajzskrálok. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.