Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNfíT. 4 ÐJÐ Föstudagur 23. júní 1961 Það er beðið eftir Bretum Ef Englendingur ferðast um þessar mundir um Norðurlönd er tíðum beint að honum spuming- um, sem hann hlýtur að eiga afar örðugt með að svara. Hvort held ur hann er meðal bænd,a á Jót- landi, bankastarfsmanna í Kaup- mannahöfn eða iðnaðarmanna í Stokkhólmi er beinit að honum þessari spurningu: — Hvenær ætlar brezka stjómin að taka ákvörðun um, hvort eða hvenær hún gerist aðili að Markaðs- bandalaginu? Og hvers vegna gerið þið Bretar ekki meira til þess að selja brezikar vörur í Skandinavíu? Síðari spumingunni hljóta Bretar að geta svarað. Bæði Dan ir og Svíar óska eftir meiri við- skiptum við Englendinga og fá ekki skilið hvers vegna þeir sýna þeim markaði svo lítinn áhuga, að sölur þeirra fara stöðugt minnkandi til þessara velmeg- andi þjóða. Bæði Danir og Svíar óska eftir því, að Bretar gerist aðilar að Markaðsbandalaginu og munu þjóðirnar sjálfar reyna hið sama —- þó með mismunandi skiimál- um. Danir gerast væntanlega að- iiar, þegar er Bretar hafa tekið ákvörðun fyrir sitt leyti. Svíar setjia við því viss skilyrði, en vilja þó gjaman verða aðilar að bandalaginu með einihverjum hætti. Forsætisráðherra Danmerkur hefur skýrt mér frá því, að Dan ir muni sjálfkrafa gerast aðilar að bandalaginu, þegar er Bretar eru orðnir aðilar að því — en jafnvel getur komið til mála, að þeir verði á undan, ef enn frek- ari frestur verður á ákvörðunum brezku stjórraarinnar í þessium efnum. Um Svía gegnir nokkuð öðru máli. Þeir geta ekki gerzt aðili að bandalaginu umbúðalaust vegna hins algera hlutleysis landsins. Verða þeir því væntanlega að reyraa að komast að samkomu- lagi um nána samvinnu við bandalagið. En frá sjónarhóli Svía er slík samvinna því betri því nánari, sem hún er, svo fram arlega, sem unnt verður að kom- ast yfir byrjunarörðugleika í því sambandi. Stundum hefur því verið hald- ið fram, að það sem hafi fyrst og fremst haldið aftur af Svíum vm inngöngu í bandalagið hafi verið uggur um, að aðild þeirra myndu fylgja margvíslegar stjórnmálalegar skuldbindingar PELSINGFORS. — Ahti Karjala inen, sem verið hefir verzlunar- og iðnaðarmálaráðherra í stjórn Sukselainens, hefir verið út- nefndur utanríkisráðherra í stað Ralfs Törngrens, sem lézt fyrir rúmum mánuði. — Björn Wester lund heitir sá, er tekur við fyrra embætti Karjalainens. Hefir hann ekki gegnt neinni pólitískri stöðu fyrr. umfram það, sem Svíar teldu sér fært að samþykkja. En það sem í reyndinni mun einkum halda aftur af Svíum, eru ákvæði í samningi Markaðs- bandalagsríkjanna um sameigin- lega fjármálastefnu. Á slíkar skuldbindingar telja Svíar sig ekki geta fallizt. Þeim stendur meðal annars stuggur af mögu- leikum bandalagsins til að mis- muna ýmsum ríkjum í viðskipt- um. Hefur einn sænskur ráð- herra bent á, að Svíar séu reiðu- búnir að ræða allar hliðar þessa máls, en þeir muni aldrei fallast á að hendur þeirra verði svo bundnar. að þeir geti ekki sjálfir fjallað um og ákveðið eigin við- skiptasamninga. Ennfremur hefur Finnland mikið að segja í þessum efnum. Svíar gætu aldrei hugsað til þess að skilja Finnland „útundan". Alger aðild Finna að Markaðs- bandalaginu er ekki hugsanleg, en Svíar munu ekki gerast aðilar að því fyrr en þeir hafa fengið tryggingu fyrir því, að hagur Finnlands verði jafnframt borinn fyrir brjósti. En þeir gera sér vonir um að samkomulag gæti náðst í þeim efnum, einkum þar sem álit Finna á Rússum er mjög svo áþekkt áliti stjórnarvalda V- Þýzkalands og Frakklamdis á þeirn. Og enn eru tálmanir á vegin- um. Svíar eru ekiki ánægðir með hina háu toila Markaðsbandalags ríkjanna út á við. Landbúnaðar- afurðir Svía eru vemdaðar með háum verndartollum. Ennfremur telja þeir sér skylt, að reyna að vera sjálfum sér nógir um mat- vælaframleiðslu, ef til átaka skyldi koma í Evrópu svo og að jafna framleiðslutekjumiar milli landbúnaðárins og iðnaðarins. Enn sem komið er hefur al- menningur í Svíþjóð lítinn áhuga á þessu máli — eða til þess bend- ir a. m. k. skoðanakönnun eins dagblaðanna í Stokkhólmi, því að hlutfallstala þeirra, sem ekki höfðu sérstaka skoðun á málinu var afar há. Þó hefur einn af ráð- herrum stjórnarinnar verið „út- lægur ger“ sem héraðsstjóri í Kopperberg, vegna þess að hiann sagði, að Markaðsbandalagið væri „afturhaldssamt". Ekki verð ur vart neinnar stjórnmálalegrar óviJdar í Svíþjóð í garð de Gaulle eða Adenauers, þótt sósíalísk stjóm hafi verið þar lengi við völd. Þeir Svíar, sem hafa kynnt sér málefni Markaðsbandalagsins vilja gjarna, að Svíþjóð gerist að- ili að bandalaginu. Meðal iðn- verkamanna er sú skoðun al- menn, að ekki sé mikil hætta á, að erlendir verkiamenn sæki til Svíþjóðar þó þar sé greidd hæst laun af Evrópulöndum. Svíarnir treysta á að nóg vinnuafl heima fyrir, hið kalda loftslag og hátt verð á víni verði vörn gegn því að verkameran flykkist þangað frá Suður-Ítalíu. Iðnaðurinn hef- ur engu að tapa — hann á sína tryggingu í ríkulegum hráefnum og ýmsum framleiðsluvörum sem bera af að gæðum. Ýmis sænsk framleiðsla, svo sem gler- gerð, stálvamingur margs konar, vitar, mjaltavélar o. fl. fá enga vernd £ tollum á heimamarkaði og á erlendum markaði hafa þess ar vörur alltaf verið fyllilega samkeppnisfærar fremur vegna gæða en verðs. Því eru flestir Svíar, sem hugs að hafa þetta mál sammála efna- hagssérfræðingum, sem telja, að Svíar hafi heldur óhag af því að standa utan Markaðsbandalags- ins þegar bæði Bretar og Danir hafa gerzt aðilar að því — eða eiras og einn ráðherrann sagði — Við teljum aðild Svía að Markaðs bandailaginu undir slíkum kring- umstæðum ekki aðeins æskilega heldur nauðsyniega. Dönum aftur á móti finrast að- ild að bandalagirau ekki beinlínis æskileg heldur óhjákvæmileg. Það vekur þó furðu að finraa hversu almenn andúð Dama er á því, sem stundum er kallað ,,Ka- þólska Evrópa". Sú andúð virðist lítt eða ekki eiga rót að rekja til trúarbragða heldur vera byggð á þeirri tilfinningalegu afstöðu, að Bretland og hin Norðurlöndin séu heppilegustu vinir Dana og samherjar. Enn bryddir verulega á kala í garð Þjóðverja. Yngri kynslóðin minnist hernámsáranna og hin eldri Slésvífeur-málsins. Þótt Danir reyni eftir mætiti að efla iðnað sinn verður efeki fram- hjá því litið, að meira en helm- ingur útflutningsvamings þeirra eru landbúraaðarafurðir. Iðnaður- inn verður auk annarra erfið- leika að bera byrðar 10% nýrrar kauphækkunar og hefur engin hráefni heima fyrir að byggja á. Því er það Dönum mikið bapps- mál, að stærstu viðskiptavinir þeirra — Bretar og V-Þjóðverjar vinni sameiginlega í Markaðs- bandalaginu. (Observer — öll réttindi áskilin). Svanir til Norðurlands KARLAKÓRINN .Svanir* & Akra nesi, sem átti 45 ára starfsaf* mæli síðast liðið haust, hélt sam- söngva á Aferanesi í maímánuði s. 1. við hinar beztu undirtektir áheyrenda. Söngstjóri kórsins er Haukur Guðlaugsson, mikilhæfur og kunnur tónlistarmaður, og er það kómum mikið happ að fá að njóta hæfileika hans. Auk þesa hefir einn af fyrrverandi söng. stjórum kórsins, Magnús Jónsson, annast raddkennslu, og hefur því kórinn notið óvenjulega mikillar þjálfunar s. 1. vetur. I tilefni af 45 ára afmælinu er ákveðið, að kórinn fari söngför til Norður- lands í þessum mánuði. Mun hann leggja af stað frá Akra- nesi föstudagiran 23. júní n. k. og syngja þá um kvöldið á Sauð- árkróki. Næsta dag, llaugardag- inn 24. júní fer h/ann til Mývaitns'' sveitar og syngur í félagsheimil- inu Skjólbrekku þá um kvöldið, en þaðan fer haran til Akureyrar og syngur á sunnudagskvöld 25. júní, þar. Mánudagiran 26. júní verður svo haldið heimleiðis. V. K. • Ártíðeðajifmæli 17. júní s. 1. voru 150 ár liðira frá fæðingu Jóns Sigurðs sonar. Maður nokfeur hringdi til Velvakanda og bað haran um að leggja áherzlu á það. Þetta kemur möranum vafa- laust spánskt fyrir sjónir. Hef ur það nú getað farið fram hjá nokkrum manrai? hugsa vafalaust flestir, sem þetta lesa. En tilefni þessarer beiðni er það, að eitt dagblaðið í Reykjavík, birti skrautlega forsíðu í mörgum litum á þess um hátíðisdegi. Og undir myndinni af Austurvelli og Jóni Sigurðssyni stóð stórum stöfum „150. ártíð Jóns Sig- urðssonar“. Ártíð er dánaraf- mæli, sem kunnugt er, og taldi maðurinn í símanum nauðsyn legt að villan yrði leiðrétt, þar sem hún var svo áberandi og með svo stórum stöfum og því líkleg til að festast í mirarai ómálvísra manna. • Þunguð eða léttari í þessu sambandi miranist ég feitletraða kliausu, sem ég sá í blaði fyrir skömmu, þar mátti lesa að hin nýja drottn- ing í Bel’gíu mundi vera orð- in „Iéttari". Þó hafði hvorki fæðzt prins eða prinsessa, en drottningin bara hvíslað því að páfanum í Róm, að hún væri orðin „léttari." En hvar var þá þunginn, sem hún hafði losnað við? Það var alger ráðgáta, þangað til frétt in í öðrum blöðum upplýsti að koraara var alls ekki léttari heldur þvert á móti þunguð, og ekki von á að hún yrði léttari fynr en eftir að hún væri búin að þyngjast í ca. 9 mánuði. Svona getur verið erfitt að hitta á réttu orðin. • Prósentuhækkun Eva Thorsteinsson hefur L ÍKi FEROINAISiP ☆ —~*t U Jlt —1 -í / f sv beðið Velvafeandla um að koma á framfæri eftirfarandi hugleiðingu sinni: Meiri hlutinn, ef ekki öll íslenzka þjóðin er á móti mik- ilii stéttarskiptingu í landinu. Prósentuhækkun kemur því til leiðar að bilið milli stétt- anna eykst meira og meira við hverja kiauphækfcun, eins og von er. Ég ætla að taka eitt dæmi um prósentuhækk- un og einnig um hækkun um ákveðna upphæð, og svo get- ur hver fyrir sig dæmt um hvað er réttlátara. Það er boðuð 6% feauphækk un hjá tveim stéttum. í aran- arri stéttirani er borgað í mán- aðarlaun kr. 5000, en í hinrai 8000 í mánaðarlaun. Hækkun- in í þeirri fyrrnefndu raemur kr. 300.00, en í þeirri síðair- nefndu nerraur hún kr. 480. Hvaða réttlæti er að fyrr- nefnda stéttin fái 180 fer. lægri hækkun en sú síðamefnda. Það hlýtur hver maður að sjá að þetta er rangt gagnvart þeim lægri launuðu og þaranig eykst bilið milli stéttanna smátt og smátt, ef ekfei verð- ur breytt til aranarrar aðferð- ar á kauphækkun verður bilið orðið nokkuð mikið á milli launaflokkanna að nokferum árum liðnum. Væri ekki saran gjamara að samið væri um ákveðna upphæð í hvert skipti sem feauphækkun færi fram, Tökum til dæmi. Hjá þessum tveimur stéttum, sem ég var að tala um, væri samið um kr. 300 í kauphækkun hjá báðum. Og eftir þessa hækk- un væri mismunuriran sá gami í ferónum milM stéttanna ein* og var fyrir kauphækkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.