Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 1
20 slðutj 48. árgangur 149. tbl. — Föstudagur 7. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsltui Kuwait neitar að senda brezka herliðið burt London og New York, 6. júlí. —• (NTB-Reuter) — KUWAITMÁLIÐ var enn til umræðu hjá Öryggisráði SÞ í dag. Fulltrúi Kuwait sagði þar að ekki kæmi til mála að senda brezka herliðið burt úr landinu fyrr en fursta- dæminu hefði verið tryggð aðild að Sameinuðu þjóðun- um og írak hefði tekið aft- ur hótanir sínar um að leggja landið undir sig. í London var tilkynnt í dag að sex brezk herskip, þeirra á meðal flugvélamóð- urskipið Centaur, hafi í dag siglt um Súezskurð á leið til Aden þar sem þau verða viðbúin að veita Kuwait frekari hernaðaraðstoð. Auk fulltrúa Kuwait, tóku full trúar Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og íraks og Arabiska Sam- Framhald á bls. 18. Endiirskoðun útgjalda bæjarins vegna verkfalla — verður afgreidd á aukafun di í næstu viku Reikningar fyrir 196Ó voru samþykktir 1 bæjarstjórn Reykjavíkur í gær Slgurffur Brynjólfsson — allt gekk vei VIÐ aðra umræðu um reikn- ing Reykjavíkurkaupstaðar á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi upplýsti Geir Hall- grímsson borgarstjóri, að nú væri unnið að útreikningi á þeim hækkunum útgjalda bæjarins, sem leiða af vinnu- deilunum. Yrði þeim lokið upp úr helgi og var ákveðið að boða til aukafundar í bæj- arstjórn næstk. fimmtudag til að ganga endanlega frá breytingum á fjárhagsáætl- un. Gera má ráð fyrir að hækka verði álögð útsvör um a.m.k. 11 til 12 millj. króna. Á fundinum urðu nokkr- ar orðahnippingar milli eins af fulltrúum Alþýðuhanda- lagsins og fulltrúa Fram- sóknarflokksins, en hinn fyrr nefndi hafði farið viðurkenn ingarorðum um fjárstjórn bæjarins, sem Framsóknar- fulltrúanum þótti augsýni- lega vera óþarft. Geir Hallgrímsson hóf máls á því að svara fyrirspurn frá síð- asta bæjarstjórnarfundi varð- andi skuldir ríkissjóðs við bæj- IVIan það, að skipstjórinn var kominn til hans Frá björgunarafrekinu á síldarmiðunum — ÞETTA gekk allt vel, maðurinn er lifandi, og það er fyrir öllu, sagði Sig urður Brynjólfsson, skip- stjóri á Hávarði, er Mbl. átti tal við hann á síldar- miðunum fyrir Norður- Slandi síðdegis í gær. Svo sem kunnugt er, vann Sig- urður það afrek að bjarga einum háseta sinna, Har- aldi Jónssyni frá Hafnar- firði, er Haraldur féll út- byrðis á Rifsbanka aðfara- nótt miðvikudagsins. — Missti Sigurður sjálfur meðvitund í það mund, er þeir félagar voru dregnir upp í bátinn. ★ í viðtaili við Mbl. í gær vildi Sigurður sem minnst úr þessu afreki sínu gera, en hann hélt út með skipi sínu þegar eftir að Haraldi hafði verið komið í land á Raufar höfn, þrátt fyrir volkið. Mér líður ágætlega í dag, og kenni mér einskis meins, sagði Sigurður. Aðspurður sagði hann einnig: — >að er al'l'taf erfitt að eigia við svona liagað, en veðrið var gott, og það gekk ágætlega að ná okk ur inn. - Sigurður Brynjólfsson er Framh. á bls. 19. arsjóð. Upplýsti borgarstjóri, að skuldir þessar hefðu lækkað um 6,2 miHj. kr. frá árslokum 1959, en skuldirnar höfðu hækkað um 5 millj. kr. á valdatíma vinstri stjórnarinnar. Færði hann fjár- málaráðherra sérstakar þakkir vegna fyrirgreiðslu um skjótari greiðslu ríkisins til bæjarsjóðs. Yék borgarstjóri síðan að út- gjaldaaukningum þeim, sem kauphækkanirnar hefðu í för með sér. Kvað hann launa- greiðsilur bæjarins vera 130 millj. kr. og þær myndu hækka um a. m. k. 13% yfir há'lft yfirstandandi ár. Aðrar greiðslur nema um 132 millj. kr. og er erfiðara að átta sig á, hve mikið þær munu hækka, en líklegt, að það myndi vera milli 3 og 5%. Væri nú unnið að útreikningum á heild- arhækkunum útgjalda bæjarins vegna verkfallanna, og eins væri niðurjöfnun nú að ljúka, svo að hægt ætti áð vera að taka endanlega ákvörðun um Frh. á bls. 2 Túnis, 6. júlí (NTB) ARDALLAH Farhat, forsætis- ráðherra ríkisstjórnar Bour- giba forseta í Túnis, fór í dag áleiðis til Parísar. Þar mun hann afhenda de Gaulle for- seta persónulega orðsendingu frá Bourguiba. Farhat sagði við brottförina að ekki væri ákveðið hve lengi hann dveldi í París, það færi eftir því hvernig erindi hans væri tek- ið. ; Talið er í Túnis að í orðsend ingunni fari Bourguiba fram á það að Frakkar kalli heim her lið sitt frá herstöðinni i Bi- zerte og afhendi Túnis hlutai af Sahara, sem Túnis gerir kröfu tii. Opinbera fréttastof- an í Túnis skýrði frá því í dag að Túnisbúar væru reiðubún- ir að grípa til vopna ef á þyrfti að halda til að hrekjá Frakka burt úr landinu. I gær kom til nokkurra á- taka við flugvöll Frakka í Bi- zerte. Frakkar höfðu nýlokið við að lengja eina flugbraut- ina til þess að iþotur ættu auð- veldara með að lenda þar. Túnisbúar héldu því fram að flugbrautin næði út fyrir svæði það, er Fraklkar hafa til umráða. Grófu þeir skurð þvert yfir brautina þar sem þeir töldu mörkin liggja. Frakkar neituðu því hinsveg- ar að brautin næði út fyrir franskt svæði. Myndin hér að ofan sýnir Bourguiba ræða við de Gaullé 'sl. vor. En þá var Bourguiba að vinna að því að viðræður yrðu teknar upp milli Frakka og útlagastjórnarinnar í Alsír. Bardagar við skæruliða Saigon, Suður Vientnam, 6. júlí (Reuter) • RÚMLEGA 100 skeeruliðar kommúnista féllu í bardögum við hersveit stjórnarinnar í byrjun vikunnar í fjallahéruðunum um 500 km fyrir norðan Saigon. Ekki hefur verið látið uppi hve margir hermenn stjórnarinnar féllu í átökunum, aðeins til- kynnt að mannfall hafi verið „mikið“. Átökin urðu í nánd við þorpið To Hap, sem er ein helzta bækistöð skæruliða í Suð»r-Viet- Átökin hófust er 300 manna her sveit stjórnarinnar kom að óvör- um að sveit skæruliða skammt frá To Hap. Skæruliðar lögðu á flótta og voru 31 þeirra drepnir á flóttanum. Stjórnarherinn elti skæruliðana og daginn eftir lagði hann enn til atlögu við þá. En nú höfðu skæruliðar fengið lið.styrk frá aðalstöðvunum og höfðu 500 manna lið. Skutu þeir á stjórnarherinn úr launsátri og varð mikið mannfall hjá báðum. Þá komu flugvélar stjórnarinnar til sögu og réðust á skæruliða, en stjórnarherinn hörfaði undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.