Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVTS BL AÐIÐ FÖstudagur 7. júlí 1961 Otg.: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 22480. Askriftargj&ld kr. 45.00 á mánuði innan'- - -'s 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VATNSORKA EÐA KJARNORKA 1?YRIR skömmu ritaði stjórn armaður í þýzku kjarn- Orkunefndinni grein í þýzka blaðið „Handelsblatt“ um kostnað við framleiðslu raf- orku. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að orkufram- leiðslan í atómverum kosti nú orðið lítið meira en raf- Orkuframleiðsla í mörgum vatnsvirkjunum. Þá hefur einnig helzti kjamorku- og vetnisorkusérfræðingur Sovét ríkjanna lýst því yfir, að hann vonaðist til að lifa þá stund, þegar vetnisorkuraf- magn yrði mjög ódýrt. Enn í dag er það svo að orkuframleiðsla vatnsvirkj- ana er miklum mun ódýrari en kjarnorkuframleiðsla, þar sem hagkvæmar virkj- unaraðstæður eru eins og víða hér á landi. í>ar sem beztu virkjunaraðstæður hafa hins vegar verið hagnýttar eins og -í Þýzkalandi er verð- munurinn orðinn mjög lítill. Hin öra þróun á sviði kjarn- orkuvísinda er þess eðlis, að íslendingum er brýn nauð- syn að taka tillit til hennar. Orkan í íslenzkum fall- vötnum er enn í dag ein- hver mesti auður þjóðarinn- ar, ef okkur tekst að hag- nýta hana, en innan eins eða tveggja áratuga kann svo að fara að þessi orka verði lít- ils eða einskis virði, þáverði talið hagkvæmara að reisa kjarnorku- en vatnsorkuver. Með þessa vitneskju í huga gengur það glæpi næst að kröftunum skuli ekki ein- beitt að því að tryggja fjár- magn til stórvirkjana, svo að stofnkostnaður þeirra hafi lækkað nægilega til að keppa við kjarnorkuna í framtíð*- inni. Margbent hefur verið á nauðsyn þess að laða erlent einkafjármagn til landsins og síðast í ágætu viðtali við Agnar Þórðarson rithöfund, sem birtist fyrir skömmu hér í blaðinu. Það er þjóðarnauð- syn að ryðja þegar í stað úr vegi þeim fordómum og þröngsýni, sem fram að þessu hafa hindrað svo sjálfsagðar ráðstafanir, og einskis má láta ófreistað til að treysta fjárha'g landsins, svo að hin- um stærstu tækifærum, sem Islendingum bjóðast, verði ekki glatað. HÆKKANIR IjAR sem verkfö.llin eru nú *■ að mestu um garð geng- in, er ekki óeðlilegt, að al- menningur vilji reyna að gera sér grein fyrir, hver muni verða áhrif hinna al- mennu kauphækkana, sem fengust með verkfallinu. — Hver verða áhrif þeirra á afkomu atvinnuveganna og hver verða áhrif þeirra á af- komu launþega? Fyrri spurningunni er fljót svarað. — Kauphækkanirnar einar munu hafa í för með sér a.m.k. 540 millj. kr. út- gjaldaaukningu fyrir at- vinnuvegina, sem gjörsam- lega er útilokað ,að þeir geti staðið undir án þess að til komi sérstakar ráðstafanir af hálfu ríkisvaldsins, og þá annað hvort uppbætur eða gengisfelling. Stjórnarand- stæðingar hafa að vísu hald ið því fram, að ekki ætti að þurfa að koma til neinna slíkra ráðstafana þrátt fyr- ir kauphækkanirnar, en hætt er við, að þeir yrðu fljótir að taka þau orð sín aftur, þegar framleiðslutækin færu að stöðvast og atvinnuleysið að gera vart við sig. Ekki verður heldur séð, að launþegar muni hafa nokkurn ávinning af kaup hækkunum. Þeir hafa nú þegar í verkfallinu fórnað allri beinni kauphækkun eins árs, og reynsla bæði okkaí og annarra sýnir, að venju- lega gleypa verðhækkanir það, sem umfram kann að vera. Mestu varðar fyrir laun- þega, að takast megi að koma í veg fyrir nýja verðbólgu- þróun, því að reynslan sýnir, að hún bitnar harðast á þeim. Er vonandi að takast megi að koma 1 veg fyrir hana í tíma, og bjarga þannig því, sem bjargað verður. SKCGRÆKTIN Dandaríkjamaður, sem hér u var á ferð fyrir skömmu, kom af stað miklum umræð- um um íslenzku skógræktina. En hann taldi það hina mestu fásinnu að ætla að koma upp nytjaskógum hérlendis — slíkt gæti aldrei borgað sig. Þessi maður hefur án efa ætlað að gefa þau ráð, sem hann vissi sönnust og bezt. Þar með er ekki sagt, að hann hafi gert sér grein fyr- ir öllum aðstæðum. Vinnu- laun eru lægri hér en í Bandaríkjunum og því dugir ekki að gera einfaldan sam- anburð þar á milli. Auk þess valda hin óvenjulega löngu sumarfrí í íslenzkum ungl- ingaskólum því, að mikið Hvað gerist í Kuwaítmálinu ? Verður það enn eitt grýlu- kertið í kalda stríðinu ? BRETAR brugðu skjótt við, er Abdullah fursti í Kuwait ósk- aði aðstoðar þeirra vegna hót- ana Kassems, forsætisráðherra fraks, um að innlima hið litla, auðuga riki við Persaflóa. Lík- legrt er, að hin snöra viðbrögð Breta hafi forðað beinum átök- vinnuafl er fyrir hendi hér á sumrin, sem að nokkru má nota til skógræktar. Og sú vinna hefur án efa góð upp- eldisleg áhrif. Það er einnig nokkuð yfir- borðskenndur samanburður að segja, að tré vaxi mun hraðar í Bandaríkjunum en á íslandi og því muni skóg- græðela ekki geta orðið okk- ur hagkvæm. Aðstæður eru mismunandi í hinum ýmsu löndum. Hér verður t. d. að kaupa allt timbur frá út- löndum. Flutningur þess er líka dýr. Margt verður að taka með í reikninginn, þegar slíkur samanburður er gerður. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að skógrækt á íslandi er lengi að skila nokkru í aðra hönd og við höfum ekki ráð á að festa mikið fé til mjög langs tíma. Hætt er því við, að ekki verði gróð- ursett í stór landflæmi ár- lega, enda þurfum við jafn- framt að nota verulegt fé til sandgræðslu og ræktunar heiðarlanda. En skógræktinni skulum við halda áfram. Gróðursetn- ingu ætti þó að haga þannig, að hún breyti ekki sérkenni- legustu stöðum landsins, enda myndi þá nást enn frek ari samstaða landsmanna um það þjóðþrifastarf, sem skóg ræktin vissulega er. ÁTÖK í ALSÍR pNN hefur komið til blóð- ^ ugra átaka og mannvíga í Alsír. Urð>u átök þessi í sambandi við allsherjarverk- fall, sem Serkir boðuðu til eftir tilmælum útlagastjórn- arinnar, en það var háð til að mótmæla skiptingu lands- ins milli Serkja og manna af Evrópuætterni. Hvað sem segja má um nýlendustjórn Frakka á fyrri tímum, þá er hitt ljóst, að de Gaulle er staðráðinn í að leiða Alsírdeiluna til lykta. Hann á þar við margháttuð vandamál að etja eins og alkunna er. Þess vegna er því ekki að neita, að það er hættulegur leikur af útlaga- stjórninni að hvetja Serki í Alsír til harðsnúinna að- gerða. Það gæti á ný gefið öfgamönnum af Evrópuupp- runa byr undir vængi. um út af máli þessu í bili — en hins vegar er ósennilegt, að því sé þar með lokið. Virðist aug- ljóst, að það yrði óbætanlegur hnekkir fyrir Kassem heima fyr ir, ef hann drægi nú niður gunnfánann og minntist ekki framar á það, að Kuwait sé „óaðskiljanlegur hluti íraks“. — Það kann að vera, að hann hafi ekki haft í hyggju að leggja þetta smáríki undir sig með hervaldi — svo sem nú er hald- ið fram í stjórnarherbúðum íraks — en hitt er þó líklegra, að hernaðaraðgerðir þyki nú of hættulegt ævintýri eftir aðgerð- ir Breta, og kannski ekki síður vegna yfirlýstrar andstöðu Arabaríkjanna við kröfur íraks- um yfir hinum skjóta ofsalega uppgangi Kuwaits á undanförn- um áratugum — og sérstaklega er þeim það þyrnir í augum, að furstinn hefir fremur kosið að nota auð sinn til fjárfestingar í Evrópu (og þá einkum í Bret- landi) en að sinna endurtekn- um beiðnum um að leggja fram fé til ýmissa framkvæmda í Arabalöndunum. — Munu Arab- ar því í rauninni varla harma það svo mjög, þótt furstinn fái dálítið á baukinn —. enda þótt þeir kjósi hins vegar fremur að styðja hann nú en eiga það á hættu, að írak verði það olíu- stórveldi, sem raunin yrði, ef það sölsaði Kuwait undir sig. Peningapokinq Þetta má t.d. lesa allgreir.i- lega út úr því, hvernig stjórn Arabiska sambandslýðveldisins í Kuwait hafa allir verið reiðubúnir hlnu versta undanfarna daga. Myndin sýnir varnarmálaráðherrann, sheik Jaber, við skrifborð sitt — en við hlið hans liggur hlaðin vélbyssa. stjómar. — En vafalítið mun' hefir gagnrýnt Breta fyrir að- Kassem halda áfram að hamra gerðir þeirra, jafnframt því sem járnið, halda málinu vakandi og bíða síns tíma. — ★ — Eins og kunnugt er, byggir Kassem fulyrðingar sínar um það, að Kuwait tilheyri írak hvað helzt á því, að bæði land- svæðin lutu á sínum tíma Tyrkja veldi. Þetta þykir víðast hvar heldur slæleg röksemdafærsla, enda varð Kuwait sérstakt ríki alllöngu undan írak, og það var alls ekki upplausn Tyrkjaveldis, sem aðskildi þau. ÍC Olían undirrótin Það er eðlilega skoðun flestra, að olíuauður Kuwaits sé hin beina orsök þess, að Kass em girnist nú að ná þessu hrjóstruga landsvæði á sitt vald — og hann er ekki heldur hinn fyrsti af stjórnendum Iraks, sem hefir litið það hýru auga. Ef Kassem tækjust fyrirætlanir sínar, yrði írak armar mesti olíuframleiðandi í heimi. Má ætla, að sú staðreynd sé meg- inorsök þess, að önnur Araba- ríki hafa snúizt á sveif með Kuwait, gegn kröfum íraks — en ekki hitt, að þau láti sér í rauninni svo ákaflega annt um sjálfstæði landskikans. Það er vel kunnugt, að þau sjá ofsjón- hún hefir lýst stuðningi við Kuwait og fordæmt framferði Kassems — án þess þó að hafa hreyft hönd eða fót til raun- hæfrar aðstoðar við það. Og Saudi-Arabía, sem í gagnorðum yfirlýsingum hét Kuwait-furst- anum strax eindregnum stuðn- ingi gegn írak, hefir aðeins sent nokkra tugi hermanna til Ku- wait, að því er fregnir herma. Getur það varla talizt mjög raun hæfur stuðningur. — Yfirleitt virðast stjórnmálafréttaritarar líka þeirrar skoðunar, að leið- togar Arabaríkjanna hafi fyrst og fremst hug á því að fá nokk- uð fyrir snúð sinn, ef furstinn f Kuwait vilji láta þá styðja við bakið á sér — að þeir hyggist nota sér ástandið og reyna að fá hann til þess að leysa ofan af peningapokanum. Það er svo ekki víst, að furst- inn þykist neitt upp á hina ara- bisku „bræður“ sína kominn, nú þegar hann hefir hlotið skjótan og víðtækan stuðning Breta, samkvæmt sérstökum samningi ríkjanna, einkum þar sem hon- um er lika vafalaust ljóst, að „bróðurþelið" er fyrst og fremst bundið auravoninni — ásamt óttanum við aukinn auð og völd Framh. á bls. J'?.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.