Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. júlí 1961
MORGUNBLAÐ1Ð
3
Þetta mót
Séð yfir mótssvæðið
ELLEFTA landsmóti Ung-
mennasambands íslands er
lokið og jafnframt einni
stærstu samkomu, sem haldin
verður hérlendis á þessu ári.
Nálægt 600 manns gengu til
ýmis konar keppni á mótinu
og var aldur þeirra frá 11
ára og allt fram yfir fimmtugt.
Fastir starfsmenn voru um
200. Gestir mótsins voru þeg-
ar flest var nær 8000, og
bjuggu þeir í hinum rúmgóðu
skólahúsum að Laugum og í
rúmlega 600 tjöldum, sem
teygðu sig yfir stóran hluta
af túninu sunnan skólahús-
anna. Margir fóru þó heim að
kvöldi einkum Þingeyingar og
Eyfirðingar.
Keppendur höfðu reist sína
tjaldbúð austan skólahússins,
og, bjó hvert héraðssambariS
útaf fyrir sig. Höfðu þeir
komið fyrir smekklegum hlið-
um við innganginn að hverju
svæði. Mörg hliðanna voru
gerð af hinni mestu hug-
kvæmni. í þessari keppenda-
tjaldborg voru um 200 tjöld.
Keppnin sjálf fór fram á mörg
um stöðum innan húss og ut-
an, en flest atriði þó á hinu
stóra og rúmgóða íþrótta-
svæði, sem gert hefir verið
vestan Reykjadalsár gegnt
skólahúsunum.
Héraðssamband Suður-Þing
eyinga sá um framkvæmd
mótsins svo og allan undirbún
ing, en að honum hefir verið
unnið í marga mánuði, og hef
ir Óskar Ágústsson kennari á
Laugum átt þar drýgstan þátt,
en hann var framkvæmda-
stjóri mótsins. Mótsstjóri og
yfirdómari var Þorsteinn Ein-
arsson íþróttafulltrúi. Auk
margra annarra störfuðu
þarna margir af helztu íþrótta
kennurum landsins.
• Mótssvæðið
Klukkan er nálægt 22:00
á föstudagskvöld, er við lítum
yfir mótssvæðið. Veður er
milt og hlítt. Þegar eru all-
milt og hlýtt. Þegar eru all-
margt gesta. Við hittum Óskar
mótsstjóra eða Óskar á Laug-
um eins og hann er oftast
nefndur. Sá maður virðist
hafa í nógu að snúast, því
ekki færri en 10 manns'standa
kringum hann Og allir krefj-
ast úrlaúsnar á sínum vanda.
„Hvar á ég að búa? Hvar get
ég fengið kaffi? Má ég tjalda
suður við ána? Get ég fengið
mat fyrir 4?“ En Óskar virð-
ist geta svarað öllum í einu,
allir fá einhVerja úrlausn.
Margt af íþróttafólkinu er að
æfingum á túnunum hér í
kring, en aðrir ganga um og
skoða staðinn, sumir hafa þeg-
ar gengið til náða, enda erfið-
ur dagur að morgni. Um mið-
nættið virðist komin á algjör
kyrrð, þó sézt á stöku stað
ferðafólk að koma fyrir tjöld-
um, og úr einu tjaldinu hér
suður á túninu, heyrast daufir
gítarhljómar. Tvær ungar
kvenraddir raula Capriljóðið
hans Davíðs um Katarínu á
klettaeynni, „Af hæsta tindi
hamingjunnar, horfum við um
sólarlag".
Já, það er sólarlag á Laug-
um í kvöld, og hér býr sann-
arlega friður og hamingja í
hjörtum þeirra, sem hér
dvelja á þessu fagra sumar-
kvöldi. Ungmennafélögin voru
stofnuð af æskumönnum, hér
gengur æskan tápmikil og
hraust til leika.
• MótiS hefst
Klukkan er 7, á laugar-
dagsmorgni, veður fagurt, sól-
skin og sunnan andvari. Það
er hljótt yfir staðnum, tæp-
lega nokkur risinn úr rekkju,
nema þá helzt fréttamenn,
sem rölta hér um staðinn, leit
andi efnis í dálka blaðanna
Og sjást þeir bregða mynda
vélinni upp, við og við. Lítill
snáði, varla meira en 5—6
ára kemur frá einu tjaldinu.
Hann er með vænan mjólkur-:
brúsa í hendinni Og spyr all-|
borginmannlega hvar vatn sé
helzt að fá. Hann fær greið
svör, og þessi litli verðandi
ungmannafélagi stikar snúð-
ugt í sínu fyrsta starfi á Ung-
mannafélagsmóti, að sækja
vatn í morgunteið handa
mömmu og pabba. Upp úr kl.
8 fer að færast líf í mótssvæð-
ið. Menn rölta hér um og
skrúðganga íþróttafólksins,
því skammt er þar til keppni
hefst, en í dag skal keppa í
mörgum greinum.
Er keppendur hafa fylkt
liði á iþróttasvæðinu, en áhorf
endur skipað sér í brekkuna
umhverfis, setur séra Eiríkur
J. Eiríksson mótið með snjallri
ræðu. Að því búnu hefst
keppnin. Keppnisgreinarnar
voru svo margar, að þeim
verður ekki lýst í stuttri frétta
grein, flestar íþróttagreinarn-
ar, sem nú eru stundaðar,
starfsíþróttir margs konar, og
kvennakeppni í saumum, hann
yrðum og fleiri innanhúss-
störfum. Laugardeginum lík-
ur með dansleikum á þrem
stöðum. Þar er fjölmenni mik-
Óskar á Laugum.
Kristjánsson alþingismaður og
Óskar Ágústsson framkvæmda ■
stjóri mótsins. Fólkinu hefir
fjölgað í dag hér að Laugum.
Margir bílar og mörg tjöld bæt
ast við. Það er einkum ferða-
fólk í sumarfríi á leið aust-
ur á land, sem ætlar að dveija
hér í dag og nótt.
Undir kvöldið skín sólin að
nýju, og það er eins og létti
yfir mannskapnum og brosin
færast aftur á andlitin, einnig
hjá þeim, sem tapað hafa leik,
enda er það hinn sanni íþrótta
andi að taka ósigrinum engu
síður en sigrinum. Mitt í einni
keppninni, flýgur stór álfta-
hópur yfir mótssvæðið, og þá
minnumst við þess, að ema
göfuga grein vantar á keppn-
isskrána, svifflugið. Það er al-
mennings íþrótt, sem ungir og
aldnir geta stundað sér til
ánægju og þroska. Kannski
verður svifflugið á næsta
landsmóti UMFÍ?
Kvöldi hallar, og sólin sezt,
og nú líður að leikslokum. Af-
hending verðlauna fer fram á
palli sunnan við skólahúsið.
Sigurvegararnir ganga stoltir,
en yfirlætislausir af pallinum
með tákn unnins afreks. Það
líður enn meira á kvöldið og
dansinn hefst. Það eru lok-
in. Unga fólkið, keppendurnir,
virðast ekki þungir í spori
þrátt fyrir erfiði síðustu
daga. Húmið færist yfir. Marg
ir búast til heimferðar. Tjöld-
in hverfa eitt af öðru, en enn
er mikið starf fyrir höndum,
að pakka öllu saman, og sitja
kannske alla nóttina í bíl, en
ungmennafélögunum vex það
ekki í augum, og allir taka
höndum til glaðir og ánægðir.
Bifreiðin okkar er komin á
heimleið, og á hæðinni gegnt
Laugaskóla verður okkur litið
hefur skapaö kynni og vináttu
teyga tært morgunloftið. —
íþróttafólkið hefir nú klæðzt
sínum marglitu búningum og
undir fánum síns sambands,
eða félags fylkir það liði. —
Lúðrasveit hefur leik og kl.
9 eru fánar dregnir að hún
tugum saman allir í senn. fs-
lenzki fáninn um allt móts-
svæðið, en fánar Norðurlanda
við tjörnina sunnan við skóla-
húsið. Þessi látlausa athöfn er
svo táknræn og fögur, að hún
mun seint úr minni líða þeirra
er á horfðu.
Á íþróttasvæðinu hefst nú
ið, en allt fer þó fram með
reglu.
★
• Sunnudagurinn
Sunnudagurinn er ekki
eins blíður og dagurinn í gær.
í morgunsárið rignir og nú
andar köldu úr norðri. Keppn
in hefst þó ■eigi að síður, og
í dag er það einkum úrslita-
keppni, svo og ýmsar sýning-
ar, fimleikar, þjóðdansar að
ógleymdri glímunni. Einnig
eru í dag aðalræður mótsins,
en aðalræðumenn eru Ingólf-
ur Jónsson ráðherra, Jóhann
Skaftason sýslumaður, Karl
yfir staðinn. í næturkyrrðinni
blasa við skólahúsin, leikvang
urinn, tjaldbúðasvæðið og
fólkið. Það hefur skipzt í
smá hópa, er að kveðjast. Á
stöku stað sjást þó aðeins tvö
reikandi um í næturdögginni,
þaU eru líka að kveðjast.
Þetta mót hefir skapað kynni
og vináttu milli byggðarlaga,
milli héraða og landshluta, og
einnig milli nokkurra ain-
staklinga. Þessi kynni gleym-
ast ekki, en samveru stund-
unum er lokið að sinni.
— St. E. Sig.
STAKSTEINAR
Enginn vissi betur
Alþýðublaðið ræðir í gær í for-
ystugrein sinni mjólkurhækk-
unina og aðrar hækkanir á verð-
lagi og þjónustu, sem eru afleið-
ingar þeirra kauphækkana, sem
orðið hafa. Kemst blaðið síðan
að orði á þessa leið:
„Þannig verða afleiðingar hinn
ar miklu kauphækkunar. Alþýðu
blaðið tók það strax fram, er
verkalýðsfélögin settu fram kröf-
ur sínar, að ekkert gagn væri í
því að knýja fram miklar kaup-
hækkanir, ef þær væru aftur
teknar af launþegum með hækk-
uðu vöruverði og hækkuðum
sköttum. Alþýðublaðið taldi að
betra væri að hækka kaupið
minna en unnt væri þá fremur að
tryggja launþegum raunhæfar
kjarabætur. Það er nú að koma
í Ijós, að þetta var rétt. Og for-
ystumenn kommúnista í verka-
lýðsfélögunum vissu þetta einn-
ig. Enginn vissi betur en Eðvarð
Sigurðsson að strax og kaup
verkamanna hefði verið hækkað
um 10% mundi mjólkurlítrinn
hækka um 12 aura. Eðvarð situr
í verðlagsnefnd landbúnaðaraf-
urða og veit þetta því mæta vel.
En samt beitir hann sér fyrir gíf-
urlegum launahækkunum.“
Fyrirlíta heilbrigða
dómgreind
Mikil er fyrirlitning kommún-
ista á heilbrigðri dómgreind al-
mennings í landinu. Þeir efna til
bandalags með Framsóknarmönn
um beinlínis til þess að koma af
stað kapphlaupi milli kaupgjalds
og verðlags. Tilgangur niðurrifs-
bandalagsins með því að setja
verðbólguhjólið af stað var fyrst
og fremst sá að knýja núverandi
ríkisstjórn frá völdum og brjóta
viðreisnarstefnu hennar á bak
aftur. Stjórnarandstaðan gerði
sér vitanlega ljóst, að af stór-
hækkuðu kaupgjaldi hlyti að
leiða hækkanir verðlagsins. Og
það var meira að segja höfuð-
takmark niðurrifsbandalagsins
að knýja þessa hækkun verðlags-
ins fram, til þess að torvelda rík-
isstjórninni framkvæmd þeirrar
jafnvægisstefnu, sem hún hefur
markað í efnahagsmálum þjóð-
arinnar.
Nú, þegar 18% kauphækkun á
einu ári hefur verið knúð fram,
ráðast kommúnistar og Fram-
sóknarmenn hinsvegar af taum-
lausri heift á ríkisstjórnina fyrir
það að hún ætli að „sleppa öllu
verðlagi lausu“!/
Hefur önnur eins hræsni og yf-
irdrepsskapur nokkurn tíma ver-
ið um hönd hafður í íslenzkum
stjórnmálum? Áreiðanlega ekki.
Verða flokkarnir
sameinaðir?
Samstarfið milli Framsóknar-
manna og kommúnista er nú orð-
ið svo náið að margir gera ráð
fyrir að flokkar þeirra, kommún-
istaflokkurinn og Framsóknar-
fiokkurinn, muni á næstunni
verða algerlega sameinaðir í einn
flokk. Er þá rætt um að Einar
Olgeirsson verði formaður hins
nýja flokks út á við en Hermann
Jónasson formaður inn á við. Er
þetta svipað fyrirkomulag og haft
var þegar Héðinn heitinn Valdi-
marsson fór með nokkurn hluta
Alþýðuflokksins yfir í kommún-
istaflokkinn. Voru þá kosnir tveir
formenn í hinum nýja flokki.
Mikill áhugi er sagður ríkja
fyrir því, bæði innan Framsókn-
arflokksins og kommúnistaflokks
ins, að úr algerum samruna
flokkanna verði. Ekki mun það
þó fullráðið, hvenær hið rétta
augnablik verði talið heppilegt
til hess.