Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNTtT. AÐIÐ Föstudagur 7. júlí 1961 Vinnuskipting fæli i sér afsal á frjáisu vali starfsmanna — Þróttarbílar 30—140% dýrari Deilt um samningand við Þrótt í bæjarstjóm í gær I SAMBANDI við umræður, sem urðu á bæjarstjórnar- fundi í gær um verkfall Vörubílstjórafélagsins Þrótt- ar, vakti Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, athygli á því, að í raun og veru fæli meg- inkrafa Þróttar í sér, að bæj- arfélagið afsalaði sér frjálsu vali um það, hvaða meðlimi stéttarfélagsins það réði til vinnu, og sagði borgarstjóri, að af þessari ástæðu teldi hann mjög varhugavert að fallast á slíka kröfu. Þá upp- lýsti borgarstjóri einnig vegna þeirrar kröfu Þróttar, að vinnuveitandi skuli nota Þróttarbíla í ákveðnu hlut- falli á móti eigin bílum, að samkvæmt ýtarlegri rann- sókn, sem farið hefði fram á vegum bæjarins, væri taxti Þróttar 130—140% yfir því, sem það kostaði bæjarfélagið að reka eigin bíla. Umræður bæjarstjórnar um verkfall Þróttar spunnust af því, að bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Guðmundur Vigfússon, flutti tillögu um, að bæjarstjórn fæli borgar- stjóra að ganga til samninga við Þrótt á grundvelli þeirra krafna, sem félagið hefur sett fram. Samkvæmt tillögu borgarstjóra var þeirri til- lögu vísað frá með 10 atkv. gegn 4. Það vakti sérstaka athygli, að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Þórður Björnsson, sat hjá við at- kvæðagreiðsluna, en í ræðu um málið hafði hann lýst sig andvígan kröfum Þróttar í grundvallaratriðum og sam þykktan þeirri skoðun borg- arstjóra ,að bæjarfélagið geti ekki afsalað sér rétti sínum til sjálfsákvörðunar um það, hverja það ræður til vinnu. Guðmundur Vigfússon, fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði, að deila Þróttar við vinnuveitend- rar væri annars eðlis en aðrar vinnudeilur að undanförnu, þar sem hún snérist ekki um sjálft kaupgjaldið. — Meg- inkrafa Þróttar væri kraf- an um vinnujöfnun. — Deilan snerti aðallega tvo aðila, Eim- skipafélag Islands og Reykja- víkurbæ, sem að mestu hefðu sömu bílstjórana í vinnu. Þess- ir bílstjórar hefðu svo mjög há ar tekjur á meðan fjöldi stétt- arbræðra þeirra læpi dauðann úr skel. Þá sagði Guðmundur, áð verk fall Þróttar hefði mjög alvar- legar afleiðingar fyrir Reykja- víkurbæ, þar sem allar meiri háttar framkvæmdir væru nú lamaðar af vö.ldum þess. Þver- móðska bæjarstjórnarmeirihlut- ans hefði nú þegar valdið bæj- arbúum nægu tjóni og því legði hann til við bæjarstjórn, að hún fæli borgarstjóra að ganga þeg- ar til samninga við Þrótt á grund velli krafna félagsins. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, svaraði ræðu Guðmundar Vigfús sonar og ræddi kröfur Þróttar. Með kröfunni um vinnuskipt- ingu sagði borg- arstjóri, að í raun og veru væri farið fram á að vinnu- veitandi afsal- aði sér frjálsu vali sínu um það f*1*’, —-------- hvaða meðlimi Hallgrims90n stéttarfélagsins hann réði til vinnu, því að samþykkti Þróttur að taka upp vinnujöfnun, þá væri stjórn félagsins í raun og veru falið að velja starfsmenn vinnuveitandans. Slíkt fyrirkomu lag væri einsdæmi í sögu verka- lýðshreyfingarinnar hér á landi Og vafasamt væri, að hagsmun- um launþega væri betur borgið með því móti. Yrði fallizt á þessa kröfu, væri bæði afsalað mannréttindum vinnuveitenda Og launþega. Af þessum ástæðum teldi hann mjög varhugavert að fallast á hana og þá e.t.v. ekki sízt, þar sem kommúnistar hefðu í mörgum verkalýðsfélög- um komið til valda eins konar einræðisklíkum, sem misbrestur hefði orðið á, að notuðu völd sín sem skyldi. Síðan ræddi borgarstjóri þá I kröfu Þróttar, að verktaki í ákvæðisvinnu skuli nota Þróttar- bíla til hálfs á móti eigin bílum og eingöngu Þróttarbíla sé 40% eða meira af verkinu akstur. Kvaðst hann telja bað gagnstætt hagsmunum bæjarfélagsins að takmarka .þannig rétt þess til að nota eigin bifreiðir. Hann hefði vissulega skilning á hagsmunum Þróttarbílstjóra og vildi hafa góð skipti við þá, en bæjarfulltrúar yrðu fyrst og fremst að hafa hags muni bæjarfélagsins í heild fyrir augum. Krafa Þróttar um, að fiskkaup endur, sem kaupa fisk við skips- hlið, notuðu Þróttarbíla til hálfs á móti eigin bílum, snerti Reykja víkurbæ einnig sem eiganda bæj arútgerðar, sagði borgarstjóri. Að baki þessum kröfum lægju óeðlileg sjónarmið, því að auð- vitað ætti hagkvæmni að ráða úrslitum um það, hvaða bifreið- ar eru jiotaðar. Og fjórða meg- inkrafa Þróttar, krafan um, að skipafélög og skipaafgreiðslur fjölgi ekki tækjum sínum og breyti ekki til um tæki, þýddi beinlínis það, að bannað væri að taka í notkun hagkvæmari og fullkomnari tæki. Á móti þessum kröfum byði Þróttur svo nokkra lækkun axturstaxta. Borgarstjóri sagði, að það væri vissulega einkennandi fyrir verkalýðsbaráttu kommúnista, að þeir skyldu flytja tillögu um, að gengið verði að slíkum kröfum, því að framgangur þeirna mundi hafa í för með sér beina kjara- rýrnun allra launþega. En ef sú staðhæfing Guðmund ar Vigfússonar, að mikill fjöldi Þróttarbílstjóra læpi dauðann úr skel, væri rétt, sýndi hún aðeins, að stéttin væri of fjölmenn. Ökumaður skrifar m. a.: * „Húsdýraplágan við þjóðvegina Kæri Velvakandi, ég vil vekja athygli á einu vianda- máli, sem við ökumenn eig- um við að stríða, og vona að með því komist smám saman threyfing til bóta, ef fylgt er eftir og góður vilji er fyrir hendi. Ef ekið er um þjóðvegi, t. d. í Mosfellssveit, þar sem um- ferðin er mest, þá eru allra hianda húsdýr í tugatali á veg- imurn eða við þá, algerlega óútreiknanleg, og vailda okk- ur, sem um vegina öikum, hin- um mestu vandræðum, einik- um ef ekið er móti sól eða í dimmu, því skepnurnar eru oft furðu samilitar veginum. • Bændur beri um dýrum og skemmdir á far- artækjum og margvísleg önn- ur óþægindi fyrir bændur og ökumenn. Erlendis eru skepn- ur bacfðar í girðingum og þessi plága óþekkt með öllu á þjóð- vegum .... Emgin hirða er á skepmunum og því verður að telja, að bændur stofni til ó- happama af kæruleysi og vit- andi vits.... Ef maður eða dýr stekkur fyrir bíl á ferð er það hefð- bundin venja að sa'kfeila öku- mann og segja, að HANN hafi ekið á .... Samtakaleysi öku- mamna er um að kenna, að á þeim er níðst á alla kiamta, á þessu verður að verða breyt- ing.“ • Að kunna fótum sín- ína ábyrgð Oft hiafa hlotizt slys á þess- um og hjólum forráð Velvakandi hefur sjálfur á ferðum sínum hugsað þessum spendýrum, ættingjum okkar og skjóistæðingum, þegjandi þörfima, þegar þau eru að valda vandræðum á vegum úti, eins og segir í bréfinu. Hann vill þó engan veginn leggja sökina eingöngu á bless uð dýrin og forráðamenn þeirra. Skv. umferðalögunum skulu ökumenm ekki þeysa á meiri hraða en svo, að þeir geti örugglega stöðvað farar- tækið á hæfilega löngum spotta framundian. Ef til vild þekkja skepnurnar þessa reglu, en er aðeins ókunnugt um „löghlýðni" ökumanna. Hvernig væri bara að hægja ferðina af og til, þó ekki væri til annars en horfa á nýfædd lömbin skjögra á brauðfótum sínum út í móana. 9 Um farartálma „Ökumaður“ virðist helzt Þá vakti borgarstjóri athygli á því, að væri vinnu, sem 40 menn gætu annað, skipt á milli 60 manna, þá væri í raun og veru verið að taka starfskrafta 20 manna, sem næg þörf væru fyrir við önnur störf og jafnframt 20 dýr tæki, sem ánnars staðar gætu e. t. v. komið að betri not- um. Að berjast fyrir slíku skipu lagi væri vissulega ekki kjara- barátta. Stéttin væri sennilega 20—30% of fjölmenn, og því væri rétt að reyna að fækka í henni með eins litlum sársauka og unnt væri og eðlilegt væri, að fjöldi manna í stéttinni breyttist með breyttum atvinnuhorfum. Á, Vék nú borgarstjóri að þeim samanburði, sem gerður hefur ver ið á kostnaði bæjarfélagsins af að væri, að bæjarfélagið gæti af- rekstri eigin bila og kostnaði þess af þjónustu Þróttarbíla. Sagði borgarstjóri, að þessi athugun hefði leitt í ljó's, að taxti Þróttar væri 130—140% yfir því, sem það kostaði bæinn að reka eigin bíla. Þróttur væri því í raun og veru ekki að bjóða bænum nem kostakjör, þótt boðin væri 15% lækkun, þegar bærinn gæti náð miklu hagkvæmari kjörum með því að nota eigin bíla, og útilok- að væri, að bæjarfélagið gæti af- salað sér réttinum til þess að ná sem hagstæðustum ikjörum. Ef for ráðamenn félagsins hefðu gætt þess, að Þróttarbílstjórar væru samkeppnisfærir, hefðu einstakir atvinnurekendur ekki fjölgað bílakosti sínum, en þar sem svo væri ekki, væri eðlilegt, að þeir vildu heldur nota eigin bíla. i Þórðtur Björnsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins kvað það skoðun sína, að rangt hafi verið af Reykjavíkurbæ að Framh. á bls. 19- mæla með girðingum til þess að bægja skepnum frá vegun- um. Vill hann þá aka með- fram girðingium á báða bóga, 'hvert sem farið er? Hvað viH hann þurfia að opna mörg hlið á ferðum sínum? Hvað heldur hann, að mikið beitarland fari til spillis með slí'kum girðing- um vegna legu veganna ? H ver á að greiða fyrir slí'kar gadda. vírsframkvæmdir? Þetta eru spurningar sem við ökumiaður getum velt fyrir okkur næstu árrn. + Um ábyrgS ökuþóra 67. gr. umferðalaganina frá 1958 kveður svo á, að eigandi ökutækis skuli bæta allt það tjón, sem hlýzt af notkuin þess, á mönnum, skepnum og hlut- um, sem ökutækið sjálft filyt- ur ekiki. Regla þessi er bæði eðlileg og sjálfsögð með hlið- sjón af þeirri hættu, sem not. kun bifreiða hefur í för með sér. Svo ekki sé rætt vamað- arsjóniarmið ákvæðisins. ^Sauðkindur^og^ sauðsháttur Vafalaust geta bændur gert margt til þess að draga úr þeirri hættu, sem stafar af á- gangi búfjár á vegum úti. Einkum er bændum bent á að aga betur hundpening sinn, en það skilst Velvakamda, að sé unnt með nokikiurri festu. Að lokum vi'll Völvakandi geta þess, að hann telur sam- göngum landismanna stafa sýrnu minni hætta af fé í veg- 'kantinum, en af þeim ,,sauð- kindum“, sem daglega gangia þvert yfir Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.